Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Side 19
DV. FIMMTUDAGUR13. JANUAR1983.
Menning Menning Menning
Frábærir tónleikar
Kammersveitarinnar
Tónleikar Kammersveitar Roykjavíkur í Gamla
bíói 10. janúar.
Stjórnandi: Paul Zukofsky
Efnisskrá: Arnold Schönberg: Kammer-
symphonie op. 9 fyrir 15 hljóflfæri; Witold
Lutoslawsky: Dance Preludes fyrir 9 hljóflfæri;
Darius Milhaud: La Création du Mondo.
Iikt og fleiri þurfti Kammersveit
Reykjavíkur að lúta veðurguðunum
og fresta tónleikum sínum. Og hvað
munar mann svo sem um að bíða
einn sólarhring þegar önnur eins
efnisskrá erborin fram.
Endastöð
Stundum er því haldið fram um
Kammersinfóníu Schönbergs, að um
hana gildi hið sama og borgina sem
hún var frumflutt í. Sagt er um Vín
að hún sé endastöö hins vestræna
heims og Kammersinfónían hefur af
mörgum verið nefnd Endapunktur
hinnar rómantísku tónlistar. Hvor-
ugt er að vísu nákvæmlega rétt, en
inniheldur nægilega mikinn sannleik
til að fáir nenna að mótmæla. Því
verður hins vegar alls ekki á móti
mælt að Kammersinfónían er með
erfiðustu verkum í flutningi, þar sem
hver hinna fimmtán radda um sig er
sólórödd, en þó er um leið krafist
samleiks af nákvæmustu gerð, fyrir
nú utan aö músíkin krefst ýtrustu
færni á hvert hljóöfæri. Hún er því
fremur sjaldheyrt verk á tónleikum
almennt.
Magnaður flutningur
Tvívegis hef ég heyrt hana leikna, í
bæði skiptin af stakri kunnáttusemi
og vandvirkni. En svo birtast menn
eins og Paul Zukofsky, sem keyra
hraðann upp til hins ýtrasta og leyfa
hæga innskotinu aö hljóma á fullu.
Tónlist
Éyjólfur Melsted
Og þá veröur Kammersinfónían að
ööru og meiru en kunnáttusamlega
sömdu og vandleiknu verki, sem
krefst allrar athygli manns. Hún
verður einnig að tilkomumiklu
virtúósastykki sem hrein unun er á
að hlýða. — Þetta var magnaöur
flutningur.
Áfram í sama dúr
Og eftir því sem á undan var geng-
iö fór um framhaldið. Þjóðdansamir
hans Lutoslawskys voru aödáanlega
leiknir. Kammersveitin minnist sjö-
tíu ára afmælis hans á verðugan hátt
og er fyrst til þess hér og vonandi
ekki ein um að gera þessu virta tón-
skáldi hærra undir höfði en ella. Ekki
hefði sakað að leyfa aö fljóta með
einhverju af verkunum sem Luto-
slawsky skrifaði fyrir sig og Panu-
fnik. Þótt margt af því sé ekki með
því merkilegra sem Lutoslawsky
hefur samið, eru þau stykki fyrir tvö
píanó Ijómandi dæmi um snjalla leið
til að gera sér hörmungar styr jaldar
léttbærari.
Að lokum, einhver skemmtilegasti
smáballett sem saminn hefur veriö,
Sköpun heimsins, eftir Darius Mil-
haud. Margir urðu til aö nefna verkið
vansköpun heimsins, en nú skilur
vart nokkur maður hvað í ósköpun-
um gat valdið hneykslan fyrir sextíu
árum. Flutningurinn var eilítið
þvingaöur en samt þokkafullur. En
Kammersveitin endurtók stykkið og
í seinna skiptið voru spilarar mun af-
slappaðri og tókst enn betur til. Af
reynslu væntir maður góðra tónleika
þegar Zukofsky stýrir Kammersveit-
inni. En sem betur fer er aldrei hægt
að bóka svo frábæran flutning sem
nú. Það gerir hlutina spennandi og
viðheldur því aö maður fái hrifist
þegar maður heyrir sérstaklega vel
gert, eins og á þessum tónleikum
Kammersveitarinnar.
EM
Söluhæstu bækurnar
— Dauðaf Ijótið og æviminningar Krist jáns Sveinssonar
Dauöafljótið eftir Alistair MacLean
er söluhæsta bókin um þessi áramót.
Önnur var bókin Æviminningar Kristj-
áns Sveinssonar augnlæknis, skráð af
Gylfa Gröndal, en hún var söluhæst í
desember 1982.
Félag íslenskra bókaútgefenda
gekkst fyrir könnun á bóksölu, í sam-
vinnu við bóksala í 15 bókaverslunum
víðs vegar um landið. Alls voru geröar
fimm kannanir á tímabilinu frá 1.
nóvember 1982 — 4. janúar 1983.
Þriðja söluhæsta bókin var Bréfin
hans Þórbergs, fjórða Kvistir í lífs-
trénu,- samtalsþættir eftir Áma John-
sen. Persónur og leikendur eftir Pétur
Gunnarsson var 5. söluhæsta bókin,
Hverju svarar læknirinn sjötta og Seld
norðurljós, eftir Bjöm Th. Bjömsson,
varsjöunda söluhæsta bókin.
Albert, bók Gunnars Gunnarssonar,
varð áttundá, Orðabók um slangur eft-
ir Mörð Ámason, Svavar Sigmundsson
og örnólf Thorsson var níunda sölu-
hæsta bókin og Bermudaþríhymingur-
innsútíunda.
Söluhæsta bamabókin ber heitið 555
gátur, önnur varð bókin Mömmustrák-
ur eftir Guöna Kolbeinsson. Þá eru það
bækumar um Lukku Láka og Sval og
félaga. Fimmta söluhæsta unglinga-
bókin er eftir Andrés Indriðason og ber
heitið Viltu byrja með mér?
Bókaverslanir sem tóku þátt í könn-
uninni eru Bókaverslun Sigfúsar
'Eymundssonar, Máls og menningar,
Isafoldar, bókabúðin Embla og Olivers
í Hafnarfirði, Kaupfélag Borgfirðinga,
Austur-Skaftfellinga og Kaupfélag
Arnesinga. Bókaverslun Jónasar Isa-
firði, Brynjars Sauðárkróki, Jónasar
Akureyri, Þórarins Húsavík, Höskuld-
ar Neskaupstaö, einnigBókabúð Kefla-
víkur og Bókabúöin Heiðarvegi 9, Vest-
mannaeyjum. -RR
23
i INNFLYTJANDIOSKAST
fyrir sóluð vörubíladekk. .
Svar sendist til:
Steinfalk AB,
Box 4004, S 42104,
V-Frölunda,
Sverige.
FRAMHALDS-
AÐALFUNDUR
HAIMDKIMATTLEIKSDEILDAR FRAM
verður haldinn í Framheimilinu þriðjudaginn 18.
janúar kl. 20.
STJÓRNIIM.
Útsalan
hófst i dag
Fataverslun
fjölskyldunnar hf.
Hamraborg 14, 200 Kópavogi
sími 46080.
JUDO
|Ný byrjendanámskeið hefjast 17. janúar.
Kodokan
Goshin Jutsu
Sjálfsvarnartímar fyrir kvenfólk og karla. Kennari er
Yoshihiko lura Kokodan 5. Dan.
Innritun og upþlýsingar í síma 83295 alla
virka daga frá kl. 13-22.
JÚDÓDEILD ÁRMANNS Ármúla 32.