Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Qupperneq 13
DV. MÁNUDAGUR 22. NOVEMBER1982. „Ef þetta yrði, þá er Grandaskálinákvæm/ega réttistaðurinn tilað reka svona starfsemi. . . . .. því stundum er verð á ísfiski svo hátt, að meira fæst fyrir fiskinn á ísfisk- markaði úti heldur en mundi fást þótt fiskurinn væri unninn hér heima.” ætlaðist til og hefur ekkert við Grandaskála að gera? Gerðust hlut- irnir ekki einfaldlega of hægt inni í vindlareyknum, losnaði Grandaskáli ekki of seint, er nokkuð viö gamla skálann að gera lengur? Þeir sigldu með ísfisk A velmektarárum togaraútgeröar byggöist allt á einum hlut, að sigla utan með aflann. Öll stríðsárin sigldu togaramir til Englands og skipstjóramir stóðu í brúnni alla leiöina frá Vestmannaeyjum í Pentil, f jömtíu tíma stím, og skimuðu eftir kafbátum og flugvélum. Togararnir Reykjaborg og Jón Ölafsson og margir bátar vom skotnir í kaf, alls fómst yfir 100 íslenskir sjómenn í þessum siglingum með ísfisk til Eng- lands á stríðsáranum. Og þeir voru ekki að þessu að gamni sínu. Gott verð á ísfiskmarkaði er þaö hæsta sem borgað er fyrir fisk. Enn þann dag í dag er verðið um það bil þrisv- ar sinnum hærra en það verð sem fiskvinnslan borgar hér. Þeir menn sem sigldu í gegnum kúlnahríðina til Englands á stríðsárunum lögðu grundvöllinn að þeirri velferö sem Islendingar búa við enn þann dag í dag. Og það má gera enn... 1 dag er mjög lítið, nánast ekkert, siglt með ísfisk. Auðvitað er þetta gert til að halda uppi fullri atvinnu, eftirvinna og næturvinna meðtalin. En minna má nú gagn gera en leggja ísfisksölur alveg af, eins og stefnan virðist vera. Verðið er þó þrisvar sinnum hærra þama úti og útgeröin er á hausnum og þar með fisk- vinnslufyrirtækin því þau eiga nú oröiö hér um bil alla togarana. En þaö er dýrt að láta togara sigla og því þá að vera að því. Þetta verkefni má fela farmönnunum. Það gæti orð- ið tiltölulega auðveldlega og orðið góður tekjustofn fyrir fiskvinnsluna, því stundum er verð á ísfiski svo hátt, að meira fæst fyrir fiskinn á ís- fiskmarkaöi úti heldur en mundi fást þótt fiskurinn væri unninn hér heima. Setjum nú svo... Setjum nú svo, að Bæjarútgerð Reykjavíkur tæki á næsta fundi stefnumarkandi ákvörðun. Það yrði ákveðið að auka ísfisksölur yfir vetr- artímann þegar verðið er hæst. I því skyni tækju menn upp nýja tækni. Fiskinum yrði landað úr togumnum eftir sem áður, en ekki flakaöur eöa saltaður eins og hann leggur sig, heldur flokkaður.og góður sölufiskur endurísaður í kassa, þeir síðan fluttir út í kæligámum, eða skipum með kælilestum. Aðrar útgerðir mundu vafalaust fylgja á eftir og gera það sama. Ef þetta yrði, þá er Granda- skáli nákvæmlega rétti staðurinn til að reka svona starfsemi. Aðstaðan er hvergi betri, þó leitað sé hringinn í kringum landið. Skjótar ákvarðanir Ef fiskvinnslan ætlar að nota Grandaskála þá þarf að taka skjótar ákvarðanir. Það væri skaði ef fisk- vinnslan reynir ekki að nota sér þá nýju möguleika sem þama bjóðast. Undanfarið hefur mikið verið rætt um fiskvinnsluna í kjölfar nýaf- staðins fiskiþings. Vandamálin em mörg og mik- il, en þegar málið er skoöaö þá beinast augun að einni ákveðinni staðreynd. Það hefur mistekist að gera meira verðmæti úr unnum fiski en ísfiskurinn er fyrir. Sú verðmætis- aukning sem vei;ður á fiski þegar hann er unninn hér heima, er einfald- lega ekki nógu mikil. Fiskiðnaðar- menn þekkja þetta vandamál, og þeir eru sífellt að vinna að lausn þess. En þangaö til sú lausn er fundin mun ísfiskútflutningur gefa góðar tekjur. Og því ekki að grípa tæki- færið nú, þegar aöstaðan er fyrir hendi. En þaö veröur að gerast skjótt. Jónas Elíasson. Fríðrik Sophusson samræmi við óskir stuðningsmanna Sjálfstæðísflokksins og listinn þess vegna sigurstranglegri í komandi kosningum. Fyrir ári hélt Sjálfstæðisflokkur- inn glæsilegan landsfund, þar sem stefna flokksins í margvíslegum málaflokkum var samþykkt samhljóða. Landsfundurinn sannaði, að í einingunni felst afl. Á sl. vori sigraöi flokkurinn í sveitarstjómar- „Prófkjörsrétturinn er nokkurs konar út- vikkun á kosningaréttinum....” „ Landsfundurinn sannaði, að i einingunni felst afi," segir greinarhöfundur. kosningum. Þar sameinuðust sjálf- stæðismenn og börðust til sigurs. Með almennri þátttöku í prófkjörinu leggjum við gmndvöll að góðum árangri í komandi alþingis- kosningum. Mikil þátttaka sýnir samheldni og þann sóknarhug, sem er nauðsynleg forsenda kröftugrar baráttu og kosningasigurs. Fríðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.