Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1982, Qupperneq 11
DV. FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER1982.
11
Útlönd
Útlönd
Johnson með Roosevelt 1937.
löggjafarsamkomuna. Þegar Caro
rannsakaði nær tólf ára langan þing-
feril Johnsons komst hann að raun um
að Johnson hafði einungis komið fimm
frumvörpum til lögleiðingar varðandi
landsmálapólitík. „Eg hélt ég hefði
gert mistök og margspurði sjálfan mig
hvort ég hefði leitað á réttum stöðum.
Aðrir þingmenn höföu á sama tíma
komið í gegn allt aö 168 frumvörpum.
Mér datt þá í hug að hann hefði látiö
nægja að afla frumvörpum annarra
fylgis en ekki troðið nafni sínu sem
meöflutningsmaður á þingskjölin. En
þegar ég fór á milli samtíma þing-
manna fræddu þeir mig á því að LBJ,
sem ávallt hafði óbeit á því aö láta
þröngva sér til afstöðu, hefði ekkert
verið fjarlægara en berjast fyrir ann-
arra frumvörpum. Þegar ég fann að
hann hafði ekki kynnt ný þingmál, ekki
barist fyrir nýjum lagasetningum og
aö lítiö lá eftir hann fór að brenna á
mér spumingin um hvaðan hann hefði
sótt sér áhrifin og völdin, sem hlóöust á
hann í Washington,” segir Caro, sem
átti viðtöl við suma af mjög nánum
vinum Johnson.
,,Ég heföi aldrei fundiö svarið ef þeir
hefðu ekki verið enn lífs, því að allir
sögöu þeir mér það sama. Þaö voru
peningar, sögðu þeir, en bættu við: Þú
getur aldrei skrifaö þaö, því aö þú færð
engan til að vitna um það og finnur þaö
auðvitað hvergi skjalfest.
— Framan af trúði ég því sjálfur að
þeir mundu sannspáir um þaö, og ég
vissi ekki mitt rjúkandi ráð, þar til ég
komst í bókhald kosningasjóðs demó-
krata frá 1940. Þar var allt aö finna:
Hverjir höfðu gefiö Johnson peninga í
sjóðinn, hvaða dag og hverjum hann
hafði úthlutað og til hvers.”
Spurt / þaula
tí/ að hnekkja
/ygunum
Þannig gróf Caro upp falda hluti.
Fyrst átti hann viðtöl við menn og með-
tók blekkingar og lygar. Síðan grúsk-
aði hann í skjölum og skrám, sneri
svo aftur til viötalenda og hrakti
ósannsöglina.Hann ók umTexas þvert
og endilangt, fram og til baka, og bætti
stykki og stykki í púsluspilið. Hann
gróf upp gamla skólafélaga Johnson
og fékk hjá þeim aðra mynd af skóla-
félagsformanninum Johnson en stjóm-
málamaðurinn hafði sjálfur haldiö á
lofti. Fyrst vildi hann ekki trúa, en
þegar æ fleiri gáfu æ meira í skyn tók
fortíðin að rísa upp úr blekkingarhul-
unni.
Caro segir að í heimahéraði John-
son hafi menn enn beyg af áhrifum
hans, þótt hann sé löngu kominn undir
græna torfu. Þeir sem í fyrstu voru
samvinnuþýðir urðu síðar tregir þegar
þeir fundu aö hverju rannsóknir hans
vorufarnaraðsveigjast.
Einn þeirra sem hafði veitt Caro
rangar upplýsingar um Johnson var
yngri bróðir hans, Sam Houston John-
son, sem um tíma var áfengissjúkling-
ur en frelsaðist. Caro, sem vissi að
upplýsingar Sam Houstons voru falsk-
ar, fékk bróðurinn meö sér til æsku-
heimilis þeirra, sem er nú friðað sem
safn. „Við sátum einir í húsinu og ég
lét hann setjast viö borðstofuborðið
þar sem hann haföi setið drengur og
unglingur og sagði viö hann: Jæja.
Pabbi ykkar hefur setið þama og
Lyndon þarna og reynum nú að rif ja
þetta upp. — Eftir smástund hafði Sam
Houston gjörsamlega gleymt sér í
minningunum og lék fyrir mig samtöl-
in, þar til ég sagöi: Nú vildi ég að þú
færir aftur fyrir mig yfir þessar ágætu
sögur sem bróðir þinn var vanur að
segja af uppvexti sínum og helst að þú
farir ítarlega í þær meö smáatriðum.
— „Þaö get ég ekki,” svaraöi Sam
Houston. — ,,Hví ekki?” spurði ég. —
„Af því að það átti sér aldrei stað,”
svaraði bróðirinn.
(endursagt úr Newsweek)
Yngri bróðirinn, Sam Houston, faðirinn Sam Ealey Johnson jr. og LBJ
sjálfur, sem skirrðist ekki við að Ijúga á móður og föður til að afla sór
samúðar og koma ár sinni fyrir borð, eftir þvi sem bókarhöfundur segir.
Þettaeru mjúku klossamir,
sem Náttúrulækningabúðin mælir með
ÞETTA ERU HELSTU KOSTIRNIR:
• Þeir eru með 5 mm þykku viðar-innleggi.
• Þeir eru léttir sem fis, með mjúkum sóla. Það dregur úr slysahættu.
• Þeir mynda enga smelli eða skelli þegar þú gengur á þeim á stein-
gólfum, þeir eru alveg hljóðlausir og það kunna sjúklingar á sjúkra-
húsum að meta.
• Þeir fara betur með hrygginn og fæturna en aðrir skór, þannig draga
þeir úr þreytu og auka vinnuafköst.
• Þeir endast og endast og spara því peninga.
• Þeir eru stöðugir á hálum gólfum.
• Þeir eru til í mörgum gerðum og litum.
• Ein gerðin er með stálfóðrari tá og verndar þannig fætur þeirra, sem
vinna með þunga hluti.
• Þeir eru til í númerum 35—46.
Þeir fást í Náttúrulækningabúðinni að Laugavegi 25, sími 10262 og 10263.
• Við sendum þá í póstkröfu hvert á land sem er, eins og aðrar vörur
okkar.
• Starfshópar, sem kaupa mörg pör, fá afslátt.
NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN
Laugavegi 25, símar 10262 og 10263