Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1982, Side 3
DV. FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER1982.
3
Formaður bankaráðs, Albert Guðmundsson, býður forseta íslands
valkominn. Jónas Rafnar bankastjóri tiihægri. DV-myndir: GVA.
Vigdís forseti heim-
sækir Útvegsbankann
Starfsmenn Utvegsbanka Islands
viö Lækjartorg fengu góöan gest í
heimsókn í gærmorgun, nefnilega
engan annan en forseta Islands. For-
ráöamenn bankans höfðu boöiö for-
setanum, Vigdísi Finnbogadóttur, að
ky nnast sta rfseminni.
Það var ekki langt fyrir forsetann
aö fara, aöeins Lækjartorgiö og
Lækjargatan skilja að Stjómarráðið,
þar sem forsetaskrifstofan er, og
Utvegsbankann. Formaöur banka-
ráös, Albert Guðmundsson, bauðfor-
setann velkominn í anddyri bankans
um klukkan hálfellefu. Einnig tóku á
móti forsetanum bankastjórarnir
Jónas Rafnar, Ármann Jakobsson og
Olafur Helgason og formaður starfs-
mannafélagsins, Jóhannes Magnús-
son.
Vigdís forseti gekk um deildir
bankans, heiisaöi hverjum starfs-
manni og ræddi viö þá. Deildar-
stjórar kynntu henni starfsemina.
Vigdís forseti er reyndar ekki
alveg ókunn bönkum. Svo skemmti-
lega vill til aö á menntaskólaárum
sínum vann Vigdis einmitt í Útvegs-
bankanum viö sumarafleysingar.
Hitti hún nokkra af fyrri samstarfs-
félögum í bankanum í gær.
Þegar deildir bankans höföu verið
skoðaöar, þáöi forseti Isiands há-
degisverðíboðibankans. -KMU.
Vigdis forseti fór um allar deiidir og heiisaði starfsmönnum. Hár heiis-
ar forsetinn Sigriði Theodórsdóttur i vixladeild.
Vesturland:
Sex taka þátt
í slagnum
— í próf kjöri Sjálfstæðisf lokksins
Framboðsfrestur til prófkjörs Sjálf-
stæðismanna vegna komandi alþingis-
kosninga í Vesturlandskjördæmi rann
út á þriðjudagskvöld. Sex hafa þegar
boöiö sig fram en að sögn Guöjóns Guö-
mundssonar, formanns prófkjörs-
nefndar, er hugsanlegt að einhver
framboö séu í pósti og hafi ekki borist á
réttum tíma vegna samgönguerfið-
leika. Þausem boðiö hafa sig fram eru
eftirtalin: Friðjón Þóröarson, dóms-
málaráöherra Stykkishólmi, Inga
Jóna Þóröardóttir, Akranesi,
Kristjana Ágústsdóttir, Búöardal,
Sturla Böövarsson, Stykkishólmi,
Kristófer Þorleifsson, Olafsvík og
Valdemar Indriöason, Akranesi.
Jósef H. Þorgeirsson, annar þing-
manna Sjálfstæðisflokks í kjör-
dæminu, hefur ákveöið að gefa ekki
kost á sér. Oðinn Sigþórsson bóndi sem
skipaði 4. sæti á lista flokksins í síðustu
kosningum hefur heldur ekki skilað inn
framboði.
Prófkjörið sem er öllum opið mun
fara fram dagana 15,—16.janúar. ás.
Flauelsbuxur stráka, kr: 474,-
Vestikr: 298,-
Leöur- og rúskinnsslifsi, kr: 148,-
Hnébuxur m/belti, kr: 465,-
Blússur frá kr: 283,-
VERSLUNIN
WMM
Sendum
í póstkröfu.
Strandgötu 34, Sími 52070.
ii
að notaðir
VOLVO
bílar
>
séu betri
en nýir bflar
af ódýrari
gerðum
R
VOLVO 244 GL '81 EKINN 40.000
GRÆNN, SJALFSK. VERÐKR. 218.000.
VOLVO 244 GL '81 EKINN 31.000
BLAR, SJALFSK. VERÐKR. 220.000.
VOLVO 245 GL '80 EKINN 60.000
;BLAR, BEINSK., LÆST DRIF. VERÐ 200.000.
VOLVO 244 GL '80 EKINN 31.000
GRÆNN, SJALFSK. VERÐKR. 185.000.
VOLVO 245 GL '80 EKINN 48.000
RAUÐUR, BEINSK. VERÐKR. 190.000.
VOLVO 244 GL '79 EKINN 57.000
RAUÐUR, BEINSK. VERÐ KR. 155.000.
VOLVO 245 DL '78 EKINN 55.000
GRÆNN, BEINSK. VERÐKR. 138.000.
VOLVO 244 DL '78 EKINN 72.000
RAUÐUR, BEINSK. VERÐKR. 130.000.
ib
Opið laugardaga frá kl. 13—16
VELTIR
SUÐURLANDSBRAUT16
Sólarhrings tónleikar í Langholtskirkju frá kl. 19.00 föstudaginn 3, des. til kl. 19.00 á laugardeginum 4. des.
Þar verða flutt um 70 mismunandi tónlistaratriði og flytjendur eru yfir 250, allt fremsta listafólk þjóðarinnar. Aðgangur er ókeypis. v
KÓR LANGHOLTSKIRKJU