Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Side 28
32
DV. FIMMTUDAGUR13. JANUAR1983.
Andlát
Jóhanna Ögmundsdóttlr lést 1. janúar.
Hún var fædd í Olafsvík 3. jiilí 1919,
dóttir hjónanna Hermaníu Jónsdóttur
og Ögmundar Jóhannessonar. Eftirlif-
andi eiginmaöur Jóhönnu er Runólfur
Kristjánsson. Þau hjónin eignuðust
fjóra syni. ÍJtför Jóhönnu verður gerð
frá Hallgrímskirkju í dag kl. 13.30.
Margrét G. Guðmundsdóttir lést 5.
janúar. Hún var fædd 2. febrúar 1924.
Foreldrar hennar voru Guðmundur
Kr. Halldórsson og Vigdís Jónsdóttir.
Margrét giftist aldrei en bjó meö for-
eldrum sínum og systur að Grundar-
stíg 5 allt sitt líf. Síðustu árin starfaöi
hún á póstgíróstofunni. tJtför Margrét-
ar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag
kl. 13.30.
Agnar Líndal Hannesson, Hrefnugötu
1, lést í Landakotsspítala mánudaginn
10. janúar.
Þórarinn Kristjánsson frá Dalvík lést
aökvöldill. jan.
Kristín Lúðvíksdóttir, Skagabraut 26
Akranesi, verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 14. jan. kl.
10.30.
Guðmundur Gislason frá Kambsnesi
verður jarösunginn laugardaginn 15.
janúar kl. 14 frá Hjaröarholti í Dölum.
Annilíus B. Jónsson, Hraunteigi 15,
sem lést í Landakotsspítala 31. desem-
ber, verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kapellu föstudaginn 14. janúar kl. 15.
Hannes Sölvason, Fossvegi 27 Siglu-
firöi, veröur jarösunginn frá Siglu-
fjarðarkirkju 13. janúar kl. 14.
Hermundur V. Tómasson, Bústaöa-
vegi 93, er lést 6. janúar, verður jarö-
sunginn frá Bústaöakirkju föstudaginn
14. janúarkl. 13.30.
Kristjana Margrét Sigmundsdóttir frá
Isafirði, sem lést á heimili dóttur
sinnar aö Elliðavöllum 11 6. janúar
síöastliöinn, verður jarösungin frá
Keflavíkurkirkju föstudaginn 14.
janúarkl. 14.
Þórdís Þorleifsdóttir frá Ásgaröi,
Grundarfirði, verður jarðsungin frá
Grundarfjaröarkirkju laugardaginn
15. janúar kl. 13. Ferö frá Umferðar-
miðstöðinni föstudaginn 14. janúar kl.
14.
Friðrik Guönason fulltrúi, Lindargötu
44b Reykjavík, verður jarösunginn frá
Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
14. janúarkl. 15.
Kristján Ásgeir Ásgeirsson húsa-
smíðameistari, Miövangi 121, veröur
jarösunginn frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 13. janúar kl. 15.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 103., 107. og 111. tölublaði Lögbirtingablaös 1982 á
fasteigninni Dalberg, Djúpavogi, þingl. eign Leiguíbúðanefndar
Búlandshrepps, talin eign Hjartar Ásgeirssonar, fer fram samkvæmt
kröfu Guðjóns Armanns Jónssonar og innheimtu ríkissjóðs á eigninni
sjálfri fimmtudaginn 20. janúar 1983 kl. 14.
Sýslumaðurinn í S-Múlasýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 103., 107. og 111. tölublaöi Lögbirtingablaðs 1982 á
fasteigninni Hamarsgötu 25, Fáskrúðsfirði, þingl. eign Jóns B. Kára-
sonar, fer fram samkvæmt kröfu Jóns Magnússonar hdl. og fleiri lög-
manna á eigninni sjálfri miðvikudaginn 19. jan. 1983, kl. 10 árdegis.
Sýslumaðurinn í S-Múlasýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 103., 107. og 111. tölublaði. Lögbirtingablaðs 1982 á
fasteigninni Bólstað, efri hæð, Reyðarfirði, þingl. eign Björgvins
Bergssonar og fleiri, fer fram samkvæmt kröfu Tryggingastofnunar
ríkisins á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 18. jan. 1983, kl. 14.
Sýslumaöurinn í S-Múlasýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 103., 107. og 111. tölublaði Lögbirtingarblaðs 1982 á
Söltunarhúsi, Hafnargötu 33 Fáskrúðsfirði, þingl. eign Pólarsíldar hf.,
fer fram samkvæmt kröfu Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. á eigninni
sjálfri miðvikudaginn 19. jan. 1983, kl. 11 árdegis.
Sýslumaðurinn í S-Múlasýslu.
SKRIFSTOFUSTARF
Laust er til umsóknar starf á skrifstofu Dalvíkur-
bæjar.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar nk.
Umsóknum skal skilað til undirritaðs, sem —
ásamt bæjarritara veitir allar nánari
upplýsingar. Bæjarstjórinn Dalvik.
í gærkvöldi í gærkvöldi
Að gleypa í sig hvert orð
Það var meö mikilli eftirvæntingu
sem ég beiö viötalsins við Gabríel
Garcia Marquez. Vegna tilhlökkunar
fóru sjónvarpsfréttimar mikið til
fram hjá mér; þó vil ég óska bless-
uöum rostungnum allra heilla.
Og svo var þaö Gabríel. Eftir allt
sem maöur hefur lesið um hann og
eftir hann var löngu orðið tímabært
að heyra í honum. Mér þótti góö ráð-
stöfun að láta skáldjöfurinn tala ein-
an og ótruflaðan og var ekki annaö
aö sjá en hann nyti sín vel. Þýöing
Sonju Diego var hin ágætasta.
Þaö er skemmst frá því að segja að
frásagnarmáti Marquez kom öldung-
is heim og saman við hrynjandina i
sögunum. Að minnsta kosti varö ég
var við þessa tilfinningu, maður
gleypir í sig hvert orö. Frásagnar-
gáfan er honum í blóö borin og þaö
var auðvelt að ímynda sér hann í
hópi þeirra persóna sem hann hefur
skapað. Ég get vel fallist á þá tilgátu
Marquez að Norðurlandaþjóðimar
séu minni rökhyggjuþjóðir en þær
sem byggja meginland Evrópu. Trú-
lega myndu þó einhverjir vilja eigna
Islendingum einum þá eiginleika er
hann minntist á, eða hvaö?
Tvennt enn: það var skrýtiö aö sjá
skáldið aka bíl, meira aö segja sagöi
hann aö sér þætti það gaman! Atrið-
in sem skotið var inni í milli, þóttu
mér einkum áhrifamikil vegna tón-
listarinnar sem þar dunaði undir.
Nú þóttist ég saddur fjölmiðla í
bili, en viti menn: úr útvarpinu barst
þessi mikilfenglega sinfóníutónþst.
Eg velti því mikið fyrir mér hver
gæti hafa samiö jafn aðlaðandi verk,
jafn ferlega smart músík. Þaö
reyndist vera Sjostakovitsj. Og svei
mér þá ef ég á ekki eftir að hlusta
meira á hann á næstunni. Þaö dygöi
kannski tii aö koma manni á sporið í
klassíkinni, loksins?
Pétur Ástvaldsson
Aðalfundir
Karlakór Reykjavíkur
heldur aöalfund laugardaginn 15. janúar að
Freyjugötu 14 og hefst hann kl. 14. Venjuleg
aöalfundárstörf.
Stjórnin.
Ferðalög
Frá Ferðafélagi
íslands
Dagsferðir sunnudaginn 16. janúar:
Kl. 13.00 — Skíðagönguferö í Bláfjöll.
Fararstjóri: Guömundur Pétursson.
Verökr. 100.
Fariö frá Umferöarmiöstöðinni, austan-
megin. Farmiöar við bíl. Njótiö. útiverunnar
hlýlega klædd.
íþróttir
Skíðakennsla á
Miklatúni
Skíðaráð Reykjavíkur og Skiðafélag Reykja-
víkur efna til skíðakennslu á Miklatúni og
verður kennt í dag frá kl. 18 til 19 og á morgun
á sama tíma. Kennt verður á laugardag og
sunnudag kl. 14 til 16.
Afmælismót Fram í
innanhússknattspyrnu
Afmælismót Fram í innanhúsknattspymu
verður haldið í Laugardalshöllinni á sunnu-
daginn og keppt verður þar í öllum flokkum.
Keppnin hefst kl. 9.30 með leik Vals og
Víkingsí6. flokki.
Dagskrá afmælismótsins veröur sem hér
segir:
kl. 9.30,6. fl., Valur—Víkingur
kl. 9.42,6. fl., KR—Fram
kl. 9.54,5. fl., Valur—KR
kl. 10.06,5. fl., Þróttur—Fram
kl. 10.18,6. fl. Víkingur—Fram
kl. 10.30,6. fl., Valur—KR
kl. 10.42,5. fl., KR—Fram
kl. 10.54,5. fl., Valur—Þróttur
kl. 11.06,6.fl.,KR—Víkingur
kl. 11.18,6. fl., Fram—Valur
kl. 11.30,5. fl., Þróttur—KR
kl. 11.42,5. f]., Fram—Valur
kl. 12.00,4. fl„ KR—Haukar
kl. 12.15,4. fl„ Þróttur—Fram
kl. 12.30,3. fl„ KR-IR
kl. 12.50,3. fl„ Valur—Fram
kl. 13.10,4. fl„ Haukar—Fram
kl. 13.25,4. fl„ KR-Þróttur
kl. 13.40,3. fl. IR-Fram
kl. 14.00,3. H. KR—Valur
kl. 14.20,4. n„ Þróttur—Haukar
kl. 14.35,4. n. Fram—KR
kl. 14.50,3. n„ Valur—ÍR
kl. 15.10,3. n„ Fram-KR
kl. 15.30,2. H„ Þróttur—IR
kl. 15.50,2. fl„ Víkingur—Fram
kl. 16.15,2„n„lR-Fram
kl. 16.35,2. n„ Þróttur—Víkingur
kl. 17.00,2. n. Víkingur—IR
kl. 17.20,2. n„ Fram—Þróttur
Meistaraflokkur
A-riðill
Víkingur,
Þrótur,
Fram og
Fylkir
kl. 18.00, A, Víkingur—Fylkir
kl. 18.23, A, Þróttur—Fram
kl. 18.46, B, Valur-KR
kl. 19.09, B, UBK-Fram B
kl. 19.32, A, Fylkir—Fram
kl. 19.55, A, Víkingur—Þróttur
kl. 20.18, B,KR—FramB
kl. 20.41, B, Valur-UBK
kl. 21.04, A, Þróttur—Fylkir
kl. 21.27, A, Fram—Víkingur
kl. 21.50, B.UBK-KR
kl. 22.36 Urslitaleikur A—B
Kvikmyndir
Myndasyrpa í MÍR
Vegna illviöris og ófærðar sl. sunnudag féll
kvikmyndasýningin, sem þá var ráðgerð í
MlR-salnum, Lindargötu 48, niður. Þær
myndir sem þá átti að sýna (m.a. teiknimynd
við tónlist eftir Tsjækovskí og heimildarmynd
um skáldið Tolstoj) verða sýndar á sunnudag-
inn kemur, 16. janúar, kl. 16. Aðgangur er öll-
um heimill.
Hannibal Valdimarsson, fyrrv. ráö-
herra og forseti ASI, er áttræður í dag,
fimmtudaginn 13. janúar.
Vegna sjúkrahúsdvalar þessa
dagana getur hann ekki veitt viötöku
vinum og vandamönnum sem heföu
viljaö samfagna honum á áttræöis-
afmælinu.
Hann hefur hins vegar fullan hug á
aö gera þaö innan skamms. Það
verður auglýst sérstaklega síöar.
Tilkynningar
—*
Börn og unglingar í
fóstri
Bændaskólinn á Hvanneyri hefur gefið út rit
eftir Björn S. Stefánsson, dr. scient., um börn
og unglingaí fóstri (fjölritnr. 43/1982). Erþar
gerö grein fyrir vistun bágstaddra barna á
stofnunum og heimilum og sumardvöl venju-
legra bama í sveit og viðhorfum sveitafólks
og starfsfólks félagsmálastofnana til þeirra
mála. Athugað var hvernig landbúnaðinn
mætti skipuleggja í þágu barna.
Samstarfsráð Norðurlanda um afbrota-
fræði lagði fram fé til verksins og sömuleiðis
Stéttarsamband bænda og félagsmálastofnun
Kópavogsbæjar.
Sameining sveitarfélaga
Bændaskólinn á Hvanneyri hefur gefið út tvö
rit eftir Björn S. Stefánsson, dr. scient., um
sveitarstjórnarmál. 1 öðru þeirra, Hrepp-
stjórn og héraðsstjórn, er greint frá starfsemi
sveitahreppa, atvinnurekstri sveitarfélaga í
þéttbýli og strjálbýli, starfsemi sýslufélaga
og samstarfi sveitarfélaga (fjölrit nr.
41/1982).
I hinu ritinu, Nýskipan sveitarstjórnar á Is-
landi — tilraunir og árangur (fjölrit nr
42/1982), er fjallaö um stækkun sveitarfélaga
sem verið hefur á dagskrá undanfama þrjá
áratugi, þar sem markmiðið hefur verið svo
stór sveitarfélög að fela mætti þeim verkefni
sem ríkið hefur með höndum, og hvernig ekki
hefur tekist að benda á þá gerð sveitarfélaga
sem heppileg væri að þessu leyti.
Verkið var unnið á vegum stjórnmálafræði-
sambands Norðurlanda með fjárstyrk úr
Vísindasjóði og menningarmálasjóði Norður-
landa og í samstarfi við stjórnmálafræðinga á
Norðurlöndum sem fjölluðu um skyld mál í
sínum löndum, tveir frá hverju landi.
Gulbröndóttur högni
fannst á Laugaveginum
Gulbröndóttur högni með hvíta bringu og fæt-
ur, mjög gæfur og góður, er í óskilum á
Laugavegi 138 síðan í gær.
Upplýsingar í síma 17519 eða hjá kattavina-
félaginu í síma 14594.
Samstilling
Samstilling, félag áhugamanna um söng og
skemmtun, hefur það markmið að fólk komi
saman og syngi og skemmti sér á óþvingaðan
hátt. Öllum er heimil þátttaka í félaginu.
Láttu sjá þig fimmtudagskvöldið 13. jan. kl.
20.30 í kaffiteríu Hótel Heklu.
Ljósmyndasýning í
Bókasafni Kópavogs
Nú stendur yfir sýning á ljósmyndum Sigurð-
ar Þorgeirssonar sem lærði í London en hefur
unnið að list sinni í París. Sýningin mun
standa tii 17. janúar.
Kvennaathvarf
Opið allan sólarhringinn, sími 21205. Húsa-
skjól og aðstoö fyrir konur sem beittar hafa
verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir
nauðgun.
Vikulegar samkomur
Hjálpræðishersins
Mánudagakl. 16: heimilasamband,
þriðjudagakl. 20: biblíulestur og bæn,
fimmtudaga kl. 17.30: drengja- og
stúlknafundir,
fimmtudaga kl. 20.30: almenn samkoma,
laugardaga kl. 14: laugardagaskóli í Hóla-
brekkuskóla,
sunnudagakl. 10.30: sunnudagaskóli,
sunnudagakl. 20: bæn,
sunnudaga kl. 20.30: hjálpræðissamkoma.
Verið ætíð velkomin.
Happdrætti
Dregið í Happ-
drætti Breiða-
bliks
Dregið hefur veriö í Happdrætti Knatt-
spyrnudeildar Breiöabliks og komu
vinningar ó eftirtalin númer:
Nr.369 Fiat bifreiö
Nr. 2559 Feröavinningur f. 2 til
Amsterdam.
Nr. 2558 Vöruúttekt í Pelsinum.
Nr. 2518 Metabo borvél.
Nr. 1333 Timexúr.
Nr. 1313 Timex úr
Nr. 2991 Demantshringur frá Gull og
silfur.
Nr. 2419 Vöruúttekt í Hreiörinu.
Nr. 262 Vöruúttekt í Sportborg.
Nr. 3951 Vöruúttekt í Vedu.
Aukavinningar:
Nr. 368 Vöruúttekt í Kaupgarði.
Nr. 370 Kvöldverður f. 2 á Hótel Loft-
leiöum.
Leiðrétting
Þau mistök urðu í blaöinu í gær að
með ritdómi um Rangvellingabók eftir
Valgeir Sigurösson á Þingskálum var
birt röng mynd. Myndin var af Valgeir
Sigurössyni, skjalaveröi Alþingis. Eru
hlutaöeigendur beönir velvirðingar á
þessum mistökum.
B-riöill:
Valur,
UBK,
Fram B. og
KR.