Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Blaðsíða 3
DV. MIÐVKUDAGUR19. JANUAR1983. 3 Flateyri: Fannfergi hamlar samgöngum Frá Sigríöi Sigursteinsdóttur á Flat- eyri: Ofært hefur verið milli Flateyrar og Þingeyrar frá því á gamlárskvöld. Snjórinn er orðinn svo mikill að ekki eru til tæki til að ryðja vegina. Á sunnudagskvöld kom snjóblásari með skipi frá Isafirði. Byrjað var strax að moka að olíubílnum og síðan farið að moka leið út úr plássinu. Unniö var fram á nótt og byrjað aftur klukkan 6 á mánudagsmorgni. Urðu menn að hætta á hádegi á mánu- dag því þá gerði vitlaust veður. Þá Grásleppuhrognaframleiðendur: Skuldir samtak- anna 4 milljónir Skuldir Samtaka grásleppuhrogna- framleiðenda nema nú um 4 milljónum króna að sögn Rögnvalds Einarssonar, stjórnarmanns í samtökunum. Samtökin héldu framhaldsaðalfund sinn um helgina og var ný sjö manna stjóm kosin á honum og lagðir fram reikningar fyrir árið 1981. Eignir félagsins eru metnar á rúmlega 2,2 milljónir króna og eru því skuldir um- fram eignir um 1.8, milliónir króna. Samtökin hafa leitað til stjórnvalda og fengið ákveðin vilyrði um fyrir- greiöslu, einkum til að losa einstakl- inga innan samtakanna undan persónulegum ábyrgðum að sögn Rögnvalds Einarssonar. Rögnvaldur sagði að rekja mætti ástæður fyrir fjárhagserfiðleikum sambandsins til 1981 er sambandið tók erlend lán til að kaupa tunnur sem það lánaði félagsmönnum sínum. Félagarnir áttu að greiða tunnurnar við útflutning en þaö ár brást salan og félagar gátu ekki greitt sambandinu fyrir tunnumar. Sambandið gat því ekki greitt lánið til baka og vegna óhagstæðrar gengisþróunar hækkuöu skuldir sambandsins í ísl. krónum. Rögnvaldur Einarsson sagði að stjórnin hefði fengið „ákveðin tilmæli um að leggja ekki að félögunum” sem skulduðu sambandinu. En aðaltekju- stofn sambandsins brást á liðnu ári er Alþingi samþykkti að rýra um helming þann hluta útflutningsgjalda á grásleppuhrogn sem sambandið hafði fengið fram að því. Aö auki brást afli og var aöeins 6 þúsund tonn í staö 12—15 í meðalári. Samtökin höfðu gerst hluthafar í fyrirtæki í Frakklandi „Icelamp” til að framleiða og selja kavíar. Áætlaö var að selja 600 tonn af hrognum beint til fyrirtækisins en frankinn féll og frönsku hluthafamir féllu frá því. Grá- sleppuhrognaframleiöendur áttu jafn- framt að senda út 60 tonn af kavíar, en Sölustofnun lagmetis, sem er eini aðil- inn hérlendis sem framleiðir kavíar, treysti sér ekki til að framleiða nema 20 tonn þótt verðið væri mun hærra en það sem sölustofnunin hefur hingað til fengið. Sölustofnunin hefur, til saman- buröar, selt 70 tonn af kavíar á árinu. Rögnvaldur sagði að sölustofnunin hefði neitað að greiða samtökunum umboðslaun fyrir 20 tonnin . -ás. höfðu aðeins verið mokaðir þrír kíló- metrar. Það var fyrst í gærmorgun sem veðrið gekk niður. Þurftu menn þá að byrja aftur aö moka allt það sem mok- að hafðiverið áöur. Flugvöllurinn var mddur á sunnu- dag en tepptist aftur á mánudag. Hingað hefur aðeins verið flogið tvo daga í janúar, þann sjöunda og áttunda. Erfitt mun reynast að halda völlunum í Holti og á Þingeyri opnum nema betri snjóruðningstæki komi til. Á sunnudag kom varðskip sem flutti farþega sem beðið höföu í viku á Flat- .eyri og flutti þá til Suðureyrar. Þar var ■þeim ekið út á flugvöll, en Amarflug hefur haldið uppi áætlunarflugi til Suðureyrar. Varðskipið tók síðan þá farþega sem komið höfðu fljúgandi frá Reykjavík og flutti til Flateyrar. Einnig fór varðskipið með nemendur að Núpsskóla. Margir nemenda þar hafa veriö fluttir sjóleiðina frá Þing- eyri og hafa síðan þurft aö ganga um tveggja kílómetra leið til skólans. Víöa er orðið olíulaust í sveitum og margar nauðsynjar aðrar em af skornumskammti. -PÁ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.