Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Page 36
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33
SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLTI 11
86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983.
Samband dýraverndunarfélaga íslands:
Kærir vegna útigöngu
kinda á Patreksfirði
sagt að nokkrar kindur haf i f undist dauðar
Vestmannaeyjar:
Strandaði
í innsigl-
ingunni
— varekki meðhafn-
sögumann um borð
Japanska flutningaskipiö Star Ling
frá Tokyo strandaöi rétt fyrir innan
syöri hafnargaröinn í Vestmannaeyj-
um á móts viö loðnuþrær Fiskimjöls-
verksmiöju Einars Sigurössonar.
Lóösinum tókst aö ná skipinu á flot aft-
ur skömmu síðar.
Þegar skipið kom til Eyja var hafn-
sögumaöur ekki tekinn um borö eins og
venja er til h já erlendum skipum. Þess
í staö fylgdi þaö á eftir Herjólfi, sem
var á leið inn til hafnar. Ekki tókst
skipverjum þó aö fara sömu leiö og
Herjóifur og sigldu of sunnarlega í
innsiglingarrennuna og tók skipiö niöri
á sandgrynningum.
Flóö var þegar þetta gerðist og því
tókst vel til er lóðsinn kom á vettvang
og dró skipiö á flot.
Star Ling var að koma til Eyja til aö
lesta fryst karfaflök. -JGH
Skattframtöl-
in á næstunni
Landsmenn mega fara aö eiga von á
glaöningi í póstkassa sína. Skattfram-
tölunum verður dreift núna á næst-
unni. Aö sögn Kristjáns Aðalbjöms-
sonar á skrifstofu ríkisskattstjóra er
hugsanlegt aö byrjaö veröi aö bera
framtölin út strax í næstu viku. Skila-
frestur rennur siðan út samkvæmt lög-
um þann 15. febrúar.
DS
HANNIBAL
ÁTTRÆÐUR
Hannibal Valdimarsson er áttræöurí
dag. Hann er fæddur aö Fremri-Arnar-
dal í Eyrarhreppi, kvæntur Sólveigu
Olafsdóttur frá Strandseljum.
Þingmennsku gegndi Hannibal um
árabii fyrir Alþýðuflokkinn, Alþýðu-
bandalagiö, samtök frjálslyndra og
vinstri manna og um tíma var hann
jafnframt formaður þeirra allra. For-
seti Alþýöusambands Islands var hann
frá 1954—1971, þá var hann einnig fé-
lags- og heilbrigöisráöherra í tvö
ár. Samgöngu- og félagsmálaráöherra
varö Hannibal áriö 1971 og gegndi því
starfiítvöár. -rr
LOKI
Er ekki rótt að dr.
Thoroddsen skreppi
vestur og beri kennsl á
fyrrum samferðamann
sinn, Valla víðförla?
Samband dýravemdunarfélaga Is-
lands sendi sýslumanninum í Barða-
strandarsýslu nýlega kæru þar sem
krafist er opinberrar rannsóknar á
útigöngu kinda á Patreksfiröi. Aö
sögn Jörundar Sörensen, formanns
sambandsins, er farið fram á að at-
hugað veröi hvort ákveðinn aöili hafi
gerst brotlegur við dýraverndunar-
lögin. Akvæði em þar um aö skepnur
eigi aö haf a hús og f óöur.
Samkvæmt heimildum DV hafa
milli 20 og 30 kindur veriö hiröulaus-
ar á útigöngu í hlíðinni utan við
Patreksf jörð. Eru þær frá eyðibýlinu
Raknadal en eigandinn býr í þorpinu
og vinnur þar. Mun svona hafa geng-
iö til ámm saman. Engin beit er
nokkurs staöar, hvorki í hlíðinni né
fjörunni fyrir neðan og er sagt að trú-
lega hafi kindurnar lítið sem ekkert
haft ofan í sig síðan fyrir jól. Nokkr-
ar kindur eiga aö hafa fundist
dauöar en aö sögn Stefáns Skarphéð-
inssonar sýslumanns hefur hann
ekki fengið staðfestingu á því. Hins
vegar var honum kunnugt um aö eig-
andinn haföi dregið kindur úr fönn,
illahaldnar.
Stefán sagðist s jálfur hafa leitað til
Dýraverndunarfélagsins vegna
kvartana sem sér heföu borist um
ásetning á fé umfram heybirgöir.
Muni hann kanna máliö sjálfstætt og
sé niðurstöðu að vænta næstu daga.
JBH
Á þriöjudaginn kom hingaö tillands flugvél af gerðinni Fokker Wolf
Piagio 149D, sem Aöur var i þjónustu þýska flughersins. Vólin er
keypt hingaö tH lands frá Belgiu og er i eigu Haraldar Snæhólm og
Marvins Friörikssonar.
Fokker-vólin er fjögurra sæta. Hún var óður notuð sem þjálfunarvól
fyrir þýska flugherinn. Vólin er smiðuð i Bremen árið 1960. Hun er
búin 270 hestafla mótor og með þriggja biaða skiptiskrúfu. Meðal-
hraði hennar er um 120 hnútar á klukkustund. ÓEF/DV-mynd EO
Skólanesti sent (skóla
í fyrsta sinn
„Fyrsta nestissendingln fór í skól-
ana fjóra í morgun, en umræöa og
undirbúningur hafa staðið yfir í
nærri tvöár,”sagðiOddurHelgason,
sölustjóri hjá Mjókursamsölunni, í
viðtali viö DV (gær. Síðastliðið haust
var gengið frá samkomulagi milli
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og
Mjólkursamsölunnar um daglegt
skólanesti fyrir nemendur i fjórum
skólum í Reykjavík. Skólanestið var
sent út í gær í fyrsta sinn í Lauga-
lækjar-, Lgngholts-, Austurbæjar- og
Seljaskóla.
„Tilgangur meö skólanestinu er
tviþættur,” sagði Oddur Helgason
ennfremur „Fyrst og fremst vakir
fyrir mönnum að nemendur fái holl-
an og næringarrikan mat og einnig
aö gera skóladag nemenda samfelld-
an. Samiö var um að gera þessa til-
raun í haust og vonum við að þetta
gefistvel.”
„I morgun fengu nemendumir
floridana, jógúrt og tvær hálfar heil-
hveitibrauðsneiöar með góöu
áleggi,” sagði Þráinn Guðmundsson,
skólastjóri Laugalækjarskóla, þegar
haft var samband við hann i gær.
„Máltíðin kostar tuttugu og tvær
krónur. Tuttugu krónur fara til
mjókursamsölunnar, síðan hluti upp-
hæðarinnar til skólans og hluti til
nemendafélagsins. En nemendur
annast sjálfir dreifingu og sjá um
söluna. Fyrsti dagurinn gekk mjög
vel, krakkamir voru ánægðir.
Nokkru áöur en tilraunin hófst
kynntum við þetta mjög vel fyrir
nemendum og foreldrum. Fyrir
skömmu var mátíðum dreift í skól-
ana fjóra í eina viku, nemendum að
kostnaðarlausu, hver bekkur fékk
eina máltíö fría. Síöan komu
krakkarnir með tillögur og gerðar
voru smábreytingar og máltíðir
aölagaöar að þeirra smekk.
Mánaöarkort hafa krakkarnir keypt
og kosta þau kr. 420, og er sérstakt
nestisprógramm fyrir hvern skóla-
dag.”
Þráinn var spuröur um aðstööu í
skólunum f jórum fyrir nemendur til
aö snæða nestið sitt. Sagði hann
plássið misjafnt í skólunum en í
Laugalækjarskóla væri salur þar
sem nemendur gætu snætt nestið í
hádeginu.
Þeir voru báðir bjartsýnir, Oddur
Helgason og Þráinn Guðmundsson,
og vonuðu aö tilraunin gæfist vel.
Reynslan fram til vors sker úr um
það hvort allir nemendur í grunn-
skólum Reykja víkur eigi von á skóla-
nesti næsta vetur. Þá hillir undir
samfelldari skóladaghjá mörgum. ÞC