Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Page 20
20
DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983.
DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983.
21
Fyrir nokkru áttum viö Vilhjálmur Arnason
hæstaréttarlögmaöur tal saman, en hann var þá
nýverið oröinn sextíu og fimm ára.Vilhjálmur rak
lengi lögfræöiskrifstofu í húsi Iönaðarbankans á-
samt Tómasi Arnasyni, bróður sínum, núverandi
viöskiptaráöherra, og geymir enn eldorpiö skrif-
stofuskiltið frá þeim tima er bankahúsið brann. Um
þessar mundir er skrifstofan aö flytja í hús
Islenskra aöalverktaka viö Höfðabakka, mikla
byggingu sem stundum hefur verið nefnd Water-
gate, hvaö sem það á nú aö þýöa, en Vilhjálmur er
stjórnarformaður verktakafyrirtækisins.
Segja má aö ævi Vilhjálms spanni tímana tvenna
eins og ævir annarra á hans aldursskeiði. Hann
fæddist 15. september 1917 á Skálanesi við Seyöis-
f jörö en fluttist síöar að Hánefsstöðum og viö þann
bæ hafa þeir bræöur jafnan veriö kenndir. Jörðin
Skálanes er á suðurströnd Seyöisfjarðar og yst
þeirra jaröa sem í byggö voru i Seyöisfiröi. Noröan
og noröaustan Skálaness liggur úthafiö, en austur
og upp frá nesinu rís Skálanesbjarg sem gnæfir hátt
yfir fræg og gjöful fiskimið. Brött og svipmikil fjöll
ber að líta til suöurs frá Skálanesi og innar taka viö
SeyöisfjarðarfjöU, en norðar eru fjöU Loðmundar-
fjaröar og Víknanna, semsvo eru nefndar, allt norö-
ur tU Glettinganess. Þetta er tignarleg f jaUasýn og
fögur. Fjörðurinn og úthafiö faUa inn í þessa
umgerð með allri sinni tilbreytni, sléu og n.júkt
eins og sUfurslæða eða ólgandi af ölduróti sem
þeytti brotsjóunum næstum uppaöbæjardyrum. En
stundum huldi Austfjtröaþokan þetta aUt. ViÞ-
hjálmur var þriggja ára þegar foreldrar hans fluttu
frá Skálanesi.
Við Vilhjálmur áttum sem sagt tal saman fyrir
ekki löngu og þótti mér heppUegast aö hann heföi
sjálfur orðiö í þessari frásögn. ViUijálmur hefur
oröið:
Foreldrar mínir voru Ami VUhjálmsson og
Guörún Þorvaröardóttir.
Faðir minn var austfirskrar ættar er teygöi sig
tU Austur-Skaftafellssýslu og jafnvel Rangárvalla-
sýslu. Ætt hans lá einnig norður á bóginn og má
nefna meöal forfeöra hans þá Þórö Pálsson á
Kjama, innan Akureyrar og Gunnar Þorsteinsson
(Skíða-Gunnar) úr Norður-Þingeyjarsýslu.
Móöir mín var sunnlensk. Móöir hennar var
Margrét Arinbjamardóttir frá Tjamarkoti í Innri
Njarðvík, m.a. afkomandi Egils ríka Sveinbjamar-
sonar í Njarövík, en þetta er fjölmenn ætt um
Suðurnes og víðar. 1 móöurætt sína var móðir mín
afkomandi Lofts Guðmundssonar á Neðra-Hálsi í
Kjós og Karítasar Oddsdóttur prests á Reyni-
vöUum. Móðurafi minn, Þorvarður Þorvarðarson
úr Keflavík, var einnig sunnlenskur maöur. Helgi
Helgason prentari í Viöey var afi hans. Móðir hans
hét Guörún Högnadóttir frá Litlu-Drageyri í Skorra-
dal, en hennar frændur bjuggu um Borgarfjörð og
Mýrar. Guðrún var tU moldar borin fyrst allra í
grafreit Keflavíkur, þeim sem nú er. Annars er ætt-
fræði mín mjög takmörkuð og ég treysti mér ekki
frekar aö gera mig góöan af forfeörum mínum.
Mannmargt á
Hánefsstöðum
Foreldrar minir bjuggu þrjú fyrstu hjúskaparár
sín á Skálanesi. Þau unnu þar hörðum höndum að
búi sínu, þótt eigi væri þaö stórt, sennilega ein tU
tvær kýr, einn hestur og nokkrir tugir sauöfjár.
Aðalþáttur búskaparins var sjósókn fööur míns á
sumarvertíðum. Þá sótti hann sjó á árabát á mjög
gjöful fiskimið undirSkálanesbjargi.
Eins og aö líkum lætur man ég fátt eitt frá þess-
um tíma. Þó minnist ég nokkurra manna og ein-
stakra sviphendinga, trúlega er ég var á þriöja ári.
Áriö 1920, um haustið, fluttu foreldrar mínir frá
Skálanesi aö Hánefsstööum í Seyöisfirði, en þar
bjuggu fööurforeldrar mínir, Vilhjálmur Ámason
og kona hans, Björg Sigurðardóttir. Þar var stórt
heimili, allmikUl landbúnaöur, sauðfé, nautgripir,
garörækt, hænsni og hestar, svo aö flest sé taliö. Á
vetrum var þar fjölbreyttur heimUisiðnaður eins og
tíðkaðist í sveit á Islandi þeirra tíma. Eins var um
„Þá lenti ég í samu vandræ&um
og þeir störu í Hollywood99
matargerö og geymslu matvæla, súrsaöur matur og
reyktur.
AthygU mín beindist líklega fremur aö þeirri
miklu útgerö, sem þama var. Tveir til þrír vélbát-
ar, og aö auki stundum árabátar, reru þaðan tU
fiskjar. Utgeröinni fylgdi mjög margbreytt starf-
semi s.s. umhirða báta, véla og margskonar tækja,
starfræksla frystihúss, viöhald og geröveiðarfæra,
fiskverkun og ótal önnur verkefni, sem sinna þurfti.
Margt fólk var ætíö á Hánefsstööumá þessum tíma.
Þegar flest var á sumrin, voru margir tugir manna
þaráheimiUnu.
Það væri mikiö mál aö segja skUmerkUega frá
þessu umhverfi og mannhfi, sem ég í bemsku varö
hluti af og óx upp meö, enda best aö láta þaö vera aö
sinni.
Eins og þeir vita sem til þekkja fóru börn og
ungUngar aö vinna næstum um leið og þau gátu
staðið upprétt. Algeng var vinna þeirra um og
innan tíu ára aldurs.
Frá þessum löngu Uönu dögum man ég marga
atburði úr leik og starfi. Eg minnist þess t.d. aö eitt
sinn að sumarlagi eldsnemma morguns fór ég meö
Vilhjálmi afa mínum aö vitja síldarneta á firðinum.
Stafalogn og sólskin var á, enginn hávaöi eða
drunur frá mannabyggöum, einungis fuglasöngur,
léttur niöur frá vaöandi síld og blástur frá smá-
hvölum, hnísum eöa hniflum, svo og létt hljóð frá
áratogum okkar, er við rerum til netanna. Mikil síld
var. Morgunsólin frá austri flæddi inn f jarðarmynn-
ið og fyllti fjörðinn birtu, sem helst vekur þá til-
finningu, að myrkur sé ekki tíl. Sólin geröi mergð
þessara litskrúöugu fiska í netunumaöfagurri sjón,
erég ekki gleymi.
Eg efast um að á þessum dögum hafi nokkurn
grunaö, að þeir tímar væru aö nálgast aö mestu
mannkostir, vit og strit nægðu vart eöa ekki til aö
halda lífinu í sér og sínum.
Heimskreppan mikla var aö nálgast.
Vertíðir á Hornafirði
Voriö 1931 var lokið minni fyrstu skólavist, barna-
skólagöngu í f jóra vetur. I barnaskólanum var einn
kennari og nemendur yfirleitt fimmtán eða sextán,
aö mig minnir. Kennarinn og skólastjórinn var einn
og sami maöur, Arni Friðriksson aö nafni, ágætur
maður í hvívetna. Á sumrin var hann formaður á
vélbáti.
Eg var fermdur um vorið af sóknarpresti okkar,
séra Sveini Víkingi, frægum ræöusnillingi og
kennimanni.
Þetta sumar vann ég sem fullgildur landmaöur
við útgerö. Þaö voru margvísleg störf, útbúnaöur
veiöarfæra og vinnutækja, beitning á fiskilínum,
fiskaðgerð, fiskverkun og fleira.
Um haustið var haldiö uppi nokkurri unglinga-
fræöslu í byggðarlaginu af séra Sveini Víkingi, ef ég
man rétt. Ég gat hinsvegar ekki notfært mér þá
fræðslu, þar sem min var þörf viö síldveiðar, en um
haustið og langt fram á vetur var afar mikil síldar-
gengd í og viö Seyöisfjörö. Þótti mér illt að veröa af
þessari fræöslu, en viö því var ekkert aö gera, fyrst
varð aö vinna fyrir brauöi sínu. Það væri synd að
segja aö þetta væru eintóm leiöindi fýrir ungling
þeirra tíma, þótt mikiö væri stritið, því að veiöi-
gleðin og ánægjan á sjónum var sannarlega oft
mikil.
Þá kom vetrarvertíðin á Hornafiröi 1932. Þar var
ég landmaður. Þótti mér þar margt nýstárlegt,
bæöi landslag, veðrátta og fleira, ólíkt því er ég
haföi vanist. Mér kemur í hug loönuveiöin, sem við
stunduðum á Fjörunum eins og viö nefndum sand-
ströndina innan viö Hornafjaröarós aö vestan, þeim
megin sem Hvanney er. Loðnan barst utan af hafi
meö straumnum, sem er mjög mikill á þeim
slóöum. Við veiddum meö litlum nótum, sem við
rerum meö á árabátum út í strauminn, þar sem
nótinni var kastaö. Strengir lágu í báða vængi nót-
arinnar og var nótin dregin í land með handafli.
Venjulega voru tveir menn á hvorum streng, og
meðan þeir drógu nótina að landi þurftu þeir að
hlaupa eftir ströndinni til þess aö fylgja straumnum
meðan á drætti stóö. Þetta gat verið mjög erfitt
verk í kulda og stormi, nótt sem dag.
Þetta vor, 1932, gerðist ég fullgildur háseti á vél-
báti og þótti mér alimikiö til koma.
Aftur fór ég á vetrarvertíö á Homafirði 1933 og
sumarvertíð á Seyöisfiröi. Þá um haustiö fór ég á
Alþýöuskólann á Eiöum og einnig veturinn eftir, en
á sumarvertíöum (maí-okt.) var ég sjómaður.
Vetrarvertíö árið 1936 fór ég enn á Homaf jörð, en á
þar næstu vetrarvertíð fór ég suður í Ytri-Njarövík
til Egils Jónassonar, en hann gerði þá út vélbátinn
Braga, sem var tæplega tuttugu smálestir. Egill
var stálgreindur maöur, góður sjómaöur og raunar
frækinn skipstjórnarmaöur. Hann var einnig góður
útgeröarmaöur og traustur í hvívetna. Kona hans
var Sigurbjörg ögmundsdóttir, frændkona mín.
Vertíöarkaup mitt hjá Agli var sex hundruð krónur,
auk fasðis og húsnæöis. Þá sá ég pening í fyrsta
skipti á ævinni, svo að nefnandi væri. Eftir vertíðar-
lok (1937) hélt ég austur á Seyöisf jörð og gerðist for-
maöur á vélbáti og var það til ársins 1943 þann hluta
ársins sem ég ekki var í skóla.
Sjómannagönguiag
afnumið
Eg settist í Alþýðuskólann á Eiðum haustiö 1933,
þá sextán ára gamall. Næstum þrj ú ár vom liðin frá •
barnaskólaveru minni og höfðu þau ár liðið við fisk-
veiðar og fiskvinnslu, bæði á sjó og landi með
tilheyrandi æskurómantík, þótt í skugga heims-
kreppunnarværi.
Koma mín að Eiðum og dvöl mín þar er mér oft
ofarlega í huga. Þar uppliföi ég nýjan lífsstíl, ef svo
má segja. Auk þess að ganga ferskur og glaður að
námi og leik í hópi góðra kennara og glaðværra
skólasystkina, þá læröust menningarsiöir i daglegu
lífemi. Mér var kennt aö nota tannbursta. Eg haföi
aðgang aö vatnssalerni meö tilheyrandi pappír á
rúllu við hliöina. Eg haföi aðgang að „emellemðu”
baökeri til aö þvo líkamann og rennandi heitu og
köldu vatni; handlaug.
Eg haföi ekki notið þessara hluta áöur og þess
vegna var þetta spennandi nýbreytni og stórt spor
inn i menninguna.
En það var margt fleira.
1 fyrsta sinn stundaöi ég fimleika, í fyrsta sinn
sparkaöi ég f ótbolta og í fyrsta sinn kastaði ég spjóti
og kúlu og svo mætti lengi telja. Þaö var reynt að
kenna mér að ganga ekki meö hinu vaggandi „sjó-
mannagöngulagi”, er ég hafði tileinkaö mér. Mér
v£ir leiöbeint í því efni, hvernig heilsa skyldi fólki er
ég mætti, hneigja mig hoffmannlega og taka ofan
höfuöfat á réttan hátt eftir aöstæöum, s.s. að taka
ofan meö þeirri hendi er fjær var þeim, er heilsað
var. Mér var leiðbeint í almennum borðsiðum, s.s.
gaffall í vinstri hendi en hnífurinn í þeirri hægri
(Ameríkumenn fara hina leiöina, þ.e. taka gaffalinn
i hægri hendi eftir hæfilegan undirbúning). Eg
skyldi þvo hendur mínar eftir salernisfarir svo og
fyrir og eftir máltið og fleira eftir því.
Þótt ég hefði aö vísu notið uppfræðslu og upp-
eldis í föðurhúsum í þessum hlutum þá sýnir þetta
hvemig tekiö var á menningarlegum undirstööuat-
riðum í þessum skóla og þaö ekki aö ástæöulausu.
Aðrir alþýðu- og héraösskólar hafa sjálfsagt beitt
svipuöum vinnubrögðum.
I fy rsta sinn var ég í söngkór og var mikið sungiö,
einnig í smærri hópum. I fyrsta og eina sinniö á
ævinni lék ég í sjónleik — Grím stúdent í Skugga-
Svéini. Allt þetta og miklu fleira á Eiðum varð mér
opinberun. Ungur, hraustur og glaður upplifði ég
þetta ævintýri, svo að aldrei gleymist.
Endursendi spjótíð
Eftir heimkomu mína frá Eiöum hófst ég handa i
því efni aö reyna aö sýna áhuga minn í verki í
nokkrum efnum. Eg gekk fast fram í þvi að settur
var upp útikamar við heimili mitt. Ég stóð fyrir
leiksýningu í samkomuhúsinu í heimabyggð minni.
Leiknir voru tveir þættir, Happiö og Strikið, bæði
eftir Pál J. Árdal. Sennilega hefi ég verið meö aum-
ustu leikstjórum, sem um getur, en fékk þó vini
mína til hjálpar og sýningar voru a.m.k. tvær, ef ég
man þetta rétt. Hitt er mér sérlega minnisstætt aö
ég lenti í sömu vandræöum og þeir stóru í
Hollywood í sambandi viö val á aðalleikstjömunum.
Eg hugðist efla íþróttir og í því sambandi festi ég
kaup á kastkúlu og var verö hennar ellefu krónurog
tókst mér að kljúfa það f járhagslega. Kúla þessi var
mikið notuö í mörg ár og átti sinn þátt í aö örva í-
þróttastarf Eyrarmanna, eins og íbúar í þeim hluta
Seyðisfjarðarhrepps þar sem ég átti heimili voru
oftastkallaðir.
Þá pantaöi ég kastspjót frá Benedikt Waage í
versluninni Áfram í Reykjavík. Sendingin kom í
póstkröfu að upphæð fimmtán krónur. Nú skorti
mig fé. Barðist ég um hart en tókst ekki að leysa
vandann. Ég átti fimm krónur og sendi þær verslun-
inni Áfram sem greiöslu fyrir endursendingar-
kostnaöi á spjótinu. Fékk ég bréf frá Benedikt
Waage þar sem hann þakkaöi heiðarleika og skilvísi
mína og bað hann mig að líta viö í verslun sinni, ef
ég ætti leið í bæinn. Eg gekk á f und Benedikts, þegar
ég var á leiö á vertíð í Njarövíkum suöur, og tók
hann mér ljúfmannlega og minntist viöskipta
okkar. Mikið sá ég eftir spjótinu og var raunar ekki
einn um það, þar sem bræður mínir og fleiri piltar
fylgdust grannt meö þessu stórmáli.
Þorskurinn til hjálpar
Heimskreppan mikla hélt þjóöum heimsins í
heljargreipum, einnig á Islandi. Hinu má ekki
gleyma aö á þeim árum voru gengin á Islandi
ótrúleg framfaraspor, bæöi í verklegum og and-
legum efnum. En það var þungt undir fæti hjá
mörgum, svo þungt að þeim, sem ekki lifðu þá daga,
kann að reynast erfitt að skilja hvað og hversu
margt, sem nú þykir sjálfsagt, var vonlaust á þeim
dögum.
Áhugi minn haföi ætíö stefnt til þess aö ég yröi
sjómaður og ýmsir framtíðardraumar í því sam-
bandi fönguöu huga minn. Dvöl min á Eiðaskóla
var auðvitaö mikið ævintýri, en breytti ekki
beinlinis þeirri ætlun minni aö verða sjómaöur.
Eg haföi ávallt starfaö viö og á vélbátum, en mig
langaði mjög að breyta til og komast á stærri skip,
togara, strandferðaskip, svo að ég minnist ekki á
þann draum aö komast á skip, sem sigldi milli
landa.
Eg sjálfur, faðir minn og fleiri reyndu allar hugs-
anlegar leiðir til þess aö útvega mér skipsrúm á
öörum skipum en vélbátum, en árangurslaust. Þaö
var aldeilis ekki hlaupið aö því fyrir unga pilta utan
af landi aö fá eftirsótt togarapláss á þessum árum,
eöa þá störf á vöruflutningaskipum, varöskipum
eða öðrum farkostum.
Þar kom aö ég taldi þetta vonlaust og þá kom upp
sú hugmynd hjá mér aö reyna að afla mér frekari
skólalærdóms og þar með að breyta framtíöará-
formum.
Eg ákvaö aö reyna aö komast inn í menntaskóla,
þótt eigi væri það árennilegt, eftir á að hyggja. Eg
var næstum tvítugur og það er ég hefði numið á
Eiðaskóla fariö að skolast í mér. Ég reyndi því aö
lesa sjálfur og fékk lítilsháttar timakennslu í nokkr-
um greinum. Eg reyndi aö komast í þriöja bekk i
Menntaskólanum í Reykjavík, en þaö gekk ekki.
Næsta ár, 1939, fór ég síöari hluta vetrar til
Akureyrar og reyndi aö komast í fjóröa bekk
Menntaskólans þar. Þaö hafðist. Hefi ég raunar
ekki skilið hvemig þaö mátti veröa meö þann undir-
búning er ég hafði. Þaö reið þó baggamuninn aö
nokkrir gáfaöir nemendur í M.A. hjálpuöu mér viö
lestur og sérstakir kennslutímar voru í skólanum
fyrir þá sem reyndu prófið utanskóla. Einnig vildi
þaö mér til sérstaks happs að í prófi í náttúrufræði
hjá Steindóri Steindórssyni, kennara, kom ég upp í
kafla um þorskinn og var þaö ekki í fyrsta skipti á
ævinni sem þorskurinn hjálpaöi mér. Þorskveiðar
höfðu veitt mér lifibrauð. Námskostnaður minn í
Eiðaskóla var greiddur með saltfiski og nú kom
þessi blessuð skepna og skjaldarmerki mér til
hjálpar, þegar mikiö lá viö. En kannski var aðalat-
riöið sá jákvæði og manneskjulegi hugsunarháttur
skólameistara og kennara til þess unga fólks, sem
var aö reyna að komast inn i skólann. Eg fékk t.d. á
þessu prófi allgóöa einkunn í skrift, en því trúöu
engir, sem til þekktu.
Eg fór í stæröfræðideild fjóröa bekkjar. Námiö
var mér mjög erfitt til aö byrja meö en sóttist betur
er á leið. Ég lauk stúdentsprófi vorið 1942 eins og til
stóö. Ég var kominn hátt á tuttugusta og fimmta
aldursár, nokkrum árum eldri en flest bekkjarsyslk
ini mín. Síöan lá ieiö min i lagadeild Háskóla
Islands og þaðan lauk ég prófi áriö 1946.
Gallharður I Framsókn
Þegar líöa tók á lærdóm minn í lögum, þá sótti
auðvitaö á sú hugsun hvaöa vinna fengist aö námi
loknu.
Eg minnist þess aö einn af kennurum mínum í
lagadeiidinni, Gunnar Thoroddsen, núverandi for-
sætisráöherra, kom aö máli við mig aö fyrra bragöi
og sagði mér aö sér væri ljúft aö aðstoða mig viö aö
fá vinnu, þegar skólanum lyki. Þetta var það
fyrsta, sem gerðist í atvinnumálum mínum í Há-
skólanum, og þótti mér þetta ánægjulegt og mjög
drengilegt af þessum kennara minum.
Ástæöa þess aö ég fylgdi málinu ekki eftir var sú
aö mér fannst ekki sæmandi af mér sem grjót-
höröum framsóknarmanni aö þiggja aöstoð í þessu
efni frá fyrirferöarmiklum foringja í Sjálfstæðis-
flokknum. Ekki skal ég slá neinu föstu um áhyggjur
eöa umhyggju framsóknarforingja þeirra tíma um
atvinnumál mín, en eitt var víst aö þeir máttu vita,
aö ekki var hætta á brotthlaupi minu úr flokknum,
þótt þeirspöruðusérómakiö.
Þegar ég var oröinn lögfræöingur, fór ég aö huga
að atvinnu fyrir alvöru.
Eg gekk á milli lögmanna i Reykjavík og spuröist
f yrir um vinnu, en án árangurs.
Ég leitaði síðan fyrir mér um aðra vinnu og svo
vildi til, aö skólabróöir minn frá Menntaskólanum á
Akureyri og Háskóla Islands, séra Þórarinn Þór,
núverandi prófastur í Barðastrandarprófastsdæmi,
kom mér í samband viö fööurbróöur sinn, Vilhjálm
Þór, sem þá var nýlega orðinn forstjóri Sambands
ísl. samvinnufélaga. Það varö úr, aö ég var ráöinn
til lögfræðistarfa hjá S.I.S.í júlímánuöi 1946.
Olafur Jóhannesson, núverandi utanríkis-
ráöherra, var þá lögfræðingur Sambandsins og
kaupfélaganna og framkvæmdastjóri félagsmála-
deildar þess.
Mér þótti mjög gott aö starfa meö Olafi
Jóhannessyni en fékk því miður of litið tækifæri til
þess, m.a. vegna þess að í ársbyrjun 1947 hvarf
hann frá S.I.S. og gerðist prófessor í lögum viö Há-
skóla Islands.
Samvinnuhugsjón
og valdataf I
Störf mín hjá Sambandinu uröu fljótlega bæði í
sambandi við félagsmál og lögfræöi. Þaö var mikil
gróska og vöxtur í öllum umsvifum Sambandsins á
þessum misserum og þegar um vorið 1947 blasti viö,
aö mér væri ekki f ært að sinna bæði félagsmálum og
lögfræði. Mér gafst kostur á aö velja á milli þessara
starfa og réöi því sjálfur, er ég kaus að vinna að
f ræöslu- og f élagsmálum.
Þessi ákvörðun mín vakti undrun ýmissa vina
minna og vandamanna og ekki aö ástæöulausu. Eg
lagði fljótlega á hilluna þau störf, sem voru eölilegt
framhald af lögfræöinámi mínu og við þaö beið
þekking mín og væntanleg hæfni til þeirra hnekki,
þegar eðlileg starfsreynsla fylgdi ekki í kjölfariö.
Auk þess var þekking mín í félagsmálum tak-
mörkuö, en ég geröi þaö sem ég gat til þess aö auka
þá þekkingu mína. Eg sökkti mér niöur í lestur
þeirra samvinnufræöa er ég gat, og varð býsna vel
aö mér í þeirri „teoriu”, þótt ég segi sjálfur frá.
I félagsmálastörfum var ég reynslulaus og varð
þaö mér erfitt í starfi. Þrátt fyrir talsverð átök, nýtt
skipulag, nýjungar, ný tæki og breytingar og
aukningu í þessum fræðslumálum, þá hafði ég ekki
árangur sem erfiöi. Samvinnuhugsjón mín hefur
trúlega veriö barnaleg og borið vott reynsluleysis
og ekki þjónaö þeim tilgangi, sem til var ætlast. Ég
minnist þess að á aðalfundi Sambandsins á
Akureyri 1948, ef ég man rétt, þá flutti ég alllangt
Um borð i Magnúal. Myndtn ar af íslenskum sjómönnum ó árunum fyrir síðara heimsstríð. pfý Vestdaisayri i Seyðisfirði fyrir um það bil hólfri öld.
Talið fró vinstri: Skafti Kristjónsson, óþekktur, Vigfús Jónsson, Hjörtur Bjarnason og Sigur-
jón Sigurðsson.
Hónefsstaðir, en húsið var byggt ó órunum 1888 tll 1880. A myndinni, sem tekin var órið 1910, eru, talið fró
vinstri: Stefón Th. Jónsson, Vilhjólmur Árnason, Ólafia Slgurðardóttir, kona Stefóns, Sigriður Vilhjólms-
dóttir, Björg Sigurðardóttir með dóttur sinni, Sigriði Vilhjólmsdóttur. Og lengst til hægri sést Hjólmar Vil-
hjólmsson, fyrrverandi róðuneytisstjóri.
Vélbóturinn Magnús. Vilhjólmur var formaður ó honum í sex ór, eða á órunum fró 1937 til'