Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Blaðsíða 31
DV. MIÐVIKUDAGUR19. JANUAR1983.
35
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
„Bókin stend-
ur allt af sér”
— spáð í bókalestur í nútíð og f ramtíð
með Ölafi Jónssyni
Er velt er vöngum yfir bóklestri er
nánast sjálfgefiö aö ræöa viö Olaf
Jónsson bókmenntagagnrýnanda sem
manna mest hefur kannaö bóklestur
Islendinga.
Á síöasta ári kom einmitt út hjá
Menningarsjóöi, í bókaflokknum
Studia Islandica, rit Olafs Bækur og
lesendur og Um lestrarvenjur. I því
riti styöst Olafur við könnun sem Hag-
vangur gerði um bóklestur.
Blaöamaöur DV kom að máli viö
Olaf og ræddi viö hann um stööu bók-
mennta í lífi voru í nútíö og þó einkum
um horfur í framtíðinni.
„Þaö er rétt aö margir eru uggandi
um stööu bókarinnar í þjóöfélagi fram-
tíðarinnar. En maöur hefur áöur heyrt
svartsýnisraddir og menn spáö bókinni
dauða. I kjölfar sjónvarpsins, kvik-
myndanna og tónvæðingarinnar var
því spáö aö nýjungamar myndu bitna
á bókinni. Bókin hefur lifaö af og ég á
ekki von á ööru en aö hún lifi nýjustu
bylgjuna, videovæðinguna, af eins og
annað.”
I upphafi þessarar aldar var vita-
skuld mun minna framboð af ýmiss
konar frístundaiöju. Bókin var meira
eða minna ein um hituna. Framboö ut-
an heimilisins hefur aukist gífurlega
og einkum þá á síöustu árum. Og sama
er uppi á teningnum á heimilunum. Viö
höfum sjónvarp, útvarp, video, hljóm-
flutningstæki, auk blaöanna sem vaxið
hafa gríðarlega aö lesmáli. En þaö er
ekki gefið aö notkun eins miðils sé á
kostnað annars. Maöur getur spurt
sem svo: Hverju hætta menn þegar
þeir hlusta á hljómflutningstækin?
Maður getur vissulega útilokaö aö
menn hlusti á útvarp og græjurnar um
leið en maður útilokar ekki endilega
bókina. Spurningunni um hvort lestur
fari minnkandi svara ég afdráttar-
laust neitandi. Aö álykta aö bóklestur
fari minnkandi á sama tíma og útgáfa
eykst tel ég rangt. Þaö er ljóst aö ef
ekki væri mikið keypt væri bókaútgáfa
og titlafjöldi ekki sívaxandi. I þeim
könnunum sem geröar hafa veriö hef-
ur komið fram að íslendingar lesi
meira en flestar aörar þjóöir. Og þó að
nýir miðlar nái miklum vinsældum og
minnki ef til vill bóklestur fyrst í staö
þá er engin ástæöa til að ætla aö þeir
gangi af bókinni dauðri. Mörg rök
hníga aö því aö þeir hvetji til bóklestr-
ar þegar til lengri tíma er litið fremur
en hitt. Lestrarvenjur mótast á löng-
um tíma og af mörgum þáttum svo
sem umhverfi og uppeldi. Ein tísku-
bóla breytir þeim ekki. Ef menn lesa á
annaö borð mikið er ekki líklegt aö þeir
hætti því þó þeir eignist t.d. videotæki.
En ef viö gefum okkur eins og þú gerir
í spurningu þinni aö frístundir aukist í
framtíðinni og jafnhliöa aukist fram-
boð á ýmiss konar tómstundavamingi
og -iðju, samkeppnin aukist, má
Ó/afur Jónsson telur ekki að video-
gláp reynist bókinni skeinuhœtt.
DV-mynd Bj.Bj.
segja aö í staö þess aö menn lesi vegna
þess að ekkert annað sé aö gera velji
þeir bókina og veröi því virkari í þeirri
iöju.”
— En hvað um áhrif hins aukna
framboös á frístundaefni, til dæmis
videotækja, sjónvarps, kvikmynda og
tölvuleikja á bókmenntimar?
„Viö sjáum þau þegar í bókmenntun-
um og ég held aö áhrifin verði skýrast í
„trivial” greinunum skemmtibók-
menntum. Stór hluti reyfara er ekki
saminn af innblæstri heldur meö augað
á markaönum. Miklar tekjur er aö
hafa af sölu verka til kvikmyndunar,
sjónvarpsþáttageröar, videos og verk-
in beinlínis samin í þessu skyni: aö
nýtast í öörum miðlum. Svo er einnig
önnur hliö á þessu máli. Hver miöill er
háöur líkamlegum takmörkunum.
Sjónvarpsþættir, videoþættir til dæm-
is, em háöir því aö menn geta ekki eytt
nema e.t.v. tveimur stundum yfir
þeim. Bókmenntir geta aftur á móti
notað sér þá sérstööu aö menn geta
hvenær sem er gripið í bækur og met-
söluhöfundar t.d. Clavell nota sér aö
menn geta lifað meö bókum hans, ver-
iö meö þær innan seilingar svo dögum
og vikum skiptir. Þær eru mjög langar
og hann notar sér þá þætti sem bókin
hefur umfram aðra miðla: lengdina
og varanleikann.
Börnin
Skýrasta vísbendingin um framtíð-
ina sem viö höfum er auðvitað lestur
barna. Hluti barnabóka á markaðnum
er mikill og titlafjöldi hefur aukist
mikið gefiö út. Salan getur vissulega
dregist saman í ákveönum greinum
bókmennta á meðan salan í heildina
eykst vegna fjölgunar titla. Ég minni
líka á aö ein bók sem selst í risaupplagi
getur hækkað meöalsöluna gífurlega
mikið.”
— Menn taia um aö tölvan útrými
bókinni.
„Já, ef viö lítum á söguna sjáum viö
að „bókin” hefur tekið miklum tækni-
legum breytingum. Ritaö hefur veriö á
vaxspjöld, steina, rúllur og síðar kom
hin innbundna bók. Þaö er því ekki erf-
itt aö ímynda sér aö maður geti í ófyr-
irsjáanlegri framtíö keypt sér tölvur,
stimplað inn titil bókmenntaverks og
fengið lesmálið úr stómm data-banka
og jafnvel valiö sér „lay-out”! En í
hvaöa formi sem verkið er: alltaf
stendur eftir lestur og skrift.”
— Manni sýnist myndmiðlar sækja
mikiöá.
„Já, en ég tel að myndmiðill sigri
aldrei lesmiöil og því held ég að
videoið til dæmis sé bókinni ekki skaö-
legt. Ef til vill er einhver glóra í að
segja að þessir 2 miðlar svari tvenns
konar þörfum og því ætti þetta aö jafn-
astút.”
— Þeirri hugmynd er kastað fram
að innan nokkurra áratuga verði
..bókin" ekki lengur gamla bók-
bandsbókin sem okkur er kunn
heldur lesmálið komið inn í tölvu.
mjög mikiö undanfarin ár. Almenn
skynsemi segir okkur aö ef ekki seld-
ist ykistútgáfanaöminnstakostiekki
eins og hún hefur gert. Og þar komum
viö inn á þaö sem háværar raddir hafa
heyrst um: að bóksala fari síminnk-
andi. Upplýsingar um þetta atriöi
liggja ekki á lausu í augnablikinu en
titlafjöldi hefur aukist mjög mikið
nokkur undanfarin ár. Og ef ekki væri
mjög mikið keypt væri tæpast svona
haldiö fram að hún muni eiga í vök að
verjast á örtölvuöld. Hvaö vilt þú segja
um þetta?
„Eg held aö tilkoma nýrra miöla
muni breyta stöðu bókarinnar. En
fyrst og fremst held ég aö til komi
ákveðin vinnuskipting milli bókar-
innar og annarra miöla: aö þeir taki til
sín eitthvað af afþreyingarhlutverki
bókarinnar. Eg held aö handan viö
hornið sé frístundabylting. Þjóöfélag
sem byggir í ríkari mæli á frístundum
en okkar þjóöfélag. Við byggjum mikið
á ómarkvissri vinnu en ég tel að frí-
stundaþjóðfélagið, sem ég held aö
komi fyrr en margur hyggur, byggi á
sjálfvirkni aö verulegu leyti. Ég held
að bókin muni halda sínum sessi í því
þjóðfélagi og gott ef ekki auka viö
hann. Þaö byggi ég á eftirfarandi: bók-
in býöur upp á samband viö einstakl-
inginn sem fáir eða engir aðrir miölar
hafa. Sambandiö milli bókar og les-
anda er einstætt. Maður sest niöur og
les bók, en fýrr en varir er eins og bók-
in sé farin aö lesa mann sjálfan. I
gegnum bóklestur fer maöur aö upp-
lifa sjálfan sig á nýjan hátt. Finnur í
sér nýjar vistarverur sem annaöhvort
voru ókunnar eöa gleymdar. Þaö fer
mikið aö gerjast í manni. Eg hef ekki
fundiö þessa tilfinningu viö aöra iöju
nema í gönguferðum. Bókin býöur upp
á sjálfsdýpkun sem ég held að verði æ
eftirsóknarverðari eftir því sem frí-
tíminn eykst. Þaö er hægt aö oröa
þetta þannig: þaö tímabil sem fer í
hönd held ég aö eigi eftir að skipta út
neyslu fyrir þroska. Fólk fer aö líta æ
meira á tilganginn meö sínu lífi sem
þroska. Aö þekkja takmörkin, kynnast
þeim og fara að endapunktum sjálfs
sín. I þessu skyni held ég aö bókin eigi
eftir aöhaldasínumgamla sessi.”
— Hvers vegna hefur bókin þessa
kosti umfram til dæmis kvikmyndir?
„Kvikmyndir hafa sína eiginleika en
bókin hefur mikla sérstööu. Til dæmis
taktinn sem hún býður upp á. Maöur
getur alls staðar tekið upp bók og hætt
hvenær sem er og hafið lestur aö nýju.
Þaö er hægt að hafa bók í bílnum og
taka hana uppá rauðu ljósi. Lesa í um-
ferðarhnút. Eg hef sjálfur alltaf bók í
bílnum og ég hlakka nánast til aö lenda
á rauðu!”
— En hver heldur þú aö áhrif þessa
verði á bókmenntirnar sjálfar?
„Eins og ég nefndi áöan held ég aö
afþreyingarhlutverk þeirra muni
breytast. Þær muni róa á önnur mið.
Eg get ímyndað mér aö þær muni
koma meira inn á fræöslu og veröi
meira leitandi í því skyni. Meira veröi
reynt aö tvinna saman ánægjuna og
þekkinguna.”
— Mér dettur i hug framtíðarsýn
sem kemur fram í myndinni „Death-
watch” sem sýnd er nú í Regnbogan-
um. Höfundurinn ímyndar sér að tölv-
ur veröi notaöar til að finna pottþéttar
söluformúlur?
„Já, ég hef nú ekki séö þessa mynd,
en dæmið er ágætt. I Bandaríkjunum
eru geröar ákveönar kannanir á því
hvað fólk vilji hafa í einni sögu. Og
heyrst hefur aö tekiö sé mið af þeim.
En ég held aö þetta sé svo fáránlegt og
tengslalaust við raunverulega sköpun
aö þetta muni aldrei standast.”
Pótur hefur ekki tni á að bókin verði hart úti i fristundabyftingunni. Hann
telur sórstöðu bókarinnar það mikla. Hann tekur sem dæmi að maður geti
gripið nánast hvenœr sem er og hvar sem er i bók. Þó ekki við snjómokst-
ur.
DV-mynd Bj.Bj.