Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Síða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR13. JANUAR1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Danir þriðju stærstu fiskútflytjendur heims Danskur togbátur ilandhelgi Breta. Myndin var tekin 6 dögunum úrbresku varOskipi. Þaö hefur ekkí farið framhjá nein- um á undanförnum vikum aö Danir standa í ströngu viö félaga sína í efna- hagsbandalagi Evrópu út af fisk- veiðiréttindum en þar reyna þeir aö verja hreystilega stöðu sína sem stærsti fiskútflytjandi EBE. Danskur fiskiðnaður hefur stööugt farið vaxandi og voru Danir orðnir þriðju mestu fiskútflytjendur í heimi á eftir Bandaríkjunum og Japan. Við fiskiðnað Dana starfa um 100 þúsund manns. Þeir dönsku togbátar sem ögraö hafa breska flotanum við Englands- strendur að undanfömu eru hluti af sjö þúsund báta flota sem geröur er út að öllu eða einhverju leyti af skipstjórunum sjálfum. Danir eiga um fimmtán þúsund fiskimenn starfandi og aflinn sem þeir draga að landi er unninn í full- komnum frystihúsum og verksmiðj- um, sem ámóta fjöldi fólks starfar við. Þar til viöbótar starfa um sjötíu þúsundir viö ýmsar þjónustugreinar sjávarútvegsins og í útflutningnum. Þótt sjávarútvegurinn og fisk- iðnaðurinn standi ekki undir nema 1,5% af brúttóþjóðartekjum Dana er það samt stærri hlutur en hjá öðrum EBE-þjóðum. Eins og fram hefur komið í f réttum spratt fiskveiöideila Dana viö Breta út af andstöðu Danmerkur við fisk- veiðistefnu EBE, sem taka átti gildi 1. janúar. Hinir höfðu komið sér saman um að hlutur Dana í heildar- veiðinni á miöunum innan efnahags- lögsöguEBE skyldi verða 23%. Dan- mörk hafði krafist 30%. I því sam- komulagi báru Bretar stærstan hlut frá boröi, eða 35% af heildarveiði- kvótanum. Talsmenn dansks sjávarútvegs sögöu aö þetta mundi kosta sjö þús- und Dani atvinnuna og einn milljarð- ur króna (danskra) tapast í útflutn- ingi. Fiskútflutningur Dana nemur um sjö milljörðum króna danskra á ári, og þar af eru fiskafurðir fyrir sex milljarða til manneldis. Þaö hefur aöallega verið þorskur og koli og eitt- hvaðafmakríl. Fiskiðnaöur þeirra er mjög nútímalegur og tæknilega vel á sig kominn enda eru Danir stærstu út- flytjendur fisks á markað í V-Þýska- landi og Niðurlöndum, auk þess sem þeir hafa verið umsvifamiklir í fisk- sölu á mörkuðum í Bretlandi, Frakk- landi, Italiu og Sviss. Það var sam- keppnin við þá og Norðmenn sem knúði Islendinga til að hverfa að mestu frá fisksölum í EBE-löndun- um til Bandaríkjamarkaðar á sínum tíma. Miðin sem Danir krefjast þess að fá aö sækja hafa í gegnum árin verið stunduð jafnt af breskum og dönsk- um fiskimönnum. Það eru mikið tii sams konar veiðiskip sem báðir hafa gert út á þau miö. A meðan bresku bátamir eru jafnan með átta manna áhafnir róa Danir aöeins við fjórða mann eða fimmta mann. Áhöfnin fær helming aflans í hlutaskipti og út- gerðin helminginn. Það breytir engu hve skipið er stórt eða út á hvaöa fisk það er gert, því að tekjur danskra fiskimanna eru algjörlega háöar aflabrögðum. Þegar aflabrögð eru góð geta árstekjur dansks fiski- manns, sem stundar Norðursjávar- veiðarnar, komist upp í 270 þúsund d. kr., svo að haldið sé gömlum vana í blaðaskrifum hér um að miða alltaf við aflahæstu bátana. Félögum Dana í EBE þykir þeir sýna mikla græðgi í deilunni um afla- skiptinguna og segja að Danir hafi hagnast mest í gegnum tíðina á því aö engin sameiginleg stefna skuli ríkja hjá EBE í fiskveiðimálum. Og satt er það að síðan Danir gengu í EBE ásamt Bretum og Irum í janúar 1973 hafa þeir stækkað fiskiskipa- flota sinn og aukiö til muna aflahlut- inn. Hinu neita Danir, sem haldið hefur verið fram, að þeir hafi gerst sekir um gróflega ofveiði í Norður- sjónum. Sjálfir bera Danir EBE á brýn að með nýju stefnunni sé gengið á afla- kvóta þeirra, sem ráð; yfir afkasta- meiri fiskiðnaði, og í staðinn fenginn í hendur þeim, sem síður séu tii þess færir að nýta hann. Þeir segja að það muni koma niður á neytendum, sem Danskir bændur, sem segjast skattpíndastir allra bænda innan Efnahagsbandalags Evrópu, og lifa við dýrustu lánin, horfa nú fram á einhverja erfiðustu tíma, sem sótt hafa að dönskum landbúnaði frá stríðslokum. Landbúnaöurinn er Dönum það sem sjávarútvegurinn er okkur. Þeir flytja út tvo þriðju af landbúnaöar- framleiöslu sinni. Sjö prósent Dana ^starfa við landbúnaðarfram- leiösluna. Landbúnaðarafurðir, aðal- lega þá svínakjöt, niðursoðið kjöt og ostar, standa undir 32% gjaldeyris- tekna þjóðarinnar. Klaus Bustrup, aðstoðarforstjóri hjá Landbúnaðarráði Dana, sagði í viðtali á dögunum að ríkisstjórnir jafnaðarmanna síðasta áratuginn hefðu hvatt bændur til þess aö f jár- festa meir í landbúnaöinum og þaö með lántökum. En með því að þeir þyrftu að greiða hærri vexti af sínum lánum en starfsbræður þeirra í öðrum EBE-löndum, stæöu þeir höllum fæti í samkeppninni. Auk þess eru beinir og óbeinir skattar hærri í Danmörku en nokkru EBE- landi. — Þar til viðbótar hefur verð- bólgan leikið landbúnaðinn grátt eins og allt annað í Danmörku, dregið hef ur úr f járfestingum og samkeppn- in við landbúnað annarra EBE-landa harðnaömjög. Það eru um 54 þúsund bændabýli í fuilum rekstri í Danmörku, en lána- stofnunum reiknast svo til að um 20 þúsund þeirra leggist í eyði eða hætt veröi búskap þar á næstu tveim til þrem árum, ef ekki komi til einhver aðstoð af hálfuþess opinbera. — Árið 1979 lagðist af búskapur á 159 bænda- býlum í Danmörku. Árið 1980 bættust 592 þar við, en 1981 lögðu 1.607 aðilar af búskap. Þar er áætlað aö svipaður samdráttur verði 1982, en kannski eitthvað minni þetta árið sem nú er byrjað. — Ríkisábyrgö, sem veitt var til bráðabirgða fyrir land- búnaðarlánum, bjargaði öðrum 5 Erfitt i ári hjá dönskum bændum þúsund býlum f rá því aö leggjast af. Vextir á landbúnaðarlánum eru um 20% í Danmörku, en ekki nema 12— 14% í öörum EBE-löndum. Bustrup hjá búnaðarráðinu segir að fast- eignaverð hafa fallið ískyggilega hjá dönskum bændum siðustu fimm árin vegna stefnu ríkisstjórna á þeim tíma. Kvikfjárræktin varð fyrir þungum búsifjum af gin- og klaufaveikinni árið 1980. Tjón af völdum hennar var Dansklr bændur sækja fast eftir aöstoð þess opinbera á erflðistimum og í harðri samkeppni við starfsbræður sina í EBE-löndunum. Þeir telja sig skatt píndustu bændur EBE, en á þessari mynd eru nokkur þúsund bændur mættir með dráttarvélar sínar við Kristjánsborg að mótmæla sköttum. - inm' m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.