Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Page 6
6
DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983.
Ferðamál Ferðamál Ferðamál
______Best ad haf a allt á hreimi:_
Ferðaskllmálar sem
gilda í hðpferðnm
Ferðaskrifstofurnar eru nú sem
óöast aö kynna ferðir ársins til allra
átta og kennir þar margra grasa.
Viðskiptavinir velja sér ferðir með
tilliti til þess hvaöa staði þeir vilja
heimsækja, hvaö ferðin kostár,
hvemig aöbúnaður er og svo fram-
vegis. Hins vegar eru ekki allir sem
athuga aö lesa smáa letrið, það er að
segja hina almennu ferðaskilmála
Félags íslenskra ferðaskrifstofa.
Það eru til dæmis ekki allir sem vita
þaö að ef farþegi í hópferð veikist ber
hann sjálfur ábyrgð á öllum kostnaði
sem kann að verða af veikindunum
og verður sjálfur að borga fyrir
heimferö ef svo ber undir. Farþegi á
ekki neinn rétt á endurgreiöslu þótt
hann veikist á fyrsta degi þriggja
vikna ferðar og þurfi að snúa heim.
Ef farþegi sefur yfir sig daginn sem
ferðin hefst og verður strandaglópur
á hann ekki rétt á endurgreiðslu.
Hér á eftir fara ferðaskilmálar Fé-
lags íslenskra ferðaskrifstofa i heild
svo að hver og einn geti gert sér
grein fyrir þeim skilmálum sem í
gildi eru.
Pöntun og greiðsla:
Pöntun á þátttöku í hópferð er
bindandi fyrir ferðaskrifstofuna, en
þó því aðeins að staðfestingargjald,
allt að 10% af áætluðu verði ferðar-
innar sé greitt innan viku frá því að
pöntun barst, kr. 2.000,- á farþega,
og að áætlaö verö ferðarinnar, eins
og það er á greiðsludegi, sé greitt
eigi síðar en fjórum vikum fyrir
brottför. Slík greiðsla útilokar þó
ekki breytingu á verðinu sbr. loka-
málsgrein 2. gr.
Verð og verðbreytingar:
I ferðaáætlun er tekið fram, hvaöa
þjónusta er innifalin í verði, enda
staöfest í pöntunarviðurkenningu, er
farþegi fær afhenta við greiðslu stað-
festingargjalds. Uppgefin verð í
verðskrám, bæklingum og á
pöntunareyðublaði þessu eru áætluð
verð og breytast í samræmi við þær
verðbreytingar, sem kunna aö verða
fram til brottfarardags á seldri þjón-
ustu, hvort sem verðbreyting stafar
af breytingu á fargjöldum, elds-
neytishækkun, gengi íslenskrar
krónu, eöa þeirrar þjónustu, sem
innifalin er í áætluðu verði ferðarinn-
ar. Þó ber ferðaskrifstofan hugsan-
legar hækkanir á heiidarverði ferðar
er kunna að veröa frá greiðsludegi til
brottfarardags ef áætlað veró er
BANDITTAR
Flugfélagið Singapore Airlines
hefur komið fyrir spilavítisköss-
um, einhentum ræningjum, um
borð í vélum sínum á flugleiðinni
Singapore—Tokyo—Los Angeles.
Sagt er að spilakassar þessir njóti
vinsælda meðal farþega og flugfé-
lagið íhugi að koma þeim fyrir á
fleiri Ieiðum.
Samkvæmt óáreiðanlegum
heimUdum, sem Feröasíðan hefur
aflað sér, mun Landsbanki íslands
nú vera í þann veginn að kaupa
svona spilavítiskassa og er ætlunin
að setja hann niður í DC-6 flugvél
sem stendur á Reykjavíkurflug-
veUi og er i eigu bankaus.
INVERNESS
Breska flugfélagiö Dan-Air hefur
fengið heimUd tU áætlunarflugs
mUli London og Inverness, en Brít-
ish Airways hættir flugi á þessari
leið 27. mars. Dan-Air mun fara
tvær ferðir á virkum dögum.
greitt að fuUu mánuöi fyrir brottför,
eins og skilmálamir kveöa á um, þó
ekki yfir 5%. Hækkanir umfram 5%
af áætluðu verði ferðar við greiðslu-
dag ber farþega að greiða.
Afturköllun eða
breytingar á pöntun:
Heimilt er að afturkalla farpöntun
án kostnaðar, sé það gert innan viku
frá því að pöntun var gerð. Berist
afpöntun síðar en með meira en fjög-
urra vikna fyrirvara, áskUur ferða-
skrifstofan sér rétt til að halda eftir
5% af veröi feröarinnar. Sé pöntun
afturkölluð meö minna en 30 daga en
meira en 15 daga fyrirvara heldur
ferðaskrifstofan eftir 10% af verði
feröarinnar. Berist afpöntun með
skemmra en 15 daga fyrirvara á
ferðaskrifstofan kröfu á 50% far-
gjaldsins, en sé fyrirvarinn aðeins
tveir virkir dagar eða skemmri er
allt fargjaldið óafturkræft.
Ef þátttakandi mætir ekki tU brott-
farar á réttum tíma eða getur ekki
hafið ferðina vegna skorts á gUdum
ferðaskUríkjum, svo sem vegabréfi,
áritun þess, vottorðs vegna ónæmis-
aögeröa eða af öðrum ástæðum, á
hann ekki rétt á endurgreiðslu
ferðarinnar. HeimUt er að breyta
pöntun án aukagreiöslu ef hún á sér
stað meira en mánuði fyrir brottför.
Sé þaö gert eftir þann tíma skoðast
það sem afpöntun og ný pöntun og
áskUur ferðaskrifstofan sér rétt tU
greiðslu samkvæmt því, sbr.
afpöntunarskUmála hér að ofan.
Aflýsing ferðar og
breytingar á ferðaáætlun:
. Feröaskrifstofan ber enga ábyrgð
Venjulegt fargjald aðra leið verður
75 pund og þætti dýrt hérlendis.
GRÆNTÁ
KENNEDY
Fram tfl þessa hafa farþegar er-
lendis frá sem lenda á Kennedy-
flugvelli í New York mátt standa
langtímum saman í biðröð eftir
tollskoðun. Á þessu er nú að verða
breyting til batnaðar. Innan
skamms verða komin græn og rauð
toUhlið á JFK og þeir sem eru með
allt á hretnu geta komist fljótt og
vel í gegnum toUinn.
NEW YORK
Á síðasta ári komu 18,9 mUljónir
ferðamanna til New York, en árið
áður voru þeir 17 mUljónir talsins.
TaUð er að feröamenn eyði um 2,1
mllljarði Bandaríkjadala á ári i
heimsborginni og munar um
minna. Meðalnýting á hótelum í
New York á siðasta ári er taUn
vera 70% en var 72,9% árið 1981.
á breytingum eða töfum, sem kunna
að verða vegna óviðráðanlegra
ástæðna (force majeure), svo sem
vegna náttúruhamfara, verkfalla,
umferöarslysa, borgarastyrjalda,
styrjalda eða annarra þess háttar
viðburða, né ef pöntunarloforð^gisti-
húsa eöa samgöngutækja bregöast
og er ferðaskrifstofunni á grundvelh
þess heimilt að breyta eða aflýsa
feröinni með öllu, enda verði farþeg-
um tUkynnt þar um tafarlaust. Einn-
ig er feröaskrifstofunni heimilt að af-
lýsa ferð, ef í ljós kemur, að þátttaka
sé ekki næg, en tilkynna ber þátttak-
endum um það eigi síðar en tveimur
vikum fyrir áætlaöan brottfarardag.
Sé ferö aflýst, endurgreiðir ferða-
skrifstofan það, sem greitt hefur
verið upp í ferðakostnaðinn, en eigi
er ferðaskrifstofan skaðabótaskyld
að öðru leyti.
Ferðaskrif stofan ber ekki áb)Tgð á
breytingum eða seinkunum sem
verða kunna á áætlunum farartækja
sem notuð eru. Beri nauðsyn tU af
ástæðum, sem að framan greinir eða
öðrum að breyta áætlun ferðar,
áskilur feröaskrifstofan sér rétt til
þess, svo og aö nota önnur gistihús og
farartæki en upphaflega var ráð
fyrir gert. Heimilt er aö krefja þátt-
takendur um greiðslu auka-
kostnaðar ef breytingin stafar af
ástæðum sem ferðaskrifstofan ber
ekki ábyrgðá.
Skyldur þátttakanda:
Farþegar eru skuldbundnir að
hlita fyrirmælum fararstjóra eöa
MALLORKA
Árlega koma um þrjár milljónir
ferðamanna til Mallorka.- Svíar
voru farnir að draga úr ferðum til
MaUorka og þótti ekki lengur fínt
að heimsækja eyna. Stærsta ferða-
skrifstofa Svíþjóðar, Vingresor,
segir að nú sé þetta að breytast aft-
ur. í fyrra fóru 40 þúsund manns á
vegum Vingresor til MaUorka en
1979 og 1980 aðeins 20 þúsund.
SVÍAR
Ferðafrömuöir í Sviþjóð segjast
reikna með 20—25% samdrætti í ut-
anferðum landsmanna á þessu ári.
Helstu ástæður eru taldar vera
gengisfeUing sænsku krónunnar,
góða veðrið í fyrrasumar sem muni
hvetja fleiri tU að vera hcima í
sumar i von um áframhaldandi
veðursæld og siðan er hækkun á
söluskatti einnig nefnd tU rökstuðn-
ings þessum svartsýnisspám. Á
siðasta ári fóru 1,1 milljón Svía i
starfsfólksþeirra aðila er ferðaskrif-
stofan skiptir við. Farþegi er skuld-
bundinn að hUta lögum og reglum
opinberra aðila í þeim löndum sem
hann ferðast um, taka fullt tiUit til
samferðamanna sinna og hlíta þeim
reglum er gilda á flutningatækj-
um, áningarstöðum (flughöfnum
o.þ.u.l.), gisti- og matsölustöðum
o.s.frv. enda ber hann ábyrgð á tjóni
því er hann kann aö valda með
framkomu sinni. Brjóti farþegi af
sér í þessum efnum eða gefi við upp-
haf ferðar tUefni til þess að ætla að
hann verði samferðafólki sínu til
ama meða framkomu sinni, er ferða-
skrifstofunni heimilt aö hindra hann
í að hefja ferð sína eða halda henni
áfram og veröur hann þá aö ljúka
henni á sinn kostnað, án endurkröfu-
réttar á hendur ferðaskrifstofunni.
Ýmislegt:
Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgðá
tjóni sem þátttakendur í ferðum
hennar kunna að verða fyrir á lífi
sínu, líkama eða farangri. Þátttak-
endur eiga þess kost að kaupa á sinn
kostnað ferða-, sjúkra- og farangurs-
tryggingu fyrir miUigöngu feröa-
skrifstofunnar eða hjá trygginga-
félögum.
Ferðaskrifstofan gerir ráö fyrir,
að þátttakendur í hópferðum séu
heUir heUsu, þannig að ekki sé hætta
á aö þeir valdi öðrum óþægindum
eða tefji ferðina vegna sjúkdóms. Ef
farþegi veikist í hópferð, ber hann
sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því
kann að hljótast sem og kostnaði við
heimferðina. Farþegi á ekki rétt tU
endurgreiðslu þó að hann ljúki ekki
ferð af þessum ástæðum eða öðrum
sem ferðaskrifstofunni verður elcki
umkennt.
Hugsanlegar kvartanir vegna
ferðarinnar skulu berast fararstjóra
strax. Kvörtun skal síðan berast
ferðaskrifstofunni skriflega eins
fljótt cg viö verður komiö og í síðasta
lagi innan mánaöar frá því aö
viðkomandi ferð lauk, að öörum kosti
verða hugsanlegar bótakröfur ekki
teknar til greina.
Ferðaskrifstofan vekur athygli á
að í öðrum ferðum en þeim sem hún
skipuleggur sjálf er hún aðeins um-
boðsaðUi þeirra fyrirtækja og
einstaklinga sem hún skiptir við og
ber því ekki ábyrgð á vanefndum
þeirraaðila.
hópferðir með leiguflugi og var það
7,2% aukning frá árinu áður.
LUFTHANSA
Um þessar mundir heldur þýska
flugfélagiö Lufthansa upp á 30 ára
afmæU sitt. Félagiö var stofnað í
ársbyrjun 1953 og hét þá Luftag.
Stofnsjóður nam sex mUIjónum
marka, f jórum Convair 340 og f jór-
um Super ConsteUation L-1049.
Lufthansa nafnið var tekið upp i
ágúst 1954. Núna á félagið 102 þotur
og flýgur mUli 121 borgar í 70 lönd-
um.
BOEING 757
Brítish Airways hefur fengið af-
henta fyrstu Boeing 757 þotuna sem
félagið hefur keypt. Þá mun Air
Europe fá fyrri vélina af gerðinní
Boeing 757 sem félagið hefur pant-
að þann21. aprU.
Golfferdir á
nýjar og gamlar
slódlr:
Með kylf ur og
kiílur til Skot-
landseda
Portiigal í vor
Nú, þegar daginn fer að lengja og
snjór að hverfa, fara golfarar aö
hugsa sér tU hreyfings bæði hér
heima og erlendis. Fjölmargir golf-
arar fara utan á hverju ári með kylf-
ur sínar og kúlur og berja þar á völl-
um bæði vestan hafs og austan. Ekki
er mikið um skipulagðar golfferðir
héðan til útlanda en þeim er þó alltaf
að fjölga enda fjölgar golfurum hér á
landi ört á hverju ári. Nú eru þeir á
mUU 2000 og 2500 talsins og stóri
draumurinn hjá þeim öllum er að
leika á hinum glæstu golfvöllum sem
nú er að finna í flestum löndum
heims.
Til þessa hafa verið skipulagöar
ferðir fyrir golfara á hverju ári tU
Skotlands, Irlands og Spánar. Skot-
lands- og írlandsferðirnar hafa verið
vorferðir en ferðin tU Spánar, sem er
á vegum Utsýnar, hefur veriö farin á
haustin.
Sú ferð verður á boðstólum í haust
en einnig tvær vorferðir. Mjög trú-
legt er að ekkert verði af páskaferð
Samvinnuferða til Irlands að þessu
sinni og fellur þá af sjálfsdáðum
niður golfferðin þangaö um páskana.
Til Skotlands í 14. sinn
önnur vorferðin í ár veröur á hefö-
bundnar slóðir. Er það til North Ber-
wick í Skotlandi. Veröur farið 6. maí
og dvalið í 8 daga í North Berwick og
2 daga í Glasgow. Kostar sú ferð á
mUU 15 og 16 þúsund krónur.
Islenskir golfarar hafa farið til
North Berwick á hverju vori síðan
1970 og sér ferðaskrifstofan Urval
um þær ferðir.
Auk feröarinnar 6. maí hefur
iandsliðunum í golfi boöist 7 daga
ferð til Glasgow um páskana á hag-
stæðu verði. Ekki er vitað hve marg-
ir úr landsliðshópnum fara þangað,
en sú ferð mun einnig verða opin
öðrum en landsUðsfólkinu.
Frítt golf í Portúgal
Hin vorferðin í ár er á nýjar slóöir.
Verður hún til Algarve í Portúgal á
vegum ferðaskrifstofunnar Utsýnar.
Er sú ferð um páskana og mun kosta
á mUU 16 og 17 þúsund krónur. Þetta
er 10 daga ferð og er hægt að fram-
lengja dvöUna í London ef óskað er.
I Portúgal verður dvaUö í Penina
hóteUnu en við það hótel er að finna 3
golfvelU, tvo 9 holu velU og einn 18
holu völl. Green-fee, eöa vallargjald,
á þessa veUi er innifalið í verðinu en
einnig er hægt aö leika á öðrum völl-
um í nágrenni hótelsins.
Mjög mikU aðsókn er að Algarve-
golfsvæðinu í Portúgal enda talið eitt
dýrlegasta golfsvæði í aUri Evrópu. I
þessari golfferð tU Portúgal verða
því ekki nema um 20 sæti að þessu
sinni. Það er því rétt aö panta sér
miða í tíma og það á raunar einnig
við umgolfferðina tilSkotlands.
FRÉTTIR í STTTTU M ÁLI
Munið að kynna ykkur skUmála ferðaskrifstofanna um hópferðir. Faríð ekki
ótryggð í f eröalag.