Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1982, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1982, Síða 32
VELDU ÞAÐ RÉTTA — FÁÐUÞÉR CLOETTA (ourjsbertj umboðiö Sími 20350. FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1982. Fangelsisstjóri Litla-Hrauns: Sagði upp vegna ágrein- ings við ráðu- neytismenn Fangelsisstjóri Litla-Hrauns, Helgi Gunnarsson, hefur sagt upp starfi sínu. Hætti hann 1. desember síöastliö- inn. „Við höfum ekki verið sammála um rekstur þessa fangelsis, dómsmála- ráöuneytiö og ég,” sagði Helgi. „Þaö var meiningamunur um þetta. Ég er ekki aö tíunda þaö nánar. En þaö var sýnilegt aö viö vorum ekki sam- mála og þá vitaskuld sagði ég upp.” Helgi Gunnarsson kom fyrst til starfa á Litla-Hrauni áriö 1973. Frá 1974 hefur hann veriö fangelsisstjóri. Aö sögn Þorsteins Jónssonar í dóms- málaráöuneytinu mun Jón Böövars- son, deildarstjóri í fjárlaga- og hag- sýslustofnun, stjórna fangelsinu næstu fjóra til sex mánuði eða þar til nýr fangelsisstjóri hefur veriö fenginn. Þorsteinn sagði aö ráöuneytiö og Helga Gunnarsson hefði greint á um f jölmörg atriöi varöandi stjómun fang- elsisins, bæöi varöandi fangana og kannski frekar reksturinn. Þorsteinn tók þó skýrt fram aö mál þetta snerist ekki um neina misnotkun fjármuna. -KMU. Búnaðarbank- inn kaupir ,,Já, þaö er búiö aö ákveöa aö bank- inn festi kaup á húseign aö Austur- stræti 7,” sagöi Magnús Jónsson, bankastjóri Búnaöarbankans, í sam- tali viö DV. „Þaö er verið aö ganga frá kaupunum um þessar mundir en okkur vantar húsnæöi vegna opnunar gjald- eyrisdeildar,” sagöi Magnús. Austurstræti 7 er viö hliö aöalbanka Búnaöarbankans. ás. Báturinn Ýr sökk í morgun Vélbáturinn ÝR SU 15 frá Þórshöfn sökk á Þistilfirði tuttugu mínútur yfir sjö í morgun. Einn maöur var í bátnum og bjargaðist hann um borð í vélbátinn Val ÍS 59, sem einnig er gerður út frá Þórshöfn. Orsakir óhappsins eru ekki aö fullu kunnar, en taliö er aö skyndilegur leki hafi komiö aö bátnum og hann sokkið á skömmum tíma. Vr var níu tonna tré- bátur. -JGH LOKI Er ekki þjóðhagslega hag- kvæmast að selja Stá/fé- laginu Hólmavíkurtogar- ann? grípur Þjóðminjasafns „Skipiö er stórhættulegt héma. Fólk fer í þaö, sérstaklega unglingar á haustin og vorin og koparþjófar. Viö höfum miklar áhyggjur af því," sagöi Einar Stefánsson, forstööu- maöur hjá Vita- og hafnamálastofn- un í Kópavogi. Orö hans áttu viö dýpkunarskipið Gamla Gretti sem þar liggur, en er í eigu Þjóöminja- safnsins. Skipiö hefur legiö þarna hálft upp í land síöustu fimm ár. Þjóðminja- safniö ætlaði því hlutverk í fyrirhug- uðu sjóminjasafni við Hafnarfjörð. Þór Magnússon þjóöminjavöröur sagöi viö DV að varðveita ætti aftur- liluta skipsins sem sýnishorn af út- búnaði gufuskipanna. Safniö fæddist á hinn bóginn hægt og líklega liðu enn nokkur ár þar til skipshlutinn yröitekinn þangað. ,Jí meöan Vita- og haframála- stofnun rekur okkur ekki burtu meö Gretti veröur hann þarna,” sagöi Þór, „enda höfum viö ekki annan geymslustað og stofnunin tók aö sér aö sjá um hann þangaö til viö gætum tekið skipiö á fyrirhugaöan staö þess.” Sjóminjasafni er ætlaður staöur á Skerseyri. Síöustu misseri hefur hins vegar veriö unnið aö viögerðum á gamla pakkhúsinu næst húsi Bjarna riddara í Hafnarfirði, sem bráöa- birgöaskýli. Þeim er ekki lokiö. Gamli Grettir á sér merkilega sögu. Smíöi hans lauk 1947, en teikning hans var þá 96 ára gömul, af Indlandsskipi, sem reynst haföi af- burðavel. Vélbúnaöurinn er kola- kynnt gufuvél. Rekstrarsaga skips- ins er nátengd atvinnusögu lands- manna í 30 ár og það opnaði margar hafnir sem nú eru meö helstu fiski- höfnum landsins, svo sem í Vest- mannaeyjum og Grindavík. Nú er Gamli Grettir hins vegar i hálfgeröu reiöileysi og áhyggjuefní sem slysagildra. HERB Þarna liggur gamli Grettir með skutinn i sjó. Þótt logsoðið sé i dyr hafa koparþjófar sótt i skipið. Og unglingar leita þangað i ærsl- um. DV-mynd: BB. Beðið ræðu Geirs — á flokksráðsfundinum ídag Ræöu Geirs Hallgrimssonar, for- manns Sjálfstæöisflokksins, á flokks- ráðs- og formannaráöstefnu í dag, er beðið meö eftirvæntingu. Ráöstefnan hefst klukkan 15 á Hótel Sögu meö ræðu formannsins. Fastlega er reiknað meö aö hann gefi þar persónulega yfirlýsingu í kjölfar prófkjörs flokksins í Reykjavík. I morgun var Geir á fundi með öörum helstu stjómendum flokks og þing- flokks. I samtölum viö nokkra forystumenn Sjálfstæöisflokksins í morgun töldu sumir líklegt aö Geir lýsti því yfir í dag aö hann gæfi ekki kost á sér til endur- kjörs í formannssæti á næsta lands- fundi. Aðrir töldu líklegast aö í yfir- lýsingu hans myndi ekki felast nein ákvöröun af því tagi. Ráðstefnan mun standa fram á kvöld og síöan fram eftir degi á morgun. HERB Hólmadrangur á flot á háflæðinu — dreginn til Hafnarf jarðar í morgun „Jú, þetta gekk alveg skínandi vel. Viö náðum skipinu á flot í fyrstu til- raun á háflæöinu kl. rúmlega hálfátta í morgun og Goðinn er nú aö draga það til Hafnarfjaröar,” sagöi Jón Sveins- son, forstjóri skipasmíöastöövarinnar Stálvíkur, er DV spuröi hann hvort tek- ist heföi aö ná Hólmavíkurtogaranum Hólmadrangi á flot í morgun. En eins og DV skýrði frá í gærstrandaöi togar- inn viö sjósetningu í gærmorgun. , ^Skipiö er óskemmt aö allra mati. Á fjörunni í gær grandskoöaöi til dæmis kafari skipið og taldi hann þaö óskadd- aö eftir strandiö,” sagöi Jón ennfrem- ur. Hann sagöi aðspuröur aö leki heföi komiö í ljós í svokallaðri sjókistu, þar sem gleymst heföi aö sjóöa í tvær rifur á samskeytum, um tveggja til þriggja sentimetra langar. „Þaö var gert við rifumar á hálftíma í gær og ég vil taka þaö sérstaklega fram aö þaö eru engin tengsl á milli strandsins og þessara rifa en maöur hefur heyrt hjá fólki aö svo hafi veriö,” bætti J ón viö. Jón sagði aö lokum aö skipasmíöa- stööin myndi ljúka viö allan frágang á togaranum í Hafnarfjarðarhöfn og aö hann færi í slipp til skoöunar áöur en hann yröi afhentur eigendum sínum í janúarlok. -JGH Hólmadrangur ST 70 ó strandstað við Skipasmiðastöðina Stálvik i gær- dag. DV-myndS I i i i i i I I I I I I I I í I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.