Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1982, Qupperneq 14
14
DV. FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER1982.
Spurningin
Telurðu dagana
tiljóla?
Hildur Bjarnadóttir, húsmóðir á Vest-
fjörðum: Já, sérstaklega þegarmaður
tekur upp á þvi aö detta á hausinn.
Annars æsi ég mig ekkert upp út af
jólunum. Þau koma bara og fara.
Álfdis Gunnarsdóttir húsmóðir: Já,
víst geri ég það og hef alltaf gert. Von-
andi helst það meðan maöur hefur
áhuga á lífinu, eins og maður á að
hafa.
Valdis Kjartansdóttir húsmóðir: Já,
já, ég geri þaö. Eg hef alltaf hlakkaö til
jólanna. Nei, ég opna ekki jóladagatal,
bömin mín gera það.
Eirikur Guðmundsson kennari: Neí,
ekki ennþá. Ekki svona fyrr en rétt
fyrir. Maður er önnum kafinn rétt
framundir þaö siöasta.
Jensina Waage kennari: Jahá, ég geri
það. Eg mundi segja að ég hafi alltaf
gert það. Nei, ég opna ekki dagatal, læt
börninumþaö.
Þorgrimur Guðmundsson lögregiu-
maður: Já, það geri ég. Nei, ég opna
ekki sjálfur jóladagatal. Reyndar læt
ég þennan tíma líða eins og hvern ann-
an. Maður byrjar snemma á aö drífa
sig í jólainnkaupin.
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesen
Um kl. 18 30. nóvember sl. urðu telpa og tvær konur fyrir illskeyttri áreitni i strætisvagni — án þess að aðrir farþegar
hreyfðu legg nélið.
Vegna áreitni í strætisvagni:
HVAÐ ER AÐ GERAST
í OKKAR MÓDFÉLAGI?
7507—7270 skrifar:
Þessu sinn get ég ekki á mér setið aö
skrifa nokkrar línur, enda æriö tilefni:
Makalaus ósvífni og áreitni unglings.
Þannig atvikaöist að ég var á leið
heim til mín upp í Breiðholt með stræt-
isvagni, ki. rúmlega 18, þann 30.
nóvember sl. I sætinu viö hliðina á mér
sat eldri kona, en tvær á að giska 10—
11 ára telpur í sætinu fyrir framan okk-
ur.
A leiðinni komu inn í vagninn tvær
stúlkur, um þaö bil 15 ára gamlar og
vegna staðsetningar sætanna, gátu
þær staðiö fyrir aftan sætið er ég sat í.
Ekki höfðu þær veriö lengi í vagninum
þegar önnur þeirra vatt sér fram, reif í
hár annarrar telpunnar fyrir framan
mig og hnykkti henni aftur á bak.
Eins og vænta mátti varð telpan
bæði undrandi og hrædd: Bað hina að
hætta; sagðist ekkert hafa gert henni
og ekkert þekkja hana. Stúlkan sagði
þá: „Þegiðu helvítis fíflið þitt, eða þú
hefur verra af.” Sleppti hún þó takinu.
Augnabliki síðar teygði hún aftur
höndina á milli mín og konunnar viö
hlið mér og reif enn í hár telpunnar.
Var með handfylli af hárum eftir verk-
ið.
Er þessi stúlka ætlaði enn aö teygja
höndina á milli okkar, greip gamla
konan í hönd hennar og skipaði henni
að hætta. Stúlkan brást ókvæða við og
kallaði gömlu konuna ýmsum ljótum
nöfnum, svo sem mellu, hóru og annaö
í þeim dúr; sagöi henni jafnframt að
halda kjafti og reyndi að rífa af henni
húfuna.
Er fólk almennt dofið fyrir
hvers konar ofbeldi?
I þriðja sinn gerði stúlkan tilraun.
Þá gripum við báðar í hönd hennar.
Sagði ég henni að ef hún léti ekki
segjast, léti ég vagnstjórann henda
henni út. Auðvitað fékk ég minn skerf
af ókvæðisorðum, ásamt tilraunum til
þess að rífa húfuna af mér eöa háriö.
Og þegar ég síðan var aö fara út var
þessi stúlka bæði með viöbjóöslegar
svívirðingar og reyndi aö varna mér
útgöngu.
Það versta er þó sennilega að í
vagninum var hópur fulloröins fólks
sem hvorki sagði né gerði neitt til þess
að koma í veg fyrir áfásir þessarar
stúlku.
Hvað er að gerast í okkar þjóð-
félagi? Er fólk almennt orðið svo dofiö
fyrir ruddaskap og hvers konar ofbeldi
— eða háir kjarkleysið því? Og er það
ekki einmitt vegna afskiptaleysis á
borð við þetta að unglingamir vaða
uppi með hvað sem er? Eða er það
kannski vegna innrætingar sál-
fræðinga og félagsfræðinga um bann
við hegningum að unglingarnir verða
aðagalausumlýð? *
Ætli það sé samt ekki mergurinnn
málsins að dómsvaldið bregst okkur.
Vegna sinnuleysis þess veit fólk ekki
hvar þaö stendur gagnvart ofbeldis-
seggjum; gerist áhorfendur fremur en
að reyna aö hindra áreitni.
Við skulum muna að ekki er langt í
kosningar til Alþingis. Eða hvað finnst
ykkur, borgarar góðir, eruð þiö
ánægðir meðnúverandiástand?
Fangamálin:
HAFÐU
SKÖMM
FYRIR
— þú sem ert sjálfur
fyrrverandi fangi
0955—1638 skrifar:
Eg get ekki látið hjá líða að svara
bréfi sem einhver ósiöaöur mddi , er
kallar sig fyrrverandi fanga, skrifaði
lesendadálki DV, 22. þ.m.
Eg er eiginkona manns sem er fangi
á Litla-Hrauni og fer ég því í heimsókn
til hans á hverjum sunnudegi. Þaö
kallar þessi fyrrverandi fangi „til-
hleypingadaga.” Þvílíkur dónaskapur
og óþverrahugsunarháttur sem sá
maður elur með sér.
„Ég veit að maðurinn minn og margir fiairi iðrast sárlega afbrota sinna" —
Litla-Hrauni.
segir i bréfi eiginkonu fanga á
Hann ræðst að fyrrverandi sam-
föngum sínum með rógi og níði, dregur
fram verstu glæpi, sem framdir hafa
verið, og dæmir síðan alla eftir því.
Maðurinn minn, er þama dvelur
sem refsifangi, hefur frá byrjun unnið
baki brotnu við að steypa gangstéttar-
hellur þannig að við höfum getaö
staðið við skuldbindingar okkar við
lánardrottna. Þetta kallar fanginn fyrr-
verandi dútl og afslöppun.
Eg veit aö maðurinn minn og
margir fleiri iðrast sárlega afbrota
sinna. Em þeir allir af vilja gerðir aö
ráða bót á sínum vandamálum (þá á
ég við alkóhólisma) fái þeir frið til þess
fyrir ofstækisfullu fólki meö miðalda-
hugsunarhátt.
Ég hef komið inn í nokkra klefa á
Litla-Hrauni en hvergi hef ég séð þessi
margumtöluðu stereotæki, sem eiga aö
vera þar uppi um alia veggi, svo að ég
veit að þar er farið með rangt mál.
Fanginn fyrrverandi sýnir og sannar
sitt rétta innræti meö því að ráðast að
samföngum sínum með ósmekklegum
lygum.
Ég á bágt með að sætta mig við að
heimsóknum mínum til eiginmanns
míns sé líkt við tilhleypingastand dýra.
Haf ðu þess vegna skömm fyrir, þú sem
ertsjálfurfyrrverandi fangi.