Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1982, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1982, Síða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 8. OKTOBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Kosninga- skjálfti á Spáni Valdaránssamsæriö sem upp komst um á Spáni hefur leitt athygli manna að nokkru frá kosninga- undirbúningnum sem var aö komast í algleyming fyrir viku. En slagurinn heldur áfram þótt margir velti því fyrir sér hvort úrslitaorrustan drag- ist ekki þangað til eftir aö kjósendur hafa greitt atkvæði. Sósíalistum spáö meiríhluta Fáir draga í efa aö sósialistar sem hafa verið í stjómarandstööu síðan síðustu skotunum var hleypt af í borgarastyrjöldinni fyrir 43 árum, verði stærsti flokkurinn eftir kosningamar núna 28. október. Niðurstöður allra skoðanakannana hafa verið á einn veg um það. Um hitt þykir leika meiri vafi hvort flokkurinn, sem lýtur forystu Felipe Gonzalez, lögfræðings frá Se- viha, muni njóta nægilegs fylgis til þess að öðlast hreinan meirihluta í þinginu, þar sem 350 fulltrúar eiga sæti. Um það snýst umræðan þessa dagana, þegar menn em ekki að láta í Ijós gremju sína með hina eilífu valdaránstilburðihörðustu falangist- anna innan hersins, sem allur þorri Spánverja er búinn aö missa þolin- mæðinameð. Þó hefur byltingarsam- særið ekki almennilega megnaö að vekja upp reiði í fullri alvöm, því að þetta brölt of urstanna þykir of fárán- legt og svo dæmt til þess að mis- heppnast að engum þykir sem lýðræðinu stafi nein alvarleg hætta af þessari dægradvöl dátaforingj- anna. Viðbrögðin minna meir á óþolinmæði með þreytandi óþægðar- krakka. Þetta em þriðju þingkosningamar síðan Spánn losnaöi undan einveldi Francos hershöfðingja eftir fráfall hans 1975. Mikilþörffyrír meirihlutastjórn Sósíalistar hafa gengið til kosn- ingabaráttunnar með þær f ullyrðing- ar að naumast verði fyrr unnt að tala um fullkomin umskipti frá einveldi til lýöveldis fyrr en þeir hafi unnið meirihluta og ihaldsöflin fengist til þess að virða niðurstöður kosning- anna. Á þessu síðasta hamra þeir sérstaklega eftir að upp komst um valdaránssamsæriö sem þeir segja að hafi orðið beinlínis vegna þess að hægriöflin hafi ekki þolað að sjá fram á ömggan kosningasigur sósialista. Flestir stjórnmálamenn Spánar ætla aö lýðræði landsins stafi meiri hætta af því ef ekki fæst meirihluta- stjórn upp úrkosningunum heldur en nokkm valdaránsbrölti ringlaðra herforingja sem ekki skilja að þeirra vitjunartími er löngu liðinn og að þjóðin hafnar alfarið slíkum valda- ræningjum. Þykir vera slíkt bil milli stjórnmálaflokkanna aö enginn fær séð að þar náist nokkum tíma sam- Spánverjar hlýðe 6 Suarez í kosningasjónvarpi. komulag um margra flokka stjóm ef enginn einn flokkur fær meirihluta. Sósialistar fengu í kosningunum í mars 1979 alls 121 þingsæti í „Cortez”, en Lýðveldismiðflokkur- inn fékk 167 þingfulltrúa, og vom þessir tveir stærstir. Tvísýnast við komandi kosningar er hvemig fylgi miöflokksins muni dreifast. Hrær- ingar að undanförnu benda til fylgis- flótta frá honum, en hvort það muni renna til hægriafla eða vinstriflokk- anna veldur miklu um hve nálægt meirihluta sósíalistar veröa. Margir bjóða framlista Samkeppnin um þessi vafaatkvæði hafa sett mestan svip á kosningabar- áttu Lýðveldismiðflokksins og brott- hlaupsmanna, sem fylgdu Adolfo Suarez úr flokknum yfir í hinn nýja CDS-flokk hans. Er þess beðið með mikilli eftirvæntingu hvemig nýja flokknum muni famast. Ymsir spá því að hann muni fara langt fram úr gamla miðflokknum vegna persónu- fylgis Suarezar. Aðrir halda því fram að nýi flokkurinn muni týnast í baráttunni milli hægri og vinstri. Flokkamir og flokksbrotin sem bjóða fram em æði margir. Það em að minnsta kosti átta sem bjóöa fram lista undir merki kommúnista. Þrír stimpla sig jafnaðarmenn. Fimm listar kallast vera lengst til hægri. Leiðtogamir sem mest ber á em; auk Suarez, fyrrum forsætisráð- herra, og Gonzales, sem þykir líkleg- ur næsti forsætisráðherra; þeir Landelino Lavilla, leiðtogi Mið- flokksins gamla, og Manuel Fraga, sem var ráöherra í stjórnartíð Francos, nú leiðtogi hægrimanna í Þjóðarbandalaginu. Þessir fjórir komu fram í klukkustundarþætti hver í sjónvarpinu í lok síðasta mánaöar og sátu fyrir svörum hjá fréttamönnum. Kosningakt forð úr öllum áttum Kosningaloforð þeirra allra snúast um helstu hjartansmál kjósenda þessar vikurnar. Nefnilega atvinnu- leysið og verðbólguna. Kennir hjá þeim margra grasa í tillögum um úr- ræði í efhahagsmálunum. Er það allt frá lækkun skatta og niðurskurði á opinberum útgjöldum, sem Fraga vill, og til atvinnubótaráða, sem Gonzalez leggur til, með hugmynd- um um meiri fjárfestingu þess opin- bera í atvinnulífinu. Skýrastur er kannski munurinn á stefnu flokkanna í utanríkismálum. Sósíalistar og kommúnistar eru and- vígir aðild Spánar að Norður- Atlantshafsbandalaginu en Þjóðar- bandalagið og Miöflokkurinn styðja hana. — Miö- og hægri flokkarnir vinna gegn fr jálsari fóstureyðingum, kommúnistar vilja leiöa þær í lög og sósíalistar vilja létta ögn á laga- hömlunum. Laumar blásýru í höfuðverkjameðal Tvær piastkrukkur með Extra-Strength Tylenol-hylkjum. Sú tH vinstri er fullkomloga hættulaus, en sú tíl hægri reyndist vere með blásýru í hylkjunum. Enginn munur á að sjá, entifog dauði skilur þó á milli verk- ana. Rannsóknaraðilar í fylkjunum IUinois og Washington leita dyrum og dyngjum að einhverjum sem þeir vita ekki einu sinni hvemig lítur út en ætla algjöran brjálæðing. Manni sem virðist gera sér að leik að setja blásýru eða stryknín (rottueitur) í plasthylki sem annars geyma' eitt vinsælasta höfuðverkjalyfið í Bandaríkjunum. Sjö manns hafa látið lífið af eitrun af völdum þessa grálynda leiks. Lyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum hefur látið afturkalia af maricaðnum um hálfa miUjón plastkrukkur sem hver um sig inniheldur 50 hylki með ,,Extra Strength Tylenol”, eins og höfuðverkjalyfið heitir. Hefur fólk jafnvel verið varaö við að neyta þessa meðals, þótt það sé í öðru formi. I sumum fyUcjum hefur þegar tekist að ná meðalinu alveg úr um- ferð og víða hafa lyfjaverslanir sjálfar haft frumkvæði að því að f jar- læg ja það úr hiUum sínum. Menn hafa ekki minnsta grun um, hver getur hafa verið þarna að verki. Ekkert spor til þess að rekja og hugnar mönnum lítið að vita þann sem þetta hefur gert leika enn lausumhala. Ef ekki hefði verið fyrir árvekni lækna við Northwest Memorial Hospital fyrir utan Chicago, og eftir- tektarsams slökkvUiðsmanns hefðu fómardýr brjálæöingsins vafalaust orðið miklu fleiri. Læknamir áttuðu sig fljótt á því að banamein s júklinga sem þeim bárust hlyti að vera blásýrueitrun. SlökkvUiðsmaðurinn sem flutt hafði fólkið veitti því eftir- tekt að Tylenol kom við sögu í öUum tUfeUunum sjö. AHirdóu Þetta byrjaði á miðvikudag fyrir viku í úthverfinu Elk Grove-VUlage ýið Chicago. Tólf ára telpa hafði kvefast og faöirinn gaf henni Tylen- ol-hylki. Hún missti fljótt rænu og var látin þegar sjúkraliðið kom á staðinn. Nokkrum klukkustundum síðar var komið með 27 ára gamlan mann, Adam Janus tU Northwest Memorial-spítalans sem er í ArUng- tonhæðunum norður af Chicago, (eins og Elk Grove ViUage). Hafði hann tekið inn Tylenol-hylki við vöðvaverkjum og liðið út af. Hann lést eftir nokkrar klukkustundir. Bróðir hans og mágkonu sneru ásamt ööm skylduUöi heim tU Adams að leita að dánarorsökinni. Höfðu þau bæði höfuðverk af raunum Adams og tóku inn hvort sinn Tylenol-belginn úr sömu plastkrukk- unni og hann enda enginn gmnur vakinn þá. Þau voru bæði lögð Uin á sama sjúkrahús og Adam og andað- ist bróðirinn eftir nokkrar kiukku- stundir en mágkonan eftir nokkra daga. Á fimmtudag dó 27 ára kona í Winfield í IUinois nýkomin heim frá fæðingardeUdinni með hvítvoðung sinn. Hún hafði tekið inn Extra- Strenght Tylenol og í veski hennar fann lögreglan síðar sex belgi tU við- bótar. I ljós kom blásýra í fjómm þeirra. Sömuleiðis fann lögreglan Tylenol- hylki í veski 31 árs konu sem var sjötta dánartUfeUiö. Það reyndist vera blásýra í þeim einnig. Thomas Kim, yfirlæknir gjörgæsl- unnar á Northwest Memorialsjúkra- húsinu, fyUtist iUum grun þegar ekki tókst að vekja Adam Janus, ungan og frískan mann aftur tU lífsins. Hann grunaöi eitmn. Þegar bróðir- inn og mágkonan komu einnig lét hann gera blásýmprófun á blóðsýn- umfráþeim. Varaö við PhUip CappiteUi slökkvUiðsstjóri sat heima hjá sér og heyrði frétt- irnar í útvarpinu um dauðsföUin. Náði hann sambandi viö kunningja sinn í lögreglunni og fengu þeir að skoöa skýrslur sjúkraflutnings- manna því að þeim þótti málið kynd- ugt. Þegar þeir fundu Tylenol tengt við ÖU dauðsföUin gerðu þeir viðvart. Rannsóknaraðilar telja fuUvíst að blásýran finnist aðeins í Tylenol- hylkjum. Síðan hafa borist fréttir af því að f undist hafi í Kalif orníu Tylen- olhylki með stryknín (rottueitri) blandaö í hyUcin. I OroviUe veiktist maður sem notað hafði EST en hann náði sér aftur og var byrjaður vinnu að nýju á mánudaginn. Fannst stryknín í hyUcjunum sem hann leifði. Lögreglan haUast helst að því aö eitrið hafi verið sett í hylkin eftir að þau voru send frá framleiðandanum en þau em búin til í verksmiðju í Pennsylvaníu og annarri í Texas. Þetta meðal er selt eins og mörg önn- ur meinUtU verk jalyf án lyfseðUs frá lækni. Plastkmkkurnar em ekki innsiglaðar. Útbreht verkjameða! Tylenol er vinsælasta höfuðverkja- meðalið á markaðnum í Bandaríkjunum (37%). Extra- Strength Tylenol sem selt er bæði í hylkjum, töflum og vökvaformi er aðeins hluti framleiöslu fyrirtækis- ins Johnson & Johnsons, en þó fimmti hluti. Hvert Extra-Strength Tylenol hyUci inniheldur 500 mUU- grömm af Tylenol, en eitruðu hyUcin hafa reynst innihalda frá 100 upp í rúm 500 miUigrömm. 50 til 100 mUU- grömm af blásýra teljast banvænn skammtur. Tylenol hefur unnið sér markað á síðustu árum eftir aö fram komu skoðanir um að aspirín gæti reynst skaðlegt. Eftir fréttimar um dauðs- föllin féUu hlutabréf Johnsons & Johnsons í verði á verðbréfamörkuð- um. Brjálæðingur Lögreglan telur að sá sem hefur sett eitrið í hylkin hljóti að starfa í einhverju fyrirtæki sem verslar með lyfið eða starfi við að setja það á markaö. Það er talið að hann hljóti að vera geðveikur. Það gæti reynst jafnerfitt og að leita að nál í hey- stakki að hafa uppi á viðkomandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.