Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Qupperneq 35
DV. MANUDAGUR 22. NOVKMBER1982.
Sandkorn
Sandkorn
Sandkorn
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir Kvikmyndir
HÁRSNYRTiNG VILL.A ÞÓRS
ÁRMÚLA 26 - REYKJAVÍK
PANTIÐ TÍMA í SÍMA 34878
FAM
Haukur og Ölafur
Ármúla 32 - Sími 37700.
RYKSUGUK
Rangt
verkfæri
Stebbi litli var mættur í
tima í tónlistarskólanum.
Kennarinn biður hann að
taka upp fiðluna.
Stebbi opnar fiðlukassann
sinn en dregur upp úr bonum
vélbyssu. Fer siðan að skeili-
hlæja:
— Ah, ha, ha, aumingja
pabbi. Nú stendur hann inni í
banka með fiðluna...
Einráður
hafnarstjóri
Hafnarstjórinn i Njarðvík
virðist ekki vera að ómaka
sig með því að hafa hafnar-
stjórnina með i ráðum þegar
um mannaráðningar er að
ræða, þrátt fyrir að reglugerð
segi að svo skuli vera.
Blaðið Víkurfréttir í Kefla-
vík segir frá þvi fyrir helgi að
þegar hafnarstjórinn hafi
kynnt hafnarstjórn hverjir
sótt hefðu um starf vigtar-
manns við landshöfnina hafi
hann um leið tllkynnt að hann
væri þegar búinn að ráða i
starfið. Vikurfréttir segja að
hafnarstjórn sé ekki sátt við
málsmeðferð þessa. Seglr
blaðið að hafnarstjórn sé ekki
að mótmæla þelm aðila, sem
starfið fékk, heldur vinnu-
brögðum og þvermóðsku
hafnarstjóra. “
Knattspyrnu-
menn laöaóir að
Forráðamenn Skagaliðsins
i knattspyrnu hafa látið það
spyrjast út að þeir hyggist
fara með meistaraflokksiiðið
til Fílabeinsstrandarinnar í
febrúar eða mars á næsta ári.
Þetta þykja ótviræð merki
þess að nú vanti mannskap i
Uðið. Fyrir þremur árum
gerðist það nefnUega að farið
var með Uðið í langferð tU
Asíu. Sú ferð var rækUega
kynnt áður með þeim árangri
að í SkagaUöiö bættust þrír
góðir leikmenn. Þykjast
menn vita að með fyrirhug-
aðri Afrikureisu eigi að laða
að nýja leikmenn.
Enginn þorði
að mæla gegn
Friðjóni
Kjördæmisþing Sjálfstæðis-
flokksins á Vesturlandi fór
fram um fyrri helgi. Akvað
þingið að opið prófkjör skyldi
háð 15. og 16. janúar næst-
komandi.
Lítið hefur verið sagt frá
kjördæmisþinginu i Morgun-
blaðlnu enda fór ekki mtkiö
fyrir stjórnarandstæðhigum
á þvi. Enginn þorði að mæla
gegn Friðjóni Þórðarsyni og
ekki varð vart við neina and-
stöðu gegn ríkisstjórninni.
Friðjón var enda mættur með
mikið og vel skipulagt Uð til
'þingsins.
Þeir sjáUstæðismenn á
Vesturlandl sem eru í stjórn-
arandstöðu eru sagðir ugg-
andi. Þeir óttast að á væntan-
iegum framboðsUsta verði
stuðningsmenn stjórnarlnnar
í miklum meirihluta.
Akumesingar
áfengisútsölu
Ýmsir á Akranesi eru farn-
ir að verða óþolinmóðir á bið-
inni eftir áfengisútsölu. Kosið
var um útsölu síðastUðið vor
og vUdi meirihlutinn fá eina
slíka í bæinn.
Forstjóri Afengisverslun-
arinnar hefur gefið þá skýr-
ingu á drættinum að ekki hafi
tekist að útvega heppilegt
húsnæði undir áfengisversl-
un.
Akurnesingar eru farnir að
halda að svæfa eigi mái þetta.
Þeim virðist að minnsta kosti
sem fjármálaráðuneytið sem
hefur máUö undir höndum
telji margt þarfara að gera
en að koma á fót áfengisútsöi-
unni.
Haltu áfram
— Pabbi, pabbi! Hvað erað
vera peningafalsari?
— Þegiðu, strákur! Og
haltu áfram að prenta!
Umsjón:
Kristján Már! Unnarsson.
Þeir sem vilja veita mér aðstod
og upplýsingar vegnaprófkosninganna
eru beðnir um að hafa samband í síma
24340 eða 24079.
Ellert B. Schram.
Stjörnubíó, Nágrannarnir:
DULARFULL FYNDNI
Stjörnubíó, salur A; Nógrannar (Neighborsh
Stjórn: John G. A vildsen.
Handrit: eftir sögu Thomas Bergers.
Kvikmyndahandrit: Larry Gelbart.
Aöalhlutverk: John Belushi, Kathryn Walker,
Cathy Moriarty, Dan Aykroyd, Lauren-Marie
Taylor.
TónUst Bill Conti.
Framleiðandi: Richard D. Zanuck £r David
Brown.
Fátt er leiöinlegra en að horfa á
gamanmyndir sem taka sig alvar-
lega. Vellanverðursvomikil, kimnin
svo aum og stígandin svo slök að
leiðindin vaxa með hverjum filmu-
bút sem ber fy rir augun.
Sagt er í kynningu að kvikmyndin
Nágrannamir sé stórkostlega fyndin
og dularfuU. Raunar stendur á
einum staö að hún sé „dásamlega
fyndin og hrikaleg.” Fyrir hvað
þessi orð standa er erfitt aö gera sér
grein fyrir. Hitt er ljósara, fyndnin
er mjög dularfull í þessari gaman-
mynd og dulin á köflum.
John Belushi er þekktur grinleik-
ari og hefur gert marga góða hluti á
hvíta tjaldinu. Sem húmoristi nær
hann sér þó aldrei á strik í þessari
mynd. Kvikmyndin er of mikil
endemis vitleysa til þess að hægt sé
að hafa gaman af leik hans. Það
hlutverk sem honum er ætlað að
túlka, það handrit sem honum er
ætlað að fylgja og sú útfærsla á því
sem notuð er stendur þar í vegi.
Myndin segir frá Earl nokkrum
Keese (Belushi) sem býr ásamt konu
sinni í rólegu úthverfi. Þau hafa
verið gift í sextán ár og eiga eina
dóttur, Elaine.
Kvöld eitt verða þau þess vör að
fólk er að flytja inn í næsta hús við
hliðina á þeirra. Fylgjast þau spennt
með ferðum grannanna og eru forvit-
in. Skyndilega hringir dyrabjallan.
Fyrirutanstendur Ramóna, íturvax-
in ung kona með glampa í augum.
Nýr kafli í lífi Earl Keese er að
hefjast ef marka má þær augna-
gotur er hann sendir þessum granna
sínum. Vic, maður Ramónu, birtist í
húsi Earls. Enif, kona Keese, verður
strax hrifin af honum. Framundan
er örlagarik og ógleymanleg nótt
sem breytir framtið Keese svo um
munar, enda hefur hann lifað næsta
fábreyttu lifi fram til þessa.
Söguþráðurinn er ekki beysinn og
erfitt að finna ástæðuna fyrir því að
hann hafi yfirleitt verið kvikmyndað-
ur. Það vantar mikið inn í hann svo
að úr verði heilsteypt verk með réttri
stígandi eins og góðar grínmyndir
þurfa að eiga.
Þessi tilbúningur líöur fyrir það,
eins og svo margar aðrar kvikmynd-
ir i likum stíl, að of mikiö er reynt á
sama leikarann. Atburðarásinni er
stefnt á einn og sama manninn og
honum reynist skylt að halda uppi
.húmomum og svip myndarinnar.
Þrátt fyrir hæfileika er John Belushi
hefur sýnt í fyrri myndum veldur
hann ekki þessari ábyrgð sem
honum er ætlað aö axla í Nágrönn-
unum.
Því fer sem fer. Kvikmyndin fellur
um sjálfa sig, húmorinn nær aldrei
aðkitla...
-Sigmundur Emir Rúnarsson.
Rakarastofan Klapparstíg
Sími 12725
j Tímapantanir
13010
LADA
þjónusta
Almennar viðgerðir og stillingar.
BÍLAVERKSTÆÐIÐ
-= BÍLTAK =-
Skemmuvegi 24 - Kópavogi Simi 7-32-50
RYÐVÖRN sf.
SMIÐSHOFÐA 1. S 30945
BÍLARYÐVÖRN
UNDIRÞVOTTUR
MÓTORÞVOTTUR