Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Síða 32
36
DV. FIMMTUDAGUR13. JANUAR1983.
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
Vélbundin bók sjaldan
eins vönduð og handbundin
— bókband -dægradvölsemskilar
andlegum og ef nislegum arði
Islendingar eru sagðir mesta
bókaþjóð í heimi, að minnsta kosti
þegar þeir segja sjálfir frá. Hvort
tveggja er að bókaútgáfa er mikil hér
og einnig hitt að mjög margir safna
bókum kerfisbundið og er jafnvel legiö
á hálsi fyrir að meta bækurnar fyrst og
fremst eftir útliti en ekki innihaldi. En
ekki má gleyma því að til lítils er að
eiga góða bók ef ekki er hægt aö lesa
hana nema örsjaldan vegna þess
hversu illa bókin er bundin inn. I
spjalli viö Harald Matthíasson hér á
opnunni, mikinn bókamann, kemur
fram að honum fannst nánast nauðsyn
að binda inn margt af sínum bókum
bæði til að verja þær skemmdum og til
að hafa saman í góðu bandi verk sem
annars væri á tvist og bast í mörgum
bindum og heftum. Sem sagt í góðu
bókbandi felst bæöi gagn og gaman.
Gagn, því að meiri ending verður í
góðri lesningu og jafnframt eykur
þetta verðmætiuð. Gaman, því vinnan
veitir ánægju, virkar sem vítamín-
sprauta á fegurðarskynið og eins og
vanur áhugabókbindari orðaði það:
„Gott bókband er eins og franskt eöal-
vín.”
En því þá að handbinda þegar má
vélbinda? Kunnáttumenn halda því
fram að vélband sé aldrei eins vandaö
og handband. Tilamunda er því haldið
fram að kilimir skælist fremur í vél-
bundinni bók nema til komi extra
styrking í kjölinn. Að vísu er hægt að
bjarga skældum kili meö því aö fletta
bókinni aftan frá og strjúka yfir
opnurnar um leið. En það er önnur
saga.
En hvernig handbindur maður bók?
Einar Helgason lýsti því fyrir mér.
„Fyrst er bókin leyst upp og sauma-
skapur og lím hreinsað úr. Því næst er
gengið frá kápunni. Þá eru búin til
saurblöö og sagaö inn fyrir kappa-
bindum. Eftir tilheyrandi pressu er
bókin saumuð inn. Að loknum sauma-
skapnum er stíg lamið úr (stíg: þykkt-
armunur á kili og bókinni að framan.)
Síðan eru kappar strekktir og tættir,
límdir miðar á grunnfaldsbandi á
spjaldlista en dregnir inn undir hann á
djúpfallsbandi. Síðan eru saurblaðs-
listar límdir niöur og kjölur límborinn.
Og þá er bókin tilbúin undir skurö.
Bókin er lituð, skorin, rúnnuð og
spjölduð. Ef um grunnfallsband er aö
ræða er kjölkragi og pappír límdur á
kjölinn fyrir spjöldun ásamt
lauskilinum. En í djúpfallsbandi er
limt á kjöl eftir spjöldun. I grunnfalls-
bandi er oftast bundið í svokallaða
rexín. En í djúpfallsbandi er yfirleitt
notað skinnband. Skinnið er þynnt á
jöðrunum. Og þegar skinnið er komið í
hom og kjöl er klæðning sett á
hliðarnar og því næst skorinn til
rammi innan á. Svo er límdur á fals-
listinn og gengið frá saurblöðunum. Að
síðustu er bókin pressuð léttri pressu
yfirnótt.
Þannig er nú þaö. Ég set þessa verk-
lýsingu ekki hér vegna þess að ég
ætlist til aö hinn almenni lesandi skilji
nákvæmlega um hvað er rætt, heldur
til þess að gefa nokkra mynd af því
hversu margþætt og strembið
bókband getur verið. En áhugamenn
segja mér að þegar yfir byrjunar-
örðugleika er komið og iðkandinn
farinn að ná árangri sé vart völ á betri
dægradvöl.
Til að kynnast áhugabókbindurum
héldum við á fund Einars Helgasonar
og harðsnúins liðs áhugamanna sem
hann leiöbeinir í Myndlista- og hand-
iöaskólanum.
Það eru mörg handtökin sem þarf til að binda eina bók.
Bókband
Texti: Ámi Snævarr
Myndir. Bjarnleifur Bjarnleifsson
„36 bindi
ogallt
íóasís-
skinni!”
Inni á verkstæði bókbands á efstu yfir Skólavörðuholtið var þó ein af
hæöinni í Myndlista- og handíðaskól- yngri kynslóðinni, var um það bil
anum ræddi blaðamaður DV við fólk tveimur áratugum yngri en aðrir bók-
sem var að binda inn bækur og blöð bindarar á staönum.
undir handleiðslu Einars. A þeim tíma
sem DV menn mættu milli 2 og 4 Greinilegt var að þarna var
á gráum mánudagseftirmiðdegi voru nákvæmnisverk unnið og rösklega
aöallega eldri borgarar að binda inn. gengið til verks. Nokkrar bækur mátti
Uti við glugga þar sem gott útsýni var sjá, nánast frágengnar.
— Ema Hansen, hvað ertu að fást
við núna?
„Eg er aö setja kjölinn í Islenska
sagnaþætti og þjóðsögur eftir Guðna
Jónsson. Annars var ég aö klára að
setja íslenska læknablaöið — öll blööin
fráupphafi íband.”
— Er langt síðan þú byrjaðir i bók-
bandstímum?
„Eg er á þriðja ári, en margir héma
hafa verið lengur. Það má segja að ég
sé í þessu vegna þess að ég er ein af
þeim sem er með námskeiöadellu og
hef áhuga á öllu sem kalla má handa-'
vinnu. Tengdafaöir minn byrjaði
raunar að kenna mér bókband fyrir tíu
árum en í það skiptiö varð ekki míkið
úr því. En síðan ákvaö ég að taka upp
þráðinn á ný og er nú búin að vera á
þriðja ár eins og ég sagði. Já, það er
ósköp skemmtilegt að vera í bókbandi
og ekki er þaö verra að hér eru góðir
kennarar og skemmtilegt fólk með
méríþessu.”
— Þú segist vera með námskeiða-
dellu, — tekurðu þátt í einhverjum
öðrum námskeiðum þessa stundina?
„Nei, ég er ekki í neinu öðru í
«C
Bma var í óðaönn að fullgara kjöl-
inn á íslenskum sagnaþáttum og
þjóðsögum.