Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1982, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1982, Qupperneq 9
DV. FOSTUDAGUR 8. OKTOBER1982. Utlönd Útlönd Útlönd Útlönd Viðræðurum úrsögn Græn- lands úr EBE Grænlendingar, Danir og fulltrúar Efnahagsbandalags Evrópu ræðast nú við í Brússel til að semja um úrgöngu Grænlendinga úr bandalaginu. Skiptir miklu fyrir Grænlendinga að ná svo- kölluðum OLT samningum við banda- lagiö eftir að veru þeirra í EBE lýkur. Bandalagið, og þá aðallega Þjóðverjar, vilja semja um að fá veiðileyfi á Grænlandsmiðum gegn því að veita vilyrði fyrir OLT samningum Grænlendingum til handa. OLT samningurinn, sem var saminn fyrir fyrrverandi nýlendur efnahags- bandalagsríkjanna, myndi þýða að Grænlendingar gætu flutt út fisk til Evrópu, án þess aö borga af honum tolla og er í rauninni afgerandi fyrir f ramtíð atvinnulífs á Grænlandi. Otto Stenholt, Assutþingmaður Grænlendinga i Kaupmannahöfn, sagði við fréttaritara DV þar í borg að ef Assutflokkurinn kæmist í stjórn eftir væntanlegar kosningar í apríl á næsta ári væri hugsanlegt að Grænlendingar gengju ekki úr EBE. Sagði hann að það færi eftir því hvemig samningar tækjust á milli Grænlands og EBE. -ÞG—Khöfn/JÞ. Prinsinn veld- ur fjaðrafoki Margur hneykslaöist sem fletti bresku blöðunum í gærmorgun og sá þar breiddar yfir heilu opnurnar nektarmyndir af leikkonunni Koo Stark sem Andrew prins hafði með sér í orlofsferð til Karíbahafsins. — Af fréttum að dæma hefur aöalframlag stúlkunnar til leiklistarinnar verið leikur í mildum klámmyndum. 1 neðri málstofu breska þingsins lét einn þingmaður í ljós vanþóknun á því að sjónvarp BBC hafði sýnt filmustúf úr einni af kvikmyndum Koo Stark þar sem hún var að f ækka fötum. Hneyksluðust af öllum er sögð vera hennar hátign Elízabet Breta- drottning sem mun hafa oröiö æf þeg- ar hún sá að fréttamenn Breta uppnefnda prinsinn „Randy Andy” (Graði-Andí). Stórblaðið Sun hefur eftir blaðafulltrúa Buckinghamhallar: „Hvemig gat prinsinn lent í slagtogi með slíkum kvenmanni?” — Drottningin er stödd þessa dagana í Ástralíu vegna samveldisleikanna. Eins og greint var frá í fréttum DV í gær hefur Koo Stark að sögn leikið í kvikmyndum sem kallaöar em milt klám. Birtu bresku blöðin myndir af lesbíuatriöum þar sem Koo Stark var önnur konan. Fyrir skömmu hóf hún leik í sjónvarpsþáttum hjá London Thames Television en það munu vera grínþættir. Sagt er að prinsinn hafi kynnst leik- konunni í næturklúbb í London en fyrr í vikunni fóru þau meö farþegaþotu til eyjarinnar Mustique í Karbíahafi þar sem móðursystir prinsins, Margrét prinsessa, á sér sumarhús. Ferðuðust þau sem hjón, herra og frú Cambridge. — Nú segja fjölmiðlar aö móðir leikkonunnar, fráskilin og nýlega gift öðru sinni, sé í fylgd með þeim fyrir siöasakir. Talsmaður konungsfjölskyldunnar ber á móti því í viðtali við Daily Mail að móðirin hafi verið send með hraöi á eftir hjóna- leysunum að kröfu drottningarinnar. Nýja kanslarafrúin: LAMIN í HÖFUÐIÐ AF UÓSMYNDARA Á þeim örlagarika degi er Helmut Kohl var kosinn kanslari V-Þýskalands sat ljóshærö, lagleg kona í áhorfenda- stúkunni og fylgdist spennt með gangi mála. Þetta var eiginkona Helmuts Kohl, Hannelore. Það stóð þó i járnum að hún gæti komið því tæprí viku áður hafði hún verið lamin í höfuðið með myndavél af ágengum ljósmyndara með þeim afleiðingum að hún fékk slæman heilahristing. — Eg tók inn fúkkalyf og kvalastillandi töflur til að halda mér á fótunum, sagði nýja kanslarafrúin á eftir. — Það hjálpaði lika mikið að ég vissi alltaf um úrslitin, annars hefði ég ekki haldið það út að sitja þama. Þau hjón eiga tvo syni, Walter 18 ára og Peter 16 ára, sem mættu auðvitað líka til að óska pabba til hamingju með nýja embættið. verkið. — Skurðurinn er stein- steyptur, 5ö metra breiöur. Eftir að steypa 36 km af honum og er ætlaö að það muni kosta 156 milljónir marka en til þessa hafa farið í skurð- gerðina þrír milljarðar. Mannræningjar fyrírrétti áSardiníu Kaupsýslumaðurinn, Rolf Schild, var í fréttunum 1979 eftir að ræn- ingjar á Sardiníu námu á brott með valdi þau hjónin og Annabel dóttur þeirra. Mæðgumar voru á valdi ræningjanna í sjö mánuði en Rolf slapp fýrr til þess að öngla saman í lausnargjald fyrir þær 600 þúsundum doliara. Réttarhöld standa þessa dagana yfir 93 grunuðum mannræningjum á Sardiníu og voru Schild-hjónin meðal vitna. Báru þau kennsl á nokkra af bófunum. FORD FAIRMONT 78, 6 cyi., Decor, ekinn 57.000 km., brúnn. VerO kr. 85.000. TOYOTA STARLET1200, :5 gira, '81, ek. 14.000 km., brúnn. Verfl kr. 115.000. TOYOTA TERCEL, 3-dyra, beinsk., '81, ek. 16 þús. km., drapp-málmgljái. Verfl kr. 130.000. TOYOTA TERCEL, 3-dyra, sjálfsk., árg. '80, ek. 27 þús. km., Ijósbrúnn. Verfl kr. 120.000. TOYOTA CRESSIDA, 4-dyra 78, ek. 61 þús. km., gulur. Verð kr. 95.000. TOYOTA CRESSIDA STATION, TOYOTA CORONA MARKII, FORDBRONCO, '80, ek. 33 þús. km., brúnn. Verfl 75, ek. 102.000 km„ gulur. Verfl 74, 8 cyl., ek. 20 þús. á vál, gulur. kr. 145.000. kr. 65.000. (Ný frambretti, nýtt Verfl kr. 85.000. (öll bretti ný). pústkerfi, nýlegar bremsur, nýtt lakk). TOYOTA CARINA GL, '80, ek. 44 þús. km„ blár. Verfl kr. 125.000. TOYOTA COROLLA, TOYOTA COROLLA, TOYOTA COROLLA liftback. 4-dyra, sjálfsk., '80, ek. afleins 4-dyra, beinsk., '80, ek. 45.000 78, grœnn. Verfl kr. 95.000. 3.400 km„ rauflur. Verfl kr. km„ grár-málmgljái. Verfl kr. 120.000. 105.000. TOYOTA CORONA MARKII, 76, ek. 112 þús. km„ blár. Verfl kr. 65.000. (Þarfnast sprautunar á frambrettum). DATSUN DÍSIL, 77, 220 c„ ek. 144 þús. km„ grár. Verfl kr. 100.000. (m/ökumæli). Góður bíll. ATH: OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 10-4. ATH: Bifreiðasalan er flutt í nýtt húsnæði, að framanverðu (áður varahlutadeild). SALURINN Nýbýlavegi 8, sími 44144.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.