Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Side 2
2 DV. FIMMTUDAGUR13. JANUAR1983. Fjárfestingin fer frem. Strætisvögnum Kópavogs greiddar átta krónur og skiptimiði tekinn. Hin nýja gjaldskrá og umdeilda. Ekkert borið á að farþegar væru óánægðir. Ferðist ódýrt með Strætisvögn- um Reykjavíkur — kaupið miðana hjá Strætisvögnum Kópavogs Þaö hefur varla fariö fram hjá neinum aö fargjöld meö Strætis- vögnum Reykjavikur hafa veriö hækk- uö. Þaö kostar nú tólf krónur fyrir full- oröna aö fá sér f ar meö vögnum þess á- gæta fyrirtækis. Lesendur vita þaö eflaust einnig aö Verölagsstofnun hefur farið fram á lögbann á þessa hækkun og er þaö mál nú til meðferðar hjá fógeta. Meðan úrskuröur hefur ekki veriö kveðinn upp stendur hækkunin óbreytt og allir veröa aö borga tólf krónur, nema þeir komi viö hjá StrætisvögnumKópavogs. Blaöamaöur og ljósmyndari DV brugðu sér í bæjarferö í gær og stigu um borö í vagn frá Strætisvögnum Kópavogs á Lækjartorgi. Þar greiddu þeir fargjald fyrir fulloröna, átta krónur, og fengu síðan skiptimiða. Skiptimiöa frá Strætisvögnum Kópa- vogs má nefnilega nota í vögnum Strætisvagna Reykjavíkur og feröast þannig fyrir átta krónur. Vagn- stjórinn, sem seldi blaöamanni miöana, kvaðst þó ekki hafa orðið var viö aö fólk færöi sér þetta í nyt umfram þaö sem ven julegt er. Blaðamaöur og ljósmyndari DV nýttu sér ekki þjónustu Kópavogs- vagnsins, enda heföu þeir þá oröiö aö skilja eigin bíl eftir. En þeir brugöu sér síöan upp aö Hlemmtorgi og ræddu þar viö vagnstjóra á kaffistofunni. Ekki könnuðust þeir viö aö fóik væri al- mennt óánægt með hækkunina eöa að fólk færöist undan aö borga meira en gamla fargjaldiö. Hins vegar tæki þaö alltaf nokkurn tímna fyrir fólk aö venj- ast nýjum fargjöldum og fyrstu dag- ana eftir hækkun væri ekki gengiö eftir því af krafti aö innheimta fullt gjald. A Hlemmi hittum viö svo fyrir Sigurjón Jóhannsson, fyrrum blaöa- mann og nú sölustjóra hjá Amarflugi. Hann beiö þar eftir strætó og þegar honum bauöst aö kaupa skiptimiða frá Strætisvögnum Kópavogs fyrir ellefu krónur og spara sér þannig eina krónu í fargjaldi, þáöi hann boðið og fóru Úrvals notaðir bílar MAZDA 323 - SALOON '82 4ra dyra, beinskiptur, ekinn 9.000 km. MAZDA 323—VAN '82, 2ja dyra, beinsk., ek. 9.000 km. MAZDA 323-1300 '81, 3ja dyra, beinsk., ek. 24.000 km. MAZDA 626-2000'81, 4ra dyra, sjálfsk., kl. 46.000 km. MAZDA 929 STATION '81, 5 dyra, beinsk., vökvastýri, ek. 19.000 km. MAZDA 929 HARDTOP '81, 4ra dyra, sjálfsk., vökvastýri, ek. 24.000 km. MAZDA 929 HARDTOP '80, 4ra dyra, sjálfsk., vökvastýri, ek. 20.000 km. MAZDA 626-1600 '80, 4ra dyra, beinsk., ek. 28.000 km. MAZDA 323-1400 '79, 3ja dyra, beinsk., ek. 43.000 km. Athugið: 6 mánaða ábyrgð fylgir öllum bílunum BILABORG HF ( Smiöshöföa 23 sími 812 99 „Klarínettukonsert Páls P. Pálssonar er mjög glæsilegt einleiksverk” — segir Sigurður IngviSnorrason, einleikari með Sinfóníuhljómsveit íslands í kvöld „Eg byrjaöi á klarínettunáminu 14 ára gamall og var áöur búinn aö vera í drengjalúðrasveit hjá Karli O. Runólfssyni. Þetta voru einkatímar hjá Vilhjálmi Guðjónssyni. Síðan fór ég í Tónlistarskólann í Reykjavík og var þar hjá Gunnari Egilssyni. Sautján ára gamall held ég til Vínar- borgar og innritast þar í tónlistarhá- skólann. Þarna læröi ég klarínettuleik hjá merkilegum manni, Rudolf Jettel, sem nú er nýlega látinn. Lokapróf frá þessari stofnun tók ég eftir 4 ár, eöa 1971. Næstu tvö árin spilaði ég í blás- araoktett og var viðloðandi Tónlistar- háskólann áfram hjá sama kennara. Áriö 1973, um haustiö, tek ég sæti í Sinfóniuhljómsveit Islands sem svo- kallaöur uppfærslumaöur eöa staö- gengill. Hann spilar 1., 2. og 3- klari- nettu til skiptis. Meö hljómsveitinni starfa ég til vorsins 1983.” Hvaö tók þá við? „Frá 1980 hef ég verið skólastjóri FlH, eða frá stofnun skólans. Félag ís- lenskra hljómlistarmanna var lengi búið að ganga meö þann draum að stofna tónlistarskóla. Þegar ég tók aö mér aö vinna aö stofnuninni var ákveð- iö að bera niður þar sem mest væri vöntunin. Þannig varö jassdeildin til og þetta er eini skólinn sem tekur að sér kerfisbundna kennslu í jassi. Svo er almenn deild eins og í öðrum tónlistar- skólum. Einnig reyndum viö aö fara af staö með fullorðinsfræðslu í tónlist en þaö gekk ekki vegna áhugaleysis. I skólanum eru nú 160 nemendur og 23 kennarar. Skólinn er f jármagnaöur eins og aörir tónlistarskólar. Sveitar- félagiö, í þessu tilfelli borgin, greiðir helming af launakostnaöi og rikiö hinn helminginn. Annað en laun og launa- tengd gjöld er fjármagnaö meö skóla- gjöldum.” Hefur skólastjórnin ekki komið niöur á hljóðfæraleiknum? „Eg reyndi um tíma að sameina þetta tvennt, spila í Sinfóníunni og vera skólastjóri. Þaö vildi ekki ganga og ég velti lengi fyrir mér hvort ég ætti að gera. Skólinn var eiginlega orðinn barnið mitt. Þegar ég ákvað aö helga mig honum var þaö eingöngu vegna þess aö ég þóttist sjá að ég gæti sinnt hljóðfæraleiknum áfram. Og um þetta leyti fór ég aö leggja mig eftir aö kynn- ast eldri geröumaf klarínettum.” Hvaö geturðu sagt um verkin sem þú leikur í kvöld? „Þau eru tvö. Hið fyrra er klarín- ettukonsert eftir Molter sem var þýskt tónskáld, uppi á fyrri hluta 18. aldar. Hann er að skrifa verkiö um miðja öld- ina. Þetta er síðbarokkverk í 3 köflum í hefðbundnu formi, fyrir þennan tíma mjög glæsilegt einleiksverk. Þaö er ný- lega viöurkennt að Molter hafi oröið fyrstur til að skrifa einleiksverk fyrir klarínettu. Hljóöfærið veröur til 1691. Þýskur maður, Denner að nafni, smíð- aöi þaö. I því voru sameinuö tvenns konar tónsviö. Neöra tónsviöiö er kall- að chalumeau og efra tónsviðiö clari- no, hljómurinn var svolítiö líkur trompett. SigurOur Ingvl Snorrason meO klarínettuna sína nýju en svona var þetta skemmtilega hljóðfæri upphaflega. Á tónleikunum í kvöld leikur Sigurður á þetta hljóðfæri einleik í verki eftir Molter. DV-mynd Einar Ólason. Hljóöfæri eins og ég spila þetta verk á var smíðað 1730 af manni sem hét Zenker og er frummyndin geymd á hljóðfærasafninu í Niirnberg. Hljóö- færiö mitt er hins vegar splunkunýtt, ég fékk þaö í byrjun desember. Þaö var smíðað af miklum snillingi, hljóö- færasmið í London, en kostaöi ekki mikinn pening, aöeins um 7000 krón- ur.” Hvað er svo um seinna elnleiksverk- ið aö segja? „Egfrumflyt splunkunýjan klarín- ettukonsert eftir Pál P. Pálsson. Páll lauk viö hann á 2. í jólum. Konsertinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.