Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1982, Blaðsíða 24
32
DV. FÖSTUDAGUR17. DESEMBER1982.
TILKYIMNING
um eftirgjöf aðflutningsgjalda af
bifreiðum til fatlaðra.
Ráöuneytiö tilkynnir hér meö aö frestur til að
sækja um eftirgjöf aðflutningsgjalda af bifreið til
fatlaðra skv. 27. tl. 3. gr. tollskrárlaga er til 15.
febrúar 1983.
Sérstök athygli er vakin á því að sækja skal um
eftirgjöf á sérstökum umsóknareyðublöðum og
skulu umsóknir ásamt venjulegum fylgigögnum
sendast skrifstofu Öryrkjabandalags Islands,
Hátúni 10, Reykjavík, á tímabilinu 15. janúar til
15. febrúar 1983.
Fjármálaráðuneytið,
15. desember 1982.
NÝ
SENDING
kjólar buxur skyrtur
dragtir peysur skór st%vél
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Valkyrju-
áætlunin
eftir Michael Kilian.
Bókaforlagiö Vaka hefur sent frá sér
bókina Valkyrjuáætlunin eftir banda-
ríska blaöamanninn og rithöfundinn
Michael Kilian. Valkyrjuáætlunin er
hörkuspennandi og sögusviðið Island.
I bókinni eru margar íslenskar per-
sónur kallaðar til sögunnar og staldrað
er við víðs vegar um landið. íslensk
stjómmál, orkumál, lögreglan, Land-
helgisgæslan, herstöðvarmáhð,
fslenska brennivínið og íslenska kven-
fólkið koma þar mjög við sögu.
Leikurinn berst meðal annars til Egils-
staða, Akureyrar, Grindavíkur,
Blönduóss, Hveravalla, Stykkishólms
ogReykjavíkur.
Höfundurinn, Michael Kilian, var
hér á landi um skeið meðan á síðasta
þorskastríði stóö og skrifaði greinar
hliöhollar íslenska málstaönum í mörg
bandarisk stórbiöð, þeirra á meðal
Chicago Tribune. Meðan á dvöl hans
hér stóð kynnti hann sér vel allar
aðstæður og er með ólíkindum hve
þekking hans á staðháttum og íslensku
þjóðlífier mikil.
Valkyrjuáætlunin er um 280
blaösiöur að stærð. Um íslenska
þýðingu sá Axel Ammendrup. Prent-
stofa G. Benediktssonar annaðist
setningu og prentun, en Bókfell hf.
bókbandið.
Sagnaþættir mjólkurbflstjóra
á Suðurlandi
1. bindi
Ysjur og
austræna
Sagnaþættir mjólkur-
bflstjóra á Suðurlandi
I þessu fyrsta bindi ritverks Gísla
Högnasonar eru skráðir sagnaþættir
eftir sunnlenskum mjólkurbílstjórum
og fleirum. Mjólkurbílstjórar þjónuðu
mikilvægu hlutverki í lífi og starfi
sveitafólks. Hér áður fyrr fluttu þeir
mjólkina frá bændum til mjólkurbúa
eins og enn þann dag í dag, en þeir
gerðu meira; þeir útréttuðu fyrir
bændur, keyptu fyrir þá áburð, mat og
jafnvel tvinna og saumnálar fyrir hús-
freyjumar. Stundum þurftu þeir að
borga víxla og þannig voru þeir í senn
sendlar og bjargvættir bændanna. Þeir
böröust áfram í hríð og ófærö og lögðu
nótt við dag til að koma vamingi sínum
íáfangastað.
I bókinni er sagt frá bemskuárum
Kaupfélags Ámesinga og Mjólkurbús
Flóamanna og er bókin sérstætt fram-
lag til sunnlenskrar sagnaritunar, hún
fjallar um einstakt tímabp í atvinnu-
sögu þjóðarinnar. Mikill fjöldi ljós-
mynda prýðir bókina og henni fylgir
itarlegnafnaskrá.
Ritgerðir
Einar Benediktsson
Hjá Skuggsjá er komiö út ritgerða-
safn eftir Einar Benediktsson. Er það
síðara bindi óbundins máls, hiö fyrra
var Sögur skáldsins, en áður hefur for-
lagið gefið út Ljóðasafn I—IV eftir
Einar. Þessi 6 binda heildarútgáfa á
verkum Einars Benediktssonar er öll
hin vandaðasta og í handhægu broti og
hefur Kristján Karlsson bókmennta-
fræðingur annast um útgáfuna en Haf-
steinn Guömundsson bókaútgefandi
séö um uppsetningu og útlit. Eru nöfn
þessara tveggja smekkmanna trygg-
ing fyrir vandaðri útgáf u í hvívetna.
Þetta safn sem hér birtist er úrval
helstu ritgerða Einars um þau efni
sem hann lét sig einkum varöa og þar
sem sérkennilegur still hans kemur
best í ljós. Þar á meðal eru greinar
hans um íslensk ljóðskáld í Dagskrá,
einhver fremsta gagnrýni, sem skrifuð
hefur verið á íslensku.
Ritgerðir eftir Einar Benediktsson
er 229 bls., setningu annaðist Prent-
stofan Blik hf., filmuvinnu Prent-
þjónustan hf., prentun Offsettmyndir
sf. og Bókfell hf. batt bókina. Kápu-
teikning er gerð af Lárusi Blöndal.
Tré og runnar á
íslandi
eftir Ásgeir Svanbergsson
Þessa dagana kemur út, að frum-
kvæði Skógræktarfélags Reykjavíkur,
bókin Tré og runnar á íslandi eftir Ás-
geir Svanbergsson. Utgefandi er öm
og örlygur. Á þriðja hundrað myndir
og teikningar eru í bókinni, þar á
meðal fjöldi litmynda tekinn af Vil-
hjálmi Sigtryggsyni framkvæmda-
stjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Bókin Tré og runnar á Islandi fjall-
ar, eins og nafn hennar bendir til, um
tré og runna á Islandi, sögu þeirra og
heimkynni ásamt leiöbeiningum um
ræktun og hirðingu.
Tré og runnar á Islandi opnar fólki í
raun nýjím heim því í henni eru
ítarlegar lýsingar, fjöldi mynda og
greiningarlykla sem lýsa alls 500 teg-
undum og afbrigðum trjáa og runna
sem er að finna hérlendis, auk
nokkurra tegunda sem vaxa í
nágrannalöndunum.
Bókin er unnin í prentstofu G. Bene-
diktssonar. Litgreiningar annaðist
Myndamót hf. Kápugerö var í höndum
Sigurþórs Jakobssonar en bókbandið
hjá Arnarfelli hf.
Asdcir Snmlic'igsson
1IVL
OG
RIMIMAR
AISLAJMDl
Hjf
ÍMI NMi WTTCiUi
Á fákspori, um-
hirða, þjálfun og
keppni
eftir Sigurbjörn Bárðarson
Eiöfaxi hf, sendir frá sér bókina „Á
fákspori”, umhirða, þjálfun og keppni
eftir SigurbjÖrn Báröarson. Bókin „Á
fákspori” er viðbót í umræðuna um ís-
lenska reiðmennsku og samskipti viö
hestinn.
Bókin skiptist í þrjá meginþætti. I
fyrsta hlutanum er fjallað um reiðhest-
inn, þjálfun hans og meðferð. í öðrum
hlutanum er rætt um þjálfun, uppbygg-
ingu og sýningu keppnishrossa, stökk-
hesta sem vekringa. I framhaldi af því
er fjallaö um gæðingakeppni, íþrótta-
keppni og sýningu kynbótagripa. í
síðasta hluta bókarinnar er fjallað um
umhirðu hesta og aðbúnað, má t.d.
nefna kafla um hesthúsbyggingar,
járningar og fóðrun.
Mikil áhersla hefur veriö lögð á það
að hálfu Eiðfaxa að gera þessa bók
sem best úr garði, fjöldi ljósmynda og
teikninga hefur því verið unninn í
þessu skyni til glöggvunar fyrir les-
andann. I bókinni eru yfir eitt hundraö
ljósmyndir og teikningar.
Bókin „Á fákspori” er þriðja bókin í
útgáfuröð Eiðfaxa. Fyrsta bókin var
„Á hestbaki” eftir Eyjólf Isólfsson og
önnur var „Að temja” eftir Pétur
Behrens.
Um hönnun bókarinnar sá Auglýs-
ingastofan, hf, Gísli B. Björnsson.
Filmuvinna og prentun er unnin í
Prenttækni og bókband í Arnarbergi.
Bókin er prentuð á góðan myndpappír
og er 136 síður.
Bandaríki
Norður
Ameríku
landogþjdA
Bandaríki
Norður-Ameríku
Nýlega er komin út hjá bókaútgáfunni
Bjöllunni 6. bókin i landabókaflokki
Bjöllunnar Bandaríki Norður-
Ameríku, eftir John Bear í þýðingu
Helgu Guðmundsdóttur. Áður eru út
komnar. Stóra Bretland, Spánn,
Frakkland og Holland.
Bækur þessar eru auðveldar í
notkun fyrir börn og fullorðna. Lesefni
er skipt niður í stutta kafla og ítarleg
efnisorðaskrá auðveldar lesendum leit
að einstökum atriðum. Fjöldi ljós-
mynda, korta, teikninga og línurita er í
bókinni.
Prentstofa G. Benediktssonar sá um
setningu, umbrot og filmuvinnu. Bókin
er prentuð í Bretlandi.