Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Side 10
10
DV. MÁNUDAGUR 22. NOVEMBER1982.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Rannsaka landrekið í
kafbátum á hafsbotni
— Merkilegar uppgötvanir í djúpi hafsins um f rummyndun lífs á jörðinni
Robert Bal/ard við myndir og teikningar sem hann birtir i væntanlegri bók sinni um
„Exploring Our Living Planet", en hann hefur stundað rannsóknir á hafsbotninum úr
Hann var ekki fyrsti drengurinn,
alinn upp á Kaliforníuströnd, sem
dreymt hefur um aö eyða ævinni við
hafið. En á meöan hinir uröu tann-
læknar, bílstjórar, slökkviliðsmenn
og skrifstofumenn var dr. Robert
Ballard trúr sinni köllun. I dag er
hann orðinn þrjátíu og níu ára og
hefur lifibrauö sitt af því að kanna
hafsbotninn, og þá sérstaklega 40.000
mílna langan Mið-Atlantshafshrygg-
inn, en sá fjallgarður er stærri en
Klettafjöllin, Andesfjöllin og
Himalayafjöllin samanlögö og teygir
sig í kringum hnöttinn í krákustíg-
um sem Ballard líkir við saumana í
amerískum slagbolta.
„Með því að reka nefiö í hafsbotn-
inn hefur maöurmn”, aö mati Ball-
ards, „staðfest og útfært betur hina
djörfu hugm>Tid, sem eitt sinn þótti
svo, um hvernig heimurinn sé sam-
ansettur og hvernig meginlöndin,
fjöllin, náttúruauðlindir og jarðlífið
sjálftvarð til.”
Það eru ekki allir sammála þessu.
Enn eru ýmsir sem draga landreks-
kenninguna í efa. Hún gengur út frá
því að y firborð j arðar sé eitt allsherj-
ar púsluspil, en aðallega samansett
úr tólf stykkjum, sem fljóti á hálf-
bráðnum jarðarkjarnanum, er stöð-
ugt tekur eilífum breytingum. Og
þeir eru enn fleiri sem draga í efa
nytsemi rannsókna er gerðar hafa
veriö á jarðarskorpunni úr snotrum
litlum kafbáti er kallaöur er
„Alvin”.
Efasemdarmenn
Þessar efasemdir nú eru þó ekkert
í samanburði við þá tortryggni sem
landrekskenningin mætti fyrst þegar
hún var lögð fram. Ballard var sjálf-
ur meðal þeirra efagjömustu þegar
hann, 25 ára gamall hafjarðfræðing-
ur, þá starfandi hjá hafrannsóknar-
stofnun á Cape Cod, hlýddi á fyrir-
iestur vísindamannsins Patrick
Hurley um iandrekskenninguna. „1
mínum eyrum var þetta hrein firra
að halda því fram aö meginlöndin
væru á hreyfingu,” sagði Ballard f
viötali við James Lardner hjá
Washington Post.
Það var ekki fyrr en 1960 sem jarð-
fræðingar réöust í rannsókn á
Atlantshafshryggnum, svo stórfeng-
legt verkefni sem hann var. Og það
var ekki fyrr en 1972 sem fyrst var
lagt til aö skoöa hrygginn úr kafbáti
berum augum, ef svo mætti segja.
Jafnvel nú, eftir átta ára vísindaleið- j
angra, hafa menn ekki vitjað nema
eins tíunda úr prósenti af þessum.
hrikalega neðansjávarfjallgarði. Og
þó hefur það smábrot (skoðað í hlut-
falli við allan hrygginn) fært mönn-
um hafsjó af nýjum og haldbetri
fróöleik.
Robert Ballard hefur varið meiri
tíma til rannsókna á Atlantshafs-
hryggnum, tekið þátt í fleiri köfun-
um og séð meira af honum en nokkur
annarmaöur.
Ævintýralegar
rannsóknir
Þessu starfi hans hafa fylgt ófáar
hættustundir. Svo sem eins og þegar
kafbáturinn Alvin sat fastur í botn-
sprungu í nokkrar klukkustundir. Og
því hafa fylgt ýmsar undursamlegar
uppgötvanir, eins og til dæmis vitn-
eskjan um heilu hverasvæðin á hafs-
botni og heilt lífríki í ylnum umhverf-
is með lifandi plöntum og sjávardýr-
um er maöurinn hafði ekki hug-
mynd um að væri til.
En slík ferð niður í djúpið á hafs-
botninn er ekki öll eitt ævintýr. Það
kafbát um átta ára bil.
tekur tvær stundir að kafa niður á
dæmigerðan rannsóknarstaö og aðr-
ar tvær stundir að komast upp á yfir-
borðið aftur og ,,að slíkri köfun lok-
inni er maður úrvinda og í þokkabót
kvalinn af linnulausum höfuðverk”,
eftir því sem Ballard segir. Enda
horfir hann með tilhlökkun fram til
þeirra tíma þegar fjarstýrðar
myndatökuvélar og vélmenni gera
visindamönnum tæknilega kleift að
skoða hafsbotninn ofan af yfirborð-
inu og jafnvel heima í stofunni hjá
sér, án þess að þurfa sjálfir að fara
þangað niður. Sem dæmi um slíkt
nefnir Ballard nýtt tæknikerfi, sem
daglega er kallað Argo-Jason, en það
mun vera svo f ullkomið aösáersitur
við sjónvarpsskerminn ofansjávar
og stýrir stillitökkum finnst hann
vera staddur sjálfur á 20 þúsund feta
dýpi.
En vélmennið hefur ekki verið til
staðar og á meðan hefur Ballard innt
þetta hlutverk af hendi. Hann hefur
farið tvær til þrjár ferðir á ári til að
skoöa furöuafkima hafsbotnsins og
kunnað frá svo merkilegu aö segja,
þegar til baka var komið, að lærðir
menn og leikir hafa staðið á önd-
innL
Hann hefur flutt f jölda fyrirlestra
og skrifaö grein á grein ofan í tímarit
um rannsóknarferðir sínar. Mynd-
bandatæknin hefur auöveldaö honum
að koma furðusýnum hafdjúpsins til
skila til áheyrenda sinna. Hann hefur
gert sjónvarpsþætti, sem vekja at-
hygli, og hefur nú í smíðum bók um
landrekskenninguna sem hann ætl-
ar að kalla „Exploring Our Living
Planet”.
Orðaskak var
kveikjan
Honum glæddist þessi eldmóöur í
janúar 1972 þegar vísindaakademian
í Bandaríkjunum gekkst fyrir ráð-
stefnu alþjóöa visindamanna í
Princeton til þess að ræða hvernig
best yrði haldið áfram rannsóknum á
Mið-Atlantshafshryggnum. Þaðrann
fljótt upp fyrir Ballard á ráðstefn-
unni aö kafbátsaðferðin væri sú leið-
in sem mikill meirihluti þessara
fræöimanna virtist alls ekki telja
athugunarvirði einu sinni. — „Þama
voru allmargir — og sérstaklega
jarðeðlisfræðingar — sem lagt höföu
hönd á sköpun landrekskenningar-
innar og vissu vel af sér,” segir Ball-
ard. „Þeir litu flestir á kafbáta til
rannsóknarferða sem eins konar
leikföng af dýrara tagi fyrir áhuga-
vísindamenn að leika sér með, en
áttu enga von á að þeir mundu nokk-
um tíma þjóna vísindunum aö neinu
gagni.”
Það varð því taugatrekkjandi hlut-
skipti eina ráðstefnufulltrúans sem
ekki hafði doktorsgráðu (á þeim
tíma) að stíga í pontu og flytja fram-
sögu um þann möguleika. — „Þegar
ég hafði lokið máli minu reis upp
einn af ráðstefnufulltrúunum, mikil-
úðugur á svip svo að minnti helst á
rómverskan ræöusnilling í senatinu
að taka einn unggæðinginn í karp-
húsiö: Vildi háttvirtur ræðumaður
gera svo vel að nefna þótt ekki væri
nema eitt einasta dæmi þess að
mannað köfunarskip hefði lagt eitt-
hvað merkilegt fram til vísind-
anna!”
,díg stóð orðvana en var svo hepp-
inn að vísindamaður að nafni Bruce
Luyendyk reis þá upp og sagði að það
væri naumast við tæknina að sakast
þótt henni hefði aldrei verið beitt til
vísindalegra afreka. Það væri frem-
ur vísindunum að kenna aö hagnýta
sér hana ekki.”
Umfangsmikil
rannsóknaráætlun
Og upp úr því varð áætlun
„FAMOUS” til. Famous er skamm-
stöfun úr French-American Mid-
Ocean Undersea Study. Hávertíð
þessarar rannsóknaráætlunar var
sumarið 1974 þegar fjórum skipum
og þrem kafbátum (þar á meðal Alv-
in) var haldið úti krussandi yfir
hluta af Mið-Atlanshafshryggnum
suövestan Azoreyja við kortlagn-
ingu, sýnasöfnun og myndatökur.
Þetta svæði var valið sem dæmigerð-
ur sýnishluti af hryggnum. Kom í
ljós aö þar gekk á með þindarlausum
mini-jarðskjálftum, stöðugum
sprungumyndunum í hafsbotninum
og nýjum hraunmyndunum auk ann-
arra verksummerkja þess að
Famous-vísindahópurinn hefði lent
einmitt á mörkum tveggja heims-
álfa. Mörk sem mynduðust í
sprungu þegar grunn álfanna fjar-
lægðust hvort annað, en jafnharðan
virtist sprungan fyllast af fyllingar-
efni sem móðir jörð framleiddi úr
iðrumsínum.
Undan Azoreyjum mældist þetta
landrek vera með eins þumlungs
hraöa að meðaltali á ári og jarðhrær-
ingar og ummyndanir voru í sama
hlutfalli hægar. 1979 var Ballard
meðal þátttakenda i bandarískum
rannsóknarleiðangri við Skjaldböku-
eyjar þar sem landrekiö mældist nær
þrír þumlungar á ári. Með því að
nota sérstaklega smiðaðan „hafs-
botnssleða”, bergmálsstýrðan, sem
skip dró eftir botninum, voru teknar
neðansjávarmyndir á þessum slóð-
um sem sýndu að djúpt niðri í
sprungunum, er lágu eins og net á
hafsbotninum, voru heitavatnshver-
ir. I ylnum fundu vísindamennirnir
líf — risaskeljar, krabba, orma og
önnur dýr, langtum dýpra en menn
höfðu talist að líf þrifist í sjónum.
fllu heilli var enginn haflíffræðing-
ur með í þessari för. Ballard hafði
boðið nokkrum en þeir höfðu talið
ferðina naumast ómaksins verða.
„Það var mikið glappaskot,” segir
Ballard.
Síðan á þessu sama ári sneri
hópurinn aftur til Skjaldbökueyja og
þá ekki aöeins með líffræðinga held-
ur og kvikmyndahóp frá National
Geography. Nýr ljósaútbúnaður
gerði þriggja smálesta sleðanum,
sem kallaður er „Angus”, kieift að
grilla í sjóinn allt að 30 til 40 fet upp
fyrir hafsbotninn og finna út staði
sem voru virði ítarlegri rannsóknar
úr kafbátnum ,Alvin”. — Utkoman
var sjónvarpsþáttur, sem kallaður
Var „Dive to the Edge of Creation”
og var hann sýndur við mikla athygli
í janúar 1980 íBandaríkjunum.
Uppgötvuðu áður
óþekkta
irfkeðju
Myndir sem teknar voru á hafs-
botninum síðar þetta ár við odda
Ba ja Kalifomía þóttu enn undursam-
legri. Ballard sýndi þær í fyrirlestri í
Washington nú síðasta vor. Þótti
áheyrendum hans mikið til koma aö
sjá allt að sjö metra háa náttúrlega
skorsteina spúa gráum reykmekki út
í sjóinn, en smákrabbar, hvítir að lit,
skutust inn í reykinn og út aftur áður
en þeir soönuðu í hitanum.
En uppgötvanirnar við Baja voru
rétt meira en auglýsandi. Þar fannst
heilt lífríki sem grundvallaði afkomu
sína á brennisteinsétandi bakteríu.
Þar á meðal 10 þumlunga fiskur
sem lifði á efni er kom upp úr iðrum
jarðar. Þama var fundin ný lifkeðja
sem virtist komast af án sólarljóss-
ins og þrífast í umhverfi eiturefna á
borð við þau er ríktu á jörðinni þegar
líf kviknaði. Vilja vísindamenn sum-
ir halda að þarna sé uppgötvuð gróf
fyrirmynd að því hvemig lif varð til
á jörðinni.
(Endursagt úr International Herald Tribune