Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1982, Blaðsíða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR17. DESEMBER1982. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Háar upphæöir þarf að greiða fyrir húshitunarolíu og eru neytendur Úthlutun olíustyrkja gengur hægt: HVAR LIGGJA PENING- ARNIR? Öánægjuraddir frá Neskaupstaö og Hnifsdal. Hringt hefur veriö og skrifað til neyt- endasíöu vegna úthlutunar oh'ustyrks sem berst neytendum í hendur fá- einum mánuöum á eftir áætlun. Olíustyrkur er greiddur út á hverjum ársfjóröungi og þá 350 krónur fyrir hvem fullorðinn mann. Neytendur spyrja hvort sveitarfélög hafi leyfi til að hggja með olíustyrk í þrjá mánuöi. Frá Neskaupstaö fengum við þær upplýsingar að 5 manna fjölskylda hefur greitt 14.150 krónur fyrir hús- hitunarohu fyrstu tíu mánuði ársins. Þau hafa 120 fermetra íbúð í fjölbýlis- húsi, og fengu fyrsta ohustyrkinn á miöju þessu ári, en hann var fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Síöan hefur úthlutun dregist sem því nemur, og ERTÞÚ viðbúinn x vetrarakstri? x yUMFEROAR RÁÐ samkvæmt þessu veröur þaö ekki fyrr en næsta vor sem olíustyrk verður úthlutaö fyrir síöustu mánuöi þessa árs. — Þá stóöu m.a. í bréfi frá Hnífs- dal þessar línur: „Það hefur ahtaf verið komiö 2—3 mánuöi fram y fir árs- fjórðungstímabilið þegar við fáum út- hlutaðan ohustyrk. Einhvers staðar hggja þessir peningar vaxtalaust, en hvar?” Ingvi Ólafsson í við- skiptaráðuneytinu svarar: „Þetta er sveitastjórnunum að kenna. Þeir biöja sumir hverjir ekki um pening fyrr en tveim vikum eftir aö ársfjórðungi lýkur,” sagöi Ingvi. „Þaö berast of seint tölur frá hreppum og stundum þurfum viö aö biöja þá um að senda inn tölur og fá olíustyrk,” bætti hann við. Viö neytanda á Neskaupstað var sagt aö „þeir” hefðu leyfi til að hggja meö olíustyrkinn í þrjá mánuði. Sagði Ingvi aö ekki væri það tekiö fram í reglugerð. Neytendum ætti aö hafa borist ohustyrkur mánuði eftir hvem ársfjóröung. Gera má ráð fyrir 2 vikum sem fara í útreikninga og sendingar frá landsbyggöinni til Reykjavíkur og síðan öörum 2 vikum óhressir að fá olíustyrkinn ekki greiddan fyrr en ársfjórðungi of seint. DV-mynd E.J. þar til hreppar hafa móttekið sending- arfrá ráðuneytinu. Hermann Ólafsson, bæjarskrifstofum Neskaup- staðar svarar: „Við sendum ekki frá okkur beiðni um ohustyrk, fyrr en við heyrum aug- lýst að úthlutun sé hafin úr ríkissjóöi,” sagöi Hermann. Bætti hann því við aö auglýsing frá ríkissjóði hefði enn ekki borist um úthlutun fyrir þriðja tíma- bihð. Sagði Hermann ohustyrkjum vera úthlutað þegar þeir bærust. „Uthlutun er auglýst í vikublaði, en margir sækja hann ekki fýrr en eftir dúk og disk,” sagði hann. En þá hefur styrkurinn verið sendur í pósti, þótt það sé neyt- andans að bera sig eftir honum. Taldi hann það ef til vih vera sök i beggja aðila, hve seint ohustyrkurinn berst neytendum í hendur. -RR. Gjöfín sem gefur arð Sodastream tækið er tilvalin jólagjöf fyrir alla fjölskylduna. Gerið sjálf gosdrykkina og sparið meira en helming. Sól hf. Þverholti19, sími 91-26300 Raddir neytenda JÓLAHUGLEIÐ ING UM NEYT- ENDASÍÐUNA Sólveig Eiríksdóttir skrifar frá Esklfiröi: Æ styttist tU jóla og hvarflar hug- urinn tU þeirra eins og þegar bréf- ritari var á löggiltum tiUilökkunar- aldri sem virðist því miður vera settur við um það bU 12 ár. Eg hlakka þó tU og ófrávUtjanlegur hluti af mínum undirbúningi fyrir jólin er að föndra, kUppa út, líma saman og svo framvegis. Aður en lengra er haldiö meö það efni vU ég nöldra yfir því að mér finnst neytendasíða blaðsins hafa verið afskaplega slöpp und- anfariö, það er að segja lítið efni hefur verið annað en verðkannanir og verslunarferðir í Reykjavík. Síðan er mun hflegri og skemmtilegri og fjölbreyttari þeg- ar birt eru bréf frá lesendum, uppskriftir og ýmisleg húsráð. Sorglega htið hefur sést af því efni að undanförnu. Eg bið ykkur aö bæta úr því og í öllum bænum reynið að hafa efnið sem mest, gjarnan heila opnu eöa að minnsta kosti eina og hálfa síðu í hverju blaði. Dagblaöið hefur frá upphafi verið með vakandi umræðu um neytendamál fyrir neytendur og margt hefur komiö fram. Það má alls ekki minnka sem aö fóUtinu snýr þegar blaöið sameinast öðru. Það eru mál sem koma hverjum einasta landsmanni viö þegar rætt er um rekstur heimilanna. Eitt vil ég fara fram á. Hafðar verði föndursíöur vegna komandi jóla í mánuðinum. önnur beiðni: Er hægt að fá birta smáköku- uppskrift sem birtist í DV í fyrra í nóv., des., trúi ég? Kökumar heita púðursykurskökur og voru sérlega ljúffengar og fljótlegar. Spuming: Þegar efni er pliseraö eru þá notuð sérstök tæki við það þannig aö ekki er unnt aö gera slíkt í heimahúsi? Svar óskast. Þá er hér uppskrift að ljúffengu kryddbrauði. AUir sem eiga í vand- ræðum með meltinguna ættu að gera sér slíkt og neyta í ein- hverjum mæli. Þetta er afar fljót- leg uppskrift og er því best að byrja á því að kveikja á bakarofninum og stilla á 185 gráður. 160 g púðursykur 160 g sigtimjöl (blanda af rúgmjöh og heilhveiti). 2 tsk. kakó 1 tsk. sódaduft 120 g haframjöl 1 tsk. kanill 1 tsk. neguU 1/41 m jólk ÖUu blandaö saman og hrært. Bakað við 185 gráðu hita í um 40 mínútur, styttra þó í blástursofni og kannski lengur í sumum öðrum. Borðið með smjöri. Þetta brauð inniheldur talsvert jám og B-víta- mín. Aö lokum bestu kveðjur og endUega að láta sjást meira en því nær eintómar verökannanir. Skihð því tU ritstjómarinnar að leggja meira upp úr neytendasíðunni því að þaö er eingöngu hennar vegna sem DVer keypt á mínu heimili. Svar: Þakka þér fyrir bréfið og uppskriftina, Sólveig. Viö Þórunn gætum ekki verið meira sammála þér um að neytendasíðan er of Util. Auglýsingar streyma allt of hratt inn í blaöiö fyrir okkar smekk. En það er víst á þeim sem þetta blað Ufir að verulegu leyti þannig að ekki er svo gott að gera neitt við því. Við ráðum ekki við að stækka blaöiö meira en orðið er af tæknilegum ástæðum í prentverki. Þú segist kaupa blaðið eingöngu vegna neytendasíöunnar. Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því. Hverjum þykir sinn fugl fagur. Og hrædd er ég um aö aðdáendur fréttanna, lesendasíðunnar, kjaharanna, bókadómanna og alls annars efnis sem í blaðinu er létu frá sér heyra ef neytendasíðan yröi auglýsingalaus á meðan „þeirra” síður væru fuUar. Það verður að reyna aö jafna þessu niður og það vanþakkláta verk kemur í hlut okkar ágætu útlitsteiknara. Eg öfunda þá ekki þessa dagana því að alUr starfsmenn ritstjórnar eru sí- fellt aö biöja um meira pláss, pláss sem ekki er til. En þessar elskur ætla að reyna að láta okkur hafa auka neytendasíður núna fyrir jóUn. Vonandi komum við þá ein-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.