Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Qupperneq 1
 37.200 EINTÖK PRENTUÐ í DAG. RITSTJÓRN SÍMI 866H • AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SÍMI 27022 ,óháð dagblað BS DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 10. TBL. — 73. og 9. ARG. — FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1983. Réðust gegn rnömun- um með glerbmtum Tveir menn voru fluttir á slysa- deild Borgarspítalans á þriöja tímanum í nótt meö áverka á andliti og á höfði eftir glerbrot. Tveir menn voru handteknir vegna þessa máls og gista þeir nú fangageymslur lögreglunnar. Atvik þessa máls eru ekki að fullu kunn. Mennirnir tveir, sem eru í gæslu, búa skammt frá húsinu sem áflogin urðu í. Þeir töldusig eiga eitt- hvað vantalað við ákveðna menn og fóruþvíá vettvang til aö ræða málin betur. Þeir voru báðir ölvaðir. Þegar þeir komu í húsið, við Laugaveginn, voru þar fyrir fimm eða sex manns við gleöskap og var haft áfengi um hönd. Mennirnir tveir voru með flösku- stúta. Þegar opnaö var fyrir þeim í húsinu við Laugaveginn fannst ein- um heimamanninum sem mennirnir tveir væru óvelkomnir. Sló hann því til annars þeirra, sem leiddi til áfloga. Fleiri heimamenn leiddust inn í slagsmálin og endaöi með þvi að tveir þeirra hlutu áverka við auga- brún og á höfði vegna glerbrotanna. Þeir voru strax fluttir á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra en DV er ekki kunnugt um hve alvar- - tveir fíuttir á slysadeild ínóttog aðrirtveir handteknir lega þeir erumeiddir. Mennirnir tveir sem komu í heim- sóknina voru í haldi hjá lögreglunni í morgun. Ástæðan fyrir áflogunum er ekki kunn en þeir sem komu í heim- sókn og hinir sem voru í húsinu við Laugaveg munu hafa þekkst vel. -JGH Rostungurinn á Rifi: ER VALLI SNÚINN AFTUR? Hann er ekki algeng sjón í höfnum landsins, rostungurinn. Má segja reyndar að rostungar komi helst ekki hingaö nema flugleiðis. En þó hefur rostungur gert sig heimakominn í höfn- inni á Rifi á Snæfellsnesi og fengið mót- tökur eins og Hollívúddstjarna. Fólk drífuraðallt frá Reykjavík til þess að fylgjast með dýrinu þar sem það svamlar í sjónum og kafar eftir æti. Og þó er rostungurinn ekki f ögur skepna. Það veldur mörgum heilabrotum hvort hér sé kominn sá frægi rostungur Valli víðförli, sem forsætisráðherra flutti með sér til landsins fyrir ekki all- löngu síöan. Að sönnu er svipur með þeim, báðir að hálfu tannlausir, auk þess sem sterkt ættarmót er með rostungum almennt. En þó hér séu til mannglöggir menn og f járglöggir einn- ig er hér enginn rostungsglöggur mað- ur sem kann að skera úr því. Og úr því ekkert verður sannað mega menn trúa því sem þeir vilja í þessu máli. óbg Við erum með iþróttafréttir á fjórum blaðstðum i blaðinu i dag, þar afar ein siða um stöðuna i öllum yngri fiokkunum á ísiands- mótínu i handknattíaik. SJá nánar bis. 19,20,21 og 22. Ferðist ódýrt með SVR -sjábls.2-3 Framkvæmdastjóm Alþýðuflokksins: Tveirsögðuafsér A fundi 11 manna framkvæmda- stjómar Aiþýöuflokksins san haldinn var i gær sögöu tveir stjórnarmenn af sér. Agúst Einarsson útgerðar- maður og Garöar Sveinn Ámason, fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins. Ágúst var gjaldkeri núver- andiflokksstjómar. Haft er eftir Agústi að afsögn hans byggist á samblandi „persónu- legra og pólitískra ástæðna.” Hann mun ekki taka 4, sæti á fram- boðslista Alþýðuflokksins i Reykja- vík sem hann náði i prófkjöri. I viðtölum neitar hann því ekki að hann kunni aö ganga til liðs við Bandalag jafnaðarmanna. Agúst hefur ekki sagt sig úr Alþýðuflokkn- um,„ekkiennþá”. Eftir Garðari Sveini er haft að hann telji það mistök sín að hafa fall- ist á endurkjör til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn í haust. Hann er enn í flokknum. Kjartan Jóhannsson og Magnús H. Magnússon, formaður og varafor- maður Alþýöuflokksins, svo og Agúst Einarsson voru allir famir á fund þegar DV reyndi að ná sambandi við þá í bítið i morgun. „Þetta kemur mér algerlega í opna skjöldu,” sagðj Sighvatur Björgvinsson, formaöur þingflokks- ins, „ég hef ekki heyrt um neinn ágreining um störf eða stefnu. Hugs- anleg óánægja vegna framboðsmála í Reykjavík verður ekki rakin til ann- ars en afstöðu kjósenda. En það er allt annar handleggur.” HERB Prófkjör Sjálfstæðis- fíokksá Vesturlandi - sjá bls.4-5 Verða * bílaútsölurá næstuvikum? — sjá Viðskipti bls. 18 • Bókband — sjá Dægradvöl bls. 36-37

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.