Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1982, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1982, Síða 28
36 DV. FÖSTUDAGUR 8. OKTOBER1982. Sími 27022 Þvertiolti 11 Smáauglýsingar Bílaleiga Bjóðum upp á 5—12 manna bifreiðir, station-bifreiðir og jeppa- bifreiðir. ÁG. Bilaleiga, Tangarhöfða 8-12, símar 91-85504 og 91-85544. Tilsölu Oldsmobile Delta 88 disil 78 með öllu, ekinn 33000 á vél, nýupptekin skipting. Uppl. í sima 20494. Renault 12 árg. 77, góður bíll, til sölu, skipti möguleg. Uppl. í síma 86066, kvöldin í síma 76096. Þjónusta seqdir Vélaverkstæöi— Vélsmiöja Viðgerðarsuða-nýsmíði-vélaviðgerðir. Tökum að okkur suðuviðgerðir á pott- steypustáli-áli. Nýsmíöi og véla- viðgerðir. Vélsmiðjan Seyðir, Skemmuvegi 10 L. Kópavogi, sími 78600. Varahlutir ðSumeoBie Ö.S. umboðið Varahlutir—aukahlutir—sérpantanir. Sérpantanir í sérflokki — enginn sér- pöntunarkostnaöur — nýir varahlutir og allir aukahlutir i bUa frá USA, Evrópu og Japan — einnig notaöar vél- ar, bensín og dísU, gírkassar, hásingar og fl. Fjöldi varahluta á lager t.d. flækjur, felgur, blöndungar, knastás- ar, undirlyftur, tímagírar, drifhlutföU, pakkningasett, olíu dælur og margt fl. Hagstætt verð: Margra ára reynsla' tryggir örugga þjónustu. Myndalistar fyrir bUa, jeppa og van aukahluti fyrir- liggjandi. Póstsendum um land aUt. Einnig fjöldi upplýsingabækhnga fáan- legur. Uppl. og afgreiðsla að Skemmu- vegi 22 Kópavogi aUa virka daga miUi kl. 20 og 23 að kvöldi. PóstheimUisfang er á Víkurbakka 14 Rvík, Box 9094,129 Reykjavík. Ö.S. umboðið.. Til sölu TU sölu eru þessi jeppabelti, sérhönnuð fyrir íslenskar aöstæður. Varahlutir fylgja. Baldur Sig. Sími 96- 22777. Vandaðar ogfaUegar úti- og bílskúrshurðir tU sölu, afhend- ast í karmi, með lömum og læsingum. Mikið úrval, gott verð. Sjón er sögu ríkari. Snickar Per umboðið, Fjarðar- ási 27, Rvk. sími 77680. [Likamsy ekt Yogastöðin HeUsubót. Viö bjóðum morguntíma, dagtíma, og kvöldtíma, fyrir fólk á öllum aldri, saunaböð og ljósaböö. Markmið okkar er aö verjast og draga úr hrörnun, að efla heilbrigði á sál og líkama. Nánari uppl. í símum 27710 og 18606. Tilkynningar roskahjá/p TÍMARIT UM MAtEFNI AROSKAHEFTRA 2. HEFTI 1932 Tímaritið Þroskahjálp 2. hefti 1982 um málefni þroskaheftra er kom- ið út. Utgefandi er Landssamtökin Þroska- hjálp. 1 ritinu eru ýmsar greinar um málefni þroskaheftra s.s. þrjú erindi frá ráðstefnu samtakanna um þjónustuhlutverk sólar- hringsstofnana eftir þau Láru Bjömsdóttur, Bjama Kristjánsson og Þórarin Eldjám. Einnig birtist í ritinu viðtal við Karl Grune- wald, sem staddur var hér á landi í vor í boði félagsmálaráðuneytisins. Fjallað er um blöndun fatlaðra bama inn á almenn dagvistunarheimili og foreldrar láta' frá sér heyra. Sylvía Guðmundsdóttir sérkennari skrifar um samskipti hinna ýmsu starfsstétta sem vinna að málefnum þroskaheftra og Dóra S. Bjarnason ritar grein um einstæða foreldra og ung, fötluð böm. Þá er í ritinu þýdd grein um þörfina fyrir afleysingu fyrir foreldra og aðstandendur þar sem þroskaheftir dveljast í heimahúsum, auk ýmissa fleiri greina og upplýsinga um málefnið. Tímaritið Þroskahjálp er sent áskrifendum og er til sölu á skrifstofu samtakanna að Nóatúni 17,105 Reykjavík, sími 29901 og þar er einnig tekið á móti áskriftarbeiðnum. 3. bindi jarðabókarinnar er komið út. Þriðja bindi jarðabókar Áma Magnússonar og Páls Vídalins er nú komið út endurprentað á vegum Hins íslenska fræðafélags í Kaup- mannahöfn. Þetta bindi er um Gulibringu- og Kjósasýslu, og var jarðabók þessi samin á árunum 1703—1705. Bogi Th. Melsted gaf hana fyrst út á árunum 1923—1924 hjá Fræðafélaginu. Félagið réðst í endurútgáfu á jarðabókinni árið 1980, og kemur 4. bindi, um Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, um mánaðamótin nóvember—desember. Ráðgert er að gefa út tvö bindi á ári hverju. Aö síðustu verður svo gefið út lokabindi, þar sem birt veröa skjöl um sjálfa jarðabókina og samningu hennar, og gerð verður atriðisorðaskrá um öll bindin. Gunnar F. Guðmundsson sagnfræöingur sér um útgáfu á þvi bindi. Band hinnar nýju útgáfu hannaði Hilmar Einarsson, forstööumaður viðgerðastofu Safnahússins, og Tómas Jónsson teiknari sá um útlit kápu. Kápuna prýðir handgerð eftir- mynd af Islandskorti Þórðar biskups Þorlákssonar frá 1670. Kortið sjálft var í eigu konungs, en Ámi Magnússon hafði það að Iáni meðan hann vann að samningu jarða- bókarinnar hér á landi. Upplag útgáfunnar er 1200 eintök, en ásknf- endur eru um650.Verði er mjög stilltí hóf.svo að sem flestir geti eignast þetta merka heimildarrit. Umboð fyrir Fræöafélagið hefur Sögufélag, Garðastræti 13b, lOlr. og getá áskrifendur vitjað jarðabókarinnar þar. Fjórða hefti Tímarits Máls og menningar er nýkomið út. Hluti þess er helgaður leiklistarmálum og er viðamesta greinin eftir breska leikstjórann Peter Brook um Dauða leikhúsið. Grein Thomasar Ahrens sem ber beitið Pilturinn sem fór útí heim til að læra að hræðast fjallar um bamaleikhús og Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um Skilnað, nýtt leik- rit Kjartans Ragnarssonar. Einnig er í þessu hefti ítarieg grein um bók- menntagagnrýni í íslenskum dagbiöðum eftir Ástráð Eysteinsson MA. Hann ræðir þar hlut- verk dagblaðagagnrýni aimennt, fjallar síðan vandlega um alla þá gagnrýni sem birtist um þrjú ný íslensk skáldverk á síðasta ári og gerir loks yfirlit yfir einkenni islenskrar dag- blaðagagnrýni. Höfundurinn sem framleiðandi er grein sem þýski bókmenntafræðingurinn Walter Benjamin samdi árið 1934 og margir hafa haft áhuga á að fá á íslensku. Ljóð eru í heftinu eftir Olaf Jóhann Sigurðs- son, Lindu Vilhjálmsdóttur og Guðberg Bergsson sem líka á þar skemmtilega athug- un á suðrænum mönnum og norrænum í greininni Latneskur andi. Umsagnir eru um ljóðabókina Farvegi eftir Stefán Hörð Gríms- son og Frjáishyggjuna eftir Birgi Bjöm Sigur- jónsson sem svarar fyrir sig á sama stað. Deyðum neysluþjóðfélagið Ný lífsgildi Ný Iffsgildi og aukin lífsorka Næstkomandi laugardag, 9. okt., mun verða fjölþætt kynning á ýmsu því sem lýtur aö breyttum lífsháttum og andlegu viðhorfi til tilverunnar. Kynningin er í höndumfólkssem hefur mikla reynslu og þekkingu.hvertá sínu sviði. Það sem boðið er upp á er umfjöllun um heilsufræði, kennsla í iljanuddi (zonetherapy), japanskt nudd (shiatzu), jóga- leikfimi o. fl. Ennfremur verða sérstakir fyrirlestrar um eðli mannshugans og hug- leiðslu. Þá verða hringborðsumræður um „hver sé skylda menntamanna og vísinda- manna gagnvart þjóðfélaginu, markmið vísinda og nýjar skilgreiningar á hugtökunum framfarasinnaður, andlegur o. fl. Tónlist og listræn tjáning fær einnig sitt rúm á dagskránni. Veitingar verða á vægu verðiástaðnum. Fólki er heimilt aö mæta á hluta dag- skrárinnar og er öllum heimill aðgangur sem einlægan áhuga hafa á meðan húsrúm leyfir. Staðurinn er Aðalstræti 16,2. hæð og byr jar dagskráin kl, 10 að morgni og endar kl. 7 að kvöldi og verður hún byggð upp þannig að það veröur margt í gangi í einu og getur fólk valið hverju sinni hverju það kýs að taka þátt í. Október Eisensteins í MÍR-salnum Október, hin fræga kvikmynd Sergeis Eisen- stein, verður sýnd í MlR-salnum, Lindargötu 48, nk. sunnudag 10. október kl. 16. Kvflanyndin var gerð í tilefni 10 ára aúnæiis Októberbyltingarinnar og fjallar um hina sögulegu daga í október-nóvember 1917, þegar bolsevíkar komust til valda í Rússlandi og lýst var yfir stofiiun sovétlýðveldis á 2. þingi ráða verkamanna, hermanna og bænda. Söguþráðurinn í myndinni nær hámarki þegar sjóliðamir frá Kronstadt gera atlögu að Vetrarhöllinni og Antonov-Ovsesjenko og liðs- menn hans handtaka ráðherra í bráðabirgða- stjóminni, nema Kerenskí forsætisráðherra sem hafði komist undan á flótta. Þróun stjórnmála í Sovétríkjunum í nóvem- ber 1927 olli því að Eisenstein varð að breyta hluta kvikmyndarinnar og var hún fyrst frumsýnd þannig breytt 14. mars 1928.Súgerð kvikmyndarinnar sem sýnd verður í MlR- salnum á sunnudaginn er frá árinu 1967 og þar hefur nokkrum af hinum upprunalegu at- riðum aftur verið bætt inn í myndina. Höfundur tökurits og leikstjóri er sem fyrr var sagt S. Eisenstein, aðstoðarleikstjóri G. Aleksandrov, myndatökumaður Edvard Tisse. Skýringar á dönsku. Aðgangur að kvikmyndasýningum í MlR- salnum er ókeypis og öllum heimill. í fyrsta sinn: UMSK mðt i karate, Garðabæ 10. okt. ’82. í fyrsta skipti steudur Ungmennasambaud Kjalarnesþings fyrir keppni í Karate, hjá þeim félögum sem æfa Karate innau sam- bandsins. Það eru Karatedeild Stjömunnar, Garðabæ og Karatedeild Gerplu Kópavogi. Keppnin fer fram í íþróttahúsinu Ásgarði, Garðabæ, sunnudaginn 10. október kl. 13.00— 16.00. í Karate em tvenns konar keppnisform. Annars vegar KATA, sem em formlegar æfingaseríur, og hbis vegar KUMITE sem er frjáis bardagaaðferð. Dagskrá mótsins verður: 1. Setning. 2. KATA drengja. 3. KATA karia. 4. KATA kvenna: 5. KUMITE karla. 6. Verðlaunaafbending. Verzlun Þrír litir, stærð 4—16. Verð kr. 435. Þvegnar gallabuxur, stærö 4—16. Verð 282 kr. og 291 kr. Verslunin Val, Strandgötu 34, Hafnarfirði. Sími 52070. Sendum í póstkröfu. Easy gallabuxur, herra- og dömusnið, kr. 490, stretch gailabuxur, kr. 550, kakíbuxur, kr. 390, peysur frá kr. 290, háskólabolir frá USA kr. 210, T-bolir kr. 85, Georg, fata- verzlun, Austurstræti 8. Bflaþjónusta Varmahlíö, sími 95-6119.1 fararbroddi með yfirbyggingar á Datsun King C. Toyota Hi-lux, Lapplander, Isuzu, Chevrolet pickup, Scout pickup, Dodge pickup, og Ford pickup. Far- þegayfirbyggingar fyrir alla flokka. Sendum myndbækling. Ný útlit J.R.J. bifreiðasmiöja hf. Varmahlíð, sími 95- 6119.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.