Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Síða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR13. JANUAR1983. Prófkjör sjálfstæðis- manna íVestur- landskjördæmi Prófkjör sjálfstæöismanna í Vestur- landskjördæmi veröur dagana 15. og 16. janúar, klukkan 14—22. Kjörstaöir eru: Akranes: Sjálfstæöishúsið, Heiöargerði 20. Borgarfjaröarsýsla: Heiðarskóli, Leirársveit, Logaland, Reykholtsdal. Mýrasýsla: Skrifstofa Sjálfstæöisflokksins, Borgarbraut 1, Borgarnesi. Dalasýsla: Dalabúö, Búöardal, Tjamarlundur, Saurbæjar- hreppi, Staðarfell, Fellsstrandar- hreppi. Snæfellsnes- og Hnappadals- sýsla: Lionshúsið, Stykkishólmi, skrif- stofa Guömundar Runólfssonar hf., Grundarfiröi, skrifstofa Hraöfrysti- húss Olafsvíkur, Snæfellsás 7, Hellis- sandi, Lýsuhóll, Staöarsveit, Lindar- Davíð Pétursson: „Égvilalls ekkifjölga þingmönnum" ,,Ég er hlynntur stefnumálunum sem samþykkt voru á flokksráðstefnu Sjálfstæöisflokksins í haust,” sagöi Davíö Pétursson, Grund í Skorradal. „Menn veröa að sniöa sér stakk eftir vexti og bruðla ekki um efni fram. Þaö segir sig sjálft að þeir sem fara meö fjármálin á hverjum tíma veröa aö fara að eins og aörir, ekki eyöa fyrst og aflasvo. Eg vil alls ekki f jölga þingmönnum. Það þarf aö lagfæra eitthvaö í sam- bandi við vægi atkvæða. Væri sennilega skynsamlegra aö gera þetta með uppbótarsætunumsem nú eru. I k jördæminu þarf náttúrlega margt að gera. Ég hef töluveröan áhuga á bættum samgöngum í upphéruöunum. I sveitunum þarf nauösynlega aö tunga, Kolbeinsstaöahreppi. Davíö Pétursson, Grund, Borgarfjaröar- sýslu. Utankjörstaöaratkvæöagreiösla er í dag og á morgun í Valhöll, Háa- leitisbraut í Reykjavík, frá klukkan 9— 12 og 13—17 og laugardag klukkan 10— 12, einnig á kjörstöðum á Akranesi, Grundarfiröi og Olafsvík í dag og á morgunfrá 18—19. Atkvæðisrétt í prófkjörinu hafa stuöningsmenn Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi sem náö hafa 20 ára aldri 1. apríl 1983, svo og flokks- bundnir sjálfstæöismenn á aldrinum 16—20ára. DV kynnir hér frambjóöendur í prófkjörinu. -JBH. fjölga atvinnutækifærunum og gæti ýmiss konar iönaöur komiö til greina. Landbúnaö þarf að styöja eins og hægt er. Davíð Pétursson er fæddur 1939. Hann er hreppstjóri Skorradalshrepps og hefur gegnt trúnaöarstörfum fyrir Sjálfstæöisflokkinn, meðal annars veriö í fulltrúaráði og k jördæmisráði. Friðjón Þórðarson: „Set atvinnu- málin fremst" „Mín áhugamál eru öll þau mál sem horfa til heilla fyrir Vesturiand og auð- vitaö þjóöina í heild,” sagöi Friöjón Þórðarson ráöherra. ,,Ég hef veriö í stjómmálum síðan 1953 og ættu stefnu- mál mín því aö vera flestum kunn. I kjördæminu set ég atvinnumálin fremst. Þau eru mikiö grundvallarat- riði. Þá get ég nefnt samgöngumálin, við eigum mikið óunnið í þeim efnum. Þau eru eitt stærsta byggðamáliö okkar. Svo eru þaö aö sjálfsögöu orku- málin, bæði aö sjá til þess aö allir hafi aðgang aö nægri orku og hún sé sem ódýrust. Þá eru mennta- og uppeldis- málin mikilsverður málaflokkur. Þrátt fyrir skiptar skoðanir hefur okkur tekist aö halda Sjálfstæöis- flokknum í Vesturlandskjördæmi saman. Þaö er von mín að viö sjálf- stæðismenn getum gengiö saman til kosninga á svipaðan hátt og í vor, hvort sem menn eru fylgjandi ríkis- stjórninni eöa á móti. ” Friöjón Þórðarson er fæddur 1923 á Breiöabólstað í Dalasýslu. Hann varð stúdent frá MR 1941 og lögfræöingur 1947. Hann starfaöi sem fulltrúi hjá borgardómara og lögreglustjóra, var einnig bæjarfógeti á Siglufiröi og sýslumaöur í Dalasýslu og á SnæfeDs- nesi. Hann varfyrst kjörinná þing 1956 og frá 1980 hefur hann verið dóms- og kirkjumálaráöherra og samstarfsráö- herra ínorrænummálefnum. JBH Inga Jóna Þórðardóttir: „Sjálfstæðis- flokkurinn getur leyst vandamál þjóðarinnar" „Þegar ljóst var aö einungis annar þingmaöur flokksins í Vesturlands- kjördæmi gæfi kost á sér til framboös ákvaö ég aö gefa kost á mér og berjast fyrir öruggu sæti,” sagöi Inga Jóna Þóröardóttir á Akranesi. „Þróun efna- hags- og atvinnumála á undanförnum árum hefur veriö meö þeim hætti aö ástand og horfur eru nú mjög uggvæn- legar. Almenningi er aö veröa ljóst aö ekki veröur lengur haldið áfram á þessari braut og gjörbreytingu verður aö gera. Ég er sannfærö um aö Sjálfstæðisflokkurinn er eina afliö sem getur leyst þessi vandamál og fært þjóðina á framfarabraut. Sagan kennir okkur aö þegar allt hefur veriö komið í óefni er hann kaUaöur til. Endurreisnar er þörf, ég vil taka þátt í henní og þess vegna býð ég fram krafta mína til aö berjast fyrir sigri Sjálfstæðisflokksins í næstu kosning- um. Auk efnahags- og atvinnumála vil ég leggja sérstaka áherslu á samgöngu- mál en þeim hefur ekki veriö sinnt sem skyldi á Vesturlandi. Þar þarf hiö fyrsta aö gera stórátak og athafnir verða aö koma í stað orða.” Inga Jóna Þórðardóttir er 31 árs, fædd og uppaUn á Akranesi. Hún er viöskiptafræöingur aö mennt , hefur starfaö viö kennslu og hjá Skipasmíöa- stöö Þorgeirs og Ellerts. Hefur hún gegnt mörgum trúnaöarstörfum fyrir Sjálfstæöisflokkinn og veriö annar af framkvæmdastjórum hans síöan 1981. Tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í kjördæminu 1978. JBH Kristjana Ágústsdóttir: „Félagsaðstaða unglinga ekki nógu vel skipulögó" „Áhugamál mín eru málefni aldr- aöra, félagsmál og atvinnumál, svo einhver séu nefnd,” sagöi Kristjana Ágústdóttir í Búðardal, „en kannski ekki síst tómstundastarf unglinga og félagsaöstaöa þeirra. Þar sem ég þekki tU er sú aöstaða ekki nógu vel skipulögð aö minum dómi. Ég hef unnið aö ýmsum félags- og menningarmálum fyrir byggðarlag mitt og margt sem ég hef áhuga á en of langt er aö telja upp. Fyrst og fremst vUdi ég geta komið þeim aö gagni sem minna mega sín og hafa þörf fyrir fé- lagslega aöstoð. Hvað atvinnumálin varöar skiptir mestu aö næg atvinna sé í byggðarlag- inu og landinu í heUd. Eg hefkynnstat- vinnuleysi og það er nokkuö sem ég óska aö komi ekki fyrir land og þjóð. TU áö leysa efnahagsvandann verðum viö aö fara að gera hóflegar kröfur og þá líka til okkar sjálfra.” Kristjana Ágústsdóttir er fædd 1920 en flutti til Búðardals 1953 þar sem hún hefur veriö síöán. Hún hefur mest verið húsmóðir en sér um rekstur fyrú- Olís og Shell. Hún er formaður Sjálfstæðiskvennafélags Dalasýslu. JBH Kristófer Þorleifsson: Þarf að gera verulegt átak í samgöngu- málum" „Helstu stefnumál mín eru aö vinna dyggilega aö stefnu Sjálfstæðisflokks- ins,” sagði Kristófer Þorleifsson, læknir í Olafsvík. „Styrkja ber einstaklingsframtakiö eftir mætti, draga úr ríkisrekstri og skapa betri' skily rði f yrir atvinnulífið. I kjördæminu þarf verulegt átak í samgöngumálum. Við búum við mjög lélegt samgöngukerfi. Vegir vestan Borgarness eru gamUr og lélegir. At- vinnulífiö í bæjum og þorpum veröur að styrkja og skapa grundvöll fyrir iönfyrirtæki, léttur iönaöur er nauðsynlegur til aö skapa atvinnu fyrir breiöari hóp. Uppbyggingu þarf á sviöi heilbrigðismála meö byggingu heilsugæslustöðva og eflingu sjúkrahúsanna á Akranesi og í Stykkishólmi. Eitt brýnasta verkefniö er aö koma upp endurhæfingarmiöstöö við s júkrahúsiö á Akranesi. Kristófer Þorleifsson er fæddur áriö 1946 í Hafnarfiröi, varö stúdent frá MA 1966 og lauk embættisprófi í læknis- fræöi 1973 frá Háskóla Islands. Hann starfaði á sjúkrahúsum í Reykjavík til 1975 þegar hann gerðist heilsugæslu- læknir í Olafsvík. Kristófer er giftur Sigríöi Magnúsdóttur og eiga þau 3 börn. JBH Sturla Böðvarsson: „Legg mikla áherslu á vega- og húshitunarmál" „Það sem er mál málanna hér á Vesturlandi og ég legg mjög mikla áherslu á eru vega- og húshitunar- mál,” sagöi Sturla Böðvarsson í Stykkishólmi. „Vegamálin eru í af- Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Afganistan er ekki á dagskrá » „Ég œtla ad láta þessum félögum min- um það eftir að sýna mér framá h ver munurinn eráframferði sovéska hern- ámsliðsin í Afganistan ogþess banda- ríska í Víetnam" Hvers vegna þegjum við? Milli jóla og nýárs voru liöin þrjú ár frá því Rauði herinn hélt inn fyrir landamarri Afganistan og hóf að mala undir sig það land allt og íbúa þess. Á þessum þrcm- ur árum hefur Sovétmönnum tekist að festa sig upp i háls í striðsfcninu. Sovéskir hermcnn eru taldir losa KXI þúsund í Af- ganistan og þeim mun hafa fjölg- að um 20 þúsund á nýliðnu ári. Það er dapurlegt fyrir gamla andófsmenn úr Víetnamstríðinu að lesa fréttir af strfðsrekstri So- vétmanna í Afganistan. Það er eins og sagan sé að endurtaka sig auðsvcipur og galt þess með lífi sfnu. Raunar höfðu valdhafar í Af- ganistan þcgar tekið að hagnýta sér aðfcrðir sem Bandarfkja- mcnn fullkomnuöu í Víctnam áður cn Rauði hcrinn marséraði inn yfir landamxrin. Þegar bxndafólk andxfði gegn „land- búnaðarumbótum" skriffinn- anna í Kabúl var því svarað með napalmsprcngjum, leiðtogar þess voru Ifflátnir og akrar brcnndir. Svo kom Rauði hcrinn og fjórðungur þjóðarinnar „greiddi atkvxði mcð fótunum”. be. flúði akrar brcnndir og uppskera eyði- lögð. Franskur læknir sem dvaldi lengi f Afganistan hcfur skýrt frá þvf að áveitur, mjólkurbú og . kornforðabúr séu kerfisbundiö sprengd f loft upp f þeim tilgangi að fá mannfólkið til að makka rétt. Alþýðan fer á vonarvöl, mat- vælaástandið er gcigvxnlcgt og svo enn sé vitnað í þcnnan franska Ixkni þá eru þjóðvegir landsins vlða varðaðir Ifkum barna sem látist hafa úr hungri eða kulda. Efnahagsástandið er ömurlcgt. Verbólgan er yfir 200% og mat- vxlaframleiðslan nemur innan við hclmingi þess sem hún var ár- ið 1978. Mörg héruð Afganistan voru miklar matarkistur fyrir inn- rás. Nú er eitt frjósamasta hér- aðið í algcrri auðn. Allt minnir þetta á ástandið í Suður-Víetnam á árunum upp úr 1970. Sömuleiðis þxr fréttir scm bcrast af ástandinu innan sovéska hernámsliðsins. Eins og banda- rískir hermenn á sínum tima í Víetnam cru sovéskir hermenn sagðir vera á kafi í dópinu. liðs- andinn er enginn og liðhlaup al- gengt. Sovéskur flóttamaður hef- ur sagt frá því að honum hafi svo sem verið sama þótt maturinn hafi verið litill og lélcgur og hcr- búðirnar óvistlegar. Það sem olli því að hann tók til fótanna „á að andstaðan gcgn þc margklofin, andspyrnuöfl ckki mcgnað aö lcggja nif byrðis dcilur og sameinas áttunni gegn innrásarliðir Mitt er að andstaðan Vcsturlöndum er öll í sk< Bandarfkjastjórn hamast. lætir ýmsar vafasamar a með tilvísun til Afganistan sýna tregðu f afvopnunan um og koma fyrir mcðald kjarnorkucldflaugum f E\ í þeim kór má líka hc> róma raddir Moreunblað Einstaka sinnum rofar til i þeirri grjóthörku, sem rikir hér í rökræöum um pólitik. Ungur maður, Þröstur Haraldsson, skrifar grein í Þjóðviljann í gær, sem hann nefnir: Hvers vegna þegjum við. og fjallar um innrás Rússa í Afganistan. Bend- ir hann á, að eins og hægt var að skera upp herör gegn átökunum i Vietnam (Bandarikjamönnum), sé alveg eins skylt að andmæla átökunum i Afganistan. Telur Þröstur nokkuð á skorta að gamlir og góðir félagar í mótmælum gegn árásarstríðum láti nú til sín taka með sama hætti og á meðan Vietnam stríðið stóð. Ekki dettur Svarthöfða í hug að gera Þresti þann fjanda- fagnað aö fara að hæla honum fyrir heiðarleg og karlmannleg sjónar- mið, því aö þá mundu vinir hans í Alþýðubandalaginu strax telja hann vera á snærum andskotans, en það verður að segjast eins og er, að á meðan einhver þrastasöngur fyrir- finnst í Alþýðubandalaginu þegar Rússar eru annars vegar, er einhver von. Þröstur segir: „Alþýðubanda- lagið sýndi Afganistan lengst af tómlæti. Það var fyrst núna í haust sem virkilega var fast að orði kveðið um framferði Sovétríkjanna í samþykktum flokksins. Ekki hefur flokkurinn gert mikið að því að fylgja fordæmingunni eftir, hann hefur þagað með biskupnum eins og í öðru máli.” Þýðing síðustu setningarinnar er mér ekki alveg Ijós, en læt hana fljóta með ef einhver kynni að skilja hana. Það er nefnilega ekki á ljósu hvað er sameiginlegt með biskupn- um og Alþýðubandalaginu, en orðalagið gefur til kynna að þeir hjá bandalaginu telji sig hafa eignast bandamann. Hitt er alveg ljóst að Þröstur Haraldsson telur illa staðið gegn ofbeldinu í Afganistan. Ber að virða það sjónarmið og þakka fyrir það, enda eigum við Þröstur margt sameiginlegra með alþýðu Afganistan, sem nú berst fyrir lífi sinu, en einhverri hemaðarmaskínu (USSR), sem er að rífast um út- nárana við aðra hemaöarmaskínu (USA). Nýlega birtist í grein í Morgun- blaðinu, eftir sænskan hötund, um að Svíar hefðu ákveöiö að sleppa Afganistan við umræður en taka í staðinn upp margvísleg mál Suður- Ameríku. t Svíþjóð em sem sagt ekki lengur þeir tímar, þegar rit- stjóri Dagens Nyheter gekk í Maó- fötum út af Vietnam-stríðinu. Kannski er þögnin hér og athafna- leysið, sem Þröstur kvartar undan, af sömu rótum. En þá erum viö orðnir litlir menn, bæði rauðir, fölir og bláir, énginn fer á stað á íslandi nema hvötin komi að utan og and- mælum fylgi nokkrir konferensar, boð til bandalaga og veislur. Engir kunna þessa stefnuboðun betur en Sviar, enda ráða þeir skoðana- myndun á Norðurlöndum. Engir kunna að taka við stefnuboðun betur en við. í Vietnam stríðinu komu aldrei fyrirmæli um aö halda uppi málstaö Bandarikjanna. Einstaka gamall ritstjóri var sendur til að þvarga um sjálfsagða hluti, helst innan af sléttum Ameríku. Banda- ríska þjóðin sjálf sleit þvi stríði. Á meðan við fáum engin boð, hvorki Þröstur eða Svarthöföi, um aö hefja andóf gegn striðinu i Afganistan, verður varla mikið gert. En sá er munurinn á þjóöfélögum Bandarikjanna og Sovétrikjanna, að í USA myndi þjóðin slíta Afganistan- stríði, en sovéska þjóðin fær engu um það ráðið. Bandaríkjamenn hafa aldrei verið mikið fyrir það að segja Evrópumönnum fyrir verkum. Þeir hafa viljað treysta þeim sem banda- mönnum. Nú er sú tið liðin. Innsta pólitískt eðli vinstri hreyfingar, sem stundum hefur viljað álíta sig samvisku heimsins, er þannig farið að það munu aldrei berast ncin boð um að bergjast gegn striðinu i Afganistan. Þröstur verður að sitja uppi með málið og sinn heiðarlega sársauka út af aðgerðaleysi. Svart- höfði hefur stundum verið að brýna þrestina á Afganistan. En ætli hann hætti því ekki. Ætli þetta sé ekki mikið svartara tóm en nokkurn grunaði? Meðaumkvun mín er með ykkur öllum. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.