Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Síða 27
DV. FIMMTUDAGUR13. JANUAR1983. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn utaf kaffistandi Þegar áramótaskaup sjónvarpsins var tekið upp buðu aðstandendur nokkrum tugum gesta til þess að líf- tryggja skaupið. Þar sem upptakan varð ekki hrist fram úr erminni þótti af mannúðarástæöum óhjá- kvæmilegt að gefa gestunum minnst kaffi og kökur í miðju kafi. Var enda búist við að f jör þeirra dofnaði ella, þegar teygðist i klukkutímana án næringar, í hita og svita sviðsljósauna. En ekki hlaut þessi hug- mynd náð fyrir augum aðal- kontórstjóra, sem vísuöu kaffiboðinu algerlega frá sér og kváðu það eins og annað viðkomandi skaupinu í verka- hring og á ábyrgð LSD. Lista- og skemmtideild varð því að str júka upp siðustu aurana af kistubotninum fyrir kaffi og kökum. Segir sagan að hvort tveggja hafi síðan verið skráð á liðinn „leikmunir”. Enn eru áramót Fyrir hálfum mánuði voru áramót á dagatalinu og sam- kvæmt gamalii venju voru þá flutt áramótaávörp. For- sætisráðherra, útvarþsstjóri og forsetí Isiands voru auðvitað mest í sviðsl jósinu. Nú er komið í ljós að eitt áramótaávarp er eftir. En samkvæmt auglýsingum um mikið samkvæmi í Broadway annað kvöld flytur Ingólfur Guðbrandsson þar áramótaá- varp. Eftir þessu er lengi hægt að halda áramót og halda upp á áramót. Það þarf því eng- ínn að fara í áramótaköttinn með ávarpið sitt. Veðurvitar á Suðurlandi Sunniendingar voru farnir að lita á illviðrið og fann- fergið sem álög fyrir fram- bjóðendur í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins. Annaðhvort hættu frambjóðendur funda- brölti sínu út um allar trissur í jólasveinarunu ellegar Suðurland fennti í kaf. Síðan stytti upp, enda hafa máttarvöldin vafalaust séð að sjálfstæöismönnum á Suðurlandi yrði ekki komið saman, hvorki með góðu né illu. Frambjóðendur hafa því tekið gleði sina og halda fundi hver fyrir sig með pompi og prakt. Ekki telst þó öruggt að lygnt hafi og stytt alveg upp innra með sunnlenskum s jálf- stæðismönnum. Nema síður sé, eins og fyrr sagði. Götuskrá fyrir flokkana Götu-simaskrá fyrir Reykjavik og nágrenni er mikið þarfaþing, vegna margvíslegra samskipta. Nú er til slík skrá síðan i vor er leið, en næst þar áður var gefin út skrá snemma á árinu 1978. Þegar skráin kom nú síðast þótti mörgum langt liðið á milli skráa, enda úr- eldast allar símaskrár frekar fljótt vegna mikilla flutninga og tilfæringa hjá fólki og fyrirtækjum. Ef það er tilviljun þá er hún óneitanlega merkileg, en bæði 1978 og 1982 var kosið til sveitarstjórna á höfuðborgar- svæðinu og þá einmitt kom götu-símaskráin út. Rétt eins og hún væri gefin út fyrir kosningasmala flokkanna. Vonandi vill ekki svo til að næsta götu-símaskrá komi ekki út fyrr en 1986. Umsjón: iHerbert Guðmundsson Óska eftir að kaupa veitingastað í eigin húsnæði eða leighús- næði. Tilboð sendist afgreiðslu DV, Þverholti 11, fyrir 18. jan. nk. merkt „Veitingarekstur”. Verslunar - og iðnaðarhúsnæði óskast \ Vantar sem fyrst gott húsnæði, 250— 300 ferm, á jarðhæð með góðum innkeyrslu- dyrum. Upplýsingar í síma 66627. ÞÚ FÆRÐ PERMANENTIÐ HJÁOKKUR HÁRGREIÐSLUSTOFAN Sími 22138 ÓÐINSGÖTU 2 Stór- heildsöluútsa/an stendur nú sem hæst Opnum 1 fyrsta skipti vörulager okkar fyrir almenning að Bröttugötu 3 B (Grjótaþorpi) (gegnt Fjalakettinum, Aðalstræti 8). Talcið eftir: Það eru örfáir dagar eftir til að gera reyfarakaup á fatn- aði á alla fjölskylduna. Buxur Skyrtur Peysur Verð f rá kr. Verð frá kr. Verð frá kr. 100 50 50 Bolir Jakkar Verð frá kr. Verð frá kr. 50 100 og ótalmargt f leira íf Ath. Höfum opið laugardag tilkl. 18. Stórútsölutilboð sem þú getur ekki staðist. HERLUF CLAUSEN, heildverslun, Bröttugötu 3B fmóti Fjalakettinum v. Aðalstræti) Grjótaþorpi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.