Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Síða 5
DV. MÁNUDAGUR 22. NOVEMBER1982.
5
að Morgunblaðið hefði gagnrýnt
hann fyrir að b jóöa of lágt orkuverð í
samningaviðræðum. Taldi hann að
Islendingar ættu aö beyta neyðar-
rétti og stiga einhliða skref ef fyrir-
tækið yrði ekki við lögmætum
kröfum.
Forystumenn Alþýðubanda-
lagsins voru spurðir álits á flugmála-
stefnu Steingríms Hermannssonar,
sem hefði gert sameiningu Flug-
félagsins og Loftleiða að engu.
'Olafur Ragnar Grímsson svaraöi að
það væri erfitt að fylgja Steingrími í
þessum efnum þar sem hann hefði
margar stefnur. Fyrst hefði hann
viljað samkeppni flugfélaga á sömu
leið en nokkrum mánuðum síðar
hefði hann mælt með samkeppni, en
ekki á samu leiðum. Steingrimur
hefði ákveðið þetta einhliöa, sagði
Olafur.
1 þeim drögum að stjómmálaá-
lyktun sem Jágu fyrir fundinum segir
að Alþýðubandalagið stefni að því að
vera baráttutæki virkrar fjölda-
hreyfingar og taki því starfsstíl sinn
og starfsaðferðir óhikaö til
gagngerrar endurskoðunar þegar á
það er kallaö. Spurt var hvort þetta
þýddi að flokkurinn væri að biðla til
annarra samtaka um stuðning í
kosningunum.
Olafur Ragnar svaraði að verið
væri að leita leiða til að
Alþýöubandalagið gæti orðið sam-
fylkingarvettvangur fyrir hina fjöl-
skrúðugu fýlkingu sósialista. Þeir
vildu gefa ýmsum hópum tækifæri til
að ganga til samstarfs við Alþýðu-
bandalagið. Því væri nauðsynlegt að
gera ýmsar skipulagsbreytingar á
flokknum til að hann gæti orðið vax-
andi afl, jafnvel meirihlutaafl í þjóð-
félaginu.
Svavar Gestsson tók undir þetta.
Hann sagði að íslenska flokkakerfið
væri staðnaö og til að stokka þaö upp
vildi Alþýðubandalagið fara franska
leið að fordæmi franska Sósialista-
flokksins. Honum hefði tekist á
nokkrum árum að vinna sig upp úr
því aö hafa 5 til 10% fylgi í að vera
ráöandi afl í frönskum stjórnmálum.
Vísaði hann þar til víðtækrar sam-
fylkingar franskra sósíalista. „Við
ætlum okkur ekkert að tapa í næstu
kosningum,” sagöi Svavar í svari
sínu.
Svavar sleit siðan fundinum með
því að tilkynna að næst á dagskránni
væri skoðunarferð í flokks-
miðstöðina, sem væri eins og menn
vissu á milli lögreglustöövarinnar á
Hverfisgötu og skermsins sepa tæki á
móti sendingum frá sovéska sjón-
varpsgervihnettinum og þangað yrði
auðvitað farið í Ikarus-vögnum. En
þegar til kom reyndust vagnarnir úr
hinu víðkunna sænska gæðastáli frá
Volvoverksmiðjunum.
-ÓEF.
Nýr tón-
listar-
skóli í
Reykjavík
Nýr tónlistarskóli í Reykjavík hefur
nú hafið starfsemi sina. Hann nefnist
Tónlistarskóli Ragnars Jónssonar og
skólastjóri hans er Ragnar^ Jónsson
tónmenntakennari. Skólinn er til húsa
að Hraunbergi 23 í Breiðholti.
Ragnar Jónsson sagöi í samtali viö
DV að þessi nýi skóli væri sérstæður að
því leyti að hann nyti ekki ríkisstyrks.
Skólinn hefði reyndar verið starfrækt-
ur sl. vetur en var þá aðeins í bráöa-
birgðahúsnæöi. Nú er hins vegar búið
að útvega varanlegt húsnæöi.
Að sögn Ragnars er kennt á píanó,
gítar, blokk- og þverflautu, orgel og
ásláttarhljóðfæri. Nemendur eru á bil-
inu 35—40. Auk Ragnars eru þrír kenn-
arar viö þennan nýja tónlistarskóla.
PA
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 28. og 29. nóv. 1982.
Sjálfstæðismenn
kjósum
Bessí
Jóhannsdóttur
formann Hvatar
á þing!
Kosningaskrifstofa
að Suðurlandsbraut 14,2. hæð.
Sími 38636.
Opið frá kl. 17.00—22.00 alla daga.
Kjósandigóður! ^ jvertumedi
STUÐNINGSMENN BESSÍAR JOHANNSDOTTUR
|»U
ni’1
t>»r
Uíl>r s
rtU*,lv
S iii rí ci u c/ 11 /s inr/ri-
iiiiiini er
27022
/ #
FULLKOMINHUTIM AVAKTÞJONUSTA:
ÖRYGGISMIDSTÖD
* t
# ÖRYCGISMIÐSTÖÐIN tekur við boðum frá sjálfvirkum,
tölvustýrðum tækjum um hvaðeina sem skiptir máli:
t.d. innbrot, eld, rafmagnstruflanir og vélabilanir. Boð
frá næturvörðum og heimaliggjandi sjúklingum sem
barfnast aðstoðar berasteinnig til öryggismiðstöðvar-
innar á fáum sekúndum.
#■ ÖRY GGISMIÐSTÖÐIN bregst strax við: gerir lögreglu eða
slökkviliði aðvart, kallar út viðgerðarmenn eða sendir
sérstaka ön/ggisverði á staðinn til aðstoöar - allt eftir
þörfum hverju sinni.
♦ ÖRYGGISMÐSTÖÐIN þjónar stofnunum, fyrirtækjurr:
og einstaklingum um land allt. Ekkert verkefni er of
stórt eða of Irtið. Boðin berast um símakerfið, þannig
að ekki er þörf á sérleigðum línum.
# ÖRYGGISMIÐSTÖÐIN þyggir á meira en áratugs reynslu
VARA í öryggismálum og rafeindatækni ásamt ráðgjöf
erlendra sérfræðinga.
Lágur tilkostnaður gerir það jafnframt að verkum að
tenging við miðstöðina er sjálfsagður valkostur i
öryggismálum stofnana og fVrirtækja.
* ÖRYGGISMÐSTÖÐIN er opin allan sólahringinn, allt árið
og veitir því raunhæfa vöm.
Hafðu samband i síma 91-29399,
við erum alltaf á vakt — alltaf.
w//11
VARI
.ORYGGI YÐAR ER SERGREIN OKKAR'
-HIN EINA A ISLANDI -