Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Qupperneq 16
16 DV. MÁNUDAGUR 22. NOVEMBER1982. Spurningin Er búið að dusta rykið af skíð- unum? Siguröur Ingvarsson verkamaöur: Eg á engin skiði og hef lítiö verið fyrir þau, reyndar bara tvisvar fariö á skiöi. Erla Dagbjört ölversdóttir: Já, ég er búin aö fara á skíöi, það er gaman. Ég á heima í Grindavík og fer bara upp í brekkuna þar. Svandis Þóra ölversdóttir húsmóöir: Eg er hætt öllu svoleiðis. Ég fór á skíöi þegar ég var yngri en sneri mér svo aö heimili og barni. Aldrei að vita nema ég fari aftur á skíöi. Högni Högnason bóndi: Nei, ég er ekki búinn aö því. Ætli ég fari nokkuð þó ég eigi skiði. Eg hef lítiö stundað þetta en fer upp á Arnarstapa ef ég fer. Eyþór Hafbergsson, í skóla: Eg er búinn aö fara á skíði. Fer i brekkuna heima. Ég á heima rétt hjá Mosfells- sveit. Ég á flott skíði. Inga Björg Jóhannesdóttir nemandi: Ég kann ekki á skíði, hef aldrei fariö á skiöi og langar ekki á skíöi. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Litla-Hraun: Lúxus-hressingar- stöð glæpamanna þar fer lífið f ram í afslöppun og vímugjafagleðskap, segir fyrrverandi fangi Fyrrverandi fangi á Litla-Hrauni skrifar: Ég vil svara lesendabréfum ,,fanga á Litla-Hrauni” (DV, 4. þ.m.) og Halldórs F. Ellertssonar (DV, 8. þ.m.). Fanginn, er fyrra bréfiö skrifar, talar um aö Litla-Hraun sé ekkert hressingarhæli. Þar fer hann vísvit- andi með rangt mál. Ég hef sjálfur notiö gestrisni þeirra á Hrauninu lengi vel og tala því ekki af neinu þekking- arleysi. Við skulum byrja á nafngiftinni: Vinnuhæliö Litla-Hraun. Hlægilegt. Halda mætti aö þarna væri um refsi- vinnu aö ræöa dag og nótt, en þaö er nú öðru nær. Ég skal lýsa fyrir þér, borgari góö- ur, einum virkum degi í lífi hins svo- kallaða refsifanga á Litla-Hrauni. Athuga ber aö um nokkurra mínútna timaskekkju kann aö vera að ræöa í prógramminu: Klukkan 7.30—8 eru klefar opnaöir (þeir eru einungis læstir á nóttunni). Þá tekur viö prýöismorgunveröur. Aö honum loknum er unniö úti viö í eina tvo tíma. Þá tekur viö tveggja tíma há- degisverðarhlé og maturinn ekki af verra taginu. Síöan er aftur unnið, eöa öllu heldur dútlað viö spyröubanda- hnýtingar eða viö að búa til pappaöskjur fyrir opinberar stofnanir — íum þaöbil tvotíma. Aö samtals fjögurra stunda „vinnudegi” loknum er afslöppun það sem eftir er dags. Þá er hlustað á tónlist, föndraö við trésmíðar (á mjög góöu verkstæði staðarins), leirmuna- gerðo.fl. Ekki má gleyma borötennis, fót- bolta, heita pottinum — og síöast en ekki sist likamsræktinni; likamsrækt með lóðum, svo betur gangi nú að berja niöur farlama gamalmenni og ræna ellilífeyrinum. Þaö er nú kostur að þurfa ekki áhöld við fyrirhugaðar líkamsárásir. Sunnudagar eru tilhleypingadagar, því þá koma kvengestir (í miklum meirihluta) og fá aö dvelja í stereovæddum herbergjum fanganna frákl. 10-18. Þannig er nú í raun refsivistin — og margt hefur verið ótalið. Kokhreysti og gort af afbrotum Allan þann tima sem ég dvaldi á Litla-Hrauni heyröi ég aðeins einn fanga iörast gjöröa sinna. Þessir menn gortuöu af afbrotum sínum hver viö annan af mikilli kokhreysti — jafnvel ánægju. Þeir sögðu frá af hverju þeir voru nappaöir síðast og ætluðu ekki aö láta það endurtaka sig; ekki endur- taka- óþörf mistök við næsta fyrir- hugaöa afbrot. Jafnvel þeir sem gerst höföu sekir um glæp glæpanna, ruddaleg morö, lýstu þeim af mikilli nákvæmni og meö óhugnanlegum ánægjusvip. Og svo er nú ekki svo slæmt aö vera nappaöur. Dómamir eru léttir og reynslulausnarheimildum er beitt frjálslega. Þú sleppur oft eftir helming dómsins og getur tekið upp fyrri iðju. Nei, borgari góöur, láttu ekki lygaþvælu glæpamannsins blekkja þig. Þú átt rétt á því aö eignarréttur þinn sé virtur og því aö geta verið óhultur fyrir þessum ómennum, hvort sem þú ert utan heimilis þíns eöa innan. Þú átt ekki aö þurfa aö vera logandi hræddur um aö ættingjum þínum eða vinum verði misþyrmt, eöa íbúö þín rænd. um leiö og þú bregður þér bæjar- leiö. Nei, hingaö og ekki lengra. Breytið hressingarhælinu aftur i fangelsi. Sviptiö fangana lúxusnum og látiö refsinguna vega þaö þungt aö þessir menn hugsi til fangelsisins meö skelf- ingu — ekki glotti. Sá sem margoft hefur reynst óhæfur til þess aö búa í samfélagi manna, vegna miskunnarleysis síns, hefur fyrirgert rétti sínum til samúðar og þeirrar virðingar sem heiöarlegum mönnum ber. Litla-Hraun er lúxus-hressingarstöö glæpamanna — á kostnað ykkar skatt- borgaranna. Þar fer lífiö fram í af- slöppun og vímugjafagleöskap. Öska nafnleyndar af augljósum á- stæöum. Ég þekki nefnilega þessa mennogþeirra hugsunarhátt. HVAÐ ERU SANNAR UNGLINGA- BÓKMENNTIR? — er f ullorðið fólk dómbært um það? 2629—5203 skrifar: Nýlega birtist í DV ritdómur um bókina Birgir og Ásdís. Þar segir rit- dómarinn efast um að þessi bók höföi til unglinga vegna ýmissa galla er hann telur sig finna á henni. Ég er 17 ára gömul og vil leyfa mér aö mótmæla þessu. Ég og nokkrir vinir minir höfum lesið bókina og okkur finnst hún lýsa lífi okkar unglinganna á raunsæjan og trúveröugan hátt. Þaö gerði líka fyrri bók Eðvarðs Ingólf- sonar. Sú fékk lika neikvæöan dóm í Dagblaöinu. Okkur finnst heimskulegt að fulloröiö fólk setji sig á háan hest og dæmi um hvaö séu sannar unglinga- bókmenntir og hvað ekki. Viö ungling- amir erum dómbærastir um það. Eðvaró Inaólfsson Ungllngabókln Blrgir og Ásdis eftir EðvarO Ingólfsson. Endursendir happdrætt- ismiða — færþáóðaraftur Stefán Guðjónsson hringdi: " Mig langar til þess að biðja Krabbameinsfélagiö aö hætta að senda mér happdrættismiða. Ég endursendi þá alltaf þegar ég fæ þá svo hægt sé að selja þá ein- hverjum öðrum. En þeir eru óðar komnir til mín aftur. Ég hef ekkert á móti Krabbameinsfélaginu og vildi gjarnan styrkja það ef ég gæti. En ég hef hreinlega ekki peninga til þess aö styrkja öll líknarfélög í landinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.