Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1982, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR17. DESEMBER1982. Kjallarinn Laufey Jakobsdóttir fólk vill nú gera allt til þess aö aöstoða og vemda einstaklinga meö sérþarfir. Einn er sá hópur ung- menna sem hefur snortiö mig dýpst, þau heymar- og mállausu, sjá þau standa afskekkt og hljóö á meðan hin njóta heilbrigöi sinnar. Þaö er mikill áhugi hjá öllum á Hallærisplaninu aö læra táknmáliö. Hvers vegna er ekki sjálfsagður hlutur aö táknmáliö sé kennt í öllum skólum, sé tekið inn í skólakerfiö? Ef viö hefðum vegg- spjöld í öllum skólum, dreifðum litlu bókinni sem heitir „Viö tölum táknmál” í alla jólapakka bama um allt land, þá væri vel. Hún kostar aðeins 40 kr. og bókaútgáfan Bjallan í Bröttugötu 3, Rvík, sér um dreifingu. Ef þessi einföldu gögn væru fyrir allra augum og heyrnar- laus gæti bent á þau, myndi margt skýrast og táknmálið lærast af sjálfu sér. Það þurfa ekki allir hlutir að kosta svomikiö. Okkur er sagt aö þetta og hitt kosti svo mikiö og sjálfsögö námsgögn séu ekki fyrir hendi. En em þetta ekki peningar landsmanna í sköttum og skyldum, sameign sem Seöla- bankinn er aö moka í stórhýsi á túni Ingólfs, öllum til skapraunar? Þaö á aö byggja stóra bílageymslu, á sama tíma og ekki er hægt aö byggja skóla og hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Gamli stýrimannaskólinn viö öldu- götu er þéttskipaöasti skóli á land- inu. Þar er nú ekki eins og aö þessir karlar séu aö taka þessa aura úr eigin vasa. Þessa þróun veröur að stoppa. Hver er tilgangur þess lifsmáta jem viö lifum eftirídag?Er þaö ekki aö gera þá ríku ríkari og fátæku fá- tækari? Þetta er ekki það mannlíf sem við gamla fólkið, létum okkur dreyma um. Betri og öruggari fram- tíð bama okkar, líf sem menntun og auöveldari lífsmáti mundi lýsa fram á veginn. Nei, ekki þetta gegndar- lausa lífsgæöakapphlaup. Enginn er maöur meö mönnum nema hann eigi dýra bíla og hús. Barniö og ungling- urinn aukageta. Þaö skyldi þó ekki vera þau sem hugsa mest og sjá best í gegnum þennan blekkingarvef sinnar samtíöar, eins og gamla fólkiö. Aö síöustu viljum við, sem höfum kynnst unglingum, alstaöar af landinu í okkar næturstarfi á planinu senda þeim bestu óskir um gleðileg jól og bestu þakkir fyrir þann sjóð, sem þiö hafið gefiö okkur af hlýju, þakklæti, sem aldrei mun fymast. Haldið áfram aö þróa þá samstööu og hjálpsemi, sem þiö. hafið sýnt hvert ööru, þá munu koma betri tímar í okkar litla þjóöfélagi. Guö blessi ykkur öll. Laufey Jakobsdóttir. A „Það eina sem við gamla fólkið eigum að ™ gera er að stofna okkar eigin samtök. Við eigum ekki að láta kerfið sem slíkt troða á okk- ur eins og einhver jum undirmálshóp.” Sofíu, sagöi fréttamaöurinn, og skiptir þá ekki máli, hvort um er aö ræöa morðtilræöi viö Jóhannes Pál H, skipulagöan innflutning á heróíni, skipulagt vopnasmygl til Miöaustur- landa, starfsemi rauöu herdeild- anna, og jafnvel starfsemi Mafíunn- ar. Alls staöar veröur vart viö svo sem eins og einn eöa tvo Búlgara. Utanríkisþjónusta Búlgara er undir stjórn KGB og fer þá aö styttast í aö menn velti fyrir sér „alheimssam- særi” gegn þjóöskipulagi vestrænna þjóða. Sama daginn og ítölsk yfirvöld handtóku fyrsta Búlgarann, birtist hér í DV einkennileg fréttaskýring um aö Henry Kissinger heföi staðiö á bak viö dauða Allendes. Þetta er gömul skröksaga, en kommúnistar hafa haldið þessu fram ár eftir ár til aö sveipa dýröarljóma þennan „veikgeöja, drykkfeÚda og kven- sama lækni’ ’, svo aö vitnað sé til orða Grahams Greens. Staöreyndin er nefnilega sú aö stjóm Allendes var ekki vinstri sinnaöri en margar ríkis- stjómir Suður-Ameríku hafa veriö. Hún var hins vegar mjög vond ríkis- stjórn, og það svo aö öll þjóöin reis Hugsið til Dallas Skotárásin á Péturstorgi kallar fram minningar um árásir á aöra leiðtoga hins frjálsa heims. Er þar helst aö minnast morösins á John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna. Þjóöviljinn var allra blaöa iönast aö birta alls konar gróusögur um morð- ingja forsetans og áttu það yfirleitt aö hafa verið valdamenn í Banda- ríkjunum, CIA, FBI eða jafnvel Johnson, þáverandi varaforseti. Mér finnst hins vegar ástæöa til þess aö benda nú á aö strax í kjölfar forsetamorösins komu fram kenn- ingar um aö KGB stæði aö baki morðinu. Vom margar ástæður til nefndar, ein var þó veigamest. Kennedy hafði alheimshylli sem glæsilegur leiötogi. Menn um allan heim sáu í honum sókndjarfan mann gegn helstefnu kommúnista. Hann haföi sýnt þaö í Kúbudeilunni að hann lét ekki ógna sér. Sovétmenn höföu þvi fullkomna ástæðu til þess aö vilja þennan mann feigan. Þaö hafa komið fram gögn sem benda til þess aö moröingi forsetans hafi haft náin tengsl við leyniþjón- ustu Sovétríkjanna, hann var þar A „Kvikmyndir sem eru sérstaklega óþægi- ^ legar málstað Sovétríkjanna eru helst ekki sýndar í sjónvarpinu.” upp gegn henni. Tekiö skal sérstak- lega fram aö meö þessum oröum er ég ekki aö mæla núverandi ríkis- st jórn bót sérstaklega. Vitanlega er þaö gjörsamlega út í hött aö endurprenta þessa gömlu sögu, nema tilgangurinn hafi veriö aö hamra á kenningum um aö Bandaríkjamenn séu flugumenn út um allar jarðir. Og þá talin til þess sérstök ástæöa af greindarhöfundi aö rifja þetta upp núna, svona til þess aö aðrir menn gleymdust. raunar búsettur um hríö, og að hann haföi staðið í sambandi viö leynilög-' reglu Castrós á Kúbu. Þess vegna finnst mér það meira en líklegt aö Sovétmenn hafi staöiö að þessu morði. Menn kunna að halda því fram að svona nokkuð geri menn nú ekki í samskiptum þjóöa. En sannar ekki árásin á Jóhannes Pál n.aö Sovét- menn ástundi þannig vinnubrögö í samskiptum viö aðrar þjóðir? Haraldur Blöndal. BARBARA < &artland Ástin blómstrar á öllum aldursskeiðum ÞÆR ERU SPENNANDI í ÁR, SKEMMTISÖGURNAR FRÁ SKUGGSJÁ! Barbara Cartland Ástin blómstrar á öllum aldursskeiðum Eftir lát konu sinnar segir Malcolm Worthing- ton skilið við starf sitt i utanríkisþjónustunni og fer til Miðjarðarhafsins i þeim tilgangi að gleyma fortíðinni og hefja nýtt líf. Þar verða tvær konur á vegi hans og þær eru ólíkar eins og dagurinn og nóttin. Elísabet er fínleg, lífsglöð og óeigin- gjörn og kennir honum að elska á ný. Marcia er há og grönn, fögur og fönguleg, en Malcolm metur hana einskis. En þegar Marcia er að því komin að hverfa að fullu úr lífi hans, ske óvæntir atburðir, sem Malcolm hafði ekki séð fyrir... Theresa Charles við systurnar Althea er fögur, alvörugefin og mjög gáfuð og stjórnar yngri systur sinni, full afbrýðisemi og öfundar. Rósamunda er lífsglöð og skemmtileg, aðlaðandi og kærulaus, en full af mannlegri hlýju. Adrían er aðstoðarprestur föður þeirra og þær eru báðar ástfangnar af honum. Hann kvæn- ist Altheu. Cecil er frændi Adríans, glæsilegur og sjálfsöruggur. Hann kvænist Rósamundu. Þessar systur voru mjög ólíkar, en áttu þó svo margt sameiginlegt i fari sínu, að mennirnir, sem urðu á vegi þeirra hrifust af þeim báðum. syslumar Sigge Stark Skógarvörðurinn Anna frá Hlíð var sautján ára og mjög þögul og fáskiptin. Hún tjáði engum hug sinn, heldur hélt sig út af fyrir sig, rölti ein um skóginn með hundinum sínum, sem i raun var hennar eini félagi. En einn indælan sumardag, þegar sólin hellti geislum sínum yfir skóginn, fjöllin og mýr- arnar, hitti hún skógarvörðinn nýja. Þessi sumar- dagur festist henni í minni sem einn mesti hamingjudagurinn í lífi hennar, enda þótt hann bæri í senn með sér sorg, biturleika og tár... SIGGE STARK SKOGAR- VÖRÐURINN ELSE-MARIE l\IQHR HVffi ER ÉQ? Else-Marie Nohr Hver er ég? Eva Birk er að undirbúa brúðkaup siti og Henriks Borg, þegar hún fær þær óvæntu upp- lýsingar, að af vígslunni geti ekki orðið, þar sem hún sé þegar gift öðrum manni. Eva verður að sjálfsögðu skelfingu lostin. Hún hafði orðið fyrir bifreiðarslysi og þjáðst af minnisleysi um tíma, en þegar hún tekur að kanna málið, kemst hún að því að hún er þegar gift, og það manni sem henni er ákaflega ógeðfelldur, — og að með þessum manni á hún þriggja ára gamla dóttur... Erik Nerlöe Hvítklædda brúöurín Karlotta var á leið til kirkjunnar þar sem Jesper og veiziugestirnir biðu hennar. Hún var klædd í brúðarkjólinn hvíta, með fagran brúðarvönd í fanginu og fyrir brúðarvagninn voru spenntir tveir fagrir gæðingar. En hún komst aldrei alla leið til kirkjunnar, — og enginn vissi um mennina tvo, sem í brúðarvagninum sátu og óku á brott með Karlottu, tvo illskeytta menn, sem til alls voru vísir. Og þar með fékk Benedikta Liljen- krona möguleika til að vinna ástir Jespers á ný... .ErikNerlöe HVITKLÆDDA BRUÐURIN Francis Durbridge Með kveðju frá Gregory Fáir útvarpsþættir hafa vakið jafnmikla spennu meðal íslenzkra útvarpshlustenda sem Gregory-þættirnir sællar minningar. Með kveðju frá Gregory er sagan sem þessir æsilegu þættir voru byggðir á, — og sagan er ekki síður spennandi. Hver var hann þessi leyndardómsfulli glæpamaður, sem skildi eftir orðsendinguna „Með kveðju frá Gregory,“ ritaða með rauðu bleki, sem minnti óhugnanlega á blóð, og festi á fórnarlömb sín? — Það kostar vökunótt að byrja lestur þessarar bókar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.