Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Side 11
DV. FIMMTUDAGUR13. JANUAR1983. 11 Útlönd veröi aö greiða fiskinn dýrara veröi þegarframísækir. En þótt bátasjómenn hafi tekiö hraustlega upp í sig í deilunni viö Breta er nú orðiö ljóst að þar fylgir ekki alveg fullur hugur máli. Danska stjórnin, sem aö vísu hefur staðið gegn EBE-samkomulaginu, hefur lagt aö skipstjórunum aö sýna still- ingu í sóknarákafanum og beöiö þá um aö bjóöa ekki bresku herskipun- um birginn eöa efna til milliríkja- árekstrá. Forsætisráöherrann hefur lýst því yfir að stjórn hans heföi fyrir sitt leyti veriö búin að ganga frá samkomulagi viö hin EBE-ríkin, ef hún heföi haft til þess nóg fylgi á þjóðþinginu. Eftir því sem lengra Umsjón: Guðmundur Pétursson hefur liðið frá gildistöku hinnar nýju reglugeröar Breta um áramótin veröur ljósara aö mótmælaaðgeröir dönsku fiskimannanna hafa meir veriö táknrænar og til þess aö undir- búa málarekstur, því að þær hafa eftir fyrstu málarnyndarmótmælin fjaraöút. Fiskimenn standa flestir heilshug- ar gegn nýju EBE-stefnunni, en þó er töluveröur hópur sem vill aö fariö sé aö meö gát. Einkum eru þaö heimasjómennirnir, er sækja styttra, sem kvíöa því aö aðgeröir djúpmiösfiskimanna kalli yfir þá flota erlendra fiskiskipa, sem svara mundu Dönum í sömu mynt meö veiðum innan 12 mílna landhelgi Danmerkur. metiö á 350 milljónir danskra króna. Japanir og Bandaríkjamenn stöövuöu innkaupin á svínakjöti á meöan faraldurinn gekk yfir, en um 22% af svínakjötsútflutningi Dana renna til þeirra. Tveir þriöju af land- búnaöarafurðum Danmerkur fara annars til Efnahagsbandalagsland- anna. En alvarlegastur er kannski sam- drátturinn í fjárfestingu í land- búnaöinum. Hún minnkaöi um 25% árin 1979—80 og aftur um 50% árin 1980-81. Meðallaun í dönskum landbúnaði þykja fyllilega sambærileg viö önnur EBE-ríki, en vegna samkeppninnar viö aðra EBE-bændur, sem njóta ríkisstyrkja í útflutningnum, telja danskir bændur sig þurfa meiri aðstoð en þær 300 milljóna króna niðurgreiðslur, sem búist er viö að þingiö muni samþykkja á næstunni og munu koma um 19 þúsund bændum til góða. Þó er í bígerð aö veita einn milljarð danskra króna til styrktar þeim bændum sem verst eru staddir, en þeir eru um 6000. Sú aðstoð verður í formi skuldaaflétt- ingar og fjármögnunar, sem dreifast skal á fimm ár ef samþykkt veröur. En bændasamtökin hafa gengiö fast eftir því aö þessi aöstoö verði aukin og telja sig þurfa sex milljaröa króna til viöbótar. Ein hugmyndin, sem mjög hefur veriö rædd en nokkuö umdeild og ekki of vel séð af bændum sjálfum, er stofnun sérstaks lánasjóös á vegum ríkisins sem láni bændum er mest berjast í bökkum gegn tryggingu í jöröunum. Eöa öllu heldur kaupi jaröirnar sem ábúendur nytji samt áfram. Þaö er rætt um aö verja með þessum hætti allt aö tíu milljörðum króna til þessara lána, sem svo eiga að heita, og veröa þá aöeirjs meö fimm prósent vöxtum. — Margir bændur hafa á þessu illan bifur og telja leynast í þessu hugmynd um þjóönýtingu bújaröa. um Eyjamenn héldu sína árlegu þrett- ándagleði síðastliöinn fimmtudag. Gleðin hófst með því að þrettán jólasveinar tendruðu blys sín á svo- kallaöri Há og fóru síöan blysför um bæinn í fylgd alls kyns óvætta. Voru þar meðal annars Grýla, Leppalúöi og skyldulið þeirra. Blysförin endaöi á íþróttavellinum í Löngulág og þar bættust í hópinn álfar og púkar sem dönsuöu og léku viö hvem sinn fingur. Dönsuöu þeir í kringum álfabrennuna sem tendruð haföi veriö í tilefni dagsins. Mikill fjöldi fólks tók þátt í þrett- ándagleðinni nú sem endranær. Það var Knattspymufélagið Þór sem stóö fyrir þessari skemmtun af miklum myndarbrag. FÓV/Vestmannaeyjum DV-myndir Guðm. Sigfússon Þrettándagleði í Eyj-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.