Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Blaðsíða 27
DV. MIÐVIKUDAGUR19. JANUAR1983. 31 Sandkorn Sandkorn Af stjörnuhimnin- um Kvikmynd þeirra Stuð- manna, „Með allt á hreinu”, gengur víst vel og ber þeim, sem vit hafa á sliku saman um að þetta sé hin besta mynd. Þá er því einnig fleygt að þeir hyggist ekki láta s tað- ar numið við þessa einu kvik- mynd, Stuömennimir, heldur eigi að gera aðra innan tíðar. Það skal ósagt látið, hvort það sé Uður i undirbúningi nýrrar myndar, en einn Stuð- manna, Valgeir Guðjónsson, sem verið hefur forstöðu- maður æskulýðsmiðstöðvar- innar Ársels, hefur sagt því starfi sinu lausu. Mun starfs- tími hans þar renna át þann fyrsta febrúar næstkomandi. Minnísleysi kvenbflstjóra Löngu fyrir daga jafnréttis- laga og Hafnarfjarðarbrand- ara var það fyrsta regla, sem ungum Reykvikingum var kennd i umferðinni, að tvenns konar bilstjóra ætti að var- ast: konur og karla, sem keyrðu á bilum með G- númerum. Þessar reglur munu nú ekki vera kenndar lengur, en það eimir þó eftir af þeim. Ung kona varð fyrir því óhappi hér i Reykjavík, að bíll hennar skemmdist, þegar ekið var á hann. Hún stökk þegar út úr bil sinum og hugð- ist taka ökumann hins biisins tali, en sá steig út úr sínum bil, og hélt inn í næstu verslun eins og ekkert hefði í skorist. Þegar hún elti hann inn og nefndi áreksturinn við hann, brást hann hinn versti við og kannaðist ekki við neitt. Það stóð í stappi, þar tii vítni að árekstrinum bar að, en sá hafði ekki einasta séð hvað gerðist, heldur hringt á lög- regluna líka og sá þá söku- dólgurinn sitt óvænna. Þegar lögreglan kom á vettvang, voru auðvitað báðir bílstjórarnir yfirheyrðir og kom þar að konan var spurð hvert númcr væri á bíl henn- ar. Hún svaraði því að bragði og var það fimm stafa númer. Þá hnussaði í hinum bílstjór- anum og hann sagði: „Þetta var þó iangt númer fyrir kvenmann að muna.” Þess skal getið að sá sem keyrði á, var á bíl, merktum með G-númeri. Hinsvegar vitum við ekki hvort hann er kvæntur. Frjálsir sjálf- stæðismenn Nú brestur i Sjálfstæðis- flokknum á Vestfjörðum. Halldór Hermannsson skip- stjóri, bróðir Sverris Hcr- mannssonar þingmanns, hef- ur lýst því yfir, að fimmtíu manna hópur vinni nú að framboði í nafni Fiokks frjálsra sjálfstæðismanna. Þetta er gott nafn, Flokkur frjáisra sjáifstæðismanna. En best að nota þó ekki skammstöfunina, því hún myndi likjast óþægilega mikið skammstöfun á heiti fyrirtækis, sem minnst er á í Atómstöð Halldórs Laxness, Faktúru fölsunar félagið, FFF. Annars er efiaust úr vöndu að ráða fyrir frjálsa sjálf- stæðismenn því að hin hug- myndin um nafngift á fram- boðslista þeirra mun vera DD-listiun. Ef það nafn yrði ofan á, yrðu eflaust illviljaðir menn til þess að bæta T-inu við. Fannfergi og hrepparígur í Vikurblaðinu frá Húsavik birtist þessi mynd af snjó- mokstri og hófst textinn undir myndinni á þessum orðum: „ögn hefur verið um snjó á Húsavík að undanfömu, svona u.þ.b. helmingi meiri cn í Reykjavík”. Á myndinni sjást tveir menn moka snjó, og munu þeir hafa veríð að leita að i t húsi, sem var þar einhvers staðar undir. Ekki skai hér um það dæmt, hvort Húsvíkingar eru harðgerðari og kuidaþolnari en Reykvíkingar, en hitt er víst að ekki myndu Reykvík- ingar gráta það, þó að aUur snjór, sem nú iiggur yfir Reykjavikursvæðinu, yrði fluttur norður til Húsavikur. Þess má geta að lokum að húsið sem leitað var aö fannst. Urasjón Óskar Magnússon Menning Menning Menning ALÞÝÐUFRÆÐIÚR BORGARFIRDI Borgfirsk blanda VI Safnað hefur Bragi Þórðarson. Hörpuútgáfan Akranesi 1982. Borgarf jaröarhérað er meö sögurík- ustu sveitum landsins, bæöi aö fomu og nýju. Uppmni sumra þátta í sagna- gerð þjóöarinnar eru tengdir uppruna þar. I sagnaþáttum Kristleifs á Kroppi er sett fram mikið efni, undirstööuefni í sögu héraösins. I ritinu Borgfirsk blanda er framreitt mikið efni af borg- firskum sagnafróöleik á alþýölegan hátt. I þessu bindi era margir þættir mjög merkilegir, sérstaklega er þar þáttur Þorgils Guðmundssonar um upphaf sundkennslu í Borgarfiröi. Þessi þáttur lýsir mjög vel kafla úr menningarsögu héraösins, tekinn eftir skilgóöum mönnum. Sama er aö greina um f leiri þætti í ritinu, þar er at- vinnusaga héraösins sögö á greinar- góðan hátt. Rit eins og Borgfirsk blanda er merkilegast fyrir þaö, aö frásagnir era alþýölegar og þar af leið- andi eykst heimildargildi þeirra. Bragi Þóröarson ritstýrir þessu riti og tekst þaö vel. Borgfiröingar kunna vel aö meta þaö, enda sést þaö greini- Bókmenntir Jón Gíslason lega af sölu þess. Þaö hefur selst næst- um því upp og verður eftir nokkur ár erfitt aö ná í þaö. I Borgfirskri blöndu er talsvert af ættfræöi og er þaö vel. Slík fræðimættu vera öllu meiri í ritinu. Ég vona að svo veröi á komandi árum, því aö ég veit að ritinu veröur fram haldið. Uppsetn- ing ritsins er fremur góö, en þó vildi ég aö kaflafyrirsagnir væra greinilegri, til dæmis byrja á nýju blaöi. Þaö væri skemmtilegra og þægilegra fyrir les- endur. I Borgfirskri blöndu er birt talsvert af ljóöum og vísum úr Borgarfjaröar- héraði og er þar eingöngu um alþýð- legt efni aö ræöa. Þaö er ágætt aö koma þessum kveöskap á prent því aö margt af slíku efni fy mist ella. Á síöustu áratugum hefur komiö mikiö út af allskonar þjóölegum ritum um lík efni og hér eru á feröinni. Mörg þeirra era rituö á fögra og góöu máli, en önnur eru illa rituð og tilgerðar- leg í stíl og full af mállýtum. Borg- firsk blanda er í þessum greinum framarlega. Mér hefur stundum fund- ist almennir lesendur hafi lítt skyn- bragö á aö meta þetta á réttan veg og erþaöilla. Ég tel hiklaust aö ritun alþýðlegra fræöa hljóti aö veröa mikils viröi fyrir menningu landsins á komandi tímum og ekki síst, þegar hún er gerö af smekkvísi og tillitssemi viö sögu og þróun í héruöum og kaupstöðum lands- ins. En þaö er gert mjög vel í Borg- firskri blöndu. Myndirnar i ritinu era sæmilega prentaöar og er mikill bókar- auki aö þeim. Sumar þeirra era gaml- ar og sýna horfna atburöi, hús og skip. Allt sem snertir menningarsögu og þróun byggöarinnar er mikils virði, sé þaö sett fram á skemmtilegan hátt í aögengilegum ritum. Þetta hlutverk er vel í fyrirrúmi í þessu riti. \v Yv%#r i < IX*" y- Ulj \ VV VJUF i W ^ V J * Wjtyi MW.mSmL' f Wmjg/T wy dPx ygkJgj Jacques Taddéi organisti. Orgeltónleikar í Dómkirkjunni Jacques Taddéi leikur einleik á orgel á tónleikum í Dómkirkjunni í kvöld kl. 20.30 á vegum menningardeildar franska sendi- ráösins. Á efnisskránni eru verk eftir Couperin, Liszt, Franck og Vierne auk þess sem Taddéi mun spinna í tilbrigði um fúgu og tokkötu um tvö stef úr íslenskri tónlist í samvinnu viö Martein H. Friðriksson. Jacques Taddéi er 36 ára að aldri og hefur hlotið fjölmörg verðlaun á alþjóðlegum vett- vangi fyrir orgel- og píanóleik sinn og vann m.a. fyrstu verö- laun fyrir spuna á alþjóölegu orgelsamkeppninni í Chartres, 1980, verðlaun í Cassella keppn- inni í Naples, stórverölaun í al- þjóðlegu spunakeppninni í Lyon, — í Long/Thibaut samkeppninni svo eitthvað sé nefnt. Hann er skólastjóri Conservatoire Nation- al de Region de Rueil-Malmaison og kennir í Conservatoire Superieur de Musique í París. Inngangseyrir að tónleikunum í kvöld er 100 krónur og 60 krónur fyrir félaga í Alliance Francaise og nemendur í tónlistarskólum. ás. LJÓSMYNDARAR - ÁHUGAMENN Nýkomnir Lici Color Star Analyser, professional, mjög vandaöir og fullkomnir litgreinar. Afar auð- veldir í notkun. Ath. Color Star er með innbyggðum tímarofa fyr- ir litmyndir og einnig S-H, allt eitt og sama tækið. Verð 20.883. Takmarkaðar birgðir. « amatör Ljósmyndavöruverslun, Laugavegi 82, sími 12630. Úr Borgarfiröi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.