Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Page 37
Sviðsljósið
Sviðsljósið
DV. MANUDAGUR 22. NOVEMBER1982.
Hljómsveitín Air: Henry Threadgill, Frek Hopkins og Thurman Baker.
AIR FÓR Á KOSTUM
í GAMLA BÍÓI
I Gamla bíói, óperuhúsi Reykvík-.
inga, ómaöi annars konar tónlist en
venja er síðastliöið þriðjudagskvöld.
Þá lék ameríska tríóið Air kraftmikinn
jass við góðar undirtektir áhorfenda.
Hljómsveitina skipa þeir Henry
Threadgill, sem blæs í ýmiss konar
saxófóna og flautur, Frek Hopkins,
sem plokkar bassa, og Thurman
Baker, sem barði húðir i forföllum
Steve McCall sem alla jafnan sér um
trommuleik í sveitinni.
Air byrjaði nokkuð rólega en sótti í
sig veðrið er á leið og áður en yfir lauk
var mikil stemmning í salnum og var
hljómsveitin kölluð fram með áköfu
lófataki í lok tónleikanna. Þrátt fyrir
mikinn veðurham sóttu 260 manns tón-
leikana. Hljómsveitin Air nýtur mik-
illar viröingar meðal jass-geggjara og
má sem dæmi taka að siöasta plata
hennar, sem út kom árið 1980, var
valin plata ársins í hinu virta jass-
tímariti Down Beat. Auk þess hafa
hljóðfæraleikaramir komist á topp-tíu
í árlegum kosningum gagnrýnenda
sama blaðs um bestu hljóðfæraleikar-
ana síðustu ár.
A tónleikum Air í Gamla bíói vakti
frammistaöa trommuleikarans,
Thurman Bakers, sérstaklega mikla
athygli, enda fór hann á kostum.
Til gamans má geta að i síðustu
kosningum Down Beat um hljómsveit
ársins höfðu listamenn í 4 af 6 efstu
sveitunum heimsótt Island á því ári. I
fyrsta sæti í þeim kosningum var Art
Ensemble of Chicago, í öðru sæti var
Art Blakey, í þriðja sæti Old and New
Dreams (kjarninn í þeirri sveit er jaöi-
framt í Charlie Haden’s Liberation
Music Orchestra) og í sjötta sæti var
Air. ás.
Guinnes
sagður frábær
—í nýjum sjónvarpsþáttum eftir
söguleCarré
Þættirnir „Tinker, Taylor, Soldier,
Spy” nutu mikilla vinsælda er þeir
voru sýndir hér á landi fyrir nokkru.
„Tinker..” þættimir eru sem kunnugt
er byggðir á sögu meistara njósna-
sagnanna, John Le Carré. Nú hefur
BBC gert nýja þætti eftir annarri sögu
John Le Carré sem heitir „Smiley’s
people”. John Le Carré og John
Hopkins sömdu þættina upp úr sam-
nefndri sögu þess fyrmefnda en
margar persónur, sem koma fyrir í
„Tinker...”, em einnig í „Smiley’s
people”. Alec Guinnes leikur Smiley
sjálfan og fleiri leikarar skjóta upp
kollinum í sínum gömlu hlutverkum úr
„Tinker...”. Leikstjóri þáttanna er
Simon Langton og framleiðandi
Jonathan Powell. Þættimir hafa fengið
góðar viötökur, t.d. segir sjónvarps-
gagnrýnandi The New York Times að
þetta sé þaö besta sem boðið sé upp á i
sjónvarpsstöðvum Bandaríkjanna um
þessar mundir. Sér í lagi fær Alec
Guinnes frábæra dóma fyrir túlkun
sínaáSmiley.
m »
Alec Guinnes þykir afspymu góður
i Smiley's people rótt eins og i
„Tinker . . ",
45
J. HINRIKSSON H/F
vélaverslun
Súðarvogi 4.105 R. S. 84677.
mmiKBMi
MIG/MAG
RAFSUÐUVÉLAR
160—600 amp.
Vandaðar iðnaðarvélar
IMBUKDHI
TRANSARAR OG
J AFNSTRAUMSVÉL AR.
170-650 amp.
IMBIIKBHI
TIG-BOX
Með eða án púls
inEBUKDHI
RAFSUÐUVÍRAR
í pinnum og rúllum.
IPEBUKOHI
RAFSUÐUREYKEYÐARI
Mjög meðfærilegir
fyrir alla rafsuðuvinnu