Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1982, Page 9
DV. FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER1982.
9
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Empainmálið fyr-
ir dómstólana
Empain-málið kom fyrir dómstóla í
Frakklandi í gær þar sem sex menn og
tvær konur hafa verið ákærð fyrir að
ræna iöjuhöldinum og milljóna-
mæringnum Edouard Jean Empain
barón 1978. Hann var 63 daga á valdi
ræningjanna.
Baróninn var hafður í hlekkjum og
marghótað dauða af ræningjunum,
sem hjuggu einn köggul af fingri
honum og sendu lögreglunni til að sýna
að þeim væri fullkomin alvara.
Honum var sleppt úr prísundinni án
þess að lausnargjaldið væri nokkum
tímagreitt. Ræningjamirhöfðukrafist
8,5 milljóna dollara í lausnargjald.
Engu hinna ákæröu er gefið beinlínis
að sök að hafa rænt baróninum en
ýmist aö eiga hlutdeild í verknaðinum
meö vitorði sínu eða að hafa haldiö
honum föngnum.
Empain-málið vakti meiri athygli í
Frakklandi en nokkurt annað glæpa-
mál síðan Ben Barka var rænt í París
1965. Barón Empain veitti forstöðu
Empain-Schneider hringnum, sem
hagsmuni átti í kjarnorku, stáliðju,
verkfræði og fésýslu. Tók hann við því
aöeins 30 ára að aldri. Meöan hann var
fangi ræningjanna birtu dagblöðin
ýmsar frásagnir úr einkalífi hans, þar
sem hann var orðaður viö fjárhættu-
spil og kvennafar. Síðar sagði hann
sjálfur að allt umtalið og sú eldraun
sem ránið var hefði eyðilagt líf hans.
Eins hefði yfirheyrsla lögreglunnar,
þegar hann loks kom fram, verið hon-
um um megn því að um tíma lá grunur
á því að mánnránið hefði verið sett á
svið.
Hann missti alla trú á mönnunum og
vék úr forstjórastóli fyrirtækisms til
bráðabirgða og flutti til Bandaríkj-
anna, þar sem hann kom sér fyrir í
afdölum. Skildi hann viö konu sína.
Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna
hefur fallist á að fresta fyrirhuguðum
verkfallsaðgeröum með því að de
'Cuellar framkvæmdastjóri hefur geng-
ist inn á nokkrar kröfur þess. Aðrar
kröfur heyra undir framkvæmdaráöið
og fjárveitinganefndina og bíða
ákvarðana þeirra.
Edouard-Jean Empain barón:
Mannránið var honum meiri eld-
raun en hann fékk risið undir.
Eftir nokkra mánuði tók hann aftur við
fyrirtæki sínu en seldi það í heilu lagi
frönskum banka 1981.
Einn hinna ákærðu var handtekmn
meðan Empain var enn á valdi
ræningjanna og ekki fyrr en eftir skot-
bardaga við lögregluna þar sem félagi
hans féll. — Kviðdómurinn sem í mál-
inu situr er skipaður 9 manns og ein
kvennanna er dóttir De Gaulle hers-
höfðingja.
Framkvæmdastjóranum hefur veriö
legið á hálsi fyrir vanefndir loforða um
úrbætur í jafnréttismálum og mis-
munun við mannaráöningar, en mest
er óánægjan vegna þess aö ekki hafa
náðst úr haldi 21 erindreki sameinuðu
þjóöanna sem eru pólitískir fangar
einræðisstjórna.
Gervihjarta
á síðustu
stundu
61 árs gamall tannlæknir á nú lif sitt
undir gervihjarta, sem læknar í Salt-
vatnsborg í Utah græddu í hann í gær.
Þar er fyrsta hjartaö úr gerviefnum
sem sett er í mann og ætlað til varan-
legrar lækningar. Tvívegis áöur hafa
gervihjörtu verið sett í sjúklmga sem
biðu eftir hjartagjafa.
Nýja hjartað, sem Barney Clark
tannlæknir fékk í gær, er pumpa úr
plyurethane og áli. En sá galli er á að
það er drifið áfram af útbúnaði sem
tengdur er við Clark meö 1,8 metra
löngum slöngum, en það hindrar að
hann geti lifað eölilegu lifi, ef hann á
annað borð hefur næstu tvo eða þrjá
daga af, sem læknum þykir tvísýnast.
Clark var í 7 1/2 klukkustund á
skurðarboröinu og sögðu læknamir að
aðgeröin hefði tekist vel. Þó haföi
sjúklingurinn nær gefið upp öndina
þegar hann var losaður úr tengslum
við hjarta- og lungnavél til þess að
ganga úr skugga um hvort gervi-
hjartað starfaöi rétt.
Hann hafði verið fluttur á skurðar-
borðið 9 stimdum fyrr en ráðgert hafði
verið, því að líðan hans hafði hrakað og
gamla hjartað hafði hætt að slá í
nokkur andartök. Enda hÖfðu læknar
sagt að því aðeins yrði gripið til þessa
ráðs að Clark væri annars ekki hugað
líf, svo illa sem gamla hjartað væri
farið.
Gervihjartað gengur fyrir loftdælu
sem er á hjólum og á stærö við ferða-
sjónvarp. Tvær slöngur tengja það við
Ioftdælima.
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
FUNDU FJARSJOD
í HLÖDUNNI
Þórir Guðmundsson, fréttaritari í
Kmhöfn:
Tvö tíu og ellefu ára gömul
systkini fundu nýlega allt að milljón
danskra króna í hlöðunni heima hjá
sér.
Þau voru að leik þegar þau ráku
augun í gamlan verkfærakassa á
plötu milli tveggja hanabjálka uppi
undir hlöðuloftinu. 1 kassanum voru
peningar að upphæð milli einnar og
tveggja milljóna króna íslenskra í
dönskum seðlum.
Ef eigandinn gefur sig ekki fram
eiga bömin rétt á þriðjungi
upphæðarinnar, eða annars 10%
fundarlaunum. Afgangurinn fer í
ríkissjóð.
Systkinin búa í Hörsholm á
Norður-Sjálandi og það tók lögregl-
una þar heilan dag að telja pening-
ana. Lögreglustjóri bæjarins varar
við að það þýði ekkert að brjótast
inn hjá sér til að ná í séðlana. Þeir
séu vel geymdir í banka.
HÆTTA VK> VERK-
FALLIÐ HJÁ SÞ
The Mad Bomber
PANTIO
STRA.9S
BBTA,
©G VHS
World Famous
Fairy Tales
1. Last Train to Berlin
Striðsmynd, 86 min.
2. Stuntsthe
Deadly Game
Hasarmynd, 89 mín.
3. Bloodlust
Hryllingsmynd, 86 min.
4. Cannibal
Hryllingsmynd, 88 min.
5. 40 Million Bucks
Glæpamynd, 82 min.
6. Hell is Empty
Glæpamynd, 105 min.
7. Northeast of Seoul
Glæpamynd, 100 min.
8. Psychopath
Glæpamynd, 93 min.
9. Rock, Rock, Rock
Söngvamynd, 84 min.
10. Devils of Darkness
Hryllingsmynd, 90min.
11. Freelance
Glæpamynd, 95 min.
12. Journeytothe
Centre of Time
Ævintýramynd, 82 min.
13. The Mad Bomber
Glæpamynd, 100 min.
14. The Thirsty Dead
Hryllingsmynd, 82 min.
15. Let Me Die a Woman
72 min.
16. Dogs
Hryllingsmynd, 91 min.
17. The Witchmaker
Hryllingsmynd, 100 min.
18. The Comeback
Hasarmynd, 100 min.
19. The Pilot
Hasarmynd, 91 min.
20. Licensed to Kill
Glæpamynd, 96min.
31. Leopard in the Snow
Ástarsaga, 94 min.
22. The Redeemer
Glæpamynd, 83min.
23. The Fiend
Glæpamynd, 87min.
24. Night of the Big Heat
Hryllingsmynd, 90min.
25. TheConArtist
Giæpamynd, 89mín.
26. Tales of Magic
Teiknimynd, 56min.
27. World Famous
Fairy Tales
Teiknimynd, 56 min.
SIMI 92:3822
28. GroundZero
Glæpamynd, 87min.
29. Find a Place to Die
Kúrekamynd, 96 min.
30. Cartoon Wonderland
Teiknimynd, 56 min.
31. Bombat 10:10
Striðsmynd, 87min.
32. Haunts
Glæpamynd, 85min.
33. Drummer of Vengeance
Kúrekamynd, 73 min.
34. Island of Terror
Hryllingsmynd, 89 min.
35. The House of the
Seven Corpses
Hryllingsmynd, 89 min.
36. The One-Eyed Soldiers
Glæpamynd, 89 min.
37. Vengeance of the
Barbarians
Hasarmynd, 89 min.
38. Carvan to Vaccares
Glæpamynd, 98 min.
The Con Artist
TBIRNIMVNÐIR RR.1.750.-
Óskum einnig eftir
umboðsmönnum
um aiit land.
. MYNDB0ND
A RVNNINGA.RVBRÐI
AOBINS K?R. 1.99Q.-