Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Síða 27
DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982.
27
Snjókorn Snjókorn Snjókorn Snjókorn Snjókorn
ítök í geðdeild-
inni
Elías Elíasson, bæjarfógeti
á Akureyri, er þekktur fyrir
að vera samviskusamur emb-
ættismaður. Á það ekki síst
við þegar um innheimtu opin-
berra gjalda er að ræða.
Skiptir þá engu hvort í biut á
séra Jón eða Jón. Meira að
segja góðverkastofnanir eins
og sjúkrahúsíð sleppa ekki.
Fjórðungssjúkrahúsið mun
ekki hafa staðið í skilum
með opinber gjöld vegna
starfsfólks. Mun skuldin hafa
verið orðin um 2,8 m. kr.
Gerði Elías sér þá lítið fyrir
og lét taka lögtak i geðdeQd
sjúkrahússins við Skólastíg!!
Hvort Elias hafði eigin hags-
muni í huga, eða hvort hann
hefur haft áhyggjur af heilsu-
fari starfsmanna sinna, þeg-
ar hann valdi geðdeildina,
það f yigir ekki sögunni.
Framsóknarmenn
að steini
Framsóknarmenn í
Norðurlandskjördæmi eystra
hafa valið frambjóðendur í
efstu sætin á framboðslista
sinum við næstu alþingis-
kosningar. Fóru þeir troðnar
slóðir og völdu sömu menn og
áður. Þá heyrðist kveðið i
Ráðhúsinu:
Fræg var þróun Framsóknar,
f jendur hlógu í leyni.
Aldnir dóu ekki þar
enurðuþó að steini.
Synda-
selurinn
Fyrir skömmu var fluttur
selur til Akureyrar alla leið
frá Hollaudi. Kom hann með
þotu til Keflavíkurflugvallar,
en þaðan fékk hann undir sig
einkaflugvél. Var selnum gef-
ið frelsi við flugbrautarend-
ann á Akureyri og hvarf hann
fljótt í Pollinn. Hvarf þá
fylgdarliðið frá Hollandi á
braut.
En Andrés vinur minn beið.
Skömmu síðar skaut selurinn
upp koUinum í mesta sakleysi
til að líta á umhverfið. Þar
með voru dagar hans taldir,
því Andrés stóðst ekki færið.
Síðar skar Andrés kjammann
af selnum og fékk fyrir hann
vegleg verðlaun frá hinu
opinbera. Svo fór hann í Hóla-
brautina með leðurtösku,
syndaselurinn sá. (Heimild:
GróaáLeiti).
Valgerður og
íhaldið
thaldið reyndi við Kvenna-
framboðið þegar til meiri-
blutamyndunar kom eftir
kosningarnar í vor. En
Kvennaframboðskonur hlupu
útundan sér og mynduðu
meirihluta með Framsókn og
allaböllum. íhaldsmenn sátu
því uppi án Valgerðar og Sig-
fríðar. Þá kvað ráðhúsherr-
ann:
íhaldsflokkurinn úfin Rán
allan sleit af kili.
Vonbiðillinn verður án
Valgerðar í bili.
Kratar
Eftirfarandi klausu rakst
ég á í Mogganum: „Guð-
mundur sagði aö samkvæmt
reglum Alþýðuflokksins ætti
að vera prófkjör um helmingl
fleiri sæti én þingmannatala
flokksins í kjördæminu væri.
1 Norðurlandskjördæmi
eystra hefði Alþýðuflokkur-
inn engan þingmann og þvi
hefði aðelns verlð auglýst eft-
ir framboðum í fyrsta sætið.”
Að því slepptu, að þama á
að standa „vestra” í stað
„eystra”, þá gat ekki einu
sinni Sigurður vinur minn ÓIi
talið mér trú um, að tvisvar
sinnum enginn þingmaður
værisamaogeinn.
Farínn í frí
Jæja, ég held ég hætti þessu
bulli. Akureyrska lesendur
mína, sér í lagi Andrés vin
minn, get ég glatt með því, að
ég er farinn í tveggja mánaða
frí.
Gísli Sigurgeirsson.
ÖKUKENNSLA
Kenni akstur og meðferð bifreiða
frá morgni og fram á kvöld.
ARNIINGOLFSSON
Akureyri - sími (961-24522.
OMRON búðarkassar fyrir minni og
stærri fyrirtæki fyrirliggjandi.
Verö frá kr. 8.560,-
%
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Hverfisgötu 33
Simi 20560
UMBOÐ Á AKUREYRi:
Kaupvagnsstræti 4 — Akureyri.
Simar (961-22734 og 21713.
MITSUBISHI
TREDIH
FJÖLSKYLDUBÍLL MORCUNDAGSINS
til sölu á íslandi í dag
Framleiddur samkvæmt ströngustu kröfum framtíðar-
innar um einkabílinn með öryggi, sparneytni og þægindi f
fyrirrúmi.
LÝSING:
5 manna, 2ja og 4ra dyra, framhjóladrifinn meö þverstæöa, vatns-
kælda, 4ra strokka bensínvél meö yfirllggjandi kambási, 1400 cm.!,
70 hö. eöa 1600 cm.!, 75 hö. SJálfstæð gormafjöörun á öllum hjól-
um. Afihemlar meö dlskum að framan og skálum að aftan.
Tannstangarstýrl, hjólbaröar: 165 SR -13, þvermál beygjuhrlngs: 9.8
m.
Form yfirbygglngar byggt á níöurstöðum loftaflfræöilegra tll-
rauna í vlndgöngum.
Árangurinn: Loftvlönám, sem er aöelns 0.39 C.d (mælleinlng loft-
vlönáms) og er þaö lægsta sem þekklst á sambærllegum blfrelðum.
Þessl kostur hefur afgerandl áhrif á eldsneytisnytlngu og dregur
mjög úr hávaöa, þegar billnn klýfur loftlð.
Farþega og farangursrýml er mjög gott, sérstaklega höfuörýml
og fótarými, bæöi fyrlr ökumann og farþega.
INNIFALINN BUNAÐUR:
Sparnaöargír (Supershlft)
□ Utaö gler
□ Upphltuö afturrúöa
Rafdrlfnar rúður
Barnaörygglslæslngar
Stokkur á milli framsæta meö
geymsluhólfi
Ouartskiukka
□ Veltlstýri
Alfstýrl
Útlspeglar stlllanlegir innan frá
Snúningshraðamælir
Halogen aöalljós
Ljós í hanskahólfl og farangursgeymslu
Farangursgeymsla og bensínlok opnuö
Innan frá
Aftursætisbak niðurfellanlegt (opiö inní
farangursgeymslu)
NÝJUNG!
sparnaöargír
(Supershift - 4x2)
HELSTU KOSTIR:
Sparnaöargír (mlnni bensíneyösla)
Loftmótstaöa: 0.39 C.d.
Framhjóladrif
Sjálfstæö fjöörun á öllum hjólum
Fáanlegur beinskiptur eöa sjálfskiptur
Tvö nlöurfærsluhlutföll á aflrás Inn á gír-
kassa, annað fyrlr akstur , sem krefst fullrar
orku út í hjólin, hltt fyrir léttan akstur meö
orkusparnaö sem markmiö.
í reynd svarar þessl búnaöur til þess, sem á
torfærubílum er almennt nefnt hátt og lágt
drlf, og er þá lága drlflð notað vlö erfiöar aö-
stæöur, svo sem í bratta, á slæmum vegum, í
snjó, eöa í borgarakstri, þar sem krafist er
skjótrar hraðaauknlngar.
Háa drlflð er hlns vegar ætlaö fyrir akstur á
góðum vegum og á venjulegum ferðahraða á
langleiðum.
SMHölduf
Varahlutaverslun Fjölnisgötu 1B. Akureyrí
Sími 96-21365
HF
[hIhekia
J Laugavegi 170 -172 Sír
Sími 21240
PRISMA