Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Síða 8
8
DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982.
Kæliverk sf.
Kaldbaksgötu 4 - Akureyri, sími (961-24036
Viðgerðir - varahlutir - nýsmíði
Tökum til vidgerdar:
kœliskápa — frystiskápa —
frystikistur — kœlikerfi — frystikerfi
— mjókurtanka.
Setjum upp og útvegum:
frystiklefa — kœliklefa — ísvélar —
frystitœki — varmadœlur.
Ódýru helgarreisurnar til Reykjavíkur eru bráð-
sniðugar ferðir sem allir geta notfært sér.
Einstaklingar,fjölskyldur og hópar.fámennir jafnt
sem fjölmennir, geta tekið sig upp með stuttum
fyrirvara, flogið í bæinn og notið borgarlífsins
við úrvals aðstæður.
Leikhúsferðir, heimsóknir, verslunarferðir,
fundarhöld og ráðstefnur, ferðir á íþróttavið-
burði og sýningar. Alls konar skemmtiferðir
rúmast í helgarreisunum.
Leitið upplýsinga hjá: Ferðaskrifstofu Akureyrar
hf. sem gefur allar nánari upplýsingar, sími
25000.
FLUGLEIDIR
Gott fólk hjá traustu félagi
KEA, Bilnadarbankiim
«g Idnadarbankinn
£á lóð í miðbænum
Bæjarstjórn Akureyrar hefur sam-.
þykkt að veita Kaupfélagi EyfirÖ-
inga, Búnaðarbanka Islands og
Iðnaðarbanka Islands hf. lóð á miö-
bæjarsvæðinu, samkvæmt nýgerðu
skipulagi. Einnig var ákveöið að
kanna viðhorf fjármálaráðuneytis-
ins til þátttöku í fyrirhugaðri bygg-
ingu á lóðinni.
Umrædd lóð er á homi Strandgötu
og Geislagötu, þar sem miöstöð
strætisvagnanna er nú. Þref hefur
staðið um lóðina en auk fyrrgreindra
aðiia voru verkalýðsfélögln ásamt
Alþýðubankanum meðal umsækj-
enda. Ekki náðist samkomulag milli
þessara þriggja bankastofnana um
samnýtingu á lóðinni. Allt stóð því
fast þar til verkalýðsfélögin festu
kaup á húseignum við Skipagötu.
Samkvæmt skipulagi er ætlað aö
byggja stóra byggingu á lóðinní,
samtals um 6000 fermetra að flatar-
máli. GS/Akureyri
FER „RALTÐAIILSIH"
er þvottahúsið Mjöll og síðan Skemman. Þessa húseign hafa nú verkalýðsfélögin keypt og ætla þau að
byggja 3—5 hæðir ofan á.
Verkalýðsfélögin kaupa
húseign við Sklpagötu
Ellefu verkalýðsfélög á Akureyri
hafa sameinast um kaup á Skipagötu
14, með tilheyrandi lóðarréttindum,
en þessi húseign var áður í eigu
Kaupfélags Eyfirðinga og verslunar-
innar Skemmunnar. Gengið hefur
verið frá samningum viö KEA en eft-
ir er að ganga formlega frá samning-
umvið eigandaSkemmunnar.
Núverandi bygging á lóðinni er að-
eins ein hæð en gert er ráð fyrir aö
byggðar verði 3—5 hæðir í viöbót.
Þarna ætla verkalýðsfélögin að
koma sér upp félagsmiðstöð en fyrir
átti Lífeyrissjóðurinn Sameining
Skipagötu 12, sem er sambyggt hús.
Samhönnun á Akureyri hefur þegar
hafist handa við að teikna bygging-
una og er stefnt að framkvæmdum
næsta sumar.
Félögin sem að þessum kaupum og
byggingu standa eru: Eining, Iðja,
Félag málmiönaöarmanna, Sjó-
mannafélag Eyjafjarðar, Félag
verslunar- og skrifstofufólks. Tré-
smiðafélag Akureyrar, Múrarafélag
Akureyrar, Skipstjórafélag Norð-
lendinga, Vélstjórafélag Islands,
Verkstjórafélag Akureyrar og Raf-
virkjafélag Akureyrar. Einnig er lík-
legt að Alþýöubankinn verði með í
myndinni. Fær hann þá að líkindum
aöstöðu á jarðhæöinni, þar sem
þvottahúsiö er nú til húsa. Skemman
verður áfram á sama stað þrátt fyrir
eigendaskiptin á húsnæðinu.
GS/Akureyri
IAA í FJÖR1J?
Bæjarstjóm Akureyrar hefur
ákveðið að láta fjarlægja „Rauöa
húsið” svonefnda, sem stendur við
Skipagötu.
A árum áður var Rauöa húsiö skýli
fyrir verkamenn bæjarins og síöar
hafnarverkamenn. Undanfarin ár
hefur húsið verið notað fyrir mynd-
listarsýningar og hljóðfærasmiður
hefur haft þar aðstöðu. En nú á húsið
aðhverfa, en hvert?
Ekki eru ætlun bæjarstjórnar aö
rífa húsið, samkvæmt heimildum
DV. Þess í stað er ætlunin að flytja
þaö á hentugan staö, þar sem það
getur staðið til frambúðar. Komið
hefur til greina aö setja þaö niður á
lóð Minjasafnsins við Aðalstræti og
nota húsið siöan fyrir muni safnsins,
eða fyrir myndlistarsýningar.
Ástæðan fyrir því að húsið þarf að
hverfa er einkum sú að verkalýðsfé-
lögin hafa fest kaup á húsunum viö
Skipagötu 12 og 14. Ætlunin er aö
byggja frekar á lóðunum en Rauða
húsið stendur á hluta annarrar lóðar-
innar. Auk þess er ætluð gönguleið
frá bílastæðum við Skipagötu upp í
göngugötuna við Hafnarstræti og þar
er Rauðahúsið einnig í veginum.
GS/Akureyri
Rauða húsið
stóð upphaf -
lega ó Sval-
barðseyri, en
var síðan fiutt
tii Akureyrar.
Nú stendur tíl
að fíytja það
inn iFjöru.