Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Side 33
 DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982. til að bræða snjó af göngugötunni. Enn er þó eftir að ná samkomulagi milli bæjarfélagsins og húseigenda við götuna. Skiptar skoðanir eru um, hver á að greiða heita vatniö, sem þarf til að bræða snjó af götunni. Þegar þessu er lokið verður stráð blómakerjum, trjám, bekkjum og auglýsingakössum hér og þar um götuna. Þar með er fædd lögleg göngugata, en hvað felst í rauninni í þessu orði? • Takmörkuð bflaumferð leyfð „Göngugata er rými milli húsa- raða, þar sem fótgangandi umferð hefur forgang,” svarar Finnur. „Það er svo mismunandi, hve mikil bila- umferð er leyfð, ef hún er þá á annaö borð leyfð. I okkar tilviki er óhjá- kvæmilegt að leyfa takmarkaða bíla- umferð, þó ekki væri nema vegna vöruflutninga til og frá verslunum. Auk þess þurfa fatlaðir að komast feröa sinna í bílum, t.d. til að sækja þá læknaþjónustu, sem er í götunnL Einnig er hugsanlegt, að um þetta atriði gildi mismunandi reglur eftir árstíma.” — Áttu von á útimörkuðum og ýmsum uppákomum í Hafnarstræti eftir að göngugatan verður orðin að veruleika? „Ekki í Hafnarstræti held ég. Að vísu er gert ráð fyrir því, að kaup- menn fari með varning sinn út á götu, þegar vel viörar, en sjálft Ráöhústorgið er orðinn hefðbundinn staður fýrir útimarkaði og aðrar uppákomur. Mér er til dæmis minnisstæð málverkasýning Ola G. Jóhannssonar, listmálara, á Torginu í sumar. Ég efast um, að slík uppákoma eigi sér hliöstæöur hérlendis,” sagðiFinnur. • Nýjar byggingar Hér hefur verið getið um fram- kvæmdir Akureyrarbæjar, sem hafnar eru samkvæmt nýja skipu- laginu á miðbænum. Það er önnur hliðin, en hin hliðin er uppbygging mannvirkja í miðbænum samkvæmt skipulaginu. Til að það geti orðið hefur Akureyrarbær þegar gengið í að greiða fyrir samningum og kaupum á eignum í miðbænum, þannig að hægt verði að hefjast handa við byggingar þar strax á næsta sumri. 1 þessu sambandi má minna á Hafnarstræti 103—105. Akureyrar- bær á eignina Hafnarstræti 103, en þar er meöal annarra verslana skóverslun M. H. Lyngdals. Hafriar- stræti 105 er hins vegar í einkaeign, en á lóðinni stendur hús, sem er ekki uppábúið til að láta sjá sig á al- mannafæri, hvað þá í miöbæ. Samningaviðræður standa yfir við eigandann, en samkvæmt skipu- laginu á að byggja eina byggingu á þessum lóðum, sem að stærstum hluta yrði á lóðinni 103. Hin lóðin jtöí notuð til að opna betur gönguleið upp í Skátagilið. Þama er því um nokkurs konar hornlóð að ræða. Þá er ljóst, að á næstunni verður úthlutað lóöinni á horni Strandgötu og Geislagötu, þar sem nú er miðstöð strætisvagnanna. Líkindi eru til, að KEA, Iðnaðarbankinn og Búnaðar- bankinn fái þá lóð og ef til vill verður Ríkissjóður með í myndinni. Þarna á að rísa stór og mikil bygging, hvorki meira né minna en 6000 fermetrar. Auk Finns starfa Gísli Kristinsson, arkitekt og Guðbjörg Sigurðardóttir, ritari, hjá Skipulagsdeild Akureyrar. Stærsta verkefni þeirra um þessar mundir er Giljahverfi, nýtt hverfi utan Glerár vestan Hlíðarbrautar. Þar er gert ráð fyrir 600 íbúðum í húsum af öllum gerðum, sem eiga að rúma um 2.000 manns. Að lokum, Finnur, um miöbæjar- svæðið? „Já, það hefur verið sagt, að mið- bærinn okkar hafi verið á niðurleið á undanförnum árum og áratugum. Það getur hafa stafað af því, að ekki hefur verið til nothæft skipulag til að fara eftir. Nú strandar ekki lengur á því. Bæjaryfirvöld hafa nú þegar hafið framkvæmdir til að snúa þessari þróun við. Vonandi verkar það hvetjandi á einstaklinga og fyrir- tæki, sem eiga eignir í miðbænum, eða hafa hug á að taka þátt í upp- byggingunni.” -GS/Akureyri. 33 Ljósmyndavörur • FILMUR • MYNDAVÉLAR • MYNDARAMMAR • MYNDAALBÚM • FILMUFRAMKÖLLUN Á 4 — 5 DÖGUM. ◄ Skrifstofuval hf. Sunnuhlíð — Akureyri Sími 96-25004. kynnir „Sensor44 bindinguna Skíöabúnaöurinn sem „hugsar“ fyrir þig. Sjálfvirk stilling á frampressu. Mjög hagstætt verö. LOOK LOOK LOOK LOOK LOOK LOOK RS 99 II keppnisbinding Sensor kr. 1.930,- HP 99 toppbinding Sensor kr. 1.658,- v59 án snúningshæls Sensor kr. 1 I.258,- 39 ekki Sensor kr. 923,- 25 ekki Sensor kr. 670,- 17. barnabinding kr. 603,- v___ r utiuf Glæsibæ, sími 82922.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.