Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1982, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1982, Side 5
DV. FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER1982. 5 \ Formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja: UTANRIKISRAÐUNEYTIÐ HEFUR LÉLEGA YFIRSÝN HUSGOGN Dugguvogi 2 sími 34190 Reykjavík Stjórn sparísjóósins Pundsins ásamt sparísjóðsstjóra, taiiö frá vinstri: Eiður Árnason, Þuríður Vigfúsdóttir, Sveinn H. Skú/ason og Garðar Jóhannsson. Sparisjóðurinn Pundið f lytur í nýtt húsnæði Sparisjóðurinn Pundið í Reykjavík flutti nýverið í eigið húsnæði að Hátúni 2. Áður var sjóðurinn í leiguhúsnæöi í Nóatúni 17. Hið nýja hús er samtais um 700 ferm og var teiknað af teiknistofunni Arko. Sparisjóðurinn mun aðeins taka hluta hússins til eigin nota um sinn en hinn hlutinn verður leigður út. I samþykktum fýrir sjóðinn segir að ábyrgðarmenn geti þeir einir oröið sem séu meðlimir í Fíladelfíu- söfnuðinum í Reykjavík eða öðrum hliðstæðum söfnuðum hvitasunnu- manna utan Reykjavíkur. Aðalhvata- maður að stofnun hans árið 1958 var þáverandi formaður Fíladelfíu- safnaðarins, Ásmundur Eiríksson. Núverandi stjóm sparisjóðsins skipa Eiöur Ámason formaður, Þuríður Vigfúsdóttir og Sveinn H. Skúlason. Fastir starfsmenn eru f jórir, auk sparisjóösstjóra, Garðars Jóhannssonar. Jafnréttisráð skipað Jafnréttisráö hefur nú veriö skipaö, skv. lögum, til næstu þriggja ára. Ráðið skipa nú, Guðríöur Þorsteins- dóttir lögfræðingur, skipuð af Hæsta- rétti, formaður. Vilborg Harðardóttir útgáfustjóri, skipuð af félagsmála- ráðherra. Lilja Ölafsdóttir, deildar- stjóri, skipuð af BSRB. Ragna Berg- mann, form. Verkakvennafélagsins Framsóknar, skipuð af ASI og Einar Árnason héraðsdómslögmaður, skipaðurafVSI. Varamenn era Guðjón Steingríms- son hæstaréttarlögmaður, Stella Stefánsdóttir verkakona, Ágúst Guð- mundsson landmælingamaöur, Jóhannes Siggeirsson hagfræðingur og Kristján Þorbergsson lögfræðingur. á Kef lavíkurf lugvelli gerist ýmislegt sem er h.reint lögbrot „Þeim útlendingum sem vinna viö þjónustustörf á Keflavíkurflugvelii án þess að hafa atvinnuleyfi fer stöðugt fjölgandi. Þeim hefur f jölgaö mikið frá því að við lögðum fram kæru okkar. Eg gæti trúað að þetta væru yfir 350 manns,” sagði Magnús Gíslason for- maður Verslunarmannafélags Suöur- nesja í samtali við DV. Eins og greint var frá í DV í fyrradag hefur félagiö óskað eftir rannsókn á því hve margir erlendir rikisborgarar ynnu við þjónustustörf hjá bandaríska hernum ánatvinnuleyfis. „Yfirsýn utanríkisráðuneytisins yfir það sem gerist á Keflavíkurflug- velli er svo léleg að þar getur ýmislegt gerst sem er hreint lögbrot,” sagði Magnús ennfremur. Hann sagði að utanríkisráðuneytið og varnarmála- deild hefðu aldrei viljað gefa skýr svör við þeirri spurningu hvort erlendir þegnar í borgaralegum störfum hjá bandaríska hernum þyrftu atvinnu- leyfi. Hins vegar væri Utlendingaeftir- litið þeirra skoöunar að umrætt fólk þyrfti atvinnuleyfi til að sinna hér störfum. I bréfi sem Páll Pálsson lögmaður Verslunarmannafélags Suðurnesja hefur sent ríkissaksóknara , þar sem óskaö er opinberrar rannsóknar á máli þessu, er varpað fram þeirri spumingu hvort sömu lög gildi hvar sem er á landinu, Hvort svo sé þurfi þjóðin að fá að vita. Bréf þetta var sent til varnar- máladeildar utanrikisráðuneytisins til álits og umsagnar en svar hefur ekki borist til ríkissaksóknara enn. Helgi Ágústsson deildarstjóri vamarmála- deildar sagði að verið væri aö vinna að atbugun máisins. ÓEF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.