Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR19. JANUAR1983. Prófkjör sjálfstæðismanna í Norðurlandskjördæmi eystra —frambjóðendur kynntir Prófkjör Sjálfstæöisflokksins í Noröurlandskjördæmi eystra fer fram dagana 22. og 23. janúar. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öll- um meölimum sjálfstæöisfélaganna í kjördæminu sem þar eru búsettir og náö hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. Auk þeirra hafa atkvæðisrétt þeir stuðningsmenn Sjálfstæöisflokksins sem eiga munu kosningarétt í kjör- dæminu við kosningamar og undir- ritaö hafa inntökubeiöni í sjálfstæðis- félag í kjördæminu fyrir iok kjörfund- ar eöa hafa skráð sig tii þátttöku í próf- kjörinu innan tveggja sólarhringa áöur en kjörfundur hefst. Björn Dagbjartsson: „Aukin breidd atvinnulífsins” „Ég tel frumskilyröin fyrir efna- hagslegu sjálfstæöi landsins séu að starfsskilyröi atvinnuveganna veröi aölöguö þörfum þeirra en ekki öfugt aö þeir standi sífellt undir kröfum um aukin lifsþægindi,” segir Bjöm Dag- bjartsson forstjóri. Hann hefur aö sögn enga algilda lausn á verðbólguvandanum og er hræddur um aö hver sem lausnin er geti hún leitt til atvinnuleysis og aukist' hættan á því eftir því sem aögeröir dragast. Björn álítur aö illa hafi tekist til í virkjunarmálum og í undirbúningi stóriöju á undanförnum árum. „Nú er svo komið aö eyöa blasir viö í fram- kvæmdum og á meöan er lífsnauðsyn- Kosiö veröur á eftirtöldum stööum: Akureyri — í Kaupangi viö Mýrarveg, Hauganesi, Dalvík, Ólafsfiröi, Eyja- firöi, Grenivík, Húsavik, Mývatns- sveit, Öxarfirði, Kópaskeri, Raufar- höfn, Þórshöfn. Á framboðslista eru nöfn 6 manna og skal kjósandi setja númer fyrir fram- an þau nöfn í þeirri röö er hann vill raða frambjóöendum, hiö fæsta fjögur nöfn, 1—4 og hiö flesta sex nöfn, 1—6. Gert er ráö fyrir aö talning atkvæöa hefjist á mánudagskvöld 24. janúar og úrslit liggi fyrir aðfaranótt þriöjudags. DV kynnir hér frambjóöendur í próf- kjörinu. JBH legt að auka breidd atvinnulífsins meö öllumráðum,” segir Björn. Bjöm Dagbjartsson er fæddur og uppalinn í Álftageröi í Mývatnssveit. Hann er doktor í matvælafræðum aö mennt og hefur síðastliðin níu ár gegnt starfi forstjóra Rannsóknarstofnunar fiskiönaöarins. Björn er kvæntur Sigríði Valdimarsdóttur og eiga þau eina dóttur. gÞS Vigfús B. Jónsson: „Útvega flein atvinnutækifæri” „Hér er veigamesta verkefniö aö út- vega því fólki atvinnu sem er aö koma á vinnumarkaöinn,” segir Vigfús B. Jónsson. „Einnig legg ég mikla áherslu á samgöngumálin, sérstaklega úrbætur kringum Akureyri og í Olafs- fjaröarmúla. Búa verður betur aö atvinnurekstr- inum og efla einstaklingsframtakiö. Mér finnst of mikiö tekiö af honum og hann alltof háöur ríkinu. I innlendum iönaöi veröum viö aö standa okkur bet- ur. Mér finnst margar vatnsvirkjanir mjög illa nýttar. Viö verðum aö bæta vöruvöndun, sérstaklega í sambandi viö fiskiðnað- inn og getum haft fjölbreyttari mat- vöruiönaö í landbúnaði.” Vigfús B. Jónsson er fæddur áriö 1929, gagnfræöingur að mennt. Bóndi aö Laxamýri í Þingeyjarsýslu og hreppstjóri. Vigfús hefur gegnt trúnaö- arstörfum fyrir Sjálfstæöisflokkinn og setið á Alþingi sem varaþingmaöur. Hann er kvæntur Sigríöi Atladóttur og eiga þau 4 börn. Sverrir Leósson: „Þarfaðnáverð- bólgunni niður” „Viö veröum aö ná veröbólgunni niö- ur. Hún hefur skapaö mikla erfiöleika og skekkt allt,” sagöiSverrir Leósson. „Stefnumál mín snerta þjóöfélags- myndina í heild, efnahags- og atvinnu- málin. Mikilvægt er aö gera uppskurö á þessu opinbera bákni, viö erum of fá- menn til að standa undir þessu. Allar aögeröir í efnahagsmálum veröa aö miöast viö aö viö ríkjandi aö- stæður er svigrúmiö lítiö. Ákvaröanir um nýjan iðnað veröa aö miðast viö aö hann skili aröi. Stóriöju á þessu svæöi verður aö skoöa en fara samt varlega í sakirnar. I kjördæminu mætti margt betur fara, sérstaklega á Akureyri. Þar þarf aö bæta atvinnumálin.” Sverrir Leósson er 43ja ára, fæddur og uppalinn á Akureyri og gagnfræö- ingur að mennt. Hann hefur starfað mikiö aö útgeröarmálum og gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæöis- flokkinn. Sverrir er kvæntur Auöi Magnúsdótturogeigaþau4 börn. JBH Lárus Jónsson: „Eflaogstyrkja atvinnulífið” „Ég hef mestan hug á því aö efla og styrkja atvinnulif í kjördæminu með nýiönaði, nýjum búgreinum og fleiru,” segir Lárus Jónsson alþingismaöur. Hann minnir á aö hann hefur flutt til- lögur á mörgum þingum um aö stór- iöju skuli valinn staður í kjördæminu og séu Eyjaf jörður og nágrenni Húsa- víkur hugsanlegir staöir. Lárus telur nauösynlegt aö kanna allar hliöar þessa máls aö því er varðar mengun og aöra þætti. Hann leggur áherslu á sam- göngumál bæöi vega- og flugmál. „Þaö hefur veriö stefna, sem allir þingmenn standa aö, aö forgang í vegamálum eigi vegir frá Akureyri til Dalvíkur og vegur frá Akureyri austur um Víkur- skarð til Húsavíkur,” segir Lárus. Af öörum mikilvægum málum nefnir hann nýbyggingu Fjóröungssjúkra- hússins á Akureyri svo og önnur heil- brigðismál. Einnig sé brýnt aö endur- bæta hafnir í kjördæminu og mörg verkefni séu framundan í skólamálum. IÁrus Jónsson er fæddur í Olafsfirði árið 1933, er viöskiptafræðingur aö mennt og hef ur setið á Alþingi frá 1971. Hann er kvæntur Guörúnu Jónsdóttur frá Meiðastöðum í Garöi og eiga þau f jögur börn. SÞS HalldórBlöndal: „Kanna möguleika á stóríðju” „Auðvitað eru atvinnumálin í brennidepli núna,” segir Halldór Blöndal alþingismaöur. „Þaö getur ekki gengið til langframa aö fyrirtækin séu aimennt rekin meö halla og hafi enga möguleika til aö endurnýja fram- leiöslutækin eöa færa út starfsemina. Slík þróun veldur verri lifsafkomu og atvinnuleysi. Auk þess er aö sjálfsögöu nauðsynlegt að kanna til hlítar mögu- leika á stóriöjufyrirtækjum hér á Norðurlandi aö undangengnum nauö- synlegum rannsóknum. Enginn vafi er á þvi aö húsnæðismál- in brenna heitast á unga fólkinu. Þaö veröur aö gera þaö mögulegt aftur aö þaö geti byggt á frjáisum markaöi og hækka lánin upp í 80 prósent á næstu fimm árum, annars skapast óþoiandi misrétti milli fólksins í landinu,” bætir Halldór við. Hann vill einnig leggja áherslu á nauðsyn þess að vegurinn milli Reykjavíkur og Akureyrar veröi tekinn út úr vegaáætlun eins og gert var meö hringveginn á sínum tíma. Ör- ugg samgönguleiö milli þessara staða sé forsenda fyrir eölilegri byggöaþró- un. Halldór Blöndalerfæddur24. ágúst 1938 og hefur setið á Alþingi frá 1979. Hann er kvæntur Kristrúnu Eymunds- dóttur. SÞS Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Blöndumál uppi í hverju kjördæmi Heldur óbjörgulega þokast fram- boðsmálin áleiöis. Oddviti á Stokks- eyri ber sigurorð af þingmanni Alþýðubandalagsins á Suðurlandi í nýgerðri könnun flokksins. Markús veðurfræðingur úr Hafnarfirði iendir í fjórða sæti á lista Framsóknar í Reykjaneskjördæmi, en hafði verið i öðru sæti á listanum, og á Vestfjörð- um var Sigurlaugu frá Vigur hent út af lista sjáifstæðismanna, en þar hafði hún setið í þrijja sæti. Kratar i Reykjavík ræða nú sín í milli að fá Jón Sigurðsson, fyrrum þjóðhags- stjóra, í fyrsta sæti á iistanum í Reykjavík og telja að Jón Baldvin myndi vilja gefa sætið eftir. Margt fleira væri hægt að telja upp, sem til upplausnar og óákveðni bendir, enda mun óhætt að segja að myndun ríkis- stjórnar dr. Gunnars Thoroddsens hafi ekki verið tilræði við Sjálfstæðis- flokkinn, heidur hafi myndun hennar verið tákn um upplausn í flokkakerf- inu. Ekkert er eðlilegra en að við slíkar aðstæður komi fram framboð gegn „flokkakerfinu”. Manni sýnist bara fiokkakerfið ekkert vera lengur, og Bandalag jafnaðarmanna geti hæglega misst af því. Þar sem þegar hafa farið fram prófkjör, eins og hjá krötum í Reykjavík, virðist umræöan ennþá snúast um einhverja betri kosti. í Norðurlandi vestra eru forustumenn Sjálfstæðisfiokksins enn að veita fyrir sér hvort hægt verður að kjósa landbúnaðarráðherrann. Kári Jóns- son á Sauðárkróki segir í Mbl. í gær, að Pálmi Jónsson verði aö sýna að hann sé trausts verður, eigi sjálf- stæðismenn að líta á það sem sjálf- sagðan hlut aö kjósa hann. í Reykja- vik er Alþýðubandaiagið enn í könn- unum. Fyrsta könnun hefur farið fram og er þá þingmönnum sleppt. Þessi fyrsta könnun hefur á sér svip skáidverks eins og Pilts og stúiku. Saklausir sraalar lenda i fyrstu sætum og eru óðara látnir víkja þegar dagar þingmannanna koma. En í Norðurlandi eystra fær þing- maður úr Reykjavik aö vera i smala- hjörð Alþýðubandalagsins. Það er gert til að sýna vinsældir einstakra manna í flokknum. Framsókn missti annan mann sinn af listanum hér í Reykjavik. Öllu heldur: maðurinn neitaði að taka sætið. Guðmundur G. Þórarinsson hafði nýlega tekið til hendinni í ál- málinu, þegar hann hætti við frekari athafnir á stjórnmálasviðinu. Fyrr- verandi frambjóöandi hjá Alþýðu- bandalaginu lenti i fjórða sæti hjá Framsókn. Og hinn ákafi andstæð- ingur komma á flokksþingum, fékk annaö sætið á lista Framsóknar í Reykjaneskjördæmi fyrir atbeina vinstrl Framsóknarmanna i Kópa- vogi. Á því sem að framan er getið má fólki vera ljóst, að óvenjulegt rót er á hugum fólks fyrir þessar kosningar, og furðulegar sviptingar hafa þegar orðið innan flokkanna vegna próf- kjöranna, eða vegna skorts á þeim. Lengi vel var það trú manna, að þótt vinstri flokkarnir klofnuðu hver um annan þveran, myndi Sjálfstæðis- flokkurinn standa umrótið af sér og skapa þá kjölfestu, sem okkur vantar svo sárlega. Það er auðvitað rétt hjá Kára Jónssyni, að til lítils er fyrir sjálfstæðismann að kjósa frambjóðanda sinn, ef hann síðan að kosningum loknum gerir þvcröfugt við vilja flokks og kjósenda. Það mundi þurfa einhverjar yfirlýsingar um trúnað við flokkinn í sliku tilfelli, en ekki er vist að þær liggi á lausu. Nú er komið að Framsókn að ákvarða framboð í Blöndu-kjör- dæminu. Þeir raða á listann fyrir luktum dyrum. Sjálfstæðismenn fá ekki að hjálpa þeim. Mjög sækja nú flokksbræður að Páli á Höllustöðum, einkum flokksmenn úr heimasýslu. Sú aðför upplýsir nokkuð um vanda skipulegs pólitísks lifs í landinu. Það er ekki lengur um að ræða hærri mið heldur mannvirki, sem ýmist sam- eina eða sundra, en aldrei þá sömu tvö ár i röð. Og nú virðist risin upp einskonar Blönduvirkjun í hverju kjördæmi, sem skipt gctur mönnum í hópa og klofið flokka. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.