Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Page 9
ÐV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983.
9
| | ' wm Tl
1 m 8 v
IH T[ |
Til tíðinda hefur dregið í sölum al-
þingis undanfarna daga. Fyrir hið
fyrsta fór það svo aö stjórnarand-
stöðuflokkur sjálfstæðismanna sat
hjá við afgreiðslu bráðabirgðalag-
anna. Það var skynsamleg niður-
staða, en óneitanlega neyðarleg eftir
öll stóru oröin. Þeir hefðu betur séð
þaö fyrir að hörð andstaða gegn
bráðabirgðalögunum hlyti að orka
tvímælis, ekki síst fyrir þá sök aö
stjómarliðinu hefði verið gerður
stærsti greiðinn meö því að fella lög-
Á pólitíshu
markaðstorgi
Þaö verður hinsvegar að teljast
nokkuð tvíblendin framkoma hjá for-
sætisráðherra að veitast harkalega
að flokksbræðrum sínum í sjónvarp-
inu fyrir ósæmileg vinnubrögð í mál-
inu því að ekki er hann sjálfur hvít-
þveginn englabossi þegar kemur að
bragðaklækjum á þingi. Nema Gunn-
ar sé aö hugsa til framboðs? En þá
þarf hann heldur ekki að vera hissa á
því þótt tekið sé á móti honum.
Sögu/eg tíðindi
Stjómarandstaðan slapp fyrir
horn vegna bráöabirgðalaganna með
því að vísa til samkomulags um kjör-
dæmamálið. Það bjargar aö nokkru
andliti stjómarandstöðunnar, enda
ekki seinna vænna.
Framsóknarflokkurinn varð síðast-
ur til aö kyngja kjördæmamálinu.
Mest fyrir þá sök að afturhaldið í
þeim flokki hamaðist gegn lagfær-
ingum af ótta við að einhverjar þing-
mannsnefnur kæmust ekki lengur að
í skjóli ranglátrar kjördæmaskipun-
ar. Það er Framsóknarflokknum og
Steingrími Hermannssyni til hróss
að hafa samflot með hinum stjóm-
málaflokkunum i þessu hagsmuna-
máli kjósenda, enda eru mannrétt-
indi ekki til hrossakaupa.
Það em söguleg tíðindi þegar allir
stóm flokkarnir sameinast um
breytingar í kjördæmamálinu. Betur
væri að slík samstaða næðist í fleiri
málum í stað þess sundurlyndis-
fjanda sem leikur lausum hala á
vettvangi stjórnmálanna þegar efna-
hagsmál og verðbólga em annars
vegar.
Mótmæli
Sá sundurlyndisfjandi hefur nú
herleitt Alþýðubandalagið í þessari
lotu. Hávaðinn vegna vísitölumáls-
ins er af þeim rótum runninn.
Þar gætir ómerkilegs tvískinn-
ungs. Á sama tíma og alþýðubanda-
lagsmenn greiða atkvæði með bráða-
birgöalögunum, sem fela í sér meiri-
háttar kjaraskerðingu, þykjast þeir
vera á móti breyttri vísitöluviðmið-
un vegna kjaraskerðingar!
Þetta gengur flestum illa að skilja
enda er tvöfeldni og ábyrgðarleysi af
þessu tagi helsta ástæðan f yrir þvi að
i skoöanakönnun DV fær Bandalag
jafnaðarmanna, sem algjörlega er
óskrifað blað, umtalsvert fylgL Ef
þau atkvæöi ásamt með þeim kjótv
endum sem lýsa sig óákveöna em
talin saman, blasir við að almenn-
ingur er að mótmæla frammistöðu
flokkanna, stjórnar sem stjórnar-
andstöðu.
Þetta er því ískyggilegra þegar
þess er gætt að skoðanakönnunin er
framkvæmd áður en bein útsending
af blaðskellandi þingmönnum lækk-
aði enn risið á pólitíkinni.
Orslit skoðanakönnunarinnar eru
áminning og aðvörun um vantrú og
fyrirlitningu kjósenda á máttleysi og
tvískinnungi stjómmálamanna.
Flautaþyrlar draga ekki til sín at-
kvæði í skoðanakönnun nema vegna
þess að eitthvað mikið er að. Ekki
hjá kjósendum — heldur flokkum.
Ápólitísku markaðstorgi
Nú ætti ég sem frambjóðandi í
kosningum og stuðningsmaður eins
flokksins ef til vill að tala varlega og
taka upp hanskann fyrir hagsmuni
flokkanna. En kann það góðri lukku
að stýra fyrir flokka eða frambjóð-
endur að loka augunum fyrir veru-
leikanum og hundsa almenn viðhorf
meðal kjósenda? Er von til þess að
ástand lagist eða hlutur flokkanna
réttist ef skellt er skolleyrum við
niðurstöðum skoðanakannana um
stöðu stjórnmálaflokkanna?
Jafnvel þótt stjórnmálamenn gætu
sýnt fram á, meö rökum, að flokka-
veldið og frammistaða þess sé öll
með sóma verða menn að skilja að
Laugardags-
pistill
Ellert B. Schram
ritstjóri skrifar
almenningsálitið segir annað og
meöan það ræður straumunum í póli-
tíkinni og gengi flokkanna þá verður
að hlusta á það, taka tillit til þess.
Skýringarnar á lágu gengi flokk-
anna eru margar. Þeir hafa reynst
vanmáttugir í baráttunni gegn verð-
bólgunni. Þeir hafa stundað lágkúru-
legt karp. Þeir hafa verið tvöfaldir í
roðinu, þeir hafa selt stefnumál sín á
pólitisku markaðstorgi í skiptum fyr-
ir völd og vegsemdir.
Galgopaskapur
Sjálfstæðisflokkurinn lýsir bráða-
birgðalögum sem ógnvekjandi efna-
hagsaðgerð og hamast gegn þeim í
marga mánuði. Endar síðan með því
að versla með þau í baktjaldamakki
og situr hjá við lokaafgreiðslu.
Formaður Framsóknarflokksins
afgreiðir frá sér mál framhjá öllum
reglum og mannasiöum og tilkynnir
síöan sér til afsökunar ,,aðhann hafi
verið plataöur”.
Alþýðubandalagið hefur látið and-
stöðu sína gegn her í landi lönd og
leið og svikið kröfuna um „samninga
í gildi” svo oft að ekki verður þar
tölu á komið.
Alþýðuflokkurinn liðast upp í
frumeindir sínar og má sín lítils þeg-
ar fyrrverandi lukkutröll lýsir hann
beöi óalandi og óferjandi.
Alþingi allt lætur hræða sig með
hótunum í hvalamálinu og selur æru
aina fyrir baunadisk. Kórónar síöan
atarfsbtið þinghald með galgopa-
akap og aulafyndni i beinni útsend-
ingu frá þingfundi.
Einstakir þingmenn eru staðnir að
því að versla með fyrirgreiöslu í
skjóli opinberra stofnana. Deilur
loga í tengslum við prófkjör og forvöl
og klíkuskapur verður flokksheill
yfirsterkari.
Brestur trúnað
Þessari upptalningu mætti lengi
fram halda, en þá almennu einkunn
má gefa að alþingi og stjómmálin
brestur trúnað gagnvart fólkinu sem
bæði er orsök og afleiðing þess þjóð-
félagsástands sem við nú búum við.
Fólk er þreytt á leikaraskap og tví-
skinnungi. Það vill ekki að eitt sé
sagt í dag en annaö á morgun. Olafur
Ragnar getur ekki búist við því að
honum sé vel tekið niður í Sunda-
skála þegar hann mætir þar loks í lok
kjörtímabilsins tU að segja verka-
mönnunum að Alþýðubandalagið
standi vörð um kaupmáttinn. Sjálf-
stæðisþingmaðurinn getur ekki
vænst að hann sé tekinn alvariega ef
hann ætlar að bjóða guU og græna
skóga í stað núverandi stjómar-
stefnu.
Alþýðuflokkurinn getur ekki taUst
líklegur til afreka meðan hans eigin
liösmenn yfirgefa skútuna meö
skömmá flokknum.
Framsóknarmenn verða aö aöhlát-
ursefrii þegar þeir bjóða kjósendum
upp á framhald niðurtalningar í 70%
verðbólgu.
Listhins mögulega
En hvað er þá til bjargar? Kjósa
VUmund til valda? Er þar ekki enn
einn flokkurinn sem sækist eftir völd-
um valdanna vegna ?
VUmundur Gylfason er um margt
ágætur maður meö stórar og heil-
brigðar hugsanir. Hann getur orðið
þarfur þingmaður ef og þegar stjórn-
málaflokkarnir og alþingi gengur í
gegnum sinn hreinsunareld. En hann
er offari sem gengur á veggi og hefur
ekki tileinkað sér það boðorð að póU-
tíkin er list hins mögulega. Alvitrir
messíasar hafa aldrei þrifist í lýð-
ræði ef þeir kunna ekki að taka tiUit
til annarra. VUmundur situr og uppi
með þann myUustein um hálsinn að
hafa setið í ráðherrastóU án þess svo
mikið sem blaka við möppudýrun-
um.
Og jafnvel þótt VUmundur ætli sér
stóra hluti verður hann seint svo
áhrifamikill með Bandalagið sitt að
hann leggi aUar aðrar stjórnmála-
hreyfingaraðvelU.
Flokkaskiptingin á Islandi kann að
einhverju leyti að vera tímaskekkja,
en þeir, flokkamir, eru engu að síður
staðreynd sem halda áfram að lifa
og starfa og hafa áhrif.
Innan þeirra verður endurhæfingin
að eiga sér stað. Þar þarf sjálfsgagn-
rýnin og „menningarbyltingin” að
eiga sér upptök.
Hlutverk fíokkanna
Og þegar aUt kemur til aUs, þá eru
þeir sameiningartákn hinna óhku
stjómmálaskoöana. Grundvallar-
stefnum .í þjóðmálum verður aldrei
vikið til hUðar með einföldum lausn-
um nýrra flokka. Það skiptir máli
hvort þjóðfélaginu er stýrt til hægri
eða vinstri, til miðstýringar eða
valddreifingar, í þágu atvinnurekst-
urs eðagegnhonum.
Flokkarnir þurfa að breyta vinnu-
brögðum, en þeir þurfa ekki og geta
ekki breytt um grundvallarlífsvið-
horf. Að því leytinu gegna þeir óhjá-
kvæmilegu og lýðræðislegu hlutverki
og af þeim sökum skiptir sköpum
hvaða flokki vegnar vel í kosningum,
hvaða stefna verður ofan á.
Þessu má enginn gleyma þrátt
fyrir öngþveiti og upplausn á þessari
stund.
Ellert B. Schram.