Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Page 7
DV. MÁNUDAGUR 22. NOVEMBER1982. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur NÚ ER RÖÐIN KOMIN AÐ SUÐUR KOREU SAMSUIMG FER SICURFOR UM HEIMINN Um góðar og slæmar merkingar á brauði og kökum: Rangt að bak- arar merki vöru itla Hannes Guömundsson framkvæmda- stjóri Landssambands bakara- meistara skrifar: Vegna fullyrðinga D.S. á neytenda- síöu DV 16.11. sL er nauðsynlegt aö gera nokkrar athugasemdir til aö leiðrétta misskilning og rangfærslur blaöamannsins. Þaö er rétt haft eftir Jóni Albert Kristinssyni, formanni Landssambands bakarameistara, aö samtökin hafa lagt hart aö íslenskum bökurum aö merkja sína vöru vel. Bakarameistarar hafa brugðist vel við þessum tilmælum og er nánast um byltingu aö ræða í merkingum á umbúðum á allra síðustu misserum. DJS. fullyrðir, að flestir bakarar merki vöru sína illa eða alls ekki. Þetta er rangt. Lausleg athugun á stöðu þess- ara mála í dag sýnir, að um 90% af innlendum brauð- og kökugerðum merkja sína vöru þannig, að viðskipta- vinurinn getur séð, hvert er heiti vör- unnar og hvaða efni hún inniheldur. Langflest þau bakarí sem dreifa vöru sinni í verslanir til endursölu f ullnægja reglum um merkingar. Frávik frá þessu eru minniháttar og sem betur fer á undanhaldi. Um brauð og kökur, sem keyptar eru í bakaríum, gilda allt aðrar reglur enda þekkist það hvergi í heiminum að vara bakarans, sem seld er í hans bakaríi, sé pökkuð í umbúðir eins og sú vara, sem seld er í venjulegri matvöruverslun. Bakariin hafa sérstöðu, þau hafa sinn sjarma sem viðskipavinimir kunna vel að meta, enda eiga þeir að geta fengið upplýsingar um nafn vörunnar, innihald og geymsluþol hjá af- greiðslufólkinu eða bakaranum. Sérpakkningar óframkvæmanlegar Allir bakarameistarar leggja á- herslu á að koma vöru sinni nýrri og ferskri til viðskiptavinanna. Þeir bakarar, sem ekki selja vöru sína í eig- in sölubúð, verða að láta hana standa og kólna áður en henni er pakkaö. Hér stendur handverksbakarinn betur að vígi. Hann getur boðið sína vöru rjúkandi heita fram í sölubúðinni. Ef D.S. vill, að vöru handverksbakarans sé pakkaö í sérmerkta poka við afhendingu, þá má benda á að slíkt væri nánast óframkvæmanlegt, þar sem fjöldi tegunda í bakaríum er gífurlega mikill, og geta þar veriö allt aö 200 mismunandi framleiðsluvörur, sem þá krefðist 200 mismunandi tegunda af pokum. Auk þess sem geymsluþol vörunnar yrði minna ef henni væri pakkað volgri í plastpoka. En meginatriöið er aö upplýsingar um innihald og fleira eru veittar í hand- verksbakaríum eftir öðrum leiðum, eins og áður hefur verið minnst á. Varðandi upplýsingar á umbúðum um síðasta söludag eða fram- leiðsludag er það að segja, að sam- kvæmt íslenskum reglum er gert ráð fyrir, að þær séu prentaðar á umbúðir þeirrar vöru, sem er í luktum umbúð- um og á aö geymast svo vikum eða mánuðum skiptir. Þetta á því við um innfluttar kökur, en þessar upplýsing- ar vantar í ýmsum tilvkum á umbúðir þeirra, og því kærðu bakarameistarar umbúðir á innfluttum kökum. Mjög lítið hefur verið um það, að íslenskir bakarameistarar hafi framleitt vörur, sem eiga aö geymast lengur en viku til tíu daga, en í þeim tilvikum hafa þeir merkt umbúðirnar í samræmi við íslensk lög og reglur. Þegar merkingar á innlendum brauðum og kökum eru skoðaðar, kemur í ljós að þær eru víða til fyrir- myndar. Veittar eru upplýsingar, sem ekki er nauðsynlegt aö veita, en bakarameistarar hafa talið að komi viðskiptavinum til góða. Hér er átt við upplýsingar um næringargildi og fleira. Þeim bakarameisturum sem þessa þjónustu veita fer stööugt f jölg- andi eins og neytendur hafa án efa veitt athygli. Af þessum sökum verður gagnrýni D.S. aö teljast í senn bæði ósanngjöm og illa grunduð. Umtalsverður kostnaður við að skera brauð DK. gerir verðlagningu á skurði brauða að umtalsefni. I því sambandi er nauðsynlegt, að eftirfarandi komi fram: 1. Umtalsverður kostnaöur fylgir því aö skera brauö. Má þar nefna ýmsa kostnaðarliöi eins og laun staris- manna, kaup á skuröarvél, viðhald vélarinnar og rafmagn. Síðan fer það eftir aðstæðum á hverjum stað, hvað hinir einstöku kostnaðarliðir vega þungt. 2. Viðskiptavinurinn getur valið á milli þess aö kaupa sneitt brauð eða ósneitt. Þegar hann velur sneitt brauð, þá er hann ekki einungis að spara sér ákveðna vinnu, heldur fær hann líka betri nýtit.gu úr brauðinu. 3. Verakann,aðvisstósamræmimegi finna í tiltöíulega háu verði á skurði á brauði annars vegar og mjög lágu veröi á brauðunum sjálfum hins vegar. Þetta misræmi er hins veg- ar tilkomið vegna óeðlilegra verðlagsákvéeða. Tap af fram- leiðslu vísitölubrauða leggst á alla selda vöru og þjónustu í bakaríum, þannig að ef bakarameistarar fengju aö verðleggja vísitölubrauö- in eðlilega, má reikna með að aðrir liðir lækkuðu að sama skapL Fullyrðing D.S. um að oft þegar verð brauða hafi hækkað, hafi þau minnkaö og lést stenst tæpast, enda er ljóst að í þjóðfélagi, er býr við 60—70% verðbólgu á ári, neyðast fram- leiðendur til að hækka vöru sína oftar en einu sinni á ári. Það væri því skammgóður vermir að grípa til þess ráðs að létta alltaf brauöin um leið og þau væru hækkuð. Niðurlag greinar D.S. þar sem segir aö skurður á brauði ætti vitaskuld að vera ókeypis eða í hæsta lagi að kosta nokkra aura, er álíka óraunhæft og greinin í heild. Þaö gæti verið gaman fyrir DS. aö fá að standa í nokkra daga við skurðarvél i einhverju bakaríi og skera brauö fyrir viðskipta- vini bakarans. Miðað við málflutning D.S. ætti auövitað ekki að greiða henni fyrir þá vinnu, þar sem skurðurinn á að hennar mati að vera ókeypis. Svar: Eg þakka Hannesi kærlega fyrir greinargott svar. Ég gleöst við að heyra að svo hátt hlutfall bakara skuli merkja brauð sín með þessum á- gætum. Greinilega hef ég verið svo óheppin að lenda á þeim 10% sem það gera ekki. Satt er það aö aö ég kaupi min brauð oftast í bakaríum, ný og fersk yfir borðið. En aldrei nokkum tíma þegar ég hef spurt þær stúlkur, sem af- greiða mig, hvaö brauðin innhéldu, hvenær þau væru bökuð eða hve þau væru þung, hafa þær getað svarað mér. Bakarinn sjálfur hefur ekki verið við þegar ég hef komið. Uppáhalds- brauðið mitt heitir Þriggja korna brauð. En hver kornin þrjú eru hef ég aldrei getað fengið upplýst. Þetta brauö fyllti lengi vel út í sæmilega stóran plastpoka (ómerktan). Þá var það á viðráðanlegu verði, Nú hefur það hækkaö nokkmm sinnum síðan og er alltaf að minnka. Ætli þaö sé ekki orðið helmingi minna en það var í upphafi? Svipaöa sögu er að segja um önnur brauö sem ég kaupi til tilbreytingar. Auðvitað ætlast íslenskir bakarar ekki til að brauðin þeirra séu i búöunum marga daga. En þegar þau eru ekki merkt með dagsetningu, hver á þá að geta sagt til um aldur þeirra? Af því að ég kaupi orðið brauðin mín í bakaríi er ég sem betur fer hætt að fá í hendur mygluð brauð eða þá svo hörð aö rota má með þeim eins og stundum henti mig áður. Hannes spyr hvort ég myndi vilja vinna allan daginn viö brauðskurð launalaust. Auðvitað ekki. En þær stúlkur, sem vinna í bakaríinu þar sem ég versla, eru þar staddar hvort eð er. Þær afgreiöa brauð og skera jöfnum höndum. Fyrir það fá þær sitt kaup. Rafmagnskostnaöur við brauðskurðinn hlýtur að vera óveru- legur þar sem ekki tekur nema nokkrar sekúndur að skera hvert brauö. Vél sem fæst við það hlýtur að vera fljót að borga sig. Fimm krónur fyrir skurð á einu brauði er, hvað sem Hannes kann að halda, fáránlegt verð. I von um hag bakara sem bestan og okkar brauð alltaf fersk og ný. Dóra Stefánsdóttir. Útvarp: LW-MW-FM Stereo Magnari: 2x18 wött RMS Segulband: Rafstýröir snertitakkar Fyrir Normal-Chrome-Metal kassettur Plötuspilari: Beltdrifinn, hálfsjálfvirkur Hátalarar: 20 wött RMS (40 wött music) 2 way innbyggt AFC Ljósadióöumælar HUÓMTÆKJASETT Q n o o D -------— SJONVARPSBUÐIN Kr.: 9.995,- (staðgr.) Jón Magnússon fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna Hann þarf stuðning okkar íprófkjörí Sjálfstæðisf/okksins 28.-29. nóvember. M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.