Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983. Alusuisse tilkynnir iðnaðarráðherra: Úrskurðar leitað til alþjóðlegs gerðardóms Alusuisse hefur ákveöiö aö vísa ágreiningi við íslenska ríkiö um skattamál íslenska álfélagsins fyrir alþjóölegan geröardóm og tilkynnti þaö iönaöarráöherra þessa ákvöröun meö skeyti í gær. Eins og kunnugt er skuldfæröi iönaöarráöherra Islenska álfélagiö um 127 milljónir króna vegna endurákvörðunar á fram- leiöslugjaldi þess fyrir árin 1976 til 1980. Vill Alusuisse ekki una því að iönaðarráöherra ákveöi þessa hækkun einhliöa. I skeyti Alusuisse segir aö fyrir- tækiö haföi ítrekað boöiö að ágrein- ingsmál vegna skattgreiöslna yröu lögð undir úrskurö þriggja lögfræð- inga. En þar sem þeirri tillögu hafi verið hafnaö sjái fyrirtækið ekki ann- að fært en aö leggja máliö fyrir aþjóðlegan geröardóm í samræmi viö ákvæði samninga. ÓEF Mishermi - ífrétt Helgarpóstsins um skoðanakönnunina I fréttum og fréttaskýringu Helgar- póstsins í gær um skoðanakönnunina voru nokkrar villur. Þorgrímur Gests- son blaðamaður Helgarpóstsins hafði samband við DV og bað fyrir leið- réttingu á f rétt Helgarpóstsins. I annarri málsgrein inngangs skoöanakönnunarinnar hafa tölur brenglast eins og sjá má ef boriö er saman við aðrar töflur. Réttar eru tölur yfir hlutfallslega skiptingu yfir landiö eftirfarandi: Alþýöuflokkurinn 9,60%, Framsóknarflokkurinn 11,60%, Sjálfstæðisflokkurinn 40,70%, Alþýöu- bandalagiö 15,90%, Bandalag jafnaðarmanna 11,40%, Kvenna- framboö3,10%, önnurframboð7,70%. Tvær prentvillur eru einnig í inn- gangi; sagt er að 19,30% hafi ekki viljað svara, þar á aö standa 19,20%. Heildardreifing hjá Alþýöuflokki á Reykjanesi á að vera 4,86% í stað 8,86%. -PÁ. Bandarískur hermaður slasaðist alvarlega er hann féll af bifreið á Keflavíkur- flugvelli um eittlegtið í gœr. Hann var fluttur á her- sjúkrahúsið á vellinum en við rannsókn kom í Ijós að hann var það alvarlega slas- aður á höfði að nauðsynlegt reyndist að flytja hann á Borgarspítalann. Þangað var hann fluttur með þyrlu hersins. Myndin hér að ofan var tekin laust fyrir klukkan þrjú er verið var að flytja hinn slasaða inn á Borgar- spítalann. DV-mynd S. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 26. —27. febr. 1983. STUÐNINGSMENN RANNVEIGAR TRYGGVADÓTTUR hafa opnað kosningaskrifstofu í Aðal- stræti 4, Reykjavík, uppi (gengið inn frá Fischersundi). Skrifstofan verður opin kl. 17—20 virka daga og kl. 13—19 um helgar. Símar 16396 og 17366. Kvennaframboðs- konurá Akureyrí ekki bjartsýnará framboð Undir- tektir ekki mum mjog upp- örvandi „Þaö hefur engin ákvöröun veriö tekin um framboö til Alþingis á veg- um Kvennaframboðsins á Akur- eyri,” sagöi Ragnhildur Bragadóttir, formaður kvennaframboðsins nyröra, í samtali viö D V í gær. Fyrir skömmu var skipuð nefnd á vegum Kvennaframboösins á Akur- eyri sem á aö kanna áhuga á kvenna- framboði í Noröurlandskjördæmi eystra. Undirtektir þær sem nefndin hefur fengiö hafa ekki verið mjög uppörvandi, að sögn Þorgeröar Hauksdóttur sem sæti á í nefndinni. Þaö kom fram hjá Þorgerði aö fyrirhugaður er fundur meö kvenna- framboðskonum úr Reykjavík og Akureyri í tengslum viö ráðstefnu Jafnréttisráös um helgina. Þar veröa málin rædd, m.a. sú hugmynd aö hugsanlegir framboöslistar í Reykjavík og Norðurlandskjördæmi eystra veröi á vegum samtaka kvenna syðra og nyröra þannig aö at- kvseði iistanna beggja vinni saman fyrir uppbótarþingsæti. Um sam- eiginlegan kvennalista í báðum kjör- dæmum getur eölilega ekki orðið að ræða. En á þessum fundi verða eng- ar ákvarðanir teknar, hvorki um framboö né stefnuskrá, þar sem Kvennaframboöiö á Akureyri hefur enga ákvöröun tekið í framboösmál- um. Þetta undirstrikuðu bæöi Ragn- hildur og Þorgerður og Elín Antons- dóttir, formaöur undirbúningsnefnd- arinnar, tók í sama streng. „Þaö er sitt hvað aö bjóða fram í Reykjavík eða stóru kjördæmi með dreiföa byggö. Auk þess erum við komin í timaþröng þannig aö ég er ekki bjartsýn á kvennaframboð hér við komandi kosningu til Alþingis. En við höldum áfram að berjast fyrir okkar málstað og næsta skrefíö verður væntanlega kynningarfundir í þéttbýlisstöðum í nágrenni Akur- eyrar,” sagði Elín Antonsdóttir. -GS/Akureyri. HUSGAGNASÝNING LAUGARDAG KL10-16, SUNNUDAG KL. 14-16. Sýnum medal annars okkar mjög vinsœlu barna- og unglingahúsgögn. Ný framleiðsla — Einstaklingsrúm og hljómtækjaskápar. Gæði ofar öliu — Allt lakkaður viður. íslensk framleiðsla á góðu verði. Greiðslukjör — Sendum um allt land.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.