Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Page 18
18
DV. MÁNUDAGUR 22. NOVEMBER1982.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 71., 74. og 84. tölublaði Lögbirtingablaösins 1982 á
eigninni Óttarsstaðir I, hluti, Hafnarfirði, þingl. eign Óla A. Bieltvedt,
fer fram eftir kröfu Guðmundar I. Sigurðssonar hrl.. á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 25. nóvember 1982, kl. 13.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 71., 74. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
mb. Hara HF — 69, þingi. eign Hara sf.,fer fram eftir kröfu Aramund-
ar Backman hdl., Tryggingastofnunar rikisins og innheimtu ríkissjóðs
eða við bátinn i Hafnarfjarðarhöfn fimmtudaginn 25. nóvember 1982,
kl. 14.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 71., 74. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
eigninni Strandgata 50, Hafnarfirði, þingl. eign Vélsmiðju Hafnar-
fjarðar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 25. nóvember 1982, kl. 14.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 71., 74. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
eigninni Merkurgata 3, Hafnarfirði, þingl. eign Guðlaugar Karlsdótt-
ur, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 25. nóvember 1982, kl. 16.00.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 71., 74. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
eigninni Kirkjuvegur 3, Hafnarfirði, þingl. eign Magnúsar Björgvins-
sonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 25. nóvember 1982, kl. 16.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið i Lögbirtingablaðinu á fasteigninni
Brekkustígur 17, neðri hæð, í Njarðvík, þingl. eign Jóhanns Gunnars
Einarssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Bjaraa Ásgeirssonar
bdl. og Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. fimmtudaginn 25. nóvember
1982 kl. 14.45.
Bæjarfógetinn í Njarðvík.
gúmmístígvél
Póstsendum
LAUGAVEG11- SÍM/ I-6&S4
Menning Menning Menning
Beint i mark
Hóskólatónleikar f Norrœna húsinu, 16.
nóvember.
Flytjandi: Jónas Ingimundarson píanóleikari.
Á efnisskrá: Pólanesur og etýður eftir Chopin. •
in.
Ætli smástykki Chopins séu ekki
méstan part notuð til aukalaga nú
orðið, nema ein og ein Pólanesa sem
slæðist inn á efnisskrár píanista til
uppfyllingar. Er þetta eðlileg þróun,
því hætt er viö að píanisti, sem ætlaði
sér að leika konsert í normal lengd
með þeim einum, yrði stimplaður
skemmtikraftur eingöngu, en ekki
alvörupíanisti. Það er hins vegar á
tónleikakrílum eins og háskólatón-
leikum, sem tækifæri gefast til pró-
grammgerðar af þessu tagi og Jónas
Ingimundarson hafði hugkvæmni til
aðnýta tækifærið.
Ég hef áður sett á þrykk þá
einkaskoðun mína aö Chopintúlkun
-- falli undir sömu skilgreiningu og
hagfræðin hjá Olafi heitnum Hans-
syni. Eg verð líka að játa að ég hef
jafnmikið yndi af að hlýða á Chopin
leikinn sem klassíker, eins og ofsa
rómantíker, bara ef flytjandinn
hefur gott vald á verkefninu. Jónas
vil ég flokka undir skynsemdar
mann í Chopintúlkun. Leikur hans er
laus við ýkjur (nokkuð sem sumum
þykir miður er Chopin á í hlut) og
mér fannst að Jónas vildi sýna tón-
leikagestum snjallar/, einfaldar
lausnir á þessum smáu, en Ðóknu
píanóþrautum. I stíl er Jónas
sjálfum sér samkvæmur. Túlkun
hans er persónuleg og í samræmi við
túlkun hans á öðrum höfundum.
Háskólatónleikar setja flytjendum
ákveðnar skorður vegna þess hve
stuttir þeir eru. En með efnisvali
sínu og leik hitti J ónas beint í mark.
EM
Tónlist
Ekkibregst -y—1
hún Gisela „okkar”
Tónleikar Sinfónkihljómsveitar fslands I Há-
skólabíói, 18. nóvember.
Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat.
Einleikari: Gisela Depkat.
Efnisskrá: Richard Wagner: Hótíðarmars úr
Tannhtiusar; Joseph Haydn: Sinfónía nr. 100 í
G-dúr; Antonín Dvorák: Cellókonsert í h-moll
op. 104.
Það er í rauninni fátt svipaö með
Bæjaralandi og Islandi annað en flat-
armáliö í ferkílómetrum talið. Hins
vegar eiga Bæjarar og Islendingar
gjarnan skap saman og fer oft vel á
meö þeim. RichardWagner finnstmér
séreign Bæjara (fremur en annarra
Þjóðverja), vegna hvers þess hve
dyggðuglega þeir halda minningu hans
á lofti. Minningu Wagners tengist óhjá-
kvæmilega riddarahöll Lúðvíks ann-
ars, Neuschwanstein. Og svo að við
víkjum aftur að samanburði á Bæjur-
um og Islendingum — Þar sem þeir
eiga Wagner og Neuschwanstein, eig-
um við Álfasöng og Hamraborg. — Og
liðsmunur hljómsveita þar og hér gerir
að verkum aö auðveldara er þeim að
rækta sinn Wagner en okkur hér norð-
ur í ballarhafi. Annars var því tæpast
að vænta en að Tannhausermarsinn
yrði frekar linur hjá okkur, ekki síst
þar sem stjórnandinn haföi rómanskar
hugmyndir um hinn bæversk-ger-
manska riddaraanda.
Hvatning til afturhvarfs
Svo kom Haydn. — Ur merkilegri
skýrslu, sem út var gefin, eftir þriggja
ára starf Sinfóníuhljómsveitar Islands
má lesa að Haydn hefur verið sýndur
býsna mikill sómi á fyrstu árum henn-
ar. Betur væri að litið yrði til fortíðar-
innar og meira leikið af blessuöum
karlinum, sérstaklega ef hljómsveit-
in hefði tryggingu fyrir að takast
eins vel upp og þetta kvöldið.
Bíð spenntur
eftir útvarpinu
Hún Gisela „okkar” Depkat lék ein-
leikinn í Cellókonsert Dvoráks. Ekki
þarf að tiunda hæfni og smekkvísi Gis-
elu fyrir íslenskum músíkunnendum.
Til þess er hún of vel þekkt, allar götur
síðan hún var liðsmaöur í okkar eigin
hljómsveit. Ekki bregst Gisela, og ekki
brást hljómsveitin henni. Liösheildin
var með því besta sem heyrst hefur
lengi. Aldrei þessu vant hlakka ég til
mánudagsins því að þá verður væntan-
lega útvarpaö upptökunni af síðari
hluta tónleikanna. Þá verður spenn-
andi að heyra hvort leikurinn, sérstak-
lega í öðrum kaflanum þar sem tré-
blásarar og homistar eru gerðir að
meðsólistum hver á fætur öðrum, skil-
ar sér jafn frábærlega til eyrna hlust-
andans í gegnum steríógræjurnar
þeirra hjá Utvarpinu og hann gerði í
bíóinu.
Dagbókarieikur að
mönnum og atvikum
Guðmundur Daníelsson:
Dagbók úr Húsinu.
Útgefandi: Setberg.
Engum manni er Guðmundur
Daníelsson likur að hvatleik sínum og
áræði. Fyrir utan þessar fimmtíu
bækur sem hann hefur skrifað og gefið
út—sumar oftar en einu sinni—hefur
hann ritað dagbók og gefur hana nú út
líka, meira að segja óbreytta, að sjálfs
sín sögn. Já, hver vill nú feta í fótspor
Guðmundar og gefa út dagbókina sína
óbreytta? Ekki ég, hamingjan góða!
En dagbók Guðmundarerlíka skrif uð í
Húsinu — þessu eina og sanna Húsi á
Islandi — Húsinu á Eyrarbakka, þar
sem andi Guðmundar hefur alltaf
verið reiðubúinn, hvaö sem holdinu
leið. En það er nú svo sem ekki að þetta
sé allt dagbókasafn Guðmundar. Þetta
er aðeins snertispölur, nánar tiltekið
frá því í janúar 1947 til maíloka árið
eftir, tæpt hálft annað ár. Hann gæti
því vafalaust gefið út einar 50 dag-
bækur. Og þessi stutti ævispölur
teygist á 220 blaösíður.
Bágt á ég með að trúa því, að
Guðmundur birti hér dagbók sína
„óbreytta”. Mér hefur þá missýnst
hrapallega um Guðmund Daníelsson,
ef hann er slíkur engill innan rifja aö
hann skrifi dagbækur svo hreinlega og
grómlaust aö þær megi senda beint í
prentsmiðjuna; svo vítalaust sé þar
hvert orö. Uns annað sannast leyfi ég
mér að halda fram, að hann hafi
strikað út orð og orð eða einá og eina
setningu, nú eða þá aukið í á stöku
stað. Þótt svo væri mætti kannski
kalla dagbókina „óbreytta”. Ég held
lika að þær dagbækur sem ritaðar eru í
öndverðu í útgáfustakki hljóti aö verða
lítillar gerðar og lélegar heimildir
handa síðari tímiun — en það eiga dag-
bækur öðru fremur að vera, og helst
geymnar á það sem menn segja ekki
upphátt, heldur trúa þeim fyrir.
Eg býst viö að þessi bók Guðmundar'
Daníelssonar eigi ekki margar systur í
bókaflóði þessa árs, og er ekki um aö
sakast. Ég skal játa að ég hóf lestur
hennar með nokkurri tortryggni. Gat
það veriö að dagbók yröi læsileg í
prentbók — óbreytt? Hlaut ekki
veðrinu aö vera lýst þar einum fimm
hundruð sinnum? Var ekki sama fólkið
alltaf á stjái að amstra við þaö sama?
Verður Guðmundur ekki sífellt að
setjast við ritvélina og rísa á fætur
aftur?
Bókmenntir
Andrés Kristjánsson
En eftir því sem lengra leið á lest-
urinn hýrnaði ég og las áfram léttari í
spori. Þetta var bráöskemmtileg bók
þrátt fyrir allt — þrátt fyrir endur-
tekningarnar og vafsturinn, erilinn og
amstrið. Gestirnir voru af betri end-
anum, fáir leiðinlegir, aö minnsta kosti
ekki í kynningu Guömundar. Mér
vitnaðist það enn einu sinni, hve
Guðmundur Daníelsson er mikill fjöl-
leikamaður í ritlist. Hann verður
stundum nokkuð umbrotasamur í frá-
sögn en aldrei leiðinlegur, jafnan
orðheppinn og lýsingaglaður.
Að vísu er heldur þreytandi
síbyljutal hans um ritdómana í Vísi,
sem hann tíundar rækilega í dagbók-
inni og metur til verðs, en margt
slæðist broslegt þar með eins og svo að
segja á hverjum einasta degi
bókarinnar. Skemmtilegastir eru
gestir daganna eins og Guðmundur
leiðir þá fram. Þetta eru bæði þjóð-
kunnir menn og heimafengnir, en má
ekki á milli sjá hvorir eru Guðmundi
betra kram. Það er sérstaklega gaman
að einkunnum þeim sem Guðmundur
gefur gestum sínum þegar þeir eru
farnir. Þar ræður góölátleg kímni rikj-
um, ætíð yljuð alúð og velvild en
eggjuð smástríðni og glöggum mann-
skilningi. Guðmundur afkristnar
vikudagana og nefnir þá upp á heiðni.
Þegar á allt er litið á þessi dagbók
gilt erindi í prentbókatölu. Hún er sér-
stæð að mörgu leyti, bráðskemmtilega
skrifuð og’ læsileg og auk þess ágæt
fyrirmynd að dagbókaskrifum, sem
enn eru víöa iðkuð af kappi. Óborg-
anlegastar eru þó stuttar en oft býsna
nærfæmar lýsingar Guðmundar á fólki
því sem drífur á daga hans. Þar brosir
Guðmundur víða launkíminn — og við
líka. Bókin er léttilegur skemmtilestur
sem gott er að una við eina kvöld-
stund. Hún eykur að vísu ekki alin við
rithöfundarhæð Guðmundar Daníels-
sonar en sannar betur en margt annað
frá hans hendi, hve hann er listilega
ritfær og glaðbeittur höfundur. Líklega
skrifar hann af ástríðu og hefur alltaf
gert, fyrst hann getur jafrivel leikið sér
s vona í dagbókinni sinni.
Andrés Kristjánsson.