Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1982, Blaðsíða 12
12 DV. FOSTUDAGUR 3. DESEMBER1982. Hr 32? jDAGBLAÐIÐ-VÍSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjdmarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ristjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-ogplötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19. Áskriftarverðá mánuði 150 kr. Verð í lausasölu 12 kr. Helgarblað 15 kr. Engrí leiö skyldi loka Flokksráð Sjálfstæðisflokksins kemur saman til fundar í dag. Flokksráðið er skipað öllum helstu trúnaðar- og for- ystumönnum flokksins og þótt það fari ekki méð æðstu mál í Sjálfstæðisflokknum eins og landsfundur og þing- flokkur gera þá er það markverð samkunda, ekki síst eins og sakir standa. Kemur þar ýmislegt til. Fyrir þaö fyrsta er ljóst að ríkisstjórnin er komin á grafarbakkann og skammt til kosninga. A Alþingi ríkir óvissa og aðgerðarleysi hjá þingheimi, lausung á fund- um, stefnuleysi í störfum. Þinghaldið er meira til mála- mynda; biðtími þar sem ríkisstjórnin getur ekkert og stjómarandstaðan vill ekkert. Þingmenn eru meira upp- teknir við að bjarga sínu eigin skinni í kjördæmum heldur en að hafa áhuga á stjórn landsins. Sameiginlega hafa þeir eflaust áhyggjur af framtíðinni en mega sín lítils vegna pattstöðunnar. I öðru lagi er hver að verða síðastur með breytingar á kjördæmaskipan eða kosningalögum. Ýmsar hugmyndir eru á lofti og að mestu óráöið hvort og þá hvernig atkvæðisrétturinn verði leiðréttur. Flokksráðsfundurinn mun væntanlega hafa einhverja skoðun á því brýna hags- munamáli meirihluta þjóðarinnar. I þriðja lagi standa yfir prófkosningar hjá sjálfstæðis- mönnum í hinum ýmsu kjördæmum. I Norðurlandskjör- dæmi vestra hafa núverandi þingmenn tryggt sér tvö efstu sætin en þó þannig að Pálmi Jónsson, ráðherra og stjórnarsinni, ber þar höfuð og herðar yfir aðra frambjóð- endur. Og það á sama tíma tíma sem flokkurinn herðist í stjómarandstöðu! A Vesturlandi gefur Jósef Þorgeirsson núverandi þing- maður ekki kost á sér og á Suðurlandi lætur Steinþór Gestsson af þingmennsku. Nýir menn sækjast eftir sæt- unum og allt skapar þetta glímuskjálfta sem gæta mun á flokksráðsfundi. Þegar þessar kosningar eru metnar í ljósi úrslitanna í prófkosningunum í Reykjavík, er varla nokkur vafi á að hinn almenni kjósandi Sjálfstæðisflokksins leggur meira upp úr mönnum og málefnum framtíðarinnar heldur en áframhaldandi togstreitu um hálfjarðaða ríkisstjórn. Flokksráðið hlýtur að taka tillit til þess. Síðast en ekki síst hlýtur það að setja svip sinn á flokks- ráðsfund sjálfstæðismánna að formaður flokksins, Geir Hallgrímsson, lenti í sjöunda sæti í prófkjörinu í Reykja- vík. Hvernig svo sem menn skýra þá niðurstöðu, er ekki hægt að loka augunum fyrir þeim vanda sem sú staða leiðir af sér. Hún er erfið bæði fyrir formanninn og flokkinn. Fyrir þá sem vilja virða lýðræðið og hlíta dómum í kosningum, er útilokaö að gefa átta þúsund flokks- mönnum í slíkum kosningum langt nef. Það væri lítils- virðing við kjósendur; mistök, sem enginn stjórnmála- flokkur getur leyft sér. En eitt er að viðurkenna dóm kjósenda, annað hvernig bregðast skuli við honum. Það er barnalegt að fara í fýlu út í kjósendur en þaö er heiðarlegt að taka mark á þeim skilaboðum sem úrslitin fela í sér. Það verður ekki gert með hvatvísi eða óbilgirni og heldur ekki með fljótfærnis- legum yfirlýsingum. Á flokksráðsfundi gefst einstakt tækifæri bæði fyrir flokk og formann að meta stöðuna og draga sína lærdóma. Engri leið skyldi loka. ebs. Háskólanám í þágu kynferdis Frú Guðríöur Þorsteinsdóttir skrifaði fyrir stuttu grein í blað Banda- lags háskólamanna, en hún er fram- kvæmdastjóri þess bandalags. Efni greinar hennar var, að svokölluð kyn- skipting færðist aftur í aukana í Há- skólanum. Röksemd hennar var sú, að hlutfall karla og kvenna var ekki eins í öllumgreinum. Tölfræðilega er þetta vitanlega rétt. En sannar það nokkuð um réttindi karla og kvenna? Eru þessi sannindi ekki miklu frekar vísbending um, aö karlar og konur hafi misjöfn áhugamál og þá einnig varðandi menntun. Svona til hliðsjónar má hafa, að pólitísk skipting hefur löngum farið nokkuð eftir deildum Háskólans. Lagadeild og viöskiptadeild voru löngum höfuðvígi Vöku, en heimspekideild vígi vinstri manna, og nú mun þjóðfélags- fræðideildin vera orðiö höfuösetur kommúnista í Háskólanum. Fréttir í þágu kvenna Grein frú Guðríöar hefur veriö slegið upp bæði í blöðum og útvarpi. Og venju sinni samkvæmt var það einhver kvenfréttamaðurinn sem fór með fréttina í útvarpinu. Þaö virðist nefnilega vera einhvers konar kyn- skipting um fréttir á fréttastofunni, — a.m.k. eru það alltaf konur, sem lesa og semja fréttir um réttindi karla og kvenna. E.t.v. telur fréttastjórinn, að Fyrir skömmu birtust í DV þrír leiöarar um landbúnaðarmál eftir Jónas Kristjánsson ritstjóra. Skrif Jónasar nú eru í beinu framhaldi af skrifum hans um sama efni á undan- fömum árúfn og staðhæfingamar að mestuþærsömu. Það er algeng aðferð að mála það sterkum lit sem menn vilja að tekið sé eftir, en sjaldgæft er að menn gangi svo langt að hvolfa öllu úr málningar- dósinni og sletta á báða bóga eins og Jónasgerir. I upphafi skrifa sinna kvartar hann yfir því aö nokkrar röksemdir gangi sífellt aftur þegar brugöist er til varn- ar landbúnaðinum. ,,I hvert sinn sem þær eru slegnar í kaf, koma þær jafnskjótt upp á yfir- borðið,” segir Jónas. Það hljóta að vera nokkuð veigamikil rök sem slíka með- ferð þola eða er skýringin e.t.v. sú að gagnrök Jónasar og skoðanabræðra hans séu léttvæg og þoli illa nákvæma skoöun. Mataröryggið. Alvarlegasta og háskalegasta full- yrðing Jónasar er að við getum að mestu hætt framleiðslu mjólkur og kindakjöts en í staðinn keypt þessar vömr á útsölu í nágrannalöndunum. Hér er vegið að einni helstu rök- semdinni fyrir því að vegna öryggis þjóðarinnar þurfi að halda hér uppi öflugum landbúnaði sem séð geti þjóö- inni fyrir flestum þeim búvöram sem hérerhægtað f ramleiöa. Mataröryggið er undirstööuatriði i öryggismálum flestra þjóöa og fyrir eyþjóð eins og Islendinga er það nánast lífsskilyrði. Ef fallist væri á skoðun Jónasar. þyrfti þá ekki að athuga fleiri atriði sem tilvera okkar sem sjálfstæðrar þjóðar byggist á og væri ekki auðvelt að færa rök fyrir því að rekstur þjóö- félagsins alls sé óhagkvæmur. Eru nokkur skynsamleg rök fyrir því, ef grannt er skoöað, að halda hér uppi sjálfstæðri þjóðmenningu með tungumáli sem fáir skilja og prenta á því bækur og blöð sem aðeins fáir geta lesið? Og hvað með útvarp og sjón- varp. Það getum við hvort tveggja Kjallarinn Haraldur Blöndal þetta séu fréttir í þágu kvenna, sem aðeins konum komi við, eins og t.d. uppskriftir að jólabrauði. Nú hefði náttúrlega verið for- Kjallarinn Hákon Sigurgrímsson fengið sent hingaö um gervihnött frá einhverri nágrannaþjóðinni, á útsölu- verði. Island er að sönnu ekki besta land- búnaðarland í heimi en landbúnaðinn hér verður auðvitað að meta út frá því efnahagslega samhengi sem hann stendur í. Það er að vísu rétt hjá Jónasi að mikill matarforöi er jafnan í frysti- geymslum fiskvinnslustöðVanna og mætti lengi draga fram lífið af þeim birgðum, en hætt er við að þaö þætti fá- breyttur kostur til lengdar. Tímabundið ástand I greinum Jónasar kemur fram að hann telur að offramleiðsla búvara og þar með útsalan góða séu og „verði um ófyrirsjáanlega framtíð eitt af einkennum iðnríkja Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku”. vitnilegt að kanna viðhorf þeirra kvenna, sem stuðla að misrétti kynjanna með því að gæta ekki jafn- ræðisreglna, þegar þær velja sér fag, heldur fara eingöngu eftir áhuga sinum á fræðunum. Ég heföi mjög gjaman viljað heyra konu, sem er að læra eðlis- og efnafræði útskýra það, af hverju hún hefði ekki farið í guðfræði eða viðskiptafræði til þess að tryggja jöfn réttindi karla og kvenna í stað þess aö vera í því fagi, sem hún legði nú stund á, en þar væri þegar rétt hlut- fall af konum. Og síöan hefði mátt ræða við deildarforseta og leiðtoga stúdenta um, hvort ekki væri rétt aö setja takmarkanir eftir kynjum í deildirnar, og ja&ivel banna körium aðgang að þeim deildum, þar sem þeir væra allt of margir. Ég geri ráö fyrir, að háskólarektor hefði haft uppi þau sjónarmið, að fólk færi nú í nám eftir eigin geðþótta og það yrði bara að ráðast. Slík s jónarmið hefði síðan mátt skýra í fréttainngangi með þessum orðum: „Háskólarektor Það er í meira lagi hæpiö að gera ráð fyrir að hér sé um varanlegt ástand að ræða. Um fátt er nú meira rætt á vett- vangi landbúnaöarmála í þessum lönd- um en leiðir til þess að hafa stjórn á framleiðslunni. Jafnvel í Bandarikjun- um era bændur famir aö tala um aö- hald í þessum efnum. Offramleiðsluvanda Efnahags- bandalagsins verður að skoða sem timabundið vandamál, einskonar vaxtarverki þeirrar efnahagslegu sameiningar Vestur-Evrópu sem nú fer fram. Landbúnaður bandalags- þjóöanna var mjög misjafnlega á vegi staddur tæknilega og aðstaða bænda ójöfn. Tií þess að gera sameininguna mögulega varð því að gera ráöstafanir til þess að jafna þennan aöstöðumun meöan landbúnaðurinn aölagaöist breyttum aðstæöum. Þessi þróun mun vafalaust taka alllangan tíma enn, en þegar sjást þó nokkur merki breyt- inga. Háværar raddir eru um það í lönd- um Éfnahagsbandalagsins að draga úr stuðningi við landbúnaðinn, og ráð- stafanir hafa verið gerðar til þess að draga úr mjólkurframleiðslunni með þvi að gera bændur að hluta ábyrga fyrir þeim halla sem offramleiðslan skapar. Það kemur raunar fram hjá Jónasi að honum er ljóst að hér er um tíma- bundið ástand að ræöa því að á einum stað segir hann:, ,Meðan iönríki jarðar fylgja offramleiðslustefnu í land- búnaði er skynsamlegra að vera kaup- andi heldur en seljandi á undirboðs- markaði alþjóðaviðskipta.” Hann lætur því hins vegar ósvarað • „Ég hefði mjög gjarnan viljað heyra konu, sem er að læra eðlis- og efnafræði, útskýra það, af hverju hún hefði ekki farið í guðfræði eða viðskiptafræði til þess að tryggja jöfn réttindi karla og kvenna.,..” • „Ef fallist væri á skoðun Jónasar þyrfti þá ekki að athuga fleiri atriði sem tilvera okkar sem sjálfstæðrar þjóðar byggist á og væri ekki auðvelt að færa rök fyrir því að rekst- ur þjóðfélagsins alls sé óhagkvæmur?”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.