Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 10
10
DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983.
Blémin
töfra!
— nokkur or ð í tileffni
konudags
Jæja, karlar, þá er konu-
dagurinn á morgun og komiö að
ykkur að færa eiginkonunni
smáglaðning. Hún á það
áreiðanlega skilið.
Með konudeginum byrjar góa.
Samkvæmt fornu dagatali er
hún næsti mánuöur á eftir þorra,
sem er næsti mánuður eftir
miðjan vetur! Það er siður allt
frá heiðni að fagna komu þorra
oggóu.
Þær sky/du fara fyrstar á
fætur
fák/æddar góumorguninn
fyrsta!
Konudagur. . . . og bónda-
dagur. .. kemur fyrst fyrir bók-
fest í Þjóðsögum Jóns Arnason-
ar. Þar segir:
„Fomsögur segja frá því,
hvemig mánuðir þessir fengu
nöfn sín. Reyndar hefur dálítið
boðorðaslangur komist á munnl
mælin því þau gera Þorra og
Góu að hjónum, þar sem þau eru
talin feðgin í fomum sögum; er
Þorri húsbóndinn en Góa hús-
freyjan; þeirra börn em þau
Einmánuður og Harpa (seinasti
vetrarmánuðurinn og fyrsti
sumarmánuðurinn). Þess vegna
var það skylda bænda ,,að fagna
Þorra”, eða „bjóða honum í
garð”, með því að þeir áttu aö
fara fyrstir á fætur allra manna
á bænum, þann morgun sem
Þorri gekk í garð. Áttu þeir að
fara ofan og út í skyrtunni einni,
vera bæði berlæraðir og berfætt-
ir, en fara í aðra brókarskál-
mina, og láta hina svo lafa eða
draga hana á eftir sér á öðrum
fæti, ganga svo til dyra, ljúka
upp bæjarhurðinni, hoppa á öðr-
um fæti í kring um bæinn, draga
eftir sér brókina á hinum, og
bjóöa Þorra velkominn í garð,
eða til húsa. Síðan áttu þeir að
halda öðrum bændum úr
byggðarlaginu veislu fyrsta
Þorradag; þetta hét ,,að fagna
Þorra”. Sumsstaöar er fyrsti
Þorradagur enn í dag kallaöur
„bóndadagur”; á þá húsfreyjan
að halda vel til bónda síns, og
heita þau hátíðabrigöi enn
„Þorrablót”.
Húsfreyjur áttu að fagna Góu
á líkan hátt, og bændur fögnuöu
Þorra, fara fyrstar manna á fæt-
ur fáklæddar Góumorguninn
fyrsta, ganga þrisvar í kring um
bæinn, og gjóða Góu í garða, svo
mælandi:
„Velkomin sértu, Góa mín, og
gakktu inní bæinn:
vertu ekki úti í vindinum
vorlangan daginn.”
Svo segir í Þjóðsögum Jóns
Árnasonar.
Og auðvitað átti svo bóndinn
að gera konunni eitthvaö vel til
þann dag.
„Góa kemur með gæðin
rr
sm
Góa hefst sunnudaginn í 18.
viku vetrar eða 18.—24. febrúar.
Um hana er hið sama að segja
og þorra, að alls er óvíst um
merkingu þess. Helst hallast
orðsifjafræðingar að því aö það
eigi skylt við snjó eða aðra úr-
komu eins og Árni Björnsson
þjóðháttafræðingur segir í bók
sinni, Saga daganna.
Heimildir um eitthvert tilhald
á heimilum á fyrsta degi góu eru
jafngamlar og varðandi þorra
eða frá því snemma á 18. öld.
Á hinn bóginn er eftirtektar-
verður sá munur sem menn gera
á góu og þorra eins og hann birt-
ist einkum í kvðlingum. Segja
má að menn beri óttablandna
virðingu fyrir þorra en reyni
fremur aö vingast við góu og
höfða jafnvel til kvenlegrar
mildi, samanber kvðlinginn:
Góa á til grimmd og blíðu.
gengur í éljapilsi síðu.
Og stundum er eins og verið sé
að hnýta í þorra um leið og góu
er gefið undir fótinn:
Góa kemur með gæðin sín
gefst þá nógur hitinn.
Fáir sakna Þorri þín
þú hefur verið skitinn.
Haidið í gamlarhefðir
Nú á dögum er konudagurinn
og tilhald í kringum hann orðið
nokkuð almennt, sem betur fer
kannski, því enginn verður verri
af því að halda í gamlar hefðir.
Og þá er bara að hvetja alla
karla til að muna eftir morgun-
deginum! -KI>
Ætlar þú að gef a konu þinnl blom á konudaginn?
Birgir Hjaltacon verkamaður: Eg verö
að gera það úr því að þú spyrð mig,
reyndar gef ég henni stundum blóm.
örlygur Háifdónarson bókaútgefandi:
Það geri ég áreiðanlega.
Kristinn Gestuoa skrifstofustjóri:
Auðvitað geri ég þaö, mér finnst það
alveg sjálfsagt.
Pétur Slgurðsson, fyrrverandi
forstjóri Landhelgisgæslunnar: Ef ég
man eftir deginum. Hvenær er
konudagurinn?