Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1982, Blaðsíða 16
16
DV. FÖSTUDAGUR17. DESEMBER1982.
Spurningin
Hvað langar þig mest
aðfá íjólagjöf?
Slgríður Harðardóttir, í skóla: Eg veit
það ekki, kannski skiöastretchbuxur.
Ég fer mikið á skíði.
Sif Slgurðardóttir, í skóla: Mig langar.
held ég í skauta. Mér finnst svo gaman
að fara á skauta.
Dagbjartur Geir Guðmundsson vakt-
maður: Það eru nú helst svona
siglinga- og sjómannabækur. Eg er
búinn að vera lengi sjómaður.
Þorbjörg Ása Kristinsdóttir, í skóla:
Ég veit ekki alveg hvað mig langar
mest í. Eg held mig langi í plötuna með
Olaviu Newton John.
ölöf Benediktsdóttirr Ég hef ekki
ákveðið það ennþá. Ég er kannski
frekar á bókalinunni en þaö er engin
sérstök bók sem mig langar í.
Halla Lárusdóttir nemi: Bara eitt-
hvað! Góða bók til dæmis. Nei, enga
sérstaka. Ég les alls konar bækur. Já,
alveg eins plötur líka.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
„Það ar rétt aö þeir sam vinna ( ná-
vfgi við tölvur átti sig á þeirri megin
reglu að tölvur gera ekki mistök" —
segir Valur.
Mistökin
mannanna
— ekki
tölvanna
I lesendabréfi í DV á fimmtudag seg-
ir maður nokkur farir sínar ekki slétt-
ar í viöskiptum sinum við Veðdeild
Landsbanka Islands. Ekki skal sú frá-
sögn tíunduð hér en maöurinn lýkur
bréfi sínu á þeirri áskorun til Veðdeild-
arinnar að hún kenni ekki tölvunni um
mistökin.
Forsvarsmaður Veðdeildar bregst
jkarlmannlega við kvörtunum manns-
ins og segist meira að segja ætla að
hitta hann persónulega að máli. Hann
getur þó ekki látið hjá líða að kenna
tölvunni um. Hann segir aö mannleg-
um mistökum sé um að kenna „þótt
tölva eigi þar líka hluta af sökinni”.
Þaö er rétt aö þeir sem vinna í návígi
við tölvur átti sig á þeirri meginreglu
að tölvur gera ekki mistök. Mistökin
eru mannleg. Þau liggja hjá þeim sem
við tölvumar vinna í nær öllum tilvik-
um. Tölvan hefur einfaldlega ekki ver-
ið frædd af þeirri nákvæmni sem nauð-
synleg er.
Því er vinsamlega komið á framfæri
við starfsmenn stofnana sem notast
viö tölvur til hagræðingar að láta af
þeim leiða sið að kenna tölvum um allt
sem miöur fer.
Prófkjör
þáttur í
auknu
lýðræði
Dóra Þorsteinsdóttir hringdi frá
Sauðárkróki:
Ef svokallaö flokksbundið fram-
sóknar- og alþýðubandalagsfólk
tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins á Norðurlandi vestra, er
það sjálfstæðismönnum sjálfum að
kenna að það gat tekið þátt í þvr
prófkjöri.
Ef framsóknar- og alþýðubanda-
lagssinnar, þótt óflokksbundnir
séu, hafa tekið þátt í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins, þá ættu menn
að hugsa sig tvisvar um áður en
þeir koma nálægt Sjálfstæðis-|
flokknum. Þar er maöur skrifaður
niður, geymdur í skúffu í Glaum-
bæ, til þess að hægt sé að fletta upp
á manni seinna. Og síðan er maður
hundskammaöur af Morgunblað-
inuáeftir.
Prófkjör er þáttur í auknul
lýöræöi en ekki „einkaeign” sem
hægt er að ráöskast með að vild.
rnmI k'
,,/Vú líður að jólum og flestír hlakka tíl. En á þessum irstíma herðir Ifka veturinn og fannfergi eykst. Mig
langar þvi tí! þess að minna fólk á að gefa smáfuglunum, "segir Kristín Magnúsdóttir.
DV-mynd: Ragnar Th.
Munið eftir
smáfuglunum
— peningum í fóður handa þeim er vel varið
Kristin Magnúsdóttir hrlngdi:
Nú liður að jólum og flestir hlakka
til. En á þessum árstíma herðir líka
veturinn og fannfergi eykst. Mig lang-
ar því til þess að minna fólk á að gefa
smáfuglunum.
Sá tími, sem nú fer í hönd, er sá
erfiðasti í lífsbaráttu þessara litlu vina
okkar. Flest getum við vel séð af þeim
krónum, sem fara í að kaupa fóður
handa þeim, og peningum í þau kaup
er vel varið. Síöan er ekki nóg að
fleygj a út nokkrum kornum stöku sinn-
um. Best er að gefa fuglunum reglu-
lega, þegar snjór hylur jörð og gefa
þeim um miðjan dag, þegar bjartast
er. Ekki gagnar mikið að strá komum
á lausan snjó, heldur er rétt að þjappa
hann vel, þar sem gefið er.
Norsk vinkona mín setur alltaf út
stóra tólgarköku. Smáfuglamir eru
sólgnir í aö kroppa í feitmetið og það
hjálpar þeim til þess að lifa af vetur-
inn. Ef kakan er heil ráða þeir við að fá
sér þaö sem þeir þurfa, en ekki er gott
að gefa þeim smámola. Ef þeir fá bæði
kom og tólg er þeim það mikil björg,
enda er alltaf smáfuglamergð um-
hverfis húsið hennar.