Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1982, Qupperneq 16
16
DV. FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER1982.
íþróttir
Sænskir þjálfarar
steyma til Noregs
Hinn nýi olíuauður Norðmanna er farinn að segja
til sin í íþróttunum þar eins og annars staðar. Þar fá
nú menn sem skara fram úr í íþróttum greiddar
góðar peningaupphæðir undir borðið og nú er ekki
lengur ncitt mál hjá Norðmönnum að fá dýra og
góða þjálfara til landsins.
Kemur þetta m.a. fram í knattspyrnunni, en þar
hafa Norðmenn nú þegar yfirboðið aila aðra á
markaðnum. Hafa þeir sóst mjög eftir sænskum
þjálfurum nú i haust og orðið vel ágengt á þeim
miöum. Hafa a.m.k. fjórir þekktir sænskir þjálfar-
ar skrifað undir samninga við félög, eins og
Valerengen, Porsgrunn, Odd og Bryne, og fleiri eru
sagðir á leiðinni.
Svíar eru allt annað er hrifnir af þcssu. Þeir öfund-
ast mikið út í oiiuauð Norðmanna, og það er eins og
salt í sárið hjá þeim þegar þeir eru farnir að yfir-
bjóða þá sjálfa i launum og greiðslum til þjáifara og
íþróttamanna. ..
-klp-
Litli munaöar-
leysinginn var
hættulegastur
Bandaríkjamenn sigruðu i úrslitaleiknum i Davis
Cup í tennis en það er hin óopinbera heimsmeistara-
keppni iandsliða í íþróttinni og stendur hún yfir allt
árið.
Frakkar voru mótherjar Bandarikjamanna í
þessum úrsiitaleik en áttu aidrei möguleika enda
Kanarnir með kappa eins og John McEnroe og Pet-
er Fleming í sinu liði.
í liði Frakklands kom mjög á óvart binn þeldökki
Yannick Noah, sem er fæddur og uppab'nn í
Kamerún. Fyrir nokkrum árum var bandariski
Wimbledon meistarinn þeidökki, Arthur Ashe, á
ferð í Kamerún og sá þá Noah vera að slá tennis-
bolta í vegg. Var hann svo hrifinn af stráknum, sem
var munaðarlaus, að hann kom honum i skóla til
Frakklands og í hendurnar á bestu tenniskennurum
þar.
Noah er nú orðinn einn besti tennisleikari Frakka
og hafði Ashe, sem var fyrirliði bandaríska Uðsins i
úrsUtaleiknum, mjög gaman af að hitta hann aftur
og sjá til hans — sérstaklega i leikjunum við
McEnroe sem er taUnn sá besti í heiminum í dag.
-klp-
Greenwood ætlar
að hjálpa
Reading til að lifa!
Ron Greenwood, stjóri enska landsUðsins í knatt-
spyrnu, er ekki aldeilis hættur afskiptum af knatt-
spyrnu cins og hann lofaði þegar hann hætti með
enska liðið eftir HM á Spáni í sumar.
Hefur hann nú tekið að sér að hjálpa 3. deildarlið-
inu Reading, sem er í miklum f járhagslegum vand-
ræðum og vafasamt að „lifi” lengur en til vors.
Greenwood hefur tekið að sér að vera í stjórn fé-
lagsins og gefa ráðleggingar um kaup á leikmönn-
um, leikskipulagi og öðru. Nálægt æfingunum viU
hinn liðlega sextugi Greenwood ekki koma sjálfur.
Hann segist vilja hjálpa Reading til að lifa því fé-
iagið hafi verið eitt af sínnm uppáhaldsfélögum i
gamla daga.
-klp-
Byrjaði á
„holuíhöggi”
Hinum merka klúbbi, EINHERJA, sem er fé-
lagsskapur íslenskra kylfinga er vinna það afrek að
fara „holu í höggi”, er sífeUt að bætast liöstyrkur.
Sá síðasti sem bættist í hópinn var Guðjón Guðjóns-
son skipstjóri sem er búsettur i Seattle í Bandarikj-
unum. Hann brá sér þar á Woodland-goUvöllinn á
dögunum með lánskylfur frá Eiríki Þ. Jónssyni,
landsliðsmanni í golfi, sem er við nám i Seattle. SIó
Guðjón „meistarahögg sitt” þar á einni brautinni
og fór hana í einu höggi i votta viðurvist.
Er það vel gert hjá honum því hann hefur sama og
ekkert leikið golf. Kynntist því fyrst á íslandi í
sumar J>egar bróðir hans, Kjartan Guðjónsson, fyrr-
um frjálsíþróttakappi, dró hann út á golfvöU. Þar
smitaði hann Utla bróðir svo, að hann er nú kominn i
golf um leið og bann kemur í land af krabbamiðun-
um i Alaska.
fþróttir
(þróttir
Motherwell
vill koma
til íslands
Óskalandið hjá f ramkvæmdastjóranum
iock Wallace og leikmönnum hans í
Skotlandi
„Ég kann mjög vel við mig hérna hjá
MotherweU og hef aldrei komist í kynni
við annan eins þjálfara og karakter og
Jock WaUas, framkvæmdastjóra
okkar og er ég þó búinn að kynnast
þeim mörgum góðum um dagana,”
sagöi Jóhannes Eðvaldsson knatt-
spyrnukappi er við slógum á þráðinn
tU hans í Skotlandi i gær.
„WaUace hefur gert alveg ótrúlega
hluti með þetta lið en það vakti mikið
umtal á sínum tíma þegar hann sagði
upp öruggu starfi sém stjóri hjá
Leicester á Englandi tU að taka viö
Motherwell í Skotlandi. Það bjuggust
fæstir við aö liöiö næði sér í stig í
úrvalsdeildinni skosku í vetur. Hann
hefur sýnt og sannað annaö, því við
erum núna um miöja deildina og aUtaf
að bæta okkur.
Hann gerði mig aö fyrirUða liðsins og
lætur mig leika sem aftasta menn í
vöm. Ég kann vel við mig þarna og
finnst ég vera miklu öruggari og betri
en þegar ég var með Celtic. Eini gall-
inn á þessu liöi okkar er sá aö okkur
vantar mann eða menn sem geta
skorað. Við eigum ekkert síöri tækifæri
en mótherjamir í leikjunum en það eru
ansi fáir þama frammi sem geta og
kunna að skora mörk.
Það er mikill áhugi meðal strákanna
hjá Motherwell að komast til Islands
næsta vor eða sumar. Jock Wallace
hefur sjálfur mikiö talaö um að hann
vilji fara þangaö með liöið en til
Islands hefur hann sjálfur aldrei
komiö. Ef einhver félög eða knatt-
spyrnuráö á Islandi hafa áhuga á að fá
félag í heimsókn með litlum tilkostnaöi
ættu þau endiiega að láta í sér heyra.”
Jóhannes sagði aö hann gæti ekki
tekið tilboði Isfirðinga um aö koma og
þjálfa og leika með þeim í sumar. ,,Ég
er bundinn hjá Motherwell þar til í
júní. Aftur á móti hefði ég gaman af aö
komá heim í sumar og aðstoða eitt-
hvert lið í sambandi við þjálfun og
skipulagningu bæði á eldri og yngri
flokkunum.
Takmarkiö er aö gera það þegar ég
hætti í atvinnumennskunni, sem ég
vona þó aö verði ekki fyrr en eftir 3 til 4
ár,”sagði Jóhannesaðlokum. -klp-
Ralf Edström
til ðrgrvtc!
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni — frétta-
manni DV í Svíþjóð.
— Sænski landsliðsmaðurinn í knatt-
spyrnu, Ralf Edström, sem leikur nú
með Monaco í Frakklandi, befur
ákveðið að enda knattspyrnuferil sinn
í Svíþjóð. Sænska blaðið Expressen
sagði frá því í gær að Edström myndi
leika með Gautaborgarliðinu Örgryte
næsta keppnistímabilið, en félagið
hefur að undanförnu fengið til sín
marga nýja leikmenn og þá hefur hinn
gamalkunni sænski landsliðsmaður,
Agnes Simonsson, gerst þjálfari
£ RalfEdström.
liðsins, en hann var þjálfari Gauta-
borgarliðsins Hácken sl. keppnistíma-
bil og kom því upp í Allsvenskan.
Það er greinilegt að örgryte ætlar
sér stóra hluti og ekki að vera eftir-
bátur „stóra bróður”, IFK Gauta-
borg. Eins og menn muna þá lék öm
Oskarsson með örgryte og félagið vildi
fá hann aftur til sín, en öm vildi ekki
til Svíþjóðaraftur.
Edström, sem er 30 ára, er ekki
dauður úr öllum æðum. Hann var t.d.
valinn í lið vikunnar í Frakklandi um
sl. helgi. Edström hefur orðið meistari
í f jórum löndum. Með Atvitaberg í Sví-
þjóð, Eindhoven í Hollandi og Monaco í
Frakklandi og þá var hann bikar-
meistari með Standard Liege í Belgíu.
-GAJ/-SOS.
DVkynnir J
Watford |
Spútnikarnir frá London — leik- .
menn Watford, verða kynntir í |
j Helgarblaði DV á morgun. Eins og ■
| fram hefur komið þá er DV byrjað I
Iað kynna fræg knattspyraulið frá I
Englandi og um sl. helgi var *
Manchester United kynnt.
Það er Hjörtur Harðarson frá J
I Seyðisfirði sem kynnir ensku liðin |
J fyrir lesendum DV. Hann segir á ■
| morgun frá Watford, sem hefur *
vakið mikla athygli í Englandi í I
a vetur. Félagið hefur náð athyglis-!
| verðum árangri síðustu ár undir |
. stjórn söngvarans Elton John, sem ■
I erstjórnarformaðurféiagsins.
L__________________________10SJ
I
I
íþróttir
íþróttir
Danski landsliðsmaðurinn Anders Dahl Nielsen hefur ekki enn tapað heim
hann ætlar sér heldur ekki að gera það með sínu islenska félagi, KR, í leikjt
KR-INGAR SAF
SÉR UPPLÝSI
— um júgóslavnesku snillingana se
Evrópukeppninni á sunnud
KR-ingar undirbúa sig nú vel fyrir
Evrópuleikina gegn júgóslavneska lið-
inu Zeljeznicr sem verða í Laugardals-
höllinni á sunnudags- og á þriðjudags-
kvöld.
Anders Dahl Nielsen, hinn danski
þjálfari liðsins, er að vinna úr upp-
lýsingum sem hann hefur fengið frá
félaga sínum Leif Mikkelsen, þjálfara
danska landsliösins. Hann á í fórum
sínum upplýsingar um alla helstu
handknattleiksmenn í heimi og er það
safn sem ekki allir fá aö komast í.
Þá hefur Jóhann Ingi Gunnarsson,
sem nú þjálfar hjá Kiel í Þýskalandi,
gefið KR-ingum upplýsingar um júgó-
slavneska liðið. KR-ingamir vissu lítið
um það þar til núna að upplýsingarnar
streyma að.
„Ánægður með
stigin tvö”
— sagði Stefán Gunnarsson, þjátfari Vals, eftir að
Valurvann Fram 17:16
„Ég er ekki ánægður með þennan
leik hjá okkur. En ég er mjög ánægður
með stigin tvö sem við hlutum i kvöld,”
sagði Stefán Gunnarsson, þjálfari Vals
í handknattleik, eftir að Valur hafði
sigrað Fram i Laugardalshöll með 17
mörkum gegn 16, eftir að staðan í leik-
hléi hafði verið 10—5 Val í vU.
Valsmenn voru sterkari í fyrri hálf-
leik en í þeim síðari tóku Framarar sig
saman í andlitinu og unnu síðari hálf-
leikinn 11—7 þannig aö miklar sveiflur
voru í leiknum. Framarar voru oft
miklir klaufar undir lok leiksins og
sigurinn heföi aUt eins getað orðið
þeirra.
„Það er eins og við getum ekki barist
nema að við séum fimm mörkum und-
ir. Við vorum miklir klaufar i lokin,”
sagði Hermann Bjömsson, Fram, en
hann skoraöi tvö síðustu mörk Fram í
leiknum á glæsUegan hátt.
„Við höfum meðbyr, á því er enginn
vafi,” sagði Jón Pétur Valsmaður eftir
leikinn. „Hvað mig varðar þá er ég
ekki ánægður með mína frammistöðu í
leiknum. Ég skaut kolvitlaust á
markmanninn hjá Fram í leiknum,”
sagöi Jón.
Markhæstur hjá Val var Jón Pétur
meö 5 mörk en Gunnar LúðvUtsson
skoraöi 4.
Hjá Fram voru það þeir Herinann
Bjömsson og Hannes Leifsson sem
skoruöu mest eða 4 mörk hvor. Leikinn
dæmdu þeir Ingvar Viktorsson og
Hjálmur Sigurðsson.
-SK.
Gunni Gunn frá keppni
„Eg leik ekki meiri handknattleik
það sem eftir er af þessu keppnis-
tímabili,” sagði Gunnar Gunnarsson,
handknattleiksmaður úr Fram og
knattspyraumaöur úr Víkingi, í sam-
tali við DV í gærkvöldi.
„Það slitnuðu liðbönd í ökkla og ég
verð lengi aö jafna mig eftirþetta,”
sagöi Gunnar.
Gunnar meiddist í leiknum við Val í
gærkvöldi og var fluttur í snatri á
slysavarðstofuna. Er þetta mikið áfall
fyrir Framara.
-SK.