Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1982, Blaðsíða 4
4
DV. FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER1982.
Svo mælir Svarthöfði
Svo mælir Svarthöfði
Svo mælir Svarthöfði
Fyrstu verðlaurt ijólagetrauninni verða eitt Samsung ferðakassettutæki frá Sjónvarpsbúðinni, Lágmúla 7.
Sauðkindin sigraði í prófkjörínu
Lesendur DV eiga þess kost aö fá
glæsilegar jólagjafir í ár, taki þeir
þátt í jólagetraun blaösins, sem mun
hefjast í blaðinu á morgun, laugar-
dag. Ekki fá allir jólagjafir að vísu
en fimmtán þó og glæsilegar allar
saman.
Fyrsti vinningur er Samsung
ferðakassettutæki, frá Sjónvarps-
búðinni, Lágmúla 7 en þetta tæki
kostar „aðeins” 6950 krónur út úr
búð. Vinningar tvö og þrjú eru Bina-
tone sjónvarpsspil, með kassettu, frá
versluninni Radíóbæ, Ármúla 38, en
Fjórðu til fimmtándu verðlaun verða svo hljómplata að eigin vali frá
Skifunni, Laugavegi 33.
þessi tæki fást þar yfir afgreiðslu-
borðið fyrir „litlar” 2140 krónur
stykkið. Svo eiga tólf aörir þátt-
takendur í getrauninni kost á því að
fá hver um sig eina hljómplötu að
eigin vali fyrir 299 krónur hver en
plötumar geta hinir heppnu valið sér
í hljómplötuversluninni Skífunni,
Laugavegi33.
Gott og vel, segja glaðir lesendur
en hvað skal þá til vinna? Jú, mikið
sked til mikils vinna og lesendur sem
óska sér þessara höföinglegu jóla-
gjafa verða að leysa nokkrar þrautir
áður en hinir heppnu verða útvaldir.
Þannig er að jólasveinn nokkur
leggur á morgun upp í heimsreisu,
ekki aðeins til að útdeila jólagjöfum
(enda ekki upprunninn hinn hefð-
bundni ferðatími jólasveina) heldur
einnig til að komast að því hver er
heimsins mesti þjóðhöfðingi. Sem
sagt, hver þjóðarleiötoga heimsins á
helst skiliö sæmdarheitið „lands-
faðir”. Eða „landsmóöir”, því við lif-
um nú á jafnréttisöld og systkinalag-
ið allsráðandi.
Ekki er það ætlunin að biðja
lesendur aö skera úr um þaö, hver
þjóðhöföingja heimsins á titilinn aö
réttu skilinn, en hins vegar spyrjum
við í hvaða löndum jólasveinninn
kemur við á ferð sinni en það á að
vera auðsætt af myndunum hverju
sinni hvert leiðin hefur legið.
Þessar myndagátur munu nú
birtast á hverjum degi fram til 16.
des. og þann 17. des. mun síðan
birtast í blaðinu eyöublað þar sem
þátttakendur skulu færa inn nöfn sín
og heimilisfang og senda, ásamt
lausnunum öllum, á ritstjómarskrif-
stofur DV, Síðumúla 12—14 og skulu
lausnir ekki berast seinna en 23. des.
Takið eftir að ekki skal senda lausnir
jafnóðum, heldur klippa þrautina út
úr blaðinu, skrá lausnina, og halda
úrklippunni síðan til haga, þar til
allar þrautirnar hafa birst. Þá eiga
þátttakendur aö senda lausnir sínar
inn, ásamt útfylltu eyðublaði sem
birtist í lok þrautarinnar, þann
17.des.
Or réttum lausnum verður svo
dregiö 28 .des. og reynt að koma vinn-
ingum til hinna heppnu fyrir áramót.
Á morgun birtist sem sagt fyrsta
spumingin og hvar haldiö þiö svo aö
gólasveinninn komi fyrst við? Það
veröið þið að finna út sjálf.
Það er verið áð reyna að hægja á
margvíslegum skrúfum í efnahags-
lífinu um þessi mánaðamót en land-
búnaðarvörur fá að hækka óátalið
um allt að tuttugu prósent. Á sama
tíma vinnur landbúnaðarráðherra
umtalsverðan sigur í prófkjöri í kjör-
dæmi sinu fyrir norðan. Hann boðaöi
í þingræðu fyrir skömmu að nú
skyldi selja kindakjöt til Hollands
fyrir verð sem nemur rúmlega
sláturkostnaði. Allt kemur þetta
heim og saman. Norðurland vestra
býr ekki að fjölþættum atvinnuveg-
um. Sauðkindin er þar enn helsta
framleiðsla og viðurværi kjördæmis-
ins. Það er því eðlilegt að hún eigi sín
atkvæði í prófkjörum. Á sama tima
og vegur hennar vex í verðlagningu
sem annarri hind, eins og útflutningi
á slátrunarverði, hljóta helstu for-
ustumenn hennar mikla umbun fyrir
það góða atgervi að afla henni jóturs
í peningaseðlum.
Á það hefur verið bent hér í DV að
allt sé í lagi að skammast út í
sjávarútveg, hvenær sem honum er
liðs vant, því hann eigi að bera sig.
Aftur á móti þoli sauðkindin ekki
nokkurn minnsta gjóst, þá séu um-
ræður um leið farnar að snúast um
föðurlandið og aðrar hugsjónir sem
ekki verða metnar til f jár. Sauðkind-
in verður að hafa sinn fjárstuðning
og sínar föstu og afdráttarlausu
afurðahækkanir. Vegna kjördæma-
skipunar þorir enginn þingmaður að
andmæla þeim gífurlegu f jármunum
sem hún tekur til sín eða leggja til að
hún verði felld inn í önnur
stjórnunarumsvif þjóðfélagsins, og
taki t.d. verðlækkunum eins og
annað. Vegna þessa kjarkleysis
vinnast nú stórir sigrar í prófkjörum
þar sem sauðkindin ræður húsum og
selst til útlanda fyrir það sem svarar
sláturkostnaði.
Það fer saman að Pálmi Jónsson
landbúnaðarráðherra vinnur stóran
sigur í prófkjöri í Norðurlandi vestra
og landbúnaðarvörur hækka um
20%. Af einskærri skyldurækni hefur
ætíð verið bagað svo tU við stjómar-
myndanir að landbúnaðarráðherrar
hafa þeir einir orðið sem annað
tveggja voru framsóknarmenn og
því skyldugir tU að þjóna af rétt-
trúnaði undir sauðkindina eða
sveitavargar í Sjálfstæöisflokknum.
ÚUum þessum landbúnaðarráðherr-
um hefur verið það sameiginlegt að
sækja fé í sameiginlega sjóði lands-
manna handa sauðkindinni. Aldrei
hefur neinum dottið í hug að gera
einhvem Reykvíking að
landbúnaðarráöherra eða einhvera
þann annan sem annað tveggja á
ekki tvö hundmð roUur eða hefur átt
þær. Þetta væri svona ámóta eins og
aldrei mætti gera neinn að sjávarút-
vegsráðherra nema hann ætti togara
eða frystihús eða værl teklnn frá
stjóra LÍU. Þetta hefur nú ekid verið
gert. Þeir Matthias Bjaraason og
Steingrímur Hermannsson hafa
verið sfðustu sjávarútvegsráðherrar
og enginn telur að þeir hafi staðiö í
útgerð, nema hvað Matthfas rak
flóabát um sinn.
Þetta þýðir auðvitað ekki að
Matthías og Steingrímur hafi verið
slæmir sjávarútvegsráðherrar, síöur
en svo. En við neytendur höfum ekki
lengur ábuga á því gegndarlausa
onaní, sem á sér stað í landbúnaðar-
málum. Hin heUaga hjörð hefur
þegar kostað aUtof mikið, heldur
þjóðfélaginu á því stigi járabænda
áfram, sem það gerði tilraun til að
brjótast út úr í byrjun þessarar aldar
og eflir ófrið og misrétti sem er óþol-
andi. í raun réttri ber að leggja
landbúnaðarráðherraembættið niður
og setja á stofn atvinnumálaráðu-
neyti þar sem fulltrúi fyrir iðnað,
sjávarútveg og landbúnað sæti. Þá
minnkaði kannski pappfrsflóð,
þorskaleit og jarmur.
Eyjólfur Konráð Jónsson nýtur
sýnilega ekki sambærUegrar hylli og
landbúnaðarráðherra. Hann hefur
líka reynt að halda uppi skynsam-
legri stefnu í landbúnaði, eitt af því
sem ekki má í Norðurlandi vestra.
Hann hefur barist gegn sláturkostn-
aði með eftirminnUegum hætti og
annarri óáran í afurðamálum. Verk
hafa skipast þannig að Pálmi sigUr
hraðbyri á sauðkindinni en Eyjólfur
skaut hrútinn.
Svarthöfði
Önnur og þriðju verðlaun i getrauninni verða svo Binatone sjónvarps-
leiktæki frá Radióbæ, Ármúia 38.
JólaleikurDV:
Jólasveinninn leit-
ar að landsföður
—(eða móður)