Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Side 3
DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983. 3 Voru Helgi og Soffía „blokkeruð” í forvali Alþýðubandalagsins nyrðra? „Við viljum ekki Akureyring í efsta sætið” „Þaö voru samantekin ráö okkar alþýöubandalagsmanna í Þingeyjar- sýslum aö kjósa Steingrím, en hvorki Helga né Soffíu, einfaldlega vegna þess aö viö viljum ekki Akureyring í efsta sæti listans.” Þannig skýrði þingeyskur alþýðu- bandalagsmaöur, sem ekki vill láta nafns síns getið, óvænt úrslit i forvali Alþýðubandalagsins í Noröurlands- kjördæmi eystra í samtali viö DV. Þar uröu Steingrímur Sigfússon frá Gunnarsstööum í Þistilfirði og Svan- fríöur Jónasdóttir á Dalvík í efstu sætunum en Akureyringamir, Soffía Guömundsdóttir og Helgi Guðmunds- son, uröu aö láta sér lynda 3. og 4. sætiö. Fyrirfram var álitið að þau y röu í baráttunni um efsta sætiö, „þing- mannssætið”, sem Stefán Jónsson gefur nú eftir. Soffía og Helgi skipuðu 2. og 3. sætiö á framboöslista banda- lagsins í kjördæminu viö síðustu alþingiskosningar en Steingrímur var íþví4. Þegar litiö er á atkvæöatölur þeirra f jórmenninga í 4 efstu sætin kemur í ljós fylgni meðSteingrími og Svanfríði annars vegar en Helga og Soffíu hins vegar. Steingrimur fékk 238 atkvæði, Svanfríöur 207, en Helgi fékk 142 atkvæði og Soffía 147. Einungis félagsbundnir alþýðu- bandalagsmenn höfög atkvæöisrétt í forvalinu. Þar af leiöandi m.a. varö nokkur fjölgun í Alþýöubandalags- félögunum í kjördæminu en langmest varö fjölgunin í Þórshafnarfélaginu, heimasveit Steingríms, þar sem félagatalan tvöfaldaöist, samkvæmt heimildum DV. Liö flokksbundinna framsóknarmanna þynntist aö sama skapi í þeirri sveit. Með hliösjón af því óttast framsóknarmenn aö Stein- grímur komi til meö aö saxa á fylgi þeirra í Noröur-Þingeyjarsýslu í kom- andikosningum. „Akureyringar urðu undir í for- valinu aö þessu sinni. Þaö er ekki um annaö aö gera en taka því, við getum engum öörum en sjálfum okkur um kennt, því þátttaka félagsmanna hér var lítil. En þaö koma tímar og koma ráö,” sagöi einn af frammámönnum Alþýðubandalagsins á Akureyri í sam- taliviðDV. Páll Hlööversson, formaöur uppstill- ingamefndar bandalagsins í kjör- dæminu, telur það siðferöislega skyldu nefndarinnar að fara eftir úrslitum forvalsins, þótt þau séu í sjálfu sér ekki bindandi samkvæmt reglum flokksins um forval. Samkvæmt því verður Steingrímur í „þingmannssæti” fram- boðslistans og Svanfríður í 2. sæti. En tekur Helgi Guömundsson 3. sætið? Því hefur hann ekki viljað svara í f jöl- miðlum. Geri hann þaö ekki veröur aöeins einn Akureyringur eftir í hópi þeirra sem þátt tóku í forvalinu þar sem Soffía gefur ekki kost á sér i 4. sætiö. Viö skulum leyfa Þingeyingnum ónefnda að hafa lokaorðiö en hann sagöi: „Eg tel aö þessi listi, með Stein- grim og Svanfríði í efstu sætunum, verði sterkur í komandi kosningum. Hjá okkur eru ný andlit en hinir flokk- amir bjóöa ekki annaö en mosavaxna gæðinga.” -GS/Akureyri. MIKIÐ ÚRVAL AF JEPPUM OG FJÖLDI NÝLEGRA BÍLA Lada Sport Range Rover Ford Bronco Rússi, framb. Willys árg. '80 árg. '74 árg. 72- 74 árg. 78 árg. '55—'58—'64—74 Scout II Rally '79 8 cyl. sjálfskiptur. Verð kr. 265.000,-. Dekurbíll. Benz200 dísil '80 bíll í sérflokki. Verð kr. 275.000,- Bronco 8 cyl. '74 sjálfskiptur. Verð kr. 110.000,-. Góður staðgreiðslu- afsláttur VEGNA MIKILLAR SÖLU UNDANFARIÐ VANTAR NÝLEGA BÍLA Á STAÐINN. - INNIAÐSTAÐA. - OPIÐ LAUGAR- DAG 10-16. BÍLASALAN BLIK s/f SÍÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK SÍMI: 86477 á beínni línu Olís hefur opnað glæsilega bensínstöð við Hafnarfjarðarveg í Garðabæ. Stöðin er í beinni aksturslínu milli Hafnarfjarðar, Garðabæjarog Reykjavíkur. Á Olís stöðinni í Garðabæ færðu bensín og díesel olíu úr hraðvirkum dælum. 1. flokks smurolíur frá B.P. og Mobil. Auk þess allskyns bílavörur og aðrar vörur. Verið velkomin í nýju Olís stöðina í Garðabæ, — bensínstöd í beinni aksturslínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.