Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Blaðsíða 36
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983. Ferðum fækkar um 25 þúsund — ef bankarnir auka þjónustu vegna þinglýsinga 0 -v . . Friðjón IjPr Þórðarson: wm „Gekk jy^i. eins og íævintýri" „Þetta gekk ágætlega og ég er mjög ánægöur,” sagði Friöjón Þóröarson ráðherra þegar DV innti hann eftir viö- brögöum hans við niðurstööum prót- kjörs sjálfstæöismanna í Vésturlands- kjördæmi. „Þetta gekk eins og í ævintýri, í allri ófærðinni. Fólkiö kom kafandi á alls kyns farartækjum til þess aö taka þátt 'í prófkjörinu þótt sumir hafi því miður ekki komist. -óbg. Valdimar Indriðason: „Úrslitin verði öllum til góðs" „Þaö er ekki annaö um þessi úrslit að segja en að ég er mjög ánægður meö útkomu mína,” sagöi Valdimar Indriöason framkvæmdastjóri, sem lenti í öðru sæti í prófkjöri sjálfstæðis- manna á Vesturlandi. ,jEg vona aö úrslitin verði öllum til góös og nota tækifærið til aö þakka stuðningsmönnum mínum fýrir gott starfíþessuprófkjöri.” -ás. Inga Jóna Þórðardóttir: „Ekki ánægð með mína útkomu" ,ÍJg er mjög ánægö með þaö hve margir tóku þátt í prófkjörinu. Þaö er vísbending um að flokkurinn muni fá aukið fylgi í næstu kosningum,” sagöi Inga Jóna Þóröardóttir í samtali viö DVímorgun. „Hvaö snertir mig sjálfa, þá keppti ég að öruggu sæti og er þess vegna ekkert ánægö meö mína útkomu, þaö liggur alveg ljóst fyrir.” „Þetta prófkjör er aöeins þáttur í undirbúningi kosninganna og nú aö því loknu tökum viö næsta skref, aö undir- búa kosningarnar,” sagöi Inga Jóna Þóröardóttir. -PÁ.. Sturla Böðvarsson: „Persónu- fylgi hvers og eins" ,Æg get ekki á neinn hátt túlkaö niðurstöðumar úr þessu prófkjöri sem stuðningsyfirlýsingu við ríkis- stjórnina,” segir Sturla Böövarsson, sveitarstjóri í Stykkishólmi, en hann varö í þriðja sæti í prófkjörinu. „Eg tel að úrslitin sýni einungis persónulegt fylgi hvers og eins, enda höfum við sjálfstæðismenn hér á Vest'urlandi reynt aö halda frið í flokknum og ég gat ekki séö aö menn skiptust í stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga í prófkjörinu. Það er ósköp huggulegt hjá bönkunum aö sjá um þinglýsingarvesenið en verður nokkur lán að fá? ,,Að því er stefnt að bankar annist öflun veðbókarvottorða fyrir lántak- endur í Reykjavík, sömuieiöis vott- oröa um brunabótamat og sjái um þinglýsingar á þeim lánsskjölum sem eru tryggð meö fasteignaveði,” sagði Helgi Steingrímsson, for- stööumaöur hagfræöingardeildar Landsbanka Islands, í viötali viö DV. ,,Með þessari hagræðingu fyrir iántakendur ættu aö sparast um 25 þúsund ferðir á ári.” Á vegum Sambands íslenskra viöskiptabanka er nú unnið aö sam- starfi innlánsstofnana, borgarfó- getaembættisins og fleiri stofnana um verkspamað í sambandi við þinglýsingar skuldabréfa. I dag þarf lántakandi, sem fær lán hjá banka gegn fasteignaveði, aö skila vottorði um brunabótamat viðkomandi fasteignar. Þaö vottorö þarf að sækja til Húsatrygginga Reykjavíkur, sé fasteignin í Reykja- vík, en til Brunabótafélagsins fyrir fasteignir utan Reykjavíkur. Fóik fer eina ferð á annan hvom staöinn og jafnframt fjórar ferðir til fógeta. Fyrsta ferðin er farin til að ieggja inn beiðni um veðbókarvott- orð og greiða fyrir vottoröiö. Daginn eftir er vottorðið sótt, önnur feröin. Veðbókarvottorðið er síðan afhent í banka og þegar bankinn er tilbúinn meö lánsgögnin eru þau afhent lán- takenda. Þá er lagt í þriðju för til fógeta, sem annast þinglýsinguna. Lántakandinn greiöir sitt gjald en veröur að koma í fjóröa sinn, næsta dag, til aö sæk ja gögnin. „Eins og fyrirkomulagið er 1 dag meö fjórar ferðir til fógeta og eina eftir vottorði um brunabótamat, má ætla, eins og fyrr segir, að árlega sparist 25 þúsund ferðir. En áætiuð tala fasteignatryggðra veðlána bankanna í Reykjavík er um fimm þúsund,” sagði Helgi Steingrimsson. Hann vildi taka það fram að málið væri enn á viðræðustigi en að þessu hefur verið unnið frá því í haust. -ÞG. Fárviðri í Danmörku: Hjuti afþaki þinghússins faukaf - kostaði 2 konur lífið Frá Ásgeiri Páii Júlíussyni, frétta- ritara DV í Danmörku: Fárviðri geisaði í Danmörku í gasr, eitt hið mesta í sögu landsins. Mældist vindhraðinn allt að þrettán stig um morguninn þegar veðrið lét verst. Tvær konur í Kaupmannahöfn létust af völdum veöurofsans. Urðu þær undir hluta af þaki Kristjáns- borgarhallar, þinghúss Dana, sem hreinlega sviptist af húsinu í einni vindhviðunni. Þá er vitað um hundruð Dana sem slösuðust meira og minna í ofviðrinu. Algjört neyðarástand skapaðist í umferð bæja og borga á meöan lægðin sem olli fárviðrinu gekk yfir landið. Bílar fuku hvort heldur út af vegum eða hverá annan. Einnig skapaðist umferöaröngþveiti vegna trjáa sem brotnuðu og hentust á götur. Fárviðrið olli gifurlegum flóðum víöa við strendur Danmerkur. Verst var ástandið á vesturströnd Jótlands þar sem flóð sópuöu mörgum húsum og bátum á haf út. I gærkvöldi var veður tekiö að lægja í Danmörku. Er áætlaö að eignatjón af völdum þessa fárviðr- is kosti Dani rúmar tvö hundruð milljónir islenskra króna. -SER Kópavogur: Ung kona kærðinauðg- un í nótt Ung kona kærði tvo menn fyrir nauögun í Kópavoginum í nótt. Mennirnir voru báðir handteknir og eru nú i gæslu lögreglunnar. Mjög litlar upplýsingar fengust hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins um máliö í morgun. Þó liggur fyrir að konan kærði mennina á þriðja tímanum í nótt. Þeir veröa báðir yfirheyrðir f rekar í dag. Eftir því sem DV kemst næst var þeim þremur boöið í samkvæmi í ákveðnu húsi I Kópavoginum. Afengi mun hafa verið haft um hönd. Ekki hafa fengist upplýs- ingar um hvort fleiri hafi veriö í húsinu þegar hin meinta nauðgun átti sér stað og ekki liggur fyrir hvort mennirnir tveir hafi verið handteknir í umræddu húsi. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur nú að frekari rannsókn málsins. -jgh. ELDURí RISÍBÚÐ Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt að húsinu Skólavörðustíg 16 rétt fyrir klukkan tólf I gærkvöldi en þar var eldur í risíbúð hússins. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og urðu skemmdir litlar. Þegar slökkvilið kom & vettvang logaði í drasli og teppi í risíbúðinni og auk þess hafði lampaskermur brunnið. Slökkviliö bar draslið út úr íbúðinni og slökkti síðan í því. Gamall maður býr í risíbúðinni ogsakaðihannekki. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.