Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983. Lögreglan í Kópavogi: Sérstakt eftirlit um helgina Um helgina veröur lögreglan í Kópa- vogi meö sérstakt eftirlit meö búnaöi ökutækja, aö sögn Ásmundar Guömundssonar, lögreglumanns í Kópavogi. Eru þessar aögeröir í fram- haldi af því aö aðalskoðun bifreiöa hófst í Kópavogi í gær. „Viö erum meö þessum aögeröum aö hvetja menn til þess aö gera við bíla sína áöur en lögreglan stöövar þá,” segir Ásmunduf. .gps Elísabet F. Eiríksdóttir. Elísabet tekur við Sú breyting hefur orðiö á flutningi Islensku óperunnar á Töfraflautunni að viö hlutverki fyrstu hirðmeyjar Næturdrottningarinnar, sem Sieglinde Kahmann hefur sungiö, tók Elísabet F. Eiríksdóttir. Nýtt rit um íslensk kvik- myndamál á ensku Kvikmyndasjóður hefur nýlega gefiö út kynningarrit á ensku, ríkulega myndskreytt, um íslensk kvikmynda- mál og nefnist ritiö „Icelandic Films 1980—1983”. Kvikmyndasafnið er einnig aöili að útgáfunni. I ritinu eru kynntar allar leiknu myndirnar sem geröar hafa verið frá stofnun Kvikmyndasjóðs, leiknar myndir sem eru í framleiðslu og gerö grein fyrir nokkrum heimildarkvik- myndum sem geröar hafa verið á síöastliönum áratug. Einnig eru í rit- inu upplýsingar um 30 kvikmynda- geröarfyrirtæki, 10 kvikmyndastofn- anir og samtök. Höfundar greina í rit- inu eru Knútur Hallsson, Guölaugur Bergmundsson og Erlendur Sveinsson. Maureen Thomas annaðist enska þýöingu, Gunnar Trausti Guöbjöms- son sá um útlit og hönnun enritstjórar voru Erlendur Sveinsson og Guðlaugur Bergmundsson. Fyrirhugaö er aö dreifa kynningar- ritinu á Beriínarhátíðinni í þessum mánuöi, svo og í Cannes í vor. Þeir sem hafa áhuga á aö eignast kynningarritið geta snúiö sér til Kvik- myndasjóðs, c/o menntamálaráðu- neytið, og Kvikmyndasafns Islands, Skipholti 31. -PÁ Samtök sykursjúkra íReykjavík: Efna til námskeiðs Samtök sykursjúkra í Reykjavík munu á næstunni efna til námskeiðs fyrir foreldra sykursjúkra bama. Leiöbeinendur á námskeiöinu veröa læknir, félagsráögjafi og matarfræö- ingur. Takmark námskeiös sem þessa er aö veita leiðbeiningar og fræöslu um meö- ferö sykursýki, rétt mataræði og félagsleg vandamál sem henni fylgja. Stjórnandi námskeiösins verður Sævar Berg Guðbergsson félagsráö- gjafi. Tilhögun námskeiðsins veröur nánar kynnt á fundi sem Samtök sykurs júkra halda í Holtagörðum þriöjudaginn 22. febrúarnk. Fyrirhugaðar breytingará kosningalögunum fínpússaðar: Þau hefðu setiö. . . en þeir ekki Davíð hefði unnið í happdrættinu 1979 Nú um helgina er loksins veriö aö fínpússa fyrirhugaöar breytingar á stjómarskrá og kosningalögum sem veriö hafa í deiglunni í allan vetur. Ljóst er að samstaða er um fjölgun þingmanna úr 60 í 63 og aö eitt þing- sæti veröi til lokajöfnunar, í eins kon- ar happdrætti. Þaö má þykja æriö merkilegt, þeg- ar þetta nýja kerfi er heimfært á síöustu þingkosningar, í desember 1979, og boriö saman við tillögu aö breytingunum sem lá fyrir í nóvem- ber aö niðurstaðan veröur nákvæm- lega sú sama þegar happdrættissæt- ið er undanskiliö. Meö því veröur þó ekki önnur breyting en sú frá tillögunni í nóvem- ber aö Framsóknarflokkurinn fær sæti á Vesturlandi og missir sæti í Reykjavík. Sem sé aö Davíð Aðal- steinsson bóndi á Ambjargarlæk heföi ekki tapaö af sæti sínu á þingi uv. M1DV1KUDAUUH8. DESEMBER1982. heldur hlotið þaö í þessu þingsætis- happdrætti. Um leiö fækkar auövitaö þingmönnum Reykvíkinga um einn en Vestlendingar fá aukamann. I samræmi viö tillöguna frá í nóvember, sem þótti þá um stundir hin merkasta og líkleg til þess að ná samþykki, var birt myndasíöa hér í DV 8. desember meö andlitum sem heföu náö á þing 1979 með breyttu kerfi og andlitum þeirra sem ekki heföu náö í þingsali þá. Myndirnar af seinni hópnum kölluðu þingmenn sjálfir raunar aftökulistann. Þessi myndasíða er endurbirt hér að neðan og merkt er sérstaklega viö þær tvær breytingar á andlitum sem verða nú meö lokatillögunni. Harald- ur Olafsson heföi enn þurft aö bíöa í 3. sæti á lista framsóknarmanna í Reykjavík en Davíö Aöalsteinsson, flokksbróðir hans á Vesturlandi, haldiö sætinu sem hann í raun hreppti í kosningunum. Nú má skjóta því að, sem gerst hefur síöan í desember, aö Haraldur Olafsson er kominn í 2. sæti á lista flokks síns í Reykjavík og happdrættisvinningur Davíðs er því sársaukaminni fyrir Harald — líkast til alveg sársauka- laus. Meö þeirri endanlegu tillögu um fjölgun þingmanna og skiptingu þingsæta milli kjördæma og flokka, sem væntanlega liggur fullsköpuð fyrir á mánudag, næst nær fullur jöfnuður milli flokka og munur milli kjördæma færist í líkt horf og var fyrirnæraldarfjórðungi. HERB Skipting þingsæta 1979 ef fyrirhugaðar breytingar hefðu gilt þá I svigum er skiptingin eins og hún varö í rauninni. A B D G Aörir Alls Reykjavík 3 2 9 4 18 (3) (2) (6) (4) (15) Reykjanes 3 2 4 2 11 (2) (1) (3) (1) (7) Vesturiand 1 2 2 1 6 (1) (2) (2) (1) (6) Vestfiröir 1 1 2 1 5 (2) (2) (2) (0) (6) Noröurl. v. 1 2 1 1 5 (0) (3) (2) (1) (6) Noröurl.ey 1 3 2 1 7 (1) (3) (2) (1) (7) Austurland 0 2 1 2 5 (0) (2) (2) (2) (6) Suðurland 1 2 2 1 6 (1) (2) (2) (1) (1) (7) Samtals 11 16 23 13 (10)(17)(21)(11) 63 (60) Ef 63 sæta kerf ið hefði gilt í þingkosningunum 1979 Tíu nýir þingmenn, en sjö nú- verandi hefðu ekki náð kjöri Finnur Torfi Stefánsson. Haraldur ólafsson. EÖli málsins samkvæmt heföu flestir nýju þingmannanna komiö úr þéttbýliskjördæmunum tveim, Reykjavík og Reykjanesi; átta af tíu. Aö ööru leyti heföu sæti færst milli flokka í tveim strjálbýliskjör- dæmum. Til þess aö gera langa sögu stutta birtir DV hér á síöunni mynd- skreytta skrá yfir breytingarnar sem heföu oröiö í desember 1979 ef 63ja sæta kerfiö heföi gilt þá, sem þaö geröi auðvitaö ekki. ALÞYÐUFLOKKUR Nýir: ölafur Björnsson af Reykja- nesi, Finnur Torfi Stefánsson af Noröurlandi vestra. Ekki náö: Karvel Pálmason af Vest- fjöröum. Markús Á. Einarsson. FRAMSOKNARFLOKKUR Nýir: Haraldur Olafsson úr Reykja- vík, Markús A. Einarsson af Reykja- nesi. Ekki náö: Davið Aöalsteinsson af Vesturlandi, Olafur Þ. Þóröarson af Vestfjöröum, Ingólfur Guönason frá Norðurlandi vestra. SJALFSTÆÐISFLOKKUR Nýir: RagnhildurHelgadóttir.ElIert B. Schram, Guömundur H. Garöars- son úr Reykjavík, Sigurgeir Sigurös- son af Reykjanesi. Ekki náö: Eyjólfur Konráö Jónsson frá Noröurlandi vestra, Egill Jóns- son af Austurlandi. ALÞYÐUBANDALAG Nýir: Benedikt Davíösson af Reykja- nesi, Kjartan Olafsson frá Vest- fjöröum. Davið Aðalsteinsson. AÐRIR Ekki náð: Eggert Haukdal af Suður- landi. HERB Karvel Pélmason. Olafur Þ. Þórðarson. Kjartan Ólafsson. Ingólfur Guðnason. Egill Jónsson. Ólafur Björnsson. Ragnhildur Helgadóttir. Ellert B. Schram. Hvernig heföu sæti skipast á Alþingi í þingkosningunum 1979 ef þá heföi veriö í gildi sú skipting þing- manna á kjördæmi og flokka, sem nú er helst í ráöi aö taka upp? Eins og greint var frá í fréttaljósi DV á laugardaginn er nú líklégasta og um leið einfaldasta lausnin í kjör- dæmamálinu fólgin í fjölgun þing- manna í 63 og nýjum úthlutunarregl- um þingsæta í kjördæmakjöri. Þá félli landskjör niöur um leiö. I fréttaljósinu var einnig birtur samanburöur á skiptingu þingsæta á kjördæmi og flokka eins og hún varö í desemberkosningunum 1979 og eins og hún heföi orðið í sömu kosningum meö nýju reglunum. Ef nýju reglurnar fyrirhuguöu heföu gilt þá blasir viö aö tíu nýir þingmenn heföu sest á þing. I staöinn heföu sjö núverandi þingmenn ekki náö kjöri. Og munurinn er síöan fjölgun þingmanna um þrjá. Sigurgeir Sigurðsson. Benedikt Daviðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.