Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR19. JANUAR1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Stjórnvöld í Kína standa frammi fyrir því mikla vandamáli að þurfa árlega að útvega 3—6 milljónum manna atvinnu — og er þá bara talið þaö vinnuafl sem í borgunum býr. Þau vona nefnilega að sveitirnar, þar sem 80% þjóðarinnar fcúa, sjái um sig sjálfar aö þessu leyti En þar hefur fólk engan veginn nóg að gera. Allt síöan á timum byltingarinnar 1949 hafa kínversk stjómvöld vonast til að geta útvegað öllum atvinnu í landi sem fóstrar hundmð milljóna íbúa. Þeim hefur líka nokkum veg- inn heppnast þaö þó ekki hafi veriö v milljónir manna hafi fengiö atvinnu í borgunum síðustu 5 árin séu margir sem enn bíða eftir atvinnu. Hann nefnir engar tölur en talið er að nú séu um 6 milljónir manna at- vinnulausar í borgunum eða 5,5% af rúmlega 110 milljónum vinnufærra manna. Á hverju ári koma 5—6 milljónir ungmenna á vinnumarkaöinn. U.þ.b. 3 milljónir fara á eftirlaun eöa hætta að vinna. Þar aö auki leitar fólk úr sveitunum til borganna sem á líka rétt á að fá vinnu, skrifar Liu Xianghui. ar hennar vinna bara ef vélar bila. Þess á milli sitja þau og lesa. En yfirmenn þeirra sjá þó til þess að les- efnið sé uppbyggilegt, tæknifræðsla eða tungumál. Þar að auki fá þau aukafrí hálfan dag í viku þar sem verkstæðið hefur yfirleitt ekki nógum verkefnum að sinna. Þaö kemur fyrir að verkafólki eru sýndar kvikmyndir í vinnutímanum til aö láta hann líða. Engum er sagt upp í þeirri von að það verði meiri þörf fyrir hann seinna. Hin verkakonan vinnur i verk- Nú er svo komiö aö Kína þarf að brauðfæöa heilan milljarð af fólki. Við aldamót verður íbúatalan komin upp í 1,2 milljarða. Liu Xianghui seg- ir að rikið geti ekki séö um að allir fái vinnu og vill aö atvinnuleysingjarnir stofni til samtaka og leiti sjálfir aö vinnu. Hann telur aö þaö yrði þjóöfélag- inu mjög til bóta ef þeir sem ekki geta unniö erfiða og kref jandi vinnu sneru sér að heimilisstörfum og létu ungu fólki eftir stöður sínar. Hér á hann greinilega fyrst og fremst við konur enda fjallar ein af fjórum menn leigðir erlendum útgerðar- mönnum. Sum grísk skip eru nú ein-- göngu mönnuð Kínverjum. Er talið að þeir láti sér nægja 1/4 af þvi kaupi sem grískir sjómenn krefjast. Það eru mörg merki þess að ríkiö geti ekki lengur tekið við fleira starfsfólki. Opinberum starfsmönn- um fækkaði á árinu 1978 úr 78,3% niöur í 75%. Starfsmönnum sam- vinnufyrirtækja (í sölu- og þjónustu- greinum) f jölgaði aftur á móti eða úr 21,5% í 23,2%. Og einkafyrirtækjumí eigu einstaklinga fjölgaði úr 0,15% í 1,02%. Haldiö var áfram í þessa átt á Á hverju ári útskrifast fjölmennir hópar ungmenna úr skólum landsins. Á meðal þessa unga fólks er mikið atvinnuleysi þótt stjórnvöldum henti betur að tala um „ungmenni sem bíða eftir vinnu”. i — Þeir sem ekKi geta unnið erfið og krefjandi störf eiga að snúa sér að heimilisstörfum, skrifar hagfræðingurinn Liu Xianghui og á þá auðvitað f yrst og fremst við konur. Stjórnvöld eru nú hliðholl einkarekstri og margir hafa notað það tækifæri síð- ustu árin. Einkum er þar um þjónustugreinar að ræða eins og veitingahúsa- og verslunarrekstur. Myndin sýnir unga stúlku sem verslar með töskur og jakka. AtvinnuleysiíKína: l Kom ur ii íná hein ni ffl ir lOg i LÍtfll itnii ngui rá vi in m iii lafli um fulla atvinnu að ræða og nokkuð af duldu atvinnuleysi fyrst og fremst á meðal kvenna. En allir hafa fengið einhver verkefni að fást við. En nú er mannfjöidinn farinn að vaxa stjórnvöldum yfir höfuö. Á hverju ári útskrifast fjölmennir hópar ungmenna úr skólum landsins og Kína berst nú við atvinnuleysi á meðal þessa fólks þótt stjórnvöldum henti betur að tala um „ungmenni sem eruaðbíöa eftir vinnu”. Stungið hefur verið upp á ýmsum ráöum til úrbóta: Að konur hörfi aft- ur inn á heimilin, fólk sé hvatt til að stofna sín eigin fyrirtæki eða í sam- vinnu við aðra, að ríkið hætti að tryggja fólki atvinnu og lána vinnu- kraft til annarra landa. 6 milljónir atvinnu/ausra íborgunum Unnt er að gera sér nokkra grein fyrir hugsanagangi stjómvalda í þessu máli eftir lestur greinar í tíma- ritinu Þjóðarrannsóknir, en hún er skrifuð af sérfræðingi í hagnefnd stjórnarinnar, Liu Xianghui. Þar segir hann að jafnvel þótt 37 — Heppilegast væri að auka og þróa framleiðsluna, segir hann. — En við höfum ekki nema 30 milljónir yuana (um 230 milljarða króna) til fjárfestinga á ári. Fyrir þá upphæð má skapa um 2 milljónir nýrra at- vinnutækifæra á ári eða um milljón færrienþörf erá. — Samtímis er líka nauðsynlegt aö tæknivæða fyrirtækin og þaö minnkar þörfina á vinnuafli. Hingaö til hefur okkur heppnast aö halda at- vinnuleysinu frá borgunum. En fjöldi atvinnulausra er nú að vaxa ríkinu og þjóðfélaginu y fir höfuð. Dulið atvinnuleysi — Margir sinna óþarfa störfum bara til að þeir séu ekki skráðir at- vinnulausir. Þannig er algengt að 5 menn sinni starfi sem 3 menn gætu hæglega leyst af hendi. Það seinkar því að fyrirtæki taki nútíma tækni í þjónustu sína og ríkisskrifstofurnar eru fullar af óþarfa starfsfólki. Framleiðsluaukning er því minni nú en hún var áður, skrifar Liu. Sem dæmi um dulið atvinnuleysi má nefna tvær verkakonur í Peking. önnur vinnur við vélaviðgerðir á stóru verkstæði. Hún og 6 vinnufélag- Jóhanna Þráinsdóttir smiöju þar sem mánaðarlegum verkefnum er lokið á þremur vikum. F jórðu vikuna fá svo allir f rí. Börnin erfa atvinnu foreldranna Liu Xianghui deilir líka á það kerfi sem leyfir að börn erfi verksmiðju- vinnu foreldra sinna. Segir hann að þaö komi í veg fyrir að fyrirtækiö geti ráðið þann sem er best hæfur í starfið. Næstum allar verksmiðjur fara eftir þessu kerfi. Þeim sem hafa horfið frá því og ráöa fólk samkvæmt hæfnisprófi er hampað semsjaldgæf- um fyrirmyndum. tillögum hans til úrbóta sérstaklega um þær. — Konur ættu, vegna heilsu sinnar, aö fá aukin frí, skrifar hann. — Bamsburðarf rí má leng ja úr hálf u ári í heilt ár. Síðan ætti að veita mæðrum 5—10 ára frí frá störfum sínum á launum. Við það fengju u.þ.b. 200 milljónir atvinnulausra tækifæri tilaðvinna. Grískskip mönnuð Kínverjum Önnur nýjung er sú að flytja vinnu- afl úr landi. Það var bryddað upp á henni 1979 og samkvæmt opinberum skýrslum er hér ekki um marga að ræða. En þeim fjölgar stöðugt. 1981 unnu 6000 Kínverjar erlendis, og þá helst í arabalöndum þeim er fram- leiða oliu, nú eru þeir 25.000. Enn er hér helst um faglært fólk aö ræða og hefur tilgangurinn fremur veriö að fá gjaldeyri inn í landið en minnka atvinnuleysið. En nú er líka farið að taka tillit til þess síðar- nefnda. Frá og með árinu 1979 hafa Kínverjar skrifað undir 808 samn- inga um ýnjsar byggingarfram- kvæmdirí431öndum. Þar að auki eru kínverskir sjó- árinu 1982 og slík samvinnu- og einkafyrirtæki sjá nú um að skapa rrieira en helminginn af nýjum at- vinnutækifærum í Kína. Ríkisforsjá minnkar En allar þessar tölur og tillögur eiga bara við borgarbúa þótt 80% landsmanna búi í sveitunum. Þar eru vandamálin ekki minni en auðveldari viðureignar, a.m.k. síðan stjórnvöld gerðust hliðhollari einka- framtakinu. Samkvæmt upplýsingum í Dag- blaði fólksins fyrir rúmu ári vantar þó á að 1/3 dreifbýlisbúa hafi nóg að gera. Þetta kom fram í leiðaraskrif- um blaðsins og var bændum ráðlagt þar að hugsa betur um eigin heimili og stunda arðbæra ræktun á þeim jarðarskikum sem þeir eiga fyrir sjálfasig. Hið nýja boöorð kínverskra stjórn- valda er sem sagt aö hjálpa þeim sem vilja hjálpa sér sjálfir. Og kannski verður dálítið erfitt fyrir þær hundruð milljóna Kínverja sem hafa vanist því að halla sér að mjúkri og öruggri öxl ríkisforsjár- innar að fara eftir því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.